Ísafold - 11.10.1902, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinm eða
tvisv. í viku. Verð árg. (feO ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eOa
1 */„ doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (sbjifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. árg
Reykjavík laugfardaginn 11. október 1902.
67. blað.
Biðjiö ætið um
OTTO M0NSTED S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgtt eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanhurði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I 0 0. F. 84I0I78'/S.
~ I0M4V^I9._____________________________
Augnlœkning ókeypis 1. og H. |>rd.
hverjum rnán. kl. 11—1 i spitalanum.
Forngripaxafn opið mvd. og ld. 11—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
fei 11—2. Hankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hveru virkan dag
fei. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. tii útlána.
Ndttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið
•á sd. kl. z—3.
Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14 b.
1. og 3. mánud hvers mán. kl. 11—1.
Kjörfylgis-veðið.
|>að var fullkunnugt í sumar, þegar
kosningalagafrumvarpið var fyrir þing-
inu, að sumir þingmenn höfðu ímugust
á því, og voru því undir niðri mót-
fallnir, þótt þeir sæju sér vænlegast
að láta það ekki uppi vegna kjósend-
anna, því að engum blandaðist hugur
um það, að réttarbót sú, er frumvarp-
ið fór fram á að lögleiða (leynilegar
kosningar með kjörstað í hverjum
hreppi) var eftirþráð af öllum almenn-
ingi, og sannkallað áhugamál allra
kjósenda, sem láta sér r.okkuð ant um
almenn mál.
Nú er það og komið í ljós og orðið
hljóðbært, að verið er að brugga frum-
varpinu banaráð, með því að koma
fram með agnúa, sem á því eiga að
vera, og leitast við að gjöra þá svo
ískyggilega, að ráðgjafi vor neiti fyrir
þá skuld, að leggja frumvarpið fyrir
konung til staðfestingar. þeir sem að
þessu vinna í Kmhöfn, ef til vill með
aðstoð manna hér innanlands, leggja
kapp á það, að ónýta réttarbót þessa,
sem unnið hefir verið að á 2 þingum,
og að dómi allra skynbærra og vel
hugsandi manna er einkar nauðsynleg.
það sem þeir finna frumvarpinu til
foráttu, eru fyrirmælin í 23. gr., um,
að þingmannaefni skuli leggja fram
50 kr. sem nokkurs konar tryggingarfé,
jafnframt og þeir tilkynna kjörstjórn
framboð sitt. þetta fé tapast þing-
mannsefni, ef hann tekur framboð sitt
aftur fyrir kjördag, og sömuleiðis ef
hann eigi nær við kosninguna l/3 þeirr-
ar atkvæðatölu, er með þarf til að
verða kosinn.
þetta er sett til tryggingar því, að
þeir einir bjóði sig fram, sem er það
alvarlegt áhugamál, að komast á þing,
og jafnframt njóta nokkuð veru-
legs álits í kjördæminu einmitt sem
þingmannsefni; það á að hamla því,
að umkomulausir umrenningar og lítils
metnir hreppa glamrarar bjóði sig fram
hópum saman til þess eins, að »bjóða
sig fram« og njóta þess heiðurs, að
verða nefndir í blöðunum meðal þing-
manna-efna. En framboð af því tægi
er hætt við að fremur kunni að tíðk-
ast, þegar kjósa á heima í hverjum
hreppi. Væri jafnvel eigi óhugsandi,
að þingmannaefni í einhverju kjördæmi
yrðu jafnmörg hreppunum, og yrði þá
þingmannsefni fjölmennasta hreppsins
hlutskarpast, þótt laklegast væri.
það hefir nú verið álitið, að 50 kr.
framlagið mundi að nokkru leyti hefta
þeksi framboð, og er það skynsamleg
og róttmæt ástæða fyrir áminstum fyr-
irmælum kosningalagafrumvarpsins.
Er það nú rétt, að þetta megi telja
eða eigi að telja nýtt kjörgengisskil-
yrði, eðaviðbótvið kjörgengisfyrirmæli
stjórnarskrárinnar eða kosningalag-
anna?
Væri svo, mætti segja, að frumvarp-
ið færi í bága við stjórnarskrána, og
gæti þá að sjálfsögðu eigi öðlast stað-
festingu. En eg fæ eigi skilið, að svo
beri að líta á mál þetta.
þess er eigi krafist, að þingmansefn-
ið s j á 1 f t eigi 50 krónur; aðrir geta
lagt fram féð fyrir hanu í hans nafni,
eða veitt honutn það að láni; ef þing-
mannsefnið hefir nokkurt fylgi í kjör-
dæminu, á honum að vera það innan
handar, að útvega sér þessar 50 kr.
