Ísafold


Ísafold - 01.10.1902, Qupperneq 2

Ísafold - 01.10.1902, Qupperneq 2
258 Yandi fylgir vegsemd hverri. »Meira frelsi, meira frelsi«! hefir nú kveðið við bjá oss um sjötíu ár, milli fjalls og fjöru, stundum hátt og sterkt, stundum æðimikið daufara, en þó ætíð svo skýrt og hátt, að allir hafa greinilega skilið, sem vakandi voru. Baldvin Einarsson rís upp fyrstur manna og gerir þetta orð að herorði sínu, og það líður ekki á löngu áður það verður herorð allrar þjóðarinnar. Og svo koma þeir hver að öðrum, samtíðarmenn hans og eftirrennarar: Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmunds- son, Jón Sigurðsson, Benedikt Sveins- son o. fl. Allir krefjast þeir hius sama, berj- ast fyrir því sama: meira frelsi, bæði í stjórnmálum og atvinnumálum. Starf þeirra ogannarra forvígismanna þjóðarinnar hefir ekki heldur orðið til einkis. þeir hafa ekki að eins kveikt nýja hugsjón í huga þjóðarinnar, heldur og að meira og minna leyti komið hug- sjónum sínum í framkvæmd. Hefðu þeir ekki risið upp, væri land vort enn dönsk nýlenda, eða öllu held- ur fylki, algjörlega innlimað Danmörku. En nú erum vór að fá svo mikið frelsi, að segja má að ýmsu leyti að minsta kosti, að véreigum að fara að stjórna oss sjálfir. En þá tekur nú að vandast ^málið. Frelsið er ekki að eins sá dýrgripur, sem sjálfsagt er að keppast eftir, held- ur er því einnig varið líkt og vönduðu, smágjörvu sigurverki, sem kunnáttu, aðgætni og vandvirkni þarf tíl að fara með, svo vel sé. Aður var einkunnarorðið: »Vérþurf- um og viljum fá meira frelsi«. Nú hlýtur það að verða: »Vér þurf- um að læra að fara vel með það frelsi, sem fengið er«. Áður var það barátta gegn stjórn- inni, upp á við og út á við. Nú eigum vér að snúa oss gagnvart sjálfum oss, inn á við. Sjötíu ár hafa farið til baráttunnar fyrir stjórnfrelsinu, sem vér erum nú að verða aðnjótandi. Hve langan tíma mun það þá eigi taka, að oss lærist að færa oss hið fengna sjálfsforræði réttilega í nyt? þvl var á stundum fleygt fram af andstæðingum vorum í hinni sfðari stjórnarbaráttu, að vér hefðum ekki nándarnærri hagnýtt oss frelsi það, er oss var veitt með stjórnarskránni frá 1874, og meðan svo væri, þá væri ekkert vit í að vera að heimta meira sjálfsforræði. það er að vísu fullkomlega rétt, að mjög mikið vantar enn á, að vér höf- um fyllilega hagnýtt oss stjórnfrelsi það, er veitt var með stjórnarskránni frá 1874. Engu að síður var það hé- góma-fyrirsláttur gegn því, að ástæða væri til að fara fram á meira sjálffor- æði, þótt ekki væri búið að hagnýta sér hið fengna frelsi í fylsta mæli. Frelsinu er svo háttað, að engin þjóð kann að hagnýta sér það til hlítar og fara hyggilega með það fyrstu árin eftir að hún hefir fengið það. ísra- elsmenn þurftu að alast upp fjörutíu ár íjeyðimörkinni, áður en þeir væri færir um að taka sér bólfestu í fyrirheitna landinu. Svo hlýtur og að verða um oss. Vér getum ekki og megum ekki ætlast til, að alt só fengið á samri stundu, sem stjórnfrelsið er fengið. Hér þarf meira við. Engu að síður erfrelsið sjálft nauð- synlegt einmitt til þess, að læra að hagnýta sér það. Hesturinn lærir ekki að hlaupa á því, að vera í hafti nótt og dag. Sá lærir ekki að fara með fé, er aldrei hefir einn eyri handa í milli. 