Ísafold - 11.10.1902, Page 2

Ísafold - 11.10.1902, Page 2
266 Smjörmarkaðurinn. í sumar, eÍDkanlega í júní, júlí og ágúst, hefir verðið á smjöri á heims. markaðinum verið óvenjulega lágt. Danskt smjör hefir komist á brezka markaðinum niður að 90 a. pundið, sem er mikið lægra en undanfarin ár í sama mund. Frá því fyrst í septem- ber hefir smjörið hækkað mjög í verði, og 23. sept. var danskt smjör á brezka markaðinum komið upp í 1 kr. pund- ið eða jafnvel meir. — Lakara smjör hefir hækkað að sama skapi, og eftir- spurnin var óðum að aukast, þegar síð- ast fréttist. |>að er alment, að smjör hækki nokk- uð í verði að haustinu. En svona mik- il hækkun er sjaldgæf, eDda er orsökia sú til hennar, að frá því í ágúst hafa verið miklar vætur og kuldar í allri Norður-Európu, og smjörframleiðslan því minkað mjög; auk þe88 er gert ráð fyrír, að lítið smjör komi á heims markaðinn í haust frá Ástralíu. |>egar mjólkurbúa-smjörið kom héðan til Skotlands fyrst í ágúst, var ekki hægt að selja það þá þegar fyrir við- unandi verð, enda var þá alt smjör í lágu verði, eins og áður er sagt. Hið fyrsta af mjólkurbúasmjörinu var selt fyrst í september, og 25. s. m. var það hér um bil alt selt, sem þá var komið til Skotlands, fyrir rúma 80 aura pd. að meðaltali. Með því að smjörið var mjög að hækka í verði á heimsmarkaðinum, þegar síðast fréttist, eins og áður er á vikið, má óhætt gjöra ráð fyrir, að hið mikla smjör — rúml. 350 hálftunn- ur—, sem sent varhéðan með »Vestu« þann 23. sept., og það, sem síðar kann að hafa verið seDt, seljist með mun betra verði en það, sem búið var að selja síðast. Mega því horfurnar fyrir smjörsölu vorri teljast mjög góðar, eftir því sem um var að gera. Reykjavík 2. október 1902. Gdðjón Guðmundsson. Forntungurnar i Danmörkn. Við fimm latínuskóla í Danmörku hafa á þessu ári orðið rektoraskifti, og nýir rektorar verið settir inn af bisk- upum, eins og lög gera ráð fyrir. Einum af þessum nýju rektorum, Hoff-Hansen í Ný-Kaupangi, fórust þannig crð um dauðu málin í ræðu þeirri, er hann fiutti við það tækifæri: •Sjálfur hef eg alist upp á þeimtímum, er menn höfðu öfluga trú á gildi forn- tungnanna sem áríðandi uppeldisatriði og álitu að lestur þeirra væri eini veg- urinn til að komast í skilning um forn- grískt (hellenskt) og rómverskt anda- líf, og sjálfur segi eg fyrir mitt leyti, eins og Pétur djákni (íErasmus Mon- tanus Holbergs), að ekki víldi eg láta latínuna mína, þó 100 ríkisdalir væru í boði. En samt sem áður þykir mér sem margra árareyDsla sýnioss, að nú á dögum liggi það næsta fjarri daglegu lífi og öllum hugsunarhætti nemenda, að grafa sig niður í Iatínu og grísku nám, —’ogþaðsvofjarri, aðárangurinn þrátt fyrir alla ástundun verður lítil- fjörlegur í samanburði við tímann, sem til þess er varið. Mér mundi þykja leiðinlegt að sjá forntungurnar hverfa gersamlega úr mentanámi ungmenn- anna; en sú hefir lengi verið skoðun mín, að ekki ætti að byrja á námi þeirra fyr en á seinna aldursskeiði en nú er gert, því þá veitist hægra að nema þau að gagni, eftir því sem mér hefir reynst. Sá tími, sem með því móti græddist, mundi þá verða til góðs fyrir móðurmálið og nýju málin. Nýi tíminn heimtar með hærri og hærri raustu