Gjald þetta er með öðrum orðum
alls ekkert efnahags-skilyrði. Maður
getur mikið vel gert kost á sér til
þingmensku fvrir því, þótt ekki eigi
eyrisvirði. þess aðalmarkmið er, að
aftra því, að kjósendur séu hafðir að
gabbi að raunarlausu,| eða að atkvæði
tvístrist í vitleysu, ef til vill til hnekk-
is nýtustu þingmannaefnunum. Maður,
sem hefir tök á að leggja fram þessar
50 kr. frá sjálfum sér, fer ekki til þess,
ef hann gengur að því vísu, að missa
þær. Og þá fara ekki aðrir til þess
heldur.
Svona kjörfylgistrygging — nema
margfalt hærri —, hefir lengi verið tíðk-
uð í Ameríku (Canada, og víðar?) og
þótt mjög vel gefast.
það er, af fyrgreindum ástæðum,
sérstaklega þörf á henni þar, sem kjör-
þing eru miklu fleiri en kjördæmi.
Hún er stórnauðsynleg hér um leið
og lögleidd eru hreppakjörþing.
Eftir kosningalögum þeim, sem nú
eru í gildi, verður þingmannsefni, sem
kemur eigi sjálft á kjörfund, að fá
einn eða fleiri af kjósendum kjördæm-
isins til þess að lýsa því skriflega yfir,
að þeir mæli með honum til kosningar.
þetta, sem hefir verið í lögum síðan
1874, er ekki í stjórnarskránni, og má
leggja það á borð við regluna um 50 kr.
framlagið. þingmannsefni er gert að
skyldu að koma annaðhvort sjálfur á
kjörfundi, eða að úvega sér meðmæl-
anda meðal kjósenda og láta hann
sækja kjörfund.
Öll kjörgengisskilyrði stjórnarskrár-
innar eru beint persónuleg, snerta per-
sónu sjálfs þingmannsefnisins. Fjár-
framlags-skilyrðið er eigi persónulegt,
því aðrir geta lagt féð fram fyrir þing-
mannsefnið í nafni hans, t. d. sá
stjórnmálaflokkur, sem hann fylgir, og
er mjög trúlegt, að með tímanum yrði
það venja, að fé þetta yrði lagt fram
úr flokks-sjóði. Jafnaðarlegast má bú-
ast við því, að féð fáist endurgreitt, og
er þá eigi um nein fjár-útlát að ræða,
að eins um tryggingu um stundar sakir,
tryggingu fyrir því, að fram-
bjóðandi sé e i g i a 1 g j ö r 1 e g a
að gabba kjósendur.
Að þessu athuguðu skil eg ekki, að
komið geti til mála, að kalla 50 kr.
fjárframlagið skílyrði fyrir kjörgengi í
þeim skilningi, sem stjórnarskráin legg-
ur í þetta orð.
það má jafnframt benda á það, að
ýms kosningalagafyrirmæli hafa þau
áhrif, að menn, sem eftir stjórnar-
skránni hafa skýlausan kosningarrétt,
geta stundum hvergi neytt hans (kjör-
skrárvilla, bústaðaskifti o. fl.).
þingmaður.
Um
hafnarfyrirkomulag Yið Reykjavík.
Ýmsir munu vera dómar manna
um uppástungu hr. kommandör Ham-
mers í síðasta tbl. ísaf. um hafnar-
fyrirkomulag við Reykjavík. En sam-
huga eru allir f því, að vera honum
innilega þakklátir fyrir þann áhuga,
sem hann hefir á framförum vorum,
það vinarþel, sem hann ber til vor,
og það traust, sem hann ber til lands
vors og þjóðar.
Allir bera líka virðingu fyrir uppá-
stungu hans, því, eins og við er að
búast frá slíkum manni, er hún ekki
í lausu lofti bygð, eða töluð út í blá-
inn, heldur er hún sprottin af ná-
kvæmri þekkingu á staðnum, sem
hann ræðir um, útmælingum og
kunnugleik á því, hvernig hagar til
til hjá öðrum þjóðum, og hvað þær
mundu afráða, ef líkt stæði á og hér
ræðir um.
Enginu neitar því, að höfn Reykja-
víkur er miklu verri en menn vildu
á kjósa, og hafa margar uppástungur
verið gerðar um það, hvernig bót
verði ráðin á því; og það, að menn
hafa jafnvel látið sér koma til hugar,
að gera við hana skipakví, líkt og er-
lendis, sýnir, að mönnum finst þörfin
brýn á umbótum.