8á getur aldrei sýnt, hvorthon- um er trúandi fyrir nokkru, sem aldrei er trúað fyrir neinu. Og sú þjóð get- ur ekki kunnað að fara með frelsið, sem reyrð er á ófrelsisklafa. Með stjórnarskrárbreytingu þeirri, sem vér teljum víst að útkljáð verði að sumri, höfum vér fengið svo mikið sjálfsforræði, að líkindi eru til, að hvíld verði á frekari baráttu um það um hríð. Nú þarf að snúa sér að hinu.verk- inu, inn á við. j?að er ekki vanda- laust starf fyrir heila þjóð, og það þótt lítil sé, að læra allar þær mann- dygðir, sem nauðsynlegar eru til þess, að geta stjórnað sór sjálf svo, að ekki hlaupi veruleg snurða á. Oss hefir komið furðu-illa saman í baráttunni út á við, og hefir það bæði tafið fyrir og dregið úr árangrinum. Óskandi væri, að skaðinn sá hefði gert os8 svo hygna, að minna yrði um sundurlyndið úr þessu. |>ó stjórnvitr- ingar allra umliðinna alda hefðu sezt á rökstóla, hefðu þeir ekki getað geng- ið svo frá stjórnarskránni, að oss mætti að haldi koma, ef samkomulag vantar. Tortrygnin hefir veriðkölluð þjóðar- löstur vor. það ber ekki vott um sálargöfgí, að ætla öðrum, að flest er þeir gera sé sprottið af illum eða eig- ingjörnum hvötum. Bezta ráð til að útrýma tortrygninni er því, að reyna að útrýma öllum misjöfnum hvötum og eigingirni með sjálfum sér; því sannarlegt göfugmenni, sá er ekki vill vamm sitt vita, býst naumast við þvi, að aðrir sýni af sér nokkurn ódreng- skap. Gæturfi vér unnið bug á tortrygn- inni, hefðum vér þar með stigið drjúgt spor í þá átt, að láta frelsið verða oss til blessunar. Réttlætið virðist og ekki eiga upp á pallborðið hjá oss. Ekki þó svo að skilja, sem dómendur dæmi ekki eftir lögunum. En hér er ekki að eins átt við slíkt réttlæti, heldur er spurt um það, hvort það sé þjóðardygð. En án slíks réttlætis verður frelsið nauða-ávaxtarlítið, og ranglátur og ósanngjarn maður vinnur frelsinu meira mein en sá skemmir hið fegursta lista- verk, er snertir það með saurugum höndum. En eigi þjóðin í raun og veru að verða frjáls, þurfum vér fyrst og fremst að temja oss hugsunarfrelsi, læra að greina hjóm frá haldgóðum kjörgrip. Fyrst og fremst verðum vér þó að læra, að eigum vér geta fært oss frelsið réttilega í nyt, þá verður öll þjóðin að taka sér fram. Áður réðu oss aðrir. Nú er sá tími kominn, að vér eig- um að fara að ráða oss sjálfir, með því að almenningsálitið á að ráða því, bver og hvernig verði æðsta stjórnin í landinu, löggjöf og landsstjórn. Eigi þessi sjálfstjórn vor að fara vel úr hendi og verða oss að verulegu liði, verðum vér að hafa það hugfast, að nú er ábyrgðin vor, ef illa fer. Slíkt eru engar hrakspár um, að vér getum ekki lært að stjórna oss sjálfir. Sjálfsagt hljótum vér að reka oss á fyrst í stað. En svo framarlega sem vér reynum að vera samhentir, trúum hverir öðrum og sýnum hver öðrum sanngirni, þá á oss að lærast að færa oss frelsið smám saman betur og betur í nyt. = Póstgufuskip Ceres (Kiær) kom í morgun uorðan um land og vestan, með fjölda farþega, mest