Ísafold


Ísafold - 24.09.1902, Qupperneq 3

Ísafold - 24.09.1902, Qupperneq 3
251 og í vetur sem leið kendi hanu sjúk- dóms þess, er varð banamein hans, en hann bar þjáningar sínar með kristi- legu þreki og trúarfestu, sem alla æfi einkendi lífsferil hans, og þráði lausnarstund sína. Jarðarför hans fór fram 2. ág. við Garpdaldskirkju, og flutti sóknarprest- ur hans húskveöju á heimili hans, en í kirkjunni fluttu ræður sóknarprest- urinn og síra Arnór Árnason á Felli. X. Hinn 11. júní þ. á. andaðist að heimili sfnu eftir langvinnan sjúk- dóm Guðmundur bóndi í v a r s- 8 o n á Brunnastöðum, 65 ára gamall, fæddur 1. jan. 1837. Hann kvæntist 1864 eftirlifandi ekkju Katrínu And- résdóttur, systur prófasts síra M. And- réssonar á Gilsbakka og þeirra syst- kina; eignuðust þau hjón saman 10 börn, sem 8 eru á lífi, — 4 synir og 4 dætur. Guðm. sál. var stakur atorkumaðnr á meðan heilsan entist, framúrskarandi formáður og aflamaður, enda átti margur fátæklingurinn í nágrenni við hann honum margan málsverð að þakka. Hreppstjóri var hann í Vatns- leysustrandarhreppi 3 ár, hreppsnefnd- armaður 6 ár og sýslunefndarmaður jafnlengi (6 ár). Störfum þeim gegndi hann með alúð og samvizkusemi, og sparaði engan kostnað til að leysa þau vel af hendi, þó hann (eins og flestir, sem þeim störfum gegna af bændafólki), þyrfti hvorki að vænta launa né þakklætis. Guðm. sál. var mikið vel greindur, gætinn og lipur í umgengni, friðsamur húsfaðir og nágranni, og sáttfús við þá, sem eitthvað gjörðu á hluta hans; hann hafði að vísu öra og viðkvæma lund, en stilti sig manna bezt. Allan sinn búskap bjó hann á sama stað, Brunnastöðum. Um miðbik æf- innar var hann meðal efnuðustu bænda í hreppnum; en á síðari árum átti hann við marga erfiðleika að stríða, sárstaklega vanheilsu og afla- leysi, og fór því efnahag hans mjög hnignandi síðustu árin. G. Ýmislegt ntan úr heimi. Flotas/ning stórkostleg suður í Ermarsundi, við Spithead, var ein við- höfnin, er fylgdi kryningu Englakon- ungs í sumar. Hún var haldin viku síðar, 15. ágúst. Þar voru saman kom- in 100 herskip brezk, öll af járni gerð, sum heljarbákn, heimsins mestu bryn- drekar, en önnur smærri. Það var merkileg tilviljun, að í því bili,er sjóliðsstjórninenska, nokkrir aðmír- álarnir og gestir þeirra, um 800 alls, ætluðu að leggja á stað frá Sonthampton út í Sundið, á 2 gufuskipum, La Plata °g Clyde, ber þar að landi heljarmikið flutningagufuskip, Saxon, sunnan úr Suður-Afríku, með n ar 2000 hermanna enskra og auk þess 3 frægustu Búahers- höfðingjana, Louis Botha, Christian de Wet og Delarey. En fyrir voru þar á sjóðliðsstjórnarskipinu öðru þeir Kitch- ener lavarður, Roberts marskálkur og Chamberlain ráðherra, og kvöddust þar hvorirtveggju meðvirktum og hjöluðust við stendarkoru, en mannmúgurinu, er v'ð var staddur, laust upp fagnaðar- ópum. »l>ar stóð Róberts marskálkur, sem er maður lítill vexti og var h’kast- ur til aðsjá gráhærðum fermingardreng, og skeggræddi af mestu alúð við de Wet, sem var mjög viðhafuarlaust bú- inii, óhkt Botha, sem var klæddur eftir allra-n} justu tízku. Delarey gaf sig elcki í talið, og Kitchener, sem gnæfði upp yfir þá alla, — hann er enn hærri en Botha — sagði að vanda ekki nokk- urt orð«. Svona segir