Ísafold - 17.09.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.09.1902, Blaðsíða 2
242 traust og eiga því ekki kost á að safna skuldum, þótt þeir vildu. Skuldaverzl- un þekkist ekki, og þeir, sem ekkert veð hafa, fá ekki lán. En daglegt brauð fá þeir fyrir vinnu sína hjá bændum og afurðir af jarðarskikanum. Eátæklega klæddir eru þeir margir og fátæklegt er inni hjá þeim, og húsa- kynnin ekki vitund þægilegri en góð- ar bekkbaðstofur hjá oss. Húsin lítil, með múrveggjum og hálmþaki, eins eru og flest bænda-íveruhús í Dan mörku. En þægilegar stofur eru hjá efnaðri bændum, með góðum húsgögn- um, eins og gerist í kaupstöðum. Ótrúlega eru danskir húsmenn iðju- samir og nægjusamir. |>að halda Danir, að íslendingar séu nægjusöm þjóð; en á bak við þá í- myndun þeirra felst það, að vér séum á því menningarstigi, að vér gerum oss eigi vant, kunnum eigi að gera tilkall til mikilla lífsins þæginda eða meta þau. En það held eg mér sé óhætt að fullyrða, að dönsku húsmenn- irnir og meginþorri af verkafólki í kaup8töðum geri sér yfirleitt enn síður vant en sams konar stéttir á íslandi. íslendingar gera sér allmjög vant, þegar miðað er við það, sem þeir framleiða. Og þarfir vorar svonefndar fara sívaxavdi. Ekki þyrfti að bjóða sumu vinnu- fólkinu hjá oss það viðurværi, sem vinnufólk og verkamenn hafa hjá sum- um bændum í Danmörku. Rúgbrauð oftast á málum, með svínafeiti ofan á og margaríni, og stundum »ólarost« þ. e. ólseigum undanrennuosti, og á eftir mait öl, sem er viðlíka gott og drykkj- arblanda hjá oss. Aldrei er hádegis- kaffi. Miðdegismatur venjulega baun- ir og svínaflesk eða kálgrautur, og annað léttmeti. Kjötmatur er sjald- gæfur, nema kálfskjöt. Grautur úr undanrennu á kveldin, eða brauð og kaffi, eða te. Verkafólk í kaupstöðum verður nú oft að gera sér að góðu, að hafa lak- ara viðurværi en þetta. Já þess eru dæmi, og þau ekki fá, að fátæklingar éta hráar kartöflur og svínafeiti við. Og þurt rúgbrauð með sykurlausu te eða kaffiskólpi. Oft fer helmingurinn af hinu lága kaupi þess í húsaleigu og opinber gjöld. Af hagfræðisskýrslum Dana má sjá, að nær þriðjungur allra íbúa Kaup- mannahafnar að heimilisfeðrum til hefir í árstekjur minna en 600 krónur. — Og þegar af þessum 600 kr. þarf að taka 200 krónur og stundum meira í húsaleigu, þá er lítið til að lifa á til fatnaðar og matar fyrir 3—8 mann- eskjur. Hve miklu skiftir fyrir þjóðina dönsku, við hver kjör húsamannastéttin á að búa, má fara nærri um, er þess er gætt, að í Danmörku er á a n n a ð hundrað þúsund husmenn af 64 J/2 % þjóðarinnar, sem lifir af landbúnaði. Margt hefir á síðari árum gert verið til þess, að bæta kjör þessarar stéttar, sem allir hugsandi menn Dana sjá og viðurkenna, að eru ekki glæsileg og gæti verið betri. — Sérstaklega hefir verið lögð stund á að menta betur húsmannastéttina, og gefa þeim kost á, að auka land sitt og fá peningalán með góðum kjörum. Mest hefir verið að því gert á Jótlandi; þar er nóg land, sem er þjóðeign, Jótlandsheiðarnar. — Og mikill hluti af þeim 85 □ mílum, sem búið er að rækta á þessum heið- um, er veik þessara