Ísafold - 04.10.1902, Side 2

Ísafold - 04.10.1902, Side 2
262 betur að vígi, að þá skamma stuad, er Skerjafjörður kynni að vera lagður, má nota gömlu höfnina. |>að sem gera þarf til að koma því áleiðis, sem hér hefir verið stungið upp á, er þá þetta: a) að setja upp sjómerki við inn- siglinguna á Skerjafjörð og gera þar leiðarvita; b) að gera stóra gufuskipabryggju nokkuð fyrir innan Skildinganes, er síðan mætti smám saman gera upp úr hafskipaklópp og þar með um leið skipakví; c) að útvega lyftivélar á bryggjuna og reisa geymsluhús á landi; d) að leggja spangabraut frá bryggj- unni inn til bæjarins, hvort sem það yrði látið vera rafmagsbraut, venjuleg járnbraut eða sporbraut fyrir hesta. Loksins væri nauðsynlegt að skipa hafnarvörð, er hefði ábyrgð á og eftir- lit með notkun bryggjunnar og því, hvar skip væru látin leggjast á höfn- inni, til þess að ekki fari svo sem hér gerist nú á skipalegunni í Reykjavík og flestum íslenzkum höfnum, að skip leggjast hvar sem þeim lízt sjálfum, og að bátar og ónotaðar fleytur fylla rúmið við bryggjurnar, svo tæpt sem það er. Eg lít svo á, sem nú sé komin fyll- ing tímans til að verja nokkru fé í því Bkyni að útvega Reykjavík almenni- Iega höfn, eftir því, sem nú gerist; og leyfi mér því að mælast til, að ráða- gerð þessi verði íhuguð, rædd og rann- Sökuð betur. Sjálfur hefi eg ekki haft tíma né tækifæri til að rannsaka ná- kvæmlegar fjárhagshlið málsins, og hefi ekki heldur nægilegan mann- virkjafróðleik tilþess, að búa til fyrir- sögn og áætlun um, hvernig gera eigi bryggjuna eða hafskipaklöppina. En sem sjómaður hefi eg þá skoðun, að Blík höfn, sem hér er stungið upp á, muni geta orðið að ómetanlegu gagni', og verði þetta einhvern tíma fram- kvæmt, þá sannast það, að það verð- ur til mikilla hagsmuna fyrir ísland og Reykjavík. Heimullegar kosniugar. Frumvarpið það frá þinginu í sum- ar, eitt hið vinsælasta nýmæli af allri alþýðu, ekki sízt fyrir þau hlunnindi, að eftir því á að verða kjörþing í hverj- um hreppi, — það er áú verið að bera upp í sér hér að vera muni vonargripur, annaðhvort hljóta alls eigi konungs- staðfestingu, eða þá verða svo síðbúið, að ekki geti orðið kosið eftir því næsta ár og þá ekki fyr en eftir 7 ár, sem er sama sem að nýmælið sé ónýtt gert að svo stöddu, og hefði þá verið betur óafgreittfrá þinginu. Fáum duldist það þessi 2 þing, er málið var á dagskrá, núna og í fyrra, að afturhaldsforkólfunum sumum var meinilla við það, enda láir þeim það enginn, eftir öllum atvikum, og sízt þeir, sem kunnugt er um, með hvaða ráðum þeir hlutu kosningu sumir í vor sem leið; en með því að öllum var og er kunnugt, hve vinsælt þetta nýmæli er, svo sem fyr segir, þá vissu fjand- menn þess sér liggja lífið á, að láta sem minst bera á ímugust sínum á því, til þess að baka sér ekki vanþokka kjósenda, auk þess sem þeir urðu þess brátt vísari, að engin tiltök voru að fá því komið fyrir kattarnef, með því að ekki var einungis framsóknarflokknum öllum