verkafólk og skólapilta. Tíðarfar enn með sumarblæ hér, hlýtt og hæglátt. Sama að frétta að norðan og vestan. Lýðmentua Dana. Að lýðmentun eða alþýðumentun Dana sé í góðu lagi, er álit flestra Evrópu-þjóða. Og sé hún borin sara- an við alþýðumentun vora, þá verður munurinn býsna-mikill. Mín skoðun á lýðmentun Dana er sú, að henni sé í mörgu ábótavant, eða að á henni séu víða göt, þrátt fyrir stóra og marga barnaskóla og lærða kennara frá kennaraskólunum. Sérstaklega eru það barnaskólar í sveitunum, sem ýmislegt má finna að, og ýmsir kenslumálamenn og kenn- arar Dana hafa fundið þeim margt til foráttu. þéir hafa ekki kveðið upp yfir þeim vitund vægari dóm en sumir á meðal vor hafa kveðið upp yfir barnaskólum vorum. Einn meðal nafnkendustu lýð- háskólaforstöðumanna Dana skrifaði í fyrra vetur grein í eitt vel metið lýð- menta-málgagn á þessa leið: »Betur má, ef duga skal. Mikið vantar á, að lýðmentun vor sé komin í það horf, sem æskilegt væri. Sér- staklega er sveitaskólunum í mörgu ábótavant. Virðist svo, sem sumum hreppa-skólanefndunum þyki full trygg- ing fyrir því, að kenslan sé í góðu lagi, ef kennararnir hafa fengið all- góða einkunn frá kennaraskólunum. Hitt er minna hirt um, að grenslast eftir hegðun og reglusemi kennaranna, eða hvort þeir hafi fengið nokkra lífs- reynslu; jafnvel drykkfeldir, ungir, ó- ráðnir menn eru teknir til kenslustarfa, af því þeir eru í einhverjum tengdum við einhvern úr skólastjórninni eða einhvern vina hennar o. s. frv. f>au 19 ár, sem eg hefi veitt skóla þessum forstöðu, hefir mér gefist gott færi á, að veita því nákvæma eftirtekt, hve staðgóða þekkÍD^u mikill þorri þeirra ungu manna hefir fengið, sem í skólann hafa komið og áður að eins fengið barnaskólafræðslu. Reynsla mín er sú, að unglingar á 18.—20. ári, sem að eins hafa í barna- skólum verið, hafa litla eða enga bugmynd nm aðal-atriðin í sögu og landafræði annarra þjóða. f>eir vita dálítið um sína þjóð; en sé farið út fyrir dönsku eyjarnar, er líkt að leita að fróðleik hjá þeim og fara í geitar- hús að leita sér ullar. f>eir hafa oft ekki hugmynd um, hverjar eru höfuð- borgir í Norðurálfunui, eða hvað ein- kennir helzt hverja þjóð. En þó tekur út yfir, þegar til reiknings-kunnáttunnar kemur. Ekki lítur út fyrir annað en að þeir hafi lært mest-allan reikning »mekaDÍskt«, án þess að skilja reiknÍDgs-reglurnar. Flestar aðferðir í reikningi eru gleymd- ar eftir 4—5 ár. f>eir hafa ekki Iært reikning fyrir lífið, heldur fyrir skól- ann--------------------------------- Sannarlega væri barnaskólafræðslan bágborin í Danmörku, ef þennan dóm ættu flestir nemendur frá skólunum. En það hygg eg ekki væri sanngjarn dómur, þegar kemur til barnaskóla- fræðslunnar í kaupstöðunum. En eitt er víst, og það er það, að æði-margir mentamálamenn eru óánægðir með suma barnaskólana til sveita. Margir vilja, að lexíunámið í skól- unurn sé rninkað, líkt og er nú orðið í mörgum frískólum (barnaskólum). — f>eir vilja, að mu-nlega kenslan sé meiri, kenslan só með nokkurs konar fyrirlestra sniði. Sú kenslu aðferð er affarasælli, og enginn efi á því, að þess verður ekki langt