Ísafold - 11.10.1902, Qupperneq 3
búa á því að selja þeim eitur okur-
Verði, en borgarbúar verja allmiklu fé
til þess að v e r n d a veitingamennina,
svo að þeir megi reka þessa sómasam-
legu(M) atvinnu í góðu næði. f>að er
8Vo sem ekki nema sjálfsagt, að lög-
íegluþjónarnir losi veitingamennina við
ryskingarnar og óhljóðin, þegar þeir
fyrir »góðan bítaling* eru búnir að gera
ffiennina að óarga dýrum. f>á er og
talið sjálfsagt og eðlilogt, að láta hegn-
ingarhúsin taka við. Og ef mannræfi-
arnir hafa mist ráð og rænu og allan
þrótt, þá er ekki annað en að fleygja
þeim í Hjálpræöisherinn eða einhver
slík miskunnarfélög, sem enn eru svo
góðsöm að kenna í brjóst um þann,
»er fallið hefir í hendur ræningjanna«.
En ef einhver vildi ráðast í það, að
varna mönnum að ræna sjálfan sig
vitinu og sólunda fé sínu í ölæði, þá
má búast við, að hann verði dreginn
fyrir lög og dóm fyrir tiltækið. Slíkt
er að skerða hinn dýrmæta rétt á
fengissalanna. f>að stendur raunar ein-
hversstaðar í biblíunni eitthvað um það,
að menn eigi að g æ t a bróður síns.
Já, það gerum vér líka, því að vér
verndum veitingamanninn, g æ t u m
réttar hans; hann er bróðir vor
öllum öðrum fremur !
I skrúðgöngunni voru alls um 30,000
manna. Voru merki borin fyrir hverj-
um flokk, fagurskreytt ýmis konar lit-
um. Auk þeirra sáust hér og hvar
hyítar blæjur bornar í fylkingunni og
á þær letrað stórum stöfum þessi orð:
>Bort med ruadryc karnai
(þ. e. burt með á'fengisdrykkina).
Svo taldist mönnum til, að um 300
fánar eða merki hefðu borin verið í
fylkingunni.
Svo var og hljóðfæraflokkum skipað
inn í fylkinguna. f>eir voru 45 alls.
Má af þessu ráða, hve afarstórkost-
leg þessi skrúðganga var, enda er hún
hin tilkomumesta, sem nokkuru sinni
hefir til verið stofnað til þess að vekja
athygli manna á bindindismálinu.
Skrúðgangan fór um nokkrar helztu
götur borgarinnar, en allar gangstéttir
og allir gluggar voru þéttskipaðir á-
horfendum hvarvetna þar, er þossi
mikla fylking fór um.
Fell eitt merkilegt er þar í borginni;
það nefnist »Skansen«. f>að er aðal-
skemtistaður borgarmanna; þar er dýra-
garður og ýmisleg söfn, er sýna þjóð-
menningu Svía á ýmsum tímum. þar
eru og ýmislegar þjóðlegar skemtanir
um hönd hafðar; t. d. að taka eru þar
sýndir hinir fornu þjóðdansar, og er
alt fólkið, er dansinn stígur, klætt í
einkennilega þjóðbúnínga. í feJli þessu
leystist fylkingin sundur. En að því
búnu tóku við mikil ræðuhöld og söng-
ur. Var þetta jafnframt nokkurs kon-
ar þjóðhátíð fyrir fólkið, og mannfjöld-
inn svo mikill, að engri tölu varð á
komið. Af fellinu sér yfir alla borg-
ina. þó er reistur afarmikill turn uppi
á því, þar sem það er hæst. Sá turn
heitir »Bréiðablik« og er útsýni þaðan
mikið og fagurt.
því miður var veður ekki eins fag-
urt í Svíþjóð í sumar og á íslandi.
Til þe8S fundum vér og þennan dag.
Skömmu eftir að skrúðgöngunni var
lokið, tók að rigna, og hélzt rigningin
mestalt kveldið. þó hélt fólkið áfram
að skemta sér fram að miðnætti.