aukna þekkingu í þremur aðal-menningarmálunum og liðugleika í notkun þeirra. Sá tími, sem til þess þarf, verður þá að takast frá latínunni. það er nú svo, að hver skólamaður er að bollaleggja með sjálfum sér skóla- fyrirkomulagið, hvernig það eigi að vera, og eins hefir nú árum saman vakað fyrir mér það fyrirkomulag, að fyrst væri barnaskóli með sameigin- legri kenslu (fyrir piltbörn og stúlku- börn) til 11 ára aldurs eða þar um bil, og móðurmálið látið þar vera mið- punktur kenslunnar; — svo miðskóli, með kenslu í nýju málunum til 15 og 16 ára aldurs, og loksins 3 ár* náms- skeið, þar sem sjálfsagt ætti að gefast kostur á að nema forntungurnar eftir frjálsu vali. — Og það hefur glatt mig, að eg sé, að þessu áþekk hugsun kem- ur fram í hinu nýja skólalagafrum- varpi«. það er auðsætt af þessum ræðukafla, sem tekinn er eftir »Politiken«, að hin- ir yngri skólamenn í Danmörku eru farnir að líta nokkuð öðrum augum á skólamálin. en eldri kynslóðin, sú »madvígska« og mosavaxna, — og að frjálslegari skoðanir í þeim efnum eru að ryðja sér til rúms ekki síður en í hinum pólitisku. Skólalagafrumvarp það, sem hér er nefnt að ofan, kvað að nokkru leyti vera sniðið eftir skólaskipulagi Norð- manna, og mun nú vera lagt fyrir rík- isþingið; eru allar líkur til, að þess verði eigi langt að bíða, að gagngerð breyc- ing verði á skólafyrirkomulaginu í öllu hinu danska ríki. x Stokkh ólmsí erö. VI. Um Drottningholm og skrúögöngu bindindismanna. Ef það er nokkur hlutur, sem Stokk- hólmsbúar þykjast af, þá er það það, að höfuðstaður þeirra liggur við Lög- inn, þetta einkennilega, undurfagra stöðuvatn. Lögurinn liggur í vestur frá Stokkhólmi, og skerast eiulægir smáfirðir, víkur og vogar úr hoDum til norðurs og suðurs; eD það eykur þó mest á fegurðina, að í honum liggja um 1300 eyjar og hólmar. Geta allir gert sér í hugarlund, hve unaðslegt muni vera að sigla í góðu veðri inn- an um allan þann eyjaklasa. Geta má nærri, að Svíarþyrftu að sýna út- lendingunum eitthvað af þeirri nátt- úrufegurð. í ey einni þar í Leginum (Lofö) liggur höll ein, forn og mikil, Drott- ningholms slott. þangað má fara á gufuskipi á rúmri hálfri stund frá Stokkhólmi. I höll þessari hafa þau Oscar konungur og drotning hans aðsetu nokkurn hluta sumars nær því á ári hverju. Höllin vai reist á síð- ari hluta 17. aldar, og lét það gera Hedvig Eleonora drotning. Hinn 11. júlí var oss boðið í skemti- ferð þangað. Heimsstúkuþingið og Norðurlanda-bindindisfundurinn lögðu saman í þá för, enda var hópurinu allfjölmennur. Sjö gufuskip fluttu oss út þangað ; minna nægði eigi. Fremst fór gufuskipið »Göta«, og á því Good- templarar og söngflokkurinn norski. þótti oss það heldur en ekki bapp, að hafa »hvítu húfurnar« með o«s, enda var flokkurinn ólatur að syngja fyrir oss á leiðinni. Skipin voru öll skreytt fánum, og hljóðlistarflokkur og söng- flokkur á hverju skipi. Fóru skipin í röð hvert á eftir öðru og stutt bil í milli. það var að líðandi nóni, er lagt var á stað. En því miður tók brátt að rigna. Vér íslendingar þekkjum það, hver munur er á að skemta sér úti undir berum himni, þegar gott er veður eða þegar rignir. Regnið rænir oft gleði vorri hálfri, ef ekki allri; þó ekki Skot- anna