áhugamál, að það næði fram að ganga, heldur þar að auki nógu mörg- um í hinna liði til þess, að fylgismenn þess mundu verða í öruggum meiri hluta. þeir tóku því það ráð, þessir, sem mesta andstygð höfðu á nýmælinu, að greiða atkvæði með því og tjá sig þvl einlæglega meðmælta. Nema Mr. Guðjón Strandamaður. Hann kunni ekki að dylja skap sitt, fremur en hann á vanda til, og ónot- aðist ótæpt í garð nýmælis þessa í sumar, þótt ekki treystÍ3t hann til að ráða niðurlögum þess, eins og gjaf- sóknarfrumvarpsins, m. fl. Eftir þing barst það eftir einni laus- málli undirtyllu afturhaldsforkólfanna, í þingmanna tölu þó, að enginn skyldi láta sér í hug koma, að lög þau yrðu svo snemmbúin, að hægtyrði að kjósa eftir þeim á vori komanda. Vitaskuld er þeim náunga kunnugt um það sem flokksmanni, hvað talað hafði verið og afráðið á leynilegum flokksfundura, og fóru þá sumir að ímynda sér, að þar hafi ráðin verið einhver óyggjandi fjörráð við fruravarpið, t. d. með þeim hætti, að landshöfðíngi afgréiddi málið héðan nógu seint til þess, að lögin gæti eigi gengið í gildi fyr en um sein- an. En aðrir trúðu ekki og trúa ekkj Iandshöfðingja til slíks samsæris gegn þeim; og hafa þeir eflaust réttara fyrir sér. Voninumað losna við lög þessi við næstu kosningar hefir sjálfsagt átt við eitthvað annað að styðjast. Hvað þetta »annað« er, mun ekki lýðum ljóst að svo stöddu. Vera má, að sumum komi í hug, að, þaðsé fluga sú, er önnur höndog yfir- forsjón þeirra! félaga, afturhaldsforkólf- anna, í Khöfn, kvað hafa komið með, hann Dr. Finnur okkar: að nýmælið sé óalandi og óferjandi eða ekkí á vet- ur setjandi til staðfestingar vegna brots á stjórnarskránni, er það hafi í sér geymt. f>að er þetta 50 kr. veð þing- mannaeína, er fyrnefndur yfirlögvitr- ingur og yfirstjórnarherra vor kvað hafa »fundið út« að sé nýtt kjörgeng- isskilyrði, er hvergi er nefnt í stjórn- arskránni. En hvað sem menn vilja annars gera úr þeirri »vizku« — það verður sennilega ekki mikið, — þá er vafa- laust réttara að líta svo á, sem áminst bjargvætt þeirra afturhaldshöfðingj- anna hafi komið sjálf upp með þetta ráð eftir á eða verið hjálpað um það af einhverjum hægrimannalögspeking þar til að »bjarga við« málinu í þágu vina sinna og lagsmanna hér. f>ví hvorki mundu þeir hafa kunnað að fara dult með það í sumar, ef hug- kvæmst hefði, né haft uokkurt traust á, að nokkurt vit væri í því; enda átti málið einn mjög öflugan og einlægan stuðningsmann í þeirra liði, einn hinna konungkjörnu, sem mundi óefað hafa tekið þann agnúa til vandlegrar í- hugunar og sýnt fram á fánýti þeirr- ar viðbáru, ef borist hefði nokkurn tíma á góma. f>að er almenningi kunnugt, hvert vit og veigur verið hefir í því, sem fyrnefndur Khafnar-fulltrúi afturhalds- höfðingja vorra hefir lagt til stjórnar- skrármálsins; og mun þá óhætt að treysta því, að lík verði raunin á um þessa nýjustu flugu hans. Aukaskip frá Samein. gufuskipafélag- inu, Riberhus, kom hingað í fyrra dag að morgni, frá