Svíar þóttust raunar hafa sent sím-
rit norður í höf til .lágnættissólarinn-
ar« og pantað gott veður hjá henni.
En annaðhvort hefir hún aldrei fengið
það skeyti eða hún hefir eigi viljað
bænheyra Svía; henni þykir þeir lík-
legft svtpa um of á enn.
þetta var síðasta hátíðarhaldið, með-
an heimsstúkuþingið stóð yfir. Síð-
ustu dagana var starfað af miklu kappi;
stóðu fundir þá stundum yfir fram yfir
miðnætti. B. N.
Erlead tíðindi.
Búahershöfðingjarnir þrír, Botha,
Delarey og de Wet, hafa ritað áskor-
un »til hins mentaða heims* um að
hlaupa undir bagga með löndum sín-
um með fégjöfum. þeir eigi, Búar,
við mestu örbirgð að búa eftir ófrið-
inn. þeir segja, að eytt hafi verið
ekki færri en 30,000 bændabýlum(hús-
um) fyrir þeim, meðan á ófriðinum
stóð, flestum með eldi, og önnur spell
eftir því. Fjárstyrkurinn frá Bretum
eftir friðarsáttmálanum hrökkvi ekki
til að bæta skaðann að VlO hluta.
þeir leituðu fyrst hófanna við stjórn-
ina í Lundúnum (Chamberlain) um
einhverja rífkun á fjárframlögum, en
fengu enga áheyrn. Fóru síðan til
Hollands og gáfu þar út áskorunina.
þeir ætla að sækja heim Vilhjálm
keisara og ef til vill fleiri þjóðhöfð-
ingja. Bretum líkar sú málaleitun
afarilla og segja þá fara með mestu
ýkjur og ósannindi. Einn auðmaður
amerískur var búinn að gefa til sam-
skotanna 100,000 dollara.
Emile Zola, einhver frægastur skáld-
sagnasmiður nú á tímum og mikil-
virkastur, franskur, andaðist í París
28. f. mán. Hann kafnaði um nótt
af kolsýru, vegna ógætilegs reykrásar.
Kona hans var og nærri dauð. Hann
varð rúmlega sextugur, f. 2. apríl
1840. Hann græddi of fjár, svo milj-
ónum skifti, á ritum sínum. Hafði lif-
að við sult og seyru framan af æfinni.
Voðatjón varð á Sikiley af fellibyl
í lok f. mán.: húsahrun mikíð m. m.
Meir en 500 lík fundin, er síðast
fréttist; en 10,000 manna húsnæðis-
lausir.
þá varð og fellibylur 500 manna
að bana í Yokohama í Japan 29. f.
mán. og skipatjón mikið.
Fjárhagsáætlun Reykjavikur
1 9 0 3.
Gjöldin eru áætluð 56,700 kr. þar
upp í eru tekjur aukaútsvör 38,300 og
lóðargjöld um 7,500.
Helztu útgjöldin eru: Fátækrasjóður
151 /2 þús. kr.; barnaskóliun rúm 10
þús.; vegabætur 8,300; vextir og af-
borganir af lánum 6,700; löggæzlu
3,500.
Bæjarstjórn Beykjavíkur. Hún
fól á fundi 2. þ. m. brunamálanefnd að
koma með tillögu um liaganlegt fyrirkomu-
lag á sliikkviliöi og slökkviliðsstjórn.
Nefnd (bfg., Þ. B., J. J.) falið að stinga
upp á kjördæmaskifting í Rvik, eftir áskor-
un amtmanns.
Samþykt að leggja veg frá Barnaskóla-
stéttinni suður að Fríkirkjunni, fyrir 550
kr., gegn þvi, að Frikirkjan láti ókeypis
lóð frá sér undir framhald þess vegar
lengra suður eftir á sinum tima.
Ýmsar erfðafestulandsútmælingar og, ýms-
um málum vísað til veganefnda,
Alþýðustyrktarsjóðsskamti úthlutað 22
persónum (1 karlm., 21 kvenm.), þar af
12 fimtán kr. hverri, og 10 tiu kr. hv.
