Ísafold - 27.09.1902, Page 2

Ísafold - 27.09.1902, Page 2
254 breytingunni, verða að ná sem bezt saman; ella verður engin efnabreyt- ing. |>ær efnabreytingar, sem gróður glæða og efla, eru eru yfirleitt sýring- ar: efnin í jörðinni soga í sig úr loft- inu súrefni eða eldi öðru nafni (oxy- genium, Ilt). Nóg er af því efni til í loftinu. • En það er ekki einhlítt; það verður að komast ofan í jarðveginn. En þang- að kemst það ekki, ef jarðvegurinn er fullur af vatni, ekki fremur en kom- ist verður lykilslaust inn í harðlæst hús. Ráðið er þá að ræsa jörðina fram, svo að vatnið renni burt. En jafnskjótt sem vatnið fer, leitar loftið niður í jarðveginn, og þá byrja efnabreytingarnar, auðvitað í smáum mæli í hverri smugunni; en »safnast þegar saman kemur«; og ef talinn yrði saman kemiski krafturinn í heilu túni, mundi hann nema mörg hundruð hesta afli. Gerum t. d. ráð fyrir, að kostnaðurinn að ræsa fram tún só 60 kr. á dagsláttuna; ef túnið er 20 dsgsláttur, verður það 1200 kr. (Dani hefir framræslan kostað að meðaltali 40 kr. dagsláttan). Ætli sá maður þættist ekki komast að góðum kaupum, sem hefði getað keypt stóra gufuvél, mörg hundruð hesta vél, fyrir 1200 kr., og það vól, sem engin kol þyrfti, reglulega síhreyfi- vél? En sá hinn sami maður fengi meira fyrir sínar 1200 kr. en þetta. Hann fengi hica í kaupbæti. Mikið aí hitanum, sem ísland fær frá sólunni og með loft- og vatns- straumum, fer nú til þess að eima vatnið, sem er í jarðveginum hjá oss, þ. e. breyta því í gufu. Sá hiti, sem til þess fer, er ekjd lítill; óhætt mun vera að fullyíða, að þó að vér hefðum 300 hesta gufuvél til að eima vatnið í hverri dagsláttu í mýrlendi og hún ynni dag og nótt, ár eftir ár, þáhefði hún ekki meir en svo við að ná því vatni, sem er til skemda í mýrinni. fæssi hiti mundi auka efnabréyting- arnar að stórum mun, og skal eg geta þe88 til dæmis, að Danir fullyrða, að þeir hafi lengt gróðrartímann hjá sér um 4—6 vikur að vorinu til með fram- ræslunni. Til þess að sýna enn betur áhrif framræslunnar, skal eg nefna eina til- raun, sem gerð var í Noregi fyrir nokkrum árum. Búfræðingur þar, Stangeland, þurk- aði mýrarblett og mældi síðan, þegar vatnið var vel runnið úr, hitann í mýrinni sjálfri og í þessum þurkaða bletti. í mýrinni var hitinn 6°, en í þurk- aða blettinum 12°. Mælt á sama tíma auðvitað. Hvað kennir nú þessi tilraun? Segja má, að gróður komi þá fyrst í jörð, þegar þar fer að koma fram saltpétursýra. Hún er dýrasta og nauðsynlegasta efnið í öllum jarðvegi og áburði. Efnarannsóknir sýna, að hún verður ekki til fyr en hitinn í jarðveginum er orðinn 5°. En svo margfaldast hún með hverjum hita-auka. Krafturinn, sem mýrin hefir til gróðurs, er þá í þessu dæmi 1°, en bletturinn 7°, — sjöfaldur kraftur, er farið er eftir stigatalinu. En nú margfaldast saltpétursýran með hverj- um hita-auka, og er þvíóhætt að segja, að munurinn verði að minsta kosti jafnmikill og ef bóndi befði 1 mann við slátt, en annar 14. Munurinn er þó hvergi nærri allur talinn enn; því að ef í efsta lagi jarð- vegarins er að eins 6°, þá þarf ekki langt að fara niður á við til þess, að hitinn verði ekki nema 5°; en ef hit- ' inn efra er 12c, þá má fara mun dýpra