þennan dag, þeirra er með voru. þeir höfðu safnast saman i hnapp á þilfarinu og voru hinir kátustu; því meir sem rigndi, þess hærra sungu þeir. Mér er jafn minnisstætt, hve dátt þeir hlógu, og hitt, með hvílíkum guðmóði þeir sungu ættjarðarljóðin skozku, einkum kvenfólkið; enda hafði þetta hvorttveggja þau áhrif, að bæði Ameríkumenn og Irar fóru að taka undir með þeim. í hellirigningu gengum vér á land í eynni og upp til hallarinnar. Tald- ist svo til, að 1500 manna hefði komið á þessum gufuskipum, og jafnstór flokkur manna var þar þegar fyrir, er vér lentum. Konungur hafði leyft að sýna öllum þessum manngrúa höllina hátt og lágt. Gekk til þess eigi all-lítill tími, að skoða öll hin mörgu híbýli og vistarverur, er höllin hefir að geyma. Eru veggir allir í hallarsölunum skreyttir fögrum og merkilegum litmyndum, og húsbúnaður allur gjör af hinni mestu snild og prýði. Einna stórkostlegastur er for- salurinn, fyrst þegar inn er komið; þar námu söngflokkarnir tveir staðar, þeir er fyr var getið, hinn sænski og hinn norski, og sungu nokkur lög sam- an; hefi eg aldrei heyrt betur sungið. Ekki mun hafa veitt af, að þvo hall- argólfin daginn eftir. Kringum höllina er harla fagur blóm- garður og gosbrunnur gegnt hallar- dyrunum; en vegna rigningarinnar treystust fæstir til að skoða garðinu. í sérstökum skálum rétt fyrir utan höllina gátu menn fengið keypta mjólk og brauð og Bmjör, svo og gosdrykki. þangað var leitað í rigningunni, er búið var að skoða höllina. Nú var svo til ætlast, að kveldinu væri varið til þess að skemta mönn- um með ræðum og söng. Hafði hall- argarðurinn verið ætlaður til þess; en nú varð það eigi. En forstöðunefndin hafði séð við þeim leka. Hún hafði fengið að láni til þeirra fundarhalda reiðlistarskálann, sem er rétt hjá höll- inni. þar komst allur hópurinn inn í einu; en auðvitað urðu allir að standa. Hafði þar verið reistur geysi-mikill ræðupallur, skreyttur pálmum og ým- iskonar laufi. Var nú haldinn mesti sægur af ræðum, á mörgum tungu- málum, en söngflokkarnir og einstakir söngmenn skemtu með söng þess í milli. þær dætur Friðriks konungsefnis, vors, Ingeborg og Thyra, höfðu mælst til að mega koma á fund þennan um kveldið. Var þeim tekið með mikilli viðhöfn af fundarmönnum, eins og lög gera ráð fyrir, og sérstakar ræður haldnar fyrir þeim og konungsfólkinu sænska og danska. Eins og menn muna, er Ingeborg gift Karli konungs- syni, öðrum syni Oscars konungs. Vildu þær með þessari komu sinni þarna á fundinn votta bindindiB- mönnunum velvild sína og viðurkenn- ingu. Aldrei hefir nokkurt konungsfólk né stjórn nokkurs lands sýnt bindindis- málinu og þeim, er fyrir því berjast, annan eins sóma, eins og Oscar JI., Svía konungur og Norðmanna, gerði að þessu sinni og fólk hans. Hann hefir með því rétt góðu málefni hjálpar- hönd, þótt óbeinlínis sé. það er eft- irtektarvert, að hann ríður þar á vað- ið. Mundi nokkur konungur annar, sem nú er uppi, hafa gert það? Eg efast stórlega um það. Oscar konungur er meiri vitsmuna- maður en flestir þjóðhöfðingjar, sem nú eru uppi, — ef til vill vitrastur þeirra allra. Hann sér það, að bind- indismálið er eitt af farsældarmálum framtíðarinnar. Eftir höfðinu dansa limirnir. Fjöldi