húsmanna og annarra sjálfstæðra smábænda. Stjórnin greiðir hverjum manni til- tekna þóknun fyrir hvert dagsverk, sem þar er unnið. — En þar er sein- tekinn arður af jörðinni. Mundi eng- um bændum á Islandi koma til hugar að rækta slíka jörð, nema ef að vera kynni Reykvíkingum. Jörðin er lyng- móar, með 1—2 þuml. þykku gróðrar- lagi af sendinni, barkandi mold, grafsýrumold. þar næst er sandlag af kvarz-sandi mestmegnis (léleg sandtegund) og aurgrjót undir. Með öðrum orðum : verri jarðveg er ekki hægt að hugsa sér. Og þetta er ræktað, breytt í graslendi, akra og skóglendi. — Jafnvel uppi á fjöllum hér á laadi er jarð- vegur ekki verri viðfangs til ræktunar en Jótlandsheiðar eru. þess eru nú ekki allfá dæmi, að einyrkjar, sem byrjað hafa á að rækta þar land, eru orðnir eftir 20— 30 ár vel efnaðir bændur, og eiga mikið land. En þessir menn hafa þurft að beygja bakið; þeir hafa mik- ið haft fyrir lífinu, og ekki mátt gera sér vant. — Með iðni og ótrúlegri þrautseigju hafa þeir komist þetta á- fram; en styrktir hafa þeir vérið til þess af landsfé. Mikill þorri húsmanna hefir enga fræðslu eða mentun fengið nema í barna- skólum, og hafa þeir oft verið og eru jafnvel enn þá vfða lélegir úti á land- inu, að vitni sumra skólamanna Dana, og mun eg benda á ummæli þeirra í þessa átt síðar.1 Nú er stofnuð á nokkrum stöð- um hálfsmánaðar-kensla í búfræði fyrir þessa stétt. Sumstaðar er farand- kensla, og er hún mjög vel sótt. — það er ekki nema lítið brot af hús- mannastéttinni dönsku, sem getur kostað syni sína á lýðháskóla og bún- aðarskóla; það er þá fyrst, þegar börn þeirra eru vaxin og korain í annarra þjónustu, að þau geta aflað sér ment- unar. Til eru menn ekki svo fáir í þess- ari stétt, sem eru vel mentaðir menn og eru mikils metnir framkvæmda- meun. — það eru nú einmitt þessir menn, sem vakið hafa eftirtekt manna á kjörum og mentunarleysi stéttar- bræðra sinna, og gera alt sem þeir geta til þess, að bæta hag hennar. — Menn úr þessum flokk þjóðarinnar sitja á þingi, í sveitarstjórn, amtsráð- um o. s. frv. það er ekki verið að spyrja um það, hvort maðurinn sé húsmaður eða núsmanns son, heldur hitt, hvað eftir hann liggur, hvort hann sé nýtur maður, vel að sér og fær til þess, að taka þátt í almennum 8törfum. þegar hægrimenn í Danmörku hristu höfuðið yfir því, að barnaskólakennari og sjálfseignarbóndi (báðir auðvitað gamlir þingmenn óg mikjls metnir) voru gerðir að ráðherrum í fyrra, þá svöruðu vinstrimenn : næst tökum vér h ú s m e n n ! S. p. Innbrotsþjófnaður var framinn ífyrri nótt aftur hjá timbursala B. Guðmundssyni, sýnilega af sömu mönnum og áður. því nú lá sparisjóðsbókin, sem þá hvarf, á Bkrif- borðinu í skrifstofunni, með 6 krónum i, eins og átti að vera. Skrifborðsskúffurnar höfðu þeir nú sprengt upp og leitað þar vandlega; ^n þar var nú ekki að finna nema ef það hafa verið fáeinir aurar. — Ýmislegt var annað geymt i skrifhorðina, sumt fémætt nokkuð svo; en af því höfðu þeir ekkert haft burt með sér. En svo höfðu þeir ráðist á peningaskáp- inn sjálfan, 600 punda járnskáp, borið hann út á gang og reynt þar