áður en öll saltpótursýra bættir að myndast. Gróðrarlagið verður dýpra; en það, að gróðrarlagið er helmingi dýpra, gerir alt að því sama gagn og að túnið sé helmiugi víðlendara. (Nl.). Hnshruni varð hér í nótt, í útjaðri bæjarius, fyrir innan Skuggahverfi, niður við sjóinn. f>að var geymsluhús býsna- stórt, skúr, er átti Ásgeir kaupmaður Sigurðsson og í voru geymdir ýmsir munir, er fylgja hans miklu þilskipaút- gerð, vistir, kol, fatnaður, reiði og því um líkt. f>ar var og skrifstofa og smiðja. þetta brann alt hér um bil til kaldra kola. Vátrygt var það, lausaféð fyrir 8000 kr., en húisð 2— 3000. Járnskápur var í skrifstofunni, sem bilaði af eldinum, valt um koll og hrundi niður um gólfið niður í kjall- ara. f>ar voru geymdar reikningsbæk- ur útgerðarinnar, en voru þó óskemd- ar að mestu, svo að engum glundroða veldur í reikningnum; alt misskilning- ur eða ýkjur, er fleygt er hér um það. Af peningum var að kalla alls ekkert geymt í skápnum. Og bæt- ur fá allir þeir, er muni áttu þar geymda, fatnað og því um líkt, af vátryggingarfénu. Járnskápurinn hafði verið í óvand- aðra lagi og alls annarar tegundar en þeir er verzlun þessi hefir í aðalskrif- stofu sinni og hún hefir útvegað lands- sjóði handa gjaldheimtumönnum lands- ins. Húsið var mannlaust á nóttum og íarið úr því kl. 7 í gærkveldi, ljós slökt o. s. frv. En kl. 1—2 kom eld- urinn upp, og ekki í skrifstofuenda hússins, suðurendanum, heldur norð- urend^num. Járnstengur höfðu verið látnar fyrir alla glugga í húsinu ný- lega, feftir innbrotið hjá B. Guðmunds- syni timbursala. Og er ekki ólíklega til getið, að sami þjófurinn eða þjóf- arnir kynnu að hafa viljað gera þarna innbrot líka; en rekið sig á stengurn- ar og mölvað þá rúðu og komið inn eldi eða einhverri íkveikju til að svala sér fyrir vonbrigðin. Mjaitakenslan. Töluvert er sózt eftir að læra hina nýju mjalta-aðferð, sem sagt var frá hér í blaðinu í sumar og hr. Sigurður f>órólfsson kennir, með Hegelunds- Iagi. Auk þess sem S. f>. hefir kent hana hinum og þessum á stangli, frá því í sumar, stendur vfir þessa viku hér á Rauðará fyrata reglulegt kenslu- skeið, að tilhlutun Landsbúnaðarfélags- ins, með 9—lOnemendum: 7—8 stúlk- um og 2 karlmönnum. f>eir eru 3 af Austfjörðum, 1 vestan úr Dölum og 6 úr Reykjavík, flest heldri manna dæt- ur; það ber þess gleðilegan vott, að það fólk er yfir það hafið að láta sér læg- ing þykja að slíku verki. Strandf.bátur Sbálholt (Örsted) lagði á stað í gær síðdegis vestur um land og norður. Með honum fóru meðal ann- arra farþega allmargra Páll amtm. Briem og sira Helgi Árnason í Olafsvík. Um ísfirzku málaferllu segir svo frá í Þjóðv., að hinn skipaði setudómari, Halldór Bjarnason sýslum., hafi komið til lsafjarðar 11. þ. m. með þeim erindum, að rannsaka fjáreyðslu heggja flokka í kjördæminu á undan kosningum i vor. »Hvað viðtæk kosningamál þau verða, er ekki enn auðið að segja. Það veltur á aðförum Hafsteinsliðsins, með því að þing- menn Isfirðinga mun á einn hóginn vilja hlifa héraðshúum við réttarrannsókna-stappi svo sem auðið er; en á hinn bóginn þó eigi hlifast við, að láta rannsaka fjáreyðslu Hafsteinsliðsins o. fl. út í æsar, ef haldið er áfram þessum heimskulega málatilbún- ingi