manna erlendis fer mjög eftir því, sem konungsfólk talar og gerir. Bráðum fara því æðri stéttirnar að sinna bind- indismólinu betur. Stöðugt verður brekkan léttfærari fyrir oss bindindis- menn. En hve nær komumst vér upp á fjallsbrún? Og hverir verða fyrstir þangað? Kl. var um 10, þegar vér komum heim aftur til Stokkhólms um kveldið. Bar ekki á öðru en að menn hefðu skemt sér mætavel, þrátt fyrir alla rigninguna. Eitthvað hafa öll þessi hátíðahöld kostað bindindismenniua sænsku. Hvar fengu þeir fé til alls þessa? Svo kynni einhver að spyrja. því erfljót- svarað. Bæði löggjafarþing Svía og bæjarstjórn Stokkhólms veittu þeim allmikið fé til þ»ss að fagna hinum útlendu gestum sinuuj; þeir vildu að þeir gætu gert það svo, að Svíum væri sómi að. það gerðu þeir líka, og Svíþjóð er kunnari eftir en áður víðs vegar um heim; því að flestir eða allir segja fulltrúarnir eitthvað af ferð sinni, er heim kemur. Ekki mátti gleyma að sýna útlend- ingunum höfuðstaðinn. Til þess var valinn sunnudagurinn 13. júlí. Var oss boðið að safnast saman fyrir utan stærstu gÍBtihöll bæjarins á dagmálum, en þangað komu 40 skrautlegir létti- vagnar; í þeim áttum vér að aka um borgina. Gátu 4 menn setið í hverj- um vagni, auk vagnstjóra, er sat fram- an á vagninum í einkenuisbúningi. Flestir voru vagnarnir fóðraðir með silki að innan, og má af því meðal annars marka, hvílíkir skartmenn Sví- ar eru, enda er tjaldað því bezta, sem til er, við slík tækifæn. Götur eru sumstaðar brattar í Stokkhólmi, því að bærinn stendur bæði á hólum og hæðum eða smáfellum. 'Veittist oss þvf oft færi á að líta yfir alla vagn- lestina í einu, þar sem halli var, því að allir óku vagnarnir í einni röð, hver á eftir öðrum. Stóð ferðin yfir mikið á aðra klukkustund. Var farið um allar helztu götur borgarinnar og út f trjálundana kringum bæinn. Sólskin var, og þetta því hin bezta skemtun. þótti oss stórstúka Svía sýna af sér rausn mikla í þessu, sem öðru. þennan sama dag átti fram að fara skrúðganga mikil um borgina síðari hluta dags. Slíkar skrúðgöngur eru tíðkaðar í stórborgum heimsins við viðhafnarmikil tækifæri eða þá er menn vilja vekja athygli á miklum velferðarmálum, sem verið er að berjast fyrir. í skrúðgöngu þessa lögðu saman öll þau bindindisfélög, er fund áttu um þetta leyti í Slokkhólmi. Allmargir Good-templarar komu og úr bæjunum í grend við Stokkhólm til höfuðborg- arinnar þennan dag, til þess að fylla bindindismanna-flokkinn. Var liði fylkt á stærsta torgi borgarinnar, en það rúmaði eigi manngrúann; varð því að fylkja sumum flokkunum á stræt- unum, sem að torginu liggja. Alt fór það mjög vel úr hendi og svo hljóðlega, að undrum sætti. Mikið var þar af lögregluþjónum og surnir ríðandi. En það var einróma vitnisburður blaðanna daginn eftir, að lögreglan hefði haft þar mjög létt verk með höndum. þegar drykkjuskapurinn er úr sög- unni, má fækka lögregluliðinu í stór- borgunum að miklum mun. Einn drykkjumaður gerir meiri óskunda og hark á götunum en hundrað bindind- ismenn. það fer allmikið fé í það, að gæta drykkjurútanna og vaka yfir gilda- skálum brennivíns- og bjórsalanna. Veitingamennirnir f é f 1 e 11 a borgar-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.