að sprengja hann upp með járni, skemt hann mikið, en ekki getað komist í hann. Greymdar voru í honum nokkrar höfuðbækur og 5— 600 kr. í peningum (seðium). Enginn var glugginn brotinn á húsinn. Því likast, sem þjófarnir hafi leynsti kjall- aranum um kveldið fyrir og látið loka sig þar inni; því opin var um morguninn kjall- arahurðin, sem lúka má upp að innanverðu, og norðurdyr á húsinu, sem og er slá fyrir að innan. Hverjum á mi að treysta? Eg er ekki vanur að lesa níðgreinar »þjóðblaðsins« gamla eða höfuðmálgagns þeirra hérna »hinna«, nema mér só gefið sérstakt tilefni til þess. En af því að eg. heyrði orð á því gert, hve kjarnyrt væri grein ein í blaðinu 5. þ. m., er nefnist »Nýjar skýringar — Nýj- ar sannanir«, þá datt mér í hug að líta í hana í gærkveldi, rétt til að vita, hvort hún væri lesandi fyrir nokkurn sannkristinn mann. Greinin, sem eru frekir 2 dálkar, er ekkert annað en útúrsnúningar, rangíærslur og lúalegar dylgjur. Mér brá ekkert við það; því greinin er stíluð gegn dr. Valtý. En mér brá við annað, sem eg las þar. Eg rak augun undir eins í nokkrar setningar á einum stað í blaðinu, prentaðar með feitu letri, sjálfsagt til þess að þær væru lesnar með sem mestri eftirtekt, af því, að þar á víst að vera sagt það, sem mestu máli skiftir um umræðuefnið. það er þar verið að lýsa dr. Valtý ósannindamann að þeim ummælum, að greinar Hávarðar höggvanda og Atla hins ramraa í ísafold 30. júlí og 2. ág. í sumar hafi ekki verið birtar fyr en eftir að full trygging var feng- in fyrir framgangi stjórnarskrármáls- ins á þinginu. Um þetta segir svo í umræddri grein: »dr. segir hreint og beint ó s a 11, þar sem hann er svo djarf- ur að segja og undirstrika það, að dregið hafi verið að birta þessar grein- ar, unz full trygging fyrir framgangi málsins var fe ng- i n«. Eg varð að lesa þetta, ekki þrisvar, heldur margoft, áður en eg trúði því, að eg hefði lesið rétt. En það var enginn vafi á því; það sást bezt á framhaldi greinarinnar. Mér kom það nú raunar alls ekki á óvart, þótt hallað væri réttu máli af/ásettu ráði til þess að telja öðrum trú um, að það væri dr. Valtýr, er hefði rangt fyrir sér. En hinu gat eg ekki búist við, að ábm. mundi vinna til að halda því á lofti um sjálfan sig og alla flokksmenn sína á þinginu, að ekkert væri byggjandi á því, sem þeir lýstu yfir í heyranda hljóði á alþingi. En þetta gerir hann þó óbeinlínis með þessum ummælum. Tveim dögum áður en grein Há- varðar kom út í ísafold, var stjórnar- skrármálið á dagskrá í neðri deild. fúngraenn voru allir búnir að kynna sér frumvarpið vel, var öllum kunn- ugt um ríkisráðssetuákvæðið, voru búnir að bera sig saman og afráða að samþykkja það eins og það lú fyrir. Og á þingfundinum 28. julí lýsti •þingsins herra« því hátíðlega yfir að »Heimastjórnarflokkurinn« ætlaði að samþykkja frumvarpið óbreytt. Nú var það þessi flokkur, sem öllu réð á þinginu, og undir honum voru úrslit málsíns komin. Til þess að frv. félli, þurftu einhverir úr þeim flokki að bregðast. f>egar áminst málgagn segir nú, að ekki hafi verið fengin full trygging fyrir framgangi málsins 30. júlí, þá þýðir það sama og að segja: »í skýlausri yfirlýsingu »Heimastjórn- arflokksins« um eindregið fylgi við málið er e k k i fólgin full trygging fyrir framgangi þess. Vér getum ekki fulltreyst flokks- möimuin tí5 að st.anda við ioforð sín og hátíðiega yfirlýsingu. Ef einhver segir annað, þá segir hann »hreint og beint ó- s a t t«. Enginn skyldi trúa því, að vor flokkur (»Heimast.j.fl.