Samþyktar hrunahótavirðingar: Landa-
kotsspitali 64,125 kr.; Frakkastígsspitali
39,395; Magnúsar Árnasonar hús (Aðalstr.
18) 26,805; hús G. Gunnarssonar kaupm.
(Hafnarstr.) 20,024; hús Guðm. Ámunda-
sonar við Laugaveg 7,818; hús þeirra Kol-
beins og Einars Þorsteins sona við Lindarg.
6,945; hús Bergs Jónssonar við Laugaveg
5,125; hús Sveins Árnasonarvið Barónsstig
5050; hús Guðj. Kr. Jónssonar við Berg-
staðastr. 4955; hús Björns Gislasonar við
Nýlendugötu 2570; hús Eihars Guðmunds-
sonar við Grettisg. 2045.
Heidurssainsæti
allfjölment var kommandör R. Ham-
mer, yfirmanni á Heklu, haldið í Iðn-
aðarmannahúsinu 6. þ. m. Hans er
eigi von hingað framar.
Nýtt alheimsmál. Landi vor Páll
Þorkelsson gullsmiður, nú í Khöfn, hefir
fengist við mörg ár að hugsa upp og setja
saman nýrtt alheimstungumál, samið stóra
orðabók um það og málmyndalýsing, og
sækir um styrk úr ýmsum sjóðum dönsk-
um til að koma þeim ritum á prent. Fræg-
ur málfræðingur einn i Khöfn, Yald. Schmith
háskólakennari, lætur vel yfir þessari til-
raun og mælir með síyrkbeiðninni. Sömu-
leiðis próf. Finnur Jónsson.
Oft hafa gerðar verið áður þess kyns
tilraunir og vel látið yfir fyrst i stað, en
aldrei lánast þó til hlítar.
Þetta nýja mál er ekki ætlast til að sé
talað, heldur sé að eins að það skiljist á
bók eða ritað. Höf. segir hljóðið svo
miklnm breytingum undir orpið, að ekki sé
hægt að byggja á því alheimsmál.
Þessu er sagt frá nokkuð greinilega í
Politilcen 18. f. mán.
Póstgufuskip Laura (Aasberg) kom
tí. þ. m. um kveldið seint frá Khöfn og
Skotlandi. Farþegar cand. med. & chir.
Þórður Pálsson, stud. jur. Bjarni Þorláks-
aon, og nýr Hjálpræðisherstjóri, Petersen,
með konu og 2 börnum.
Póstgufuskip Ceres (Kiær) lagði á
stað í gær vestur um land og norður með
strjáling af farþegum.
Herskip Hekla lagði á stað alfarið
héðan 8. þ. m. um kveldið heimleiðis; ætl-
aði að koma við á Seyðisfirði. Með henni
sigldi M. Lund lyfsali.
Veðurathuganir
i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1902 okt. Loftvog millim. Hiti (C.) í>- <rf et- <1 <T> CX e cr æ ox Skýmagn Urkoma millim. I Minstur 1 hiti (C.)
Ld. 4.8 759,5 10,5 s 2 1 9 1,6 8,7
2 760,2 10,2 8E 1 10
9 760,4 7,4 88E 1 4
Sd. 5.8 761,3 8,3 8 1 9 1,7 5,5
2 762,0 10,6 88E 1 9
9 761,0 8,5 8 l 5
Md. 6.8 757,9 9,1 S8E 1 5 0,4 7,3
2 758,0 10,6 8E 2 9
9 758,4 9,7 S 3 7
Þd. 7.8 760,3 9,6 E 2 9 8,5
2 761,9 11.4 E 1 9
9 762,4 9,5 8E 1 8
Mvd 8.8 761,7 7,9 88E 1 7 0,2 8,3
2 760,7 10,5 S8E 1 9
9 760,5 7,7 SE 1 10
Fd. 9.8 759,0 6,7 0 9 7,3 6,1
2 758,6 8,4 NW 1 3
9 756,9 6,6 0 3
Fsd.10.8 753,1 2,8 0 3 1,9
2 750,8 7,2 ENE 1 7
9 749,3 5,6 E 1 7
Perur
V ínber
Epli og
Laukur
kom með s/s »Laura« í verzlun
^Jalóimars (Bfíascn
6 Ingólfsstræti 6.
Hvitt geldingslamb, með mínu marki:
stýft bæði, sem eg á ekki, hefir verið
dregið mér í réttum í haust. Réttur
eigandi vitji þess til mín og borgi á-
fallinn kostnað.