það er um þessa uppástungu herra
kommandörsins að segja, eins og um
hvert annað nýmæli, að skoðanir
manna á henni eru margvíslegar; og
er það þá fyrst kostnaðurinn, sem
þeir reka í augun: kostnaður við sam-
göngufærin hingað frá Skerjafirði,
kostnaðurinn við vöruflutning þaðan
og hingað, og kostnaðurinn við að
gera þar hafnarbryggju, sem skip geti
lagst að.
Hér er um stórvirki að ræða, en
um leið um stórmál, hvorki meira né
minna en það, hvort höfuðstaður og
aðalverzlunarstaður lands vors eigi
nokkuru sinni að verða góðrar hafnar
aðnjótandi, eða hvort hann eigi um
aldur og æfi að búa að skipalegu
þeirri, sem nú er notuð.
Skilyrði fyrir vexti og viðgangi sér-
hvers verzlunarstaðar er það, að hann
hafi góða höfn og nægt landrými og
hentugt umhverfis hana til húsagerð-
ar á. þetta hvorttveggja hefir staður
sá að bjóða, sem kommandörinn bend-
ir á.
þá skal fyrst litið á samgöngufærin
milli Reykjavíkur og Skerjafjarðar.
það er örstutt vegarlengd og torfæru-
laus mestöll að minsta kosti.
það er þá eitt, að leggja þar ak-
braut, eins og hér eru nú farnar að
tíðkast, fyrir almenna vagna, dregna
af hestum; eða sporbraut eða þá
járnbraut fyrir gufuvagn. Eða þá —
nefna má það — að grafa skurð suð-
ur úr Tjörninni suður í Skerjafjörð
fyrir hæfilega stóra flutningsbáta. þá
þyrfti um leið að dýpka hana og
hreinsa; en þess hefir nú raunar lengi
þurft hvort sera er.
þá er kostnaðurinn við vöruflutn-
inginn þaðan og hingað.
Væri gerð bryggja, sem gufuskip
gætu legið við og affermt, þá verður
sjálf affermingin miklu ódýrari en nú,
og væri 8á verðmunur nokkuð, ef til
vill mikið upp í flutningskoscnaðinn;
en aðgætandi er, að hann yrði æ
minni og minni, því bygðin mundi
smám saman færast suður á bóginn,
og flutningur því styttast að því
skapi.
Margur mun brosa að þessu, og
kalla það skýjaborg. En hefði nokk-
ur fyrir 30 árum spáð, að alt Skugga-
hverfi yrði laust eftir aldamótin alsett
húsum, inn undir Rauðará, ekki byggi-
legri staður en það þá virtist, er ekki
óhugsandi, að brosað hefði verið líka
þá. Að fara nákvæmar út í saman-
burð á þessu tvennu, skal slept hér;
en hægt væri að gera það.
þá er eftir kostnaðurinn að koma þar
upp skipsbryggju. Hann verður mik-
ill. En þeim sem hefir dottið í hug
að kleift væri að gera hér hafskipa-
kví (Dok) við skipaleguna, sem nú er,
ætti ekki að ofbjóða hugmyndin um
hafskipabryggju við Skerjafjörð.
í öðrum löndum eru tekin lán til
slíkra stórfyrirtækja. því má ekki
gera það eins hér, þegar um nauðsynleg
og arðsöm stórvirki er að ræða ? Og
það er vist, að þessi hugmynd komm-
andörsins verður framkvæmd — alls
ekki óhugsandi, að þeir, sem ungir
eru nú, sjái hana framkvæmda eða
þá langt á veg komna á efri árum
sínum.
Ekki er svo að skilja, að skipaleg-
an hér verði ónotuð fyrir því.
Að svo miklu leyti sem Reykjavík
er og verður fiskiverstöð, notar hún
höfninajeftirleiðis, sem nú er; en fyrir
hana sem höfuðstað landsins og aðal-
verzlunarstað þess verður Skerjafjörð-
ur fyr eða síðar hennar aðalhöfn, og
þangað byggist bærinn.
A---Ö.
Plæging.
Svo lítur út, sem plægt muni verða
með mesta móti hér í haust.
Undanfarna viku hefir Eggert bú-
fræðingur Finnsson á Meðalfelli plægt
hálfa þriðju dagsláttu fyrir ýmsa bæj-
arbúa, og ætlar að plægja rúmar 7 í
viðbót nú í haust.
Eggert plægir einsamall, eins og út*
lendingar gera.