«) efni orð sín fyr en hami er húinn að því«. |>etta er hugsin, sem felst í því. er margnefnt málgagn segir. f>að er sama sem að það segi þetta berum orðum. f>að er þá ekki meira en þetta, traustið, sem téður ábm. ber til sfns eigin flokks. En hverjum er þá að treysta? En er það annars sigurvænlegt, að hafa fyrir landsmála-leiðtoga mann, er svo vegur óþyrmilega að sínum eig- in flokksmönnum? J. Efnaiiags-íramfarir og bankar. Hinn nafnkunni þjóðmegunarfræð- ingur, N. C. Frederiksen prófessor, fyrrum háskólakennari í Khöfn, hefir ritað í vetur sem leið fróðlega grein í Dansk Tidskrift um »Framfarir Finn- lands«. f>ær hafa verið,'að honum segist fá, miklar og stórmerkilegar síöasta manns- aldur eða aem því svarar, bæði and- legar og líkamlegar. •Efnahagsframfarirnar hafa ef til vill verið meiri en í nokkuru landi öðru hér í álfu. Eg segi ekki þar með, að þjóðin sé komin svo ákaflega langt; en þegar miðað er við örbirgð þá, er hún átti áður við að búa, þá eru framfarirnar svo miklar, að slíks eru ekki dæmi nema í hiuum nýja heimi«. « f>ví næst rekur liöf. framfarirnar í hverri atvinnugrein fyrir sig, akur- yrkju, skógrækt, verzlun, iðnaði og samgöngum m. m., og segir siðan: • Hjartað í e f n a h a g s-1 í f i vorra tíma eru bankarnir, og ekkert er fallegra en framfarirnar í bankamálum Finnlendinga, stórir, margkvíslaðir bankar með mörgum útbúum, þar sem er yfirleitt líkt eftir hinu ágæta bankafyrirkomulagi Skota, Sambandsbankinn á Finnlandi með 20/. í árságóða og jafnvel 24f síðast, innunninn með almennum bankastörf- um, og þá Hlutahankinn norræni — þetta eru stærstu bankastofnanirnar þar af því tægi, en ekki hinar einu«. f>eir munu reka upp heldur éigi stór augu, or þeir heyra nefnda 20 eða jafnvel 24 af hundraði { árságóða, þeir sem hugsa sér, að bankar geti ekki grætt nema þeir taki okurvexti. f>eir hugsa sér sjálfsagt, að þessir finsku bankar muni caka fram undir 30*/ af þvíj sem þeir lána Iandsmönnum; annars geti þeir ekki haft svo stórkostlegan af- gang. En auðvitað taka þeir ekki og geta ekki tekið og dettur ekki í hug að taka hærri vexti af útlánum en al- ment gerist í bönkum á Norðurlönd- um, segjum 4—5/. En þeir gera meira en að veita bein og einföld peningalán. f>eir eru annað og meira en veðmangarar (Pantelaanere). Stjórnendur þeirra hafa víðari sjóndeildarhring en það, og meira vit áog kunnáttuí bankastjórn- arstörfum. Og ekki hefði landið þetta stórkostlegt gagn af bönkunum, sem prófessor Frederiksen lýsir, ef þeir hugsuðu varla nema um lítinn blett af því, rétt í kringum aðalbanka- setrið, en létu það annars vera í pen- ingasvelti, klipu utan af hverri lán-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.