i garð þeirra og kjósenda þeirra«. Sama yfirvald á og að meðböndla og dæma eitt meiðyrðamál af mörgum, er ritstj. Þjóðv. hefir höfðað gegn áhm. blaðs þeirra Hafsteins á Isafirði, með því að H. játaði sig vera beint höfund einnar skamm- argreiuarinnar þar, er stefnt var út af, og varð því að víkja dómarasæti. Loks á hann að meðhöndla og dæma meiðyrðamál Samsons Eyólfssonar kaup- manns gegn Hafstein sýslumanni, það er iengst hefir verið á döfinni, út af meiðandi ummælum í hréfi sýsiumanns til amtmanns 5. fehr. 1900. Eyrsta réttarhali í því átti að vera í gær. Stokkh ólmsf erð. V. Um Norðurlanda-bindindísfundinn < og Saltsjöbaden. Eg hef getið þess áður, að það voru ekki Good-templarar einir, sem ræddu bindindismáJið um þetta leyti í Stokk- hólmi; 6 eða 7 bindindisfólög önnur sátu þar á þingi í þann sama mund. Var fólk það flest frá Svíþjóð, en allmargir voru og þangað komnir frá nágranna- löndunum: Danmörku,, Noregi og Finn- landi. Til þess að sameina sem bezt alt bindindislið Norðurlanda hafa frændþjóðirnar tekið upp þann sið, að stefna saman fulltrúum frá öllum bind- indisfélögum á Norðurlöndum til sam- eiginlegra fundarhalda annaðhvort ár. Eru fundir þessir haldnir sitt skiftið í hverju landi: Noregi, Danmörku og Svíþjóð. |>etta sumar var fundur þeirra haldinn í Svíþjóð, og hafði fund- artíminn og fundarstaðurinn verið val- inn þannig, að saman bæri við heims- stúkuþing Good-templaranna. fessi Norðurlandafundur hófst degi síðar en heimsstúkuþingið, og stóð yfir fjóra daga. Var þar saman kom- ið afarmikið fjölmenni, um 1600 manna. Til fundarhaldanna var notuð kirkja ein þar í borginni, stór og rúmgóð (Immanúelskirkja). þ>ar var mikið um dýrðir, er fundurinn hófst — álíka hátíðarbrigði og hjá heimsstúkunni kveldið áður. Öllum útlendu fulltrú- unum, er komDÍr voru til heimsstúku- þingsins, var boðið að vera viðstaddir þessa hátíð. f>ar voru haldnar margar ræður og mikið sungið, og öll var kirkjan fag- urlega prýdd grænu laufi og fánum. Ríkisstjórnin lét og ekki þennan fund afskiftalausan; hún sendi þangað einn ráðherrann,Husberg. Hann talaði fyrst- ur ræðumanna, og það af sjálfum pré- dikunarstólnum. Ræða hans var bæði löng og snjöll. Hann búndi sérstak- lega orðum sínum að því, hve áríðandi það væri fyrir Noreg og Svíþjóð, að halda saman í bróðerni. Um bindind- isstarfsemina fór hann mjög hlýjum orðum og bpnti á, að bindindisfélögin hefðu eigi að eins hið mesta kærleiks- verk með höndum, heldur væri alt starf þeirra afar-mikilsvert fyrir mann- félagið í heild sinni. f>rír stórir söngflokkar skemtu mönn- um með söng sínum; stærstur þeirra var hinn norski; honum stýrði tón- skáldið Wendelborg frá Kristjaníu. Söngmennir voru allir bindindismenn. í 8öngflokk þessum eru meira en 200 manna (karlar og konur) í Kristjaníu, en til Stokkhólms fóru á fund þennan 70. |>eir bera hvítar húfur að einkenni, jafnt konur sem karlar. f>ótti þessi flokk- ur syngja langbezt — betur en sænski flokkurinn og finsfei flokkurinn; enda var ekki að búast við, að finski söng- flokkurinn gæti jafnast á við hann, því að í honum voru að eins um 20 finskar stúlkur, en karlmaður enginn. Frá Danmörku kom enginn söngflokk- ur. Ber til þess