Khöfn og Skotlandi. Fór frá Khöfn 21. f. mán. Farþegar hingað: Thor Jensen kaupm. og Chr. Schierheck læknir. Erle.id tíðindi. Otto Kverdrup Norðuríshafsfari kom heim aftur til Noregs (Stafangurs) 19. f. m., á Fram, eftir meir en 4 ára útivist. Skipið hafði legið lengst af ískrept í Jones-sundi fyrir vestan Grænland norðan til, og þeir Sver- drup farið miklar og merkilegar rann- sóknarferðir um Elsemereland sunnan- vert og vestan, komist nokkrum sinn- um í lífsháska og átt í ströngu að stríða, 50 stiga frosti o. s. frv. Einu sinni kviknaði í Fram og var nærri brunnið. Tveir Iétust í förinni af skipshöfninni, læknir og kyndari. Peary lautinant hinn ameríski, ann- ar norðnrleitamaður frægur, kom heim um sama leyti og hafði verið viðlíka lengi að heiman. Hann fór sömu leið sem Sverdrup, vestan Grænlands, og komst lengra miklu norður eftir, en þó hvergi nærri eins langt og þeir Friðþj. Nansen eða Abruzzahertoginn. Landþingiskosningum í Danmörku lauk svo 19. f. mán., að andstæðingar stjórnarinnar eru nú þar í minni hluta, fækkaði úr 35 uiður í 29—31. Tala þingmaDua þar all3 66. Færeyingar kusu amtmann sinn, C. Bærentzen, sem er vinstrimaður; Friðrik Peter- sen prófastur var ekkt í kjöri. Konráð Maurer, dr. og prófeísor í Miinchen, íslandsvinurinn mikli og frægi, lézt 16. f. m., nær áttræður. Drotning Xæopolds II. Belgíu-kon- ungs, Henrietta, er dáin. Alexandra Englandadrotning á ferð í Kaupmannahöfn, að heimsækja föð- ur sinn. „Nývalíýskan og Iandsréttmdin“. Út af nýlegura bæklingi með því nafni eftir Einar Benediktsson kemst »Norð- urland« þannig að orði, að upphafi: *Einar málfærslumaður Benediktsson hefir haldið fundi í Reykjavík og gefið út flugrit, sem hann kallar »Ný-val- týskan og landsréttindin*, hvorttveggja f því skyni að reyna að afstýra því, að þegið verði tilboð stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu, það er alþingi samþykti í sumar. Gallinn á tilboðinu í hans augum er sá, að ráðgjafanum er ætlað að flytja málin fyrir konungi í ríkisráð- inu, — ekki óumtalað, eins og eftir frumvarpinu, sem samþykt var á þiugi í fyrra, heldur samkvæmt skýlausu stjórnarskrárákvæði. Með slíku ákvæði telur hann öllum vorum landsréttind- um glatað. Hann segir ekkert um það efni ann- að en það, sem hann hefir áður sagt. Hann segir ekkert annað en það, sem »|>jóðólfur« hefir sagt árum saman. Ekki minstu vitund. En þú getur »f>jóð- ólfur« ekki hugsað sér annað en að Einar Benediktsson sé keyptur til að segja það, sem »|>jóðólfur« sagði um mörg ár. Vitaskuld er hart að stag- ast alveg þóknunarlaust á vitleysunum í »f>jóðólfi«, — lengur en »|>jóðólfur* sjálfur gerir það. Ekki er það svo fýsilegt. En ætla mætti, *ð aðrir fyndu meira til þess en ritstjóri »f>jóð- ólfs«. Munurinn á þeim Einari Benedikts- syni og ritstjóra nefnds blaðs er sá, að E. B. stendur við þá skoðun, sem þeir hafa báðir haft fyrir skömmu; en ritstjórinn afneitar henni nú eins og hann ætti lífið að leysa. Svo hranalega afneitar