að bíða, að utanbókarlærdómur t. d. í kveri og biblíusögum verði afnuminn. fætta þurra og leiðinlega lexíunám er dauður bókstafur, sem gleymist þorra nemenda óðara en komið er út fyrir skólasvæðíð. f>etta þekkjum vér víst flesk, sem höfum kunnað kverið okkar spjald- anna í milli reiprennandi fermingar- daginn. En hvað er nú eftir af þessum þululærdómi? — Slíkur lærdómur er að minni hyggju verri en enginn lærdómur; að því leyti verri, að það 8pillir trúarlífi margra unglinga, það eryta sig á þvf, að læra utan- bókar torskildar trúarsetningar, oft og einatt skýringarlaust. — Til þess að vekja lifandi trú hjá unglingunum er eina ráðið, að kennarinn og prestur- inn tali um efni biblíunnar, og dragi upp sanna og skýra mynd af þvf göfugasta, sem þar er að finna, fyrir augum nemendanna. — Hitt er dauð- ur bókstafur, sem ekki snertir hjartað, en þreytir unglingana, og kemur inn hjá þeim leiða og jafnvel ímugust á kverinu og efni þess. Miklu er til lýðmentunar í Dan- mörku kostað, einkum í kaupstöð- um. Arið 1899 var skólahús reist í Kaup- mannahöfn fyrir 1000 börn og kostaði það 200,000 kr. eða 200 kr. fyrir hvert barn. Árið eftir voru útgjöld bæjarins til lýðmentunar 2,700,000 kr. Sá kostn- aður var 7 kr. á hvert mannsbarn í borginni. í öðrura kaupstöðum í Dan- mörku er lýðmentunarkostnaðurinn að meðaltali 3—6 kr. á mann. En til sveita til jafnaðar 2 kr. og 20 au. (1900). Eitt fyrsta og helzta skilyrði fyrir því, að kenslan sé í góðu lagi, er mentun kennaranna og víðunanleg kjör þeirra. Um þetta hvorutveggja hafa Danir hugsað. Enginn getur orðið barnakennari, sem ekki hefir próf frá kennaraskóla. Illa launaðir kennarar, sem þar af leiðandi verða að bera þungar áhyggj- ur fyrir því, að geta lifað, geta ekki leyst kenslustarf sitt eins vel afhendi og ella, hversu fegnir sem þeir vilja, og hversu góða hæfileika sem þeir hafa. Danskir bændur segja, að verkamenn sínir geti ekki unnið, ef þeir séu svang- ir, og skólastjórarnir segja, að kennar- arnir geti ekki leyst kennarastörfin vel af hendi, ef heimilisástæður þeirra séu bágar. Árið 1899 var í lög tekið, að kenn- arar í kaupstöðum hafi í byrjunarlaun 900—1000 kr., sem fari smámsaman hækkandi, svo þau geti orðíð eftir 20 ár 2000—2400 kr. Byrjunarlaun kenslukvenna eru 700 og eftir 20 ár 1500 kr. Barnakennarar til sveita hafa minni laun; þeir byrja á 500—700 kr. og komast upp í 1900 kr. En byrjunar- laun kenslukvenna eru 500—700 kr. og komast upp í 1200 kr. En þess ber að gæta, að sveitakenn- arar hafa ókeypis húsnæði, ljós, eldi- við og jarðarskika við skólann, og eru þessi hlunnindi mörg hundruð kr. virði. Yfirkennarar við barnaskóla í Kaup- mannahöfn hafa frá 2000—3600 kr. og þar eru yfirleitt hærri kennaralaun en í öðrum kaupstöðum. Fyrir utan allan þann mikla sæg ungra manna, sem fær fræðslu í gagn- fræða-, búnaðar- og handiðnaskólum o. s. frv., telst svo til, að ekki færri en 6000 karla og kvenna mentist í lýð- háskólunum árlega. — Eru það líka beztu lýðskólar Dana. Svo má segja, að í flestum lýð- skólum Dana, æðri sem lægri, séu

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.