Eyrarbakka 2. okt. 1902.
Ólafur Teitsson.
Saltede
faareskind
kjöbes i partier af
Gustav O. Abrahamson
Aðalstræti 18.
Herbergi til leigu.
fyrir einhleypa menn. Ritstj. visar á.
Kl E R T I stór og smá
S P I L I N eftirspurðu
eru nú nýkomin til
C. Zimsen.
Til þeirra sem neyta liins ekta
Kína-lífs-elixirs.
Með því að eg liefi komist að því,
að það eru margir, sem efast um, að
Kínalífselixír sé eins góður og hann
var áður, er hér með leidd athygli að
því, að hann er alveg eins, og látinn
fyrir sama verð sem fyr, sem er 1 kr.
50 a. glasið, og fæst alstaðar á íslandi
hjá kaupmönnum. Ástæðan fyrir því,
að hægt er að selja hann svona ódýrt,
er sú, að flutt var býsna-mikið af hon-
um til íslands áður en tollurinn gekk
í gildi.
Þeir sem Kínalífselixíriun kaupa, eru
beðnir rækilega fyrir, að líta eftir því
sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn egta
Kínalífselixír með einkennunum á
miðanum, Kínverja með glas í hendi
og firmanafnið Waldemar Petersen,
Fredrikshavn, og ofan á stútnum F
í grænu lakki. Fáist ekki elixírinn hjá
kaupmanni þeim, er þér skiftið við,
eða sé setl upp á hann meira eu 1 kr.
50 a., eruð þér beðnir að skrifa mér
um það á skrifstofu mína, Nyvei 16,
Kobenhavn.
W aldemar Petersen
Fredrikshavn.
Hallgrímur Jónsson kennari frá Breiða-
bólstöðum á Alftanesi er flutturað
Búðardal við Hvammsfjörð. Blöð
og bréf til bans sendist því þangað.
S A LT
mjög hreint — ágætt til kjötsölt-
unar, nýkomið til
Th. Thorsteinsson.
Góði osturinn
Jrá (Bóóa
fæst í verzlun
Valdimars Ottesen
6 Ingólfsstræti 6.
IMiMir
panta eg eftirleiðis — eins og fyr — bæði
fyrir rjómabú og skilvísa bændur. Af þvi
eg borga fyrirfram og tek ekki ómakslaun
af kaupendum, sel eg Þyrilskilv. 15—20kr.
ódýrari en »Perfekt«. Borga verður við
afhending i Reykjavik.
Þyrilskilv. brúka 15 : 1 á Asabúinu i
Gnúpverjahr., o. fl. bú með »P«.
Hægara er að snúa Þyrilskilv. en »P«.
Hún skilur jafn vel og jafnfljctt, hefr mik-
ið stærra mjólkurilát og ber vel á sig þó
kalt sé, sem »P« gerir ekki. Skoðið sjálf-
ir. Reynslan sannar meira en auglýsingar
eða hlutdræg meðmæli.
Haga í Arnessýslu 6. okt. ’02.
Vigfús Guðmundsson.
Jólbær kýr JS.
T;i Ironuc °g ábúðar fæst á næst-
11 Ka ips komandi fardögum, jörð-
in Tunga i Flóa. Semja má við eiganda
og ábúanda jarðarinnar
Guftmund Hannesson.
Sa, som birti vatnsstigvél undir Blika-
staðaásum mánudagin 29. f. )ii.. skili
þeim hið bráðasta í afgreiðslu ísafoldar.
FASTEIGNIR, t>æði bús 0g
jaröir, tekur undirritaður að sér að selja
fyrir sanngjarna borgun.
Kristján Þorgrímsson.