viðstaddur fregnriti frá. Erindi Búahershöfðingjanna hingað norður í álfu var uppi látið það, að leita samskota handa ekkjum og mun- aðarleysingjum eftir fallna Búa í ófrið- inum. En Englendingar sumir grunuðu þá um þá fyrirætlun, að hefja fjand- samlegan undirróður á Hollandi gegn Bretum. Kitchener hafði boðið þeim, að mælt var, að vera við flotasýninguna; en þeir afþökkuðu það og liéldu leiðar sinnar til Lundúna. Um 200,000 skemtiferðafólks var statt í Southampton og Portsmouth þentian dag til að vera við flotasýninguna, og 5. hverja mínútu kom brautarlest frá Lundúnum með fullfermi fólks. Konungur lá út við eyna Wight á skemtiskipi sínu Albert and Victoria og lagði af stað þaðan kl. 2 fram hjá flotanum, er hafði skipað sér í 4 fylk- ingar og hleypti af öllum fallbyssum sínum, er konungsskipið bar að, en flotaliðið alt, nær 40,000 manna, raðaði sér fram nteð borðstokknum og upp um reiðann, og var hrópað 3-faIt húrra frá hverjn herskipi, er konungsskipið bar fram hjá. En konungur stóð á stjórn- pallinum og bar hátt, eins og Ólaf konung í lyftingu á Orminum langa.— Og er hann var kominn alla leið fram hjá flotanum, var skotið merkisskoti af fallbyssu og laust þá allur skipaher- inn fagnaðarópi upp í einu lagi, svo að kvað við langt á land upp. Margt hinna beztu skipa og mikil- fenglegustu í flota Breta var ekki heima við, heldur víðs vegar út um heim á varðbergi, að vanda, og sögðu kunnugir, að sum þeirra, er s/ningarflotann fyltu, væri forngripir, sem flytu rétt að eins undir sjálfum sér á lygnum sjó, en aldrei mundi tekið í mál að hafa í or- ustum. Roosevelt Bandaríkjaforseti komst í mesta 1 í f s h á s k a fyrir skömmu, 10. þ. m. Hann var á ferð í brenum Lenox í Massachusetts og ók liart í vagni. En þá rekur sig á hann með fullri ferð rat'magnssporvagn, mölvar vagn forseta í spón, en þeir, sem í houum voru, hent- .ust langar leiðir og biðu tveir bana samstundis, ökumaðurinn og leynilög- regla, er sat hjá íorseta og Craig hét. Ritari forseta, Cartelyu, er var 4. mað- ur í vagninum, stórmeiddist. En for- seti sjálfur gerði ekki nema hruflaðist dálítið á höfði. Það þótti frábær guðs mildi og nær alveg óskiljanleg. Báðir hestarnir fyrir vagninum fótbrotnuðu og voru skotnir undir eins. Játvarður konungur sendi Roosevelt forseta hjartuæma fagnaðarkveðju vegna lífgjáfarinnar og Vilhjálmur keisari aðra svolátandi: »Ásamt öllum Ameríku- mönuum lofa eg forsjónina, sem forðað hct'ir lífi yðar við hræðilegu slysi«. Fátækramálanefndin, milli þinga, þeir amtm. Páll Briem, lándritari Jón Magnússon, og Guðjón með hinn 3., Strandaþingmaður, hafa nú setið hér á ráðstefnu 3 vikurnar framan af þessum mánuði og unnið af kappi að sínu verkefni. Nefndin hefir aðallega fengist við að yfirfara fátækralöggjöfina, bæði hina almennu og svo um vitfirringa, um vinnuhús, o. fl. Nýmæli um ellistyrk eða eftir- laun handa almenningi (alþýðu) hefir hún og haft í smíðum og er langt komin með. Næst ætlar hún að koma saman í apríl í vor, á Akureyri — Guðjón með — og lúka, þá við fátækralöggjöfina. Bn tel- ur vafasamt, hvort hún kemst yfir að ganga frá sveitarstjórnarlöggjöfinni fyr- ir næsta þing. Antmaður P. Br. fer með Skálholti á föstudaginn, en Guðjón ekki með; hann fór í morgun með Reykjavík upp í Borgarnes og heldur þaðan landveg norður. Guðlaugur Guðmundsson sýslu- maður hefir verið sæmdur rauðu arnarorð- unni af 3. flokki af Yilhjálmi Þýzkalands- keisara. Dannebrogsmenn eru orðnir auk Olafs Olafssonar, sem áður er nefndur, þeir Jón Jónsson hreppstj. 