hann henni, að bann getur ekki hugsað sér, að E. B. standi við hana nema fyrir peninga. Og E. B. þykir ritstjórinn miður gáfaður og mið- ur stefnufastur maður, þar sem hann hafi um mörg ár verið að vaða um það, sem hann afneití nú, svona líka önuglega*. Siddegisguðsþjónustu í dómkirkjunni á morguna kl. 5 (J. H.). V eð ura t huganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1902 sept. okt. Loftvog millim. Hiti (C.) c-t- <; o Ctt p -í cr U1 b' p Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 27.8 764,5 9,3 ESE i 5 4,5 2 764,4 13,8 E 2 8 9 765,2 11,0 SE 1 8 Sd. 28.8 766,1 13,0 8E 1 9 8,2 2 767,7 13,3 SE 1 10 9 768,8 11,7 8E 1 10 Md. 29.8 767,6 12,7 E 1 8 0,7 10,2 2 767,4 13,5 ESE 1 10 9 767,6 11,7 0 9 Þd. 30.8 767,3 9,8 E 1 9 3,7 9,2 2 767,6 11,5 ESE 1 9 9 767,2 8,7 E8E 1 10 Mvd 1.8 765,7 8,9 8E 2 10 7,8 2 765,5 11,3 8E 2 10 9 766,0 10,4 8E i 10 Fd. 2.8 766,2 10,4 SE i 10 9,8 O 766,6 11,6 88E i 10 9 767,0 10,5 S8E i 10 Fsd. 3.8 766,8 9,8 88E i 7 9,1 2 766,1 11,6 88E 2 9 9 764,9 9,5 0 3 Fórn Abrahams. (Frh.). Hennarhátignardrotningarinnarírsku riddarar létu sér í lóttu rúmi liggja^ hvað gerðist suður frá. f>eim var það mikill hugarléttir, að þeir voru nú ekki nema 2 mílur enskar frá Bloemfontein og hlökkuðu til að eiga góða daga og glaða á höfuðstöðvunum. f>á bárust þeim þau tíðindi, að viðleitni þeirra hefði borið ávöxt, raunar ekki þann er til hafði verið ætlast, en þó harla eðlilegan — þann sem sé, að landi& að baki þeim væri alt í uppnámi, og að nærri lægi að herinn mundi kvíað- ur af, svo rækilega sem fyrir það hafði gert verið fyrir skemstu. þeir urðu því að taka til aftur að svarfast í ýms- ar áttir eftir endalausum flatneskjun- um í Óraníuríki. Með því að ekki hafði verið tekið til greina þolgæði landsmanna né nýkveikt bræði þeirra, átti herinn við sífelda örðugleika að etja, er fóru þar að auki vaxandi dag frá degi. Hestar týndu tölu svo hundr- uðum skifti, nýfengnu reiðskjótarnir gáfust upp á vikufresti, og hennar há- tignar drotningarinnar írsku riddarar voru loks orðnir miklu fleiri gangandi en ríðandi. Loks rann upp fyrirírsku riddurun- um hinn mikli dagur og harla marg- þráði. Herdeild sú, er nú töldust þeir uudir, — þeir vissu naumast hver hún var, með því að skift bafði verið um yfirhöfðingja tíu eða tólf sinnum síð- ustu dagana —, rak sig óvart á fjand- mannaherflokk, er virtist alráðinn í að berjast. Orustan var nauðalík öllum öðrum bardögum í ófriði þessum. Eftir stund- arlanga stórskotahríð stukku Búar und- an snögglega og námu Btaðar tveim mílum handar betur. Englendingar þustu á eftir, eins og vel tamdir veiði- hundar eftir bráð, og stórskotaliðið tók til að láta skotsendingarnar bylja aft- ur frá virkjum sínum. |>á gekk Há- lendingaherfylki eitt fram á vígvöllinn og greiddi vasklega atlögu með byasu- stingjum. En óvinaliðið vék sér enn undan í snatri. Nú tók að kvelda; og með því að yfirliðinn var vanur að

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.