tvent. Fyrst það, að bindindisliðið er enn svo fáment þar í iandi, og svo hitt, að Danir eru hvergi nærri aðrir eins raddmenn og frændur þeirra, Norðmenn og Svíar. Svo sagði Wendelborg mér frá, að Norðmöunum væri nú að fara mikið fram í sönglistinni, enda hefðu þeir sýnt mikinn áhuga á söng síðari árin. Nú orðið væri sungið miklu meira í Noregi en í Svíþjóð; söngfélög væru um landið þvert og endilangt; æsku- lýðurinn norski væri nú að syngja inn í sig ættjarðarástina með fegurstu ljóð- um góðskáldanna. f>að var líka sönn unun að heyra þetta fólk syngja norsku kvæðin. það var eins og á- nægjan yfir ættlandinu, fjallalandinu fræga, gerði hreiminn hreinni, brjóstin hvelfdari, barkana mýkri. Og þeim var sýnilega unun að því, að bera Ijóð- in sem bezt fram. Eg fór að hugsa um söngkensluna í latínuskólanum heima, eins og hún var á skólaárum mínum. f>á vorum vér sveinarnir látnir syngja d æ r þ v í eingöngu útlend ljóð:dönsk, sænsk, þýzk, frönsk og jafnvel latnesk; sumir skildu þau varla, og enginn kunni að bera þau rétt fram. En ís- lenzk ljóð vorum vér aldrei látnir syngja nema í tveim neðstu bekkjun- um. En hvað þetta er öfugt og afar- fáránlegt. Og þó var kennarinn hinn smekk- vísasti söngmaður. Auðvitað fer íslendingum bezt að syngja íslenzku; og íslenzkan er feg- ursta söngmál, getur jafnast fyllilega á við norsku, — að því leyti jafnvel á við sænsku, söngmál söngmálanna. Og vér eigum mörg fögur ljóð til að syngja. þegar oss lærist að leggja rækt við land vort og tungu, betur en nú gerum vér, lifnar yfir söngnum á íslandi, og þá syngja lærisveinar lærða skólans nær því eingöngu ís- I e n z k 1 j ó ð. Söngflokkurinn sænski var frá Gauta- borg; haun söng mjög vel. Fagurt bindindiskvæði norskt, eins konar her- hvöt, sungu allir flokkarnir saman; þarf þess eigi að geta, að sá söngur var bæði fagur og áhrifamikill, engu síður' en ræðurnar. Annars er það frá þessum mikla Norðurlauda-bindindÍ8fundi að segja, að þar voru fluttar margar snjallar tölur um bindindismálið þessa fjóra daga; enda höfðu öll löndin sent helztu ræðuskörunga sína úr bíndindisliðinu þangað; töluðu þar bæði prestar og háskólakennarar, læknar og löggjafar, málaflutningsmenn og aðrir þjóðmær- ingar. Umræður voru og oft hafðar þar um ýms mál. Slíkir fundir eru stórum nytsamlegir; þeir fræða og vekja, og kenna mönnum að sameina krafta sína. Á þessum fundi gekk alt liðugra en hjá oss á heimsstúkuþinginu; því að hér skildu allir hver annars tungu; þurfti því enga ræðu að þýða á aðrar tungur, eins og oft var gert hjá oss, og auk þess höfðu þeir engin löggjaf- arstörf með höndum, en þau voru að- alhlutverk vort. Bindindisfundur þessi var hinn 5. { röðinni. Næsta fund var samþykt að halda í Kaupmannahöfn að tveim ár- um liðnum. |>að er leitt, að vór Islendingar skulum ekki eiga neinn hlut í þessum bindindisfundum Norðurlanáa; það er að eins tilviljun ein, ef nokkur íslend- ingur er þar nærri staddur. Eg er samt að vona, að einhverir meðal íslenzkra stúdenta í Höfn verði á næsta fundinum, því að nú er þó svo langt komið, að sumir þeirra eru bindindismenn. þ>að veitir heldur ekki af því; margur hefir illa helzt *

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.