1 Bygðarholti í Aust- urskaftafellssýslu og Páll Ólafsson, hóndi á Akri í Húnavatnssýslu. Póstgufuskip Vesta (Kiær) gat ekki athafnað sig hér i gær fyrir illviðri og komst því ekki á stað fyr en í dag síðdeg- is. Fjöldi farþega með. Fórn Abrahams. (frh.). Tvö fótgönguherfylki komust niður að áuni, og ranu hverjum manni kalt vatn milli skinns og hörunds, er hann hugsaði til þess, að nú dyndu skotin yfir. þ>að var steiuhljóð; herinn hélt niður í sér andanum tvær sekúndur, og beið. Engin hræríng, ekkert skot vottaði, að óvinaliðið biói beint fyrir handan ána, og þó vissu allir, að þar var það. »Hver fjandinn ætli nú sé sé á seyði fyrir þóim«, spurðu 2 þúsund heilar; en ekki bærðust varirnar. Og enn áfram ekkert annað en sama djúp og hátíðleg þögn. Dátarnir litu hver til annars, eins og þeir skildu ekkert í þessu; það fór titringur um allan múginn, og enn var tekið til fótanna. Ekkert annað en köld og ömurleg dauðaþögn hinu megin. Að halda svona blindandi móti ein- hverju, sem maður þekkír ekki, og get- ur verið dauðinn; að þramma beint inn í eitthvað, sem engar hefir út- göngudyr, — það er meir en þolnustu taugar fá staðist. þeim varð ósjálf- rátt að bogna í bakinu, hermönnun- um; handtakið um byssurnar linaðist og margir rösuðu, þegar þeir komu að ánni; vöðvarnir á þeim urðu alt í einu eins linir eins og ull, og þvertóku blátt áfram fyrir að gera skyldu sína. En þá kom þeim það í hug, að þeir voru enskir hermenn; þeir réttu úr sér aft- ur og fylkingiu stóð aftur keik eins og kornekra, er vindhviða hefir lagt yfir og sveigt fullþroskuð öxin við jörðu. Hún varð nákvæmlega samstiga og fótatakið hraðara. Hvers vegna þeir gerðu það ? |>að vissi enginn. Sumir héldu að hennar hátign drotn- ingin vildi svo vera láta, og fyrir hana vildu þeir fúsir leggja lífið í sölurnar; aðrir höfðu heyrt pata af því, að þetta væri alt saman stórfenglegt tál og glæfrar. En það kom ekki þeim við; þeir voru hermenn, sem vissu, hver var skylda þeirra, og þá ekki meir um það. þ>eir 'höfðu tekið við málanum frá *ekkjunni« [Viktoríu drotningu] og unnið heit f móti, og það heit ætluðu þeir að standa við fram í rauðan dauð- ann. Og sólin skein glatt á heiðum himn- inum. Kring um þá var alt í iðandi fjöri og glaumi. En »sú hin kalda undiralda*, háskinn og hörmungin, lá í leyni fyrir þeim. Hún var ekki sýni- leg. En þeir vissu af henni aliir. Hún lagðist eins og martröð yfir brjóst þúsuud hraustra drengja. Hún kreisti þá svo fast, að hverjum manni fanst sem hann heyrði glögt hjartasláttinn í félögum sínum. Hvað ætli nú muni að höndum bera næstu sekúndu ? Hve margir ætli komist nú með lífi úr þessum bardaga ? Hvaða heimska! J>etta voru synir Albions hins mikilláta [Englands]; þeir kunnu eigi að hræð- ast. Jpeir gerðu hvorki að heyra né sjá og þrömmuðu áfram, þótt stund- um fyndist þeim eins og fæturnir væru límdir við jörðina. Stórskotaliðarnir stóðu hjá fallbyss- um sínum og kúlnadælum, og teygðu fram álkuna. þeir lögðu við hlustirn- ar og horfðu úr sér augun. En er ó- vinaliðið leyndist eigi að síður með mesta þrái í fylgsnum sínum, þraut fyrir þeim þolinmæðin, svo þeir tóku til messu á sínar spýtur og að öllum fornspurðum. þetta var það einmitt, sem sóknar- herinn, fótgönguliðið, þarfnaðist. Há- reystin og gauragangurinn bak við þá stælti í þeim taugarnar og hleypti fjöri í fæturna. Martröðin, sem Ieg- ið hafði á þeim, leið frá og hvarf. þeir losnuðu við þá þungu þraut, að þurfa að vera að hugsa. Skothvellirn- ir og hvinirnir á hlið við þá og að baki þeim hafði þau áhrif á þá, að það var eins og þeir yrðu mjög örir af víni. þyrkingurinn hvarf úr munn- inum á þeim og fremstu fylkingarað- irnar stukku út í ána. Nú var alh undir því komið, að komast áfram. Að staðnæmast eða láta koma hik á sig, var sama sem að eiga dauðan vísan. En nú var alt annað verkefni fyrir höndum : að vega menn, að sigra. þeir óðu ána furðuhratt, þótt hún næði þeim minstu undir hendur, þar sem hún var dýpst. f>eir óðu vatnið í langri röð, klemdu saman varirnar og brann eldur úr augunum. Að sigra eða falla að öðrum kosti, — þess voru þeir albúnir. Og enn sem fyrri ekkert vart við hina; ekki vitund. þeir voru komnir upp úr ánni og farnir að feta sig upp brekkuna. En ekkert kom skotið í móti þeim. Alt af ný viðbrigðin frá hinu ósýnilega fjandmannaliði, sem alt af var þar, sem ekki var að því leit- að, en aldrei þar, sem var við búist. Hátt og drynjandi húrra heyrðist úr tvö þúsund kverkum, og herfylkin tvö í úlfgráum einkenDÍsbúningi þustu upp brekkuna, og var breið vatnsrák eftir þau í grasinu. þau þurftu 5 mínútur til þess að fá fulla vitneskju um, að þarna höfðu þau unnið virki, er hver hræða var horfin úr fyrir tveimur sólarhringum f minsta lagi. |>á horfðu fyrirliðar og dátar hvor framan í annan með heimskusvip, hristu höfuðið, og könn- uðust við, að þeir skildu ekki skapað- an hlut í þessari hernaðar-aðferð, er þeim fanst fara í þveröfuga átt við allar hugmyndir þeirra um reglulega herför. J>að, sem fyrst flaug þeim í hug, líktist í meira lagi slæmum von- brigðum; síðan setti þá hljóða og urðu ömurlegir að sjá, því líkast sem þeir fyriryrðu sig fyrir sjálfum sér. jþað leið heill mánuður áður en her- fylkin náðu sér nokkurn veginn aftur. En að þeim tíma liðnum komust þeir 'í samt lag. f>ví í blaði nokkru, sem loksins barst þeim í hendur, sáu þeir, að þeir höfðu unnið mikinn sigur og sýnt af sér aðdáanlega hreysti — það var skrásett með feitu letri, til æfin- legrar endurminningar. J>að var líka alveg satt, þótt það hefði verið raun- ar alveg þarflaust, en þess var til allr- ar hamingju látið allsendis ógetið. J>á blessuðu þessir tvö þúsund hermenn yfir fregnritarana, er þeir höfðu hlegið hjartanlega að áður, og ásettu sér að virða og í heiðri hafa þá útvöldu sann- leikspostula alla tíð upp frá því. En þetta gerðist alt sfðar og kemur mikið Iítið við förinni norður yfir ána. J>egar fótgönguliðið var komið norð- ur yfir, sem fyr segir frá, voru Iagðar yfir ána í mesta snatri tvær bátabrýr, og urðu hennar hátignar drotningarinnar írsku riddarar fyrstir allra yfrum. J>eir héldu í tauminn á hestum sínum og létu þá synda með brúnni. J>ví næst

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.