Ísafold - 18.10.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.10.1902, Blaðsíða 3
271 Fyrir oss íslendinga eru það eink- um fornbókmentirnHr, sem hafa mest mentunargildi. Um ókomnar aldir getur allur hinn germanski kynstofn ausið af þeim mentabrunni, sem nefn- ist forn-íslenzkar, forn-norskar og forn- enskar bókmentir. Einkum eru það vér íslendingar og Norðmenn, sem höfum þeiria full not. þær eru vor eign. |>ær eru hold af \oru holdi og blóð af voru blóði. þær eru sannur spegill af andlegu lífi og hugsjónum forfeðra vorra. Í þeim þekkjum vér hin frumlegu eðliseinkenni vor. Frumeðli þjóðar breytist ekki, þótt aldir líði. Á hörmungarinnar og neyðar- innar tímum liggur það máske í dái. Og þótt það taki á sig útlent gerfi og meðvitundin um hið sérstaka þjóð- erni sé sofandi, þá Idir þó alt af frum- eðli hennar; það gttur ekki dáið. En það getur vaknað, þegar þjóðirnar risa á fætur, þegar þær fara að kannast við sjálfar sig sem þjóð fyrir sig, með eðliseinkennum fyrir sig. Kristindómurínn og menning sú, sem houum er ávalt samfara, breytir ekki þessu frumeðli þjóðanna; hann bætir það og þroskar. Hin göfuga, fagra og skáldlega mynd af því hugsjónalífi og framkvæmdalífi, sem fornbókmentirnar sýna oss, er sönn mynd af frumeðliseinkennum Norðurlandabúa, einkum vor íslend- inga. |>að er sá spegill, sem vér eig- um að þekkja sjálfa oss í, svo vér lærum að kannast við þann sérstak- lega þjóðernisanda, sem vér eigum að halda fast við, svo vér náum því mark- miði, sem oss hefir verið sett frá upp- hafi. Grundtvig hefir í sinni miklu og merkilegu bók, Nordens Mytho- 1 o g i, safnað í eina heild úr Eddukvæð- unum þeim undirstöðuhugmyndum og lífsskoðunum, sem hann telur vakað hafa frá upphafi fyrir Norðurlandabú- um. Honum tekst meistaralega að færa sennileg rök fyrir því. Ásatrúin hyggur hann að geymi í sér sumar há- leitustu og fegurstu hugsjónir, sem fæðst hafi í brjósti nokkurs manns. Víst er um það, að í goðasögunum felst hið dýpsta og fegursta hugsjóna- líf forfeðranna, mynd af hinu sterkasta afli, er þeir þektu og var lífakkeri þeirra. Grundtvigs hugsjónir, sem er þunga- miðjan í lýðháskólastarfinu, eru þær, að Norðurlandabúar sameini kristilega lífsskoðun við hið forna frumeðli sítt eða eðliseinkenni. Og þetta er sú hugsjón, sem vér viljum óska að gæti orðið þungamiðj- an í lýðháskólastarfi voru hér á landi. Hún, ogekkert annað, getur til fulls vakið oss, vakið þjóðernistilfinn- ing vora, sem nú virðist köld og á- vaxtarlaus og hjá alt of mörgum stein- sofandi. - Ein grein af fornbókmentum vorum eru æfintýrin. I mörgum þeirra felst fagur skáldskapur, fagrar hugsjónir. |>ykjast ýmsir fornvísindamenn geta sannað, að mörg hin beztu þeirra hafi fyrir ómuna-tíð verið sameign flestra Evrópuþjóða, sem nú eru; þau séu æskudraumar og æskuhugsjónir þeirra, en hafi breyzt og lagast eftir lifnaðar- háttum og menningu þeirra, eftir að þær skiftust í ýmsa þjóðflokka. Á meðan að Hómer og önnur hin elztu Ijóð hafa legið í gleymsku, hefir æfintýra-skáldskapurinn Iifað á vörum ungra manna svo miljónum skiftir, og glatt og göfgað hjörtu þeirra. f>að sem þann veg lifir þúsundir ára, þótt annað gleymist, getur varla fánýtt ver- ið. jpað eru dýrar, hreinar perlur, runnar frá hjartarótum þjóðanna. j?að er ósvikið gullforðabúr, sem að vísu er oft erfitt að finna lykil að. Engar þjóðir munu eiga meira að tiltölu af slíkum mentunarmeðulum en vér Islendingar. — En hvernig notum vér þau? -------- Mankynssagan hefir nokkuð líkt mentunargildi og fornbókmentirnar fyrir lýðháskólaua. Lifandi frásögn um mikilmenni sögunnar veitir æskumann- inurn hugnæma og hrífandi sjón á mannlifinu. Og sagan kveður niður þá röngu skoðun, að þaðeigi eingöngu við æskuna, við hugsjóna- og drauma- lífi hennar og skáldanna, að vera hrifinn og hugfanginn. J>að sé jafn- vel skaðlegt fullorðnum. Stillingin og alvörugefnin sé hið eina, sem geti vakið traust og virðingu. Sagan sýnir nú einmitt, að margar göfugustu hetjurnar og mestu mennirnir hafa alt sitt Hf verið hrifnir, hafa bar- ist með þróttmiklu innra afli, eldleg- qdi áhnga og guðmóði fyrir hugsjón- um sínum, þar til' þær hafa komist til framkæmdai,— f>að er ekki að eins vegna einstakra sögulrægra manna, að sagan hefir mikið meutunargildi fyrir skólana. |>að er einnig sambandið milli viðburðanna í lífi mankynsins frá fyrstu tímum, sem á að veita eftirtekt. |>að vekur sjálfstæðari dómgreind ungra manna um mannlífið. Og enn vil eg taka eitt fram. Vér viljum halda grundtvigska merkinu hátt, halda því hreinu. Að hafa það í miðju tré þýðir dauða. Grundvigssinnar eru bjartsýnir menn og elska frjálslegan kristindóm, sem leiðir til atorku og lífsgleði. Lífsgleð- in eykur táp og lífsþrek. Bölsýnis- mennirnir eiga ekkert slíkt til. Tílveran er í þeirra augum öll full af óvættum, sársauka og vondum manneskjum. Grundvigsmerkiðboðar I j ó s og 1 í f, æsku og gleði. f>að er of mikið af einkennum ellinnar á æskulýð vor- um. Drauma og hugsjónalíf, þessi fögru æsku einkenni, eiga að lifa og þróast, koma fram í lífinu. Margur gráhærður öldungur á meira til af æsku en þeir, sem sálnaregistrið segir vera á æskuskeiði. f>víaðá tvítugs- aldri er margur á meðal vor orðinn svo gamall, andlega gamall, hætt- ur að hugsa um nokkurn skap- aðan hlut, sem er göfugt og nytsamt, að vel mætti ímynda sér, að þeir væri afi eða amma sjálfra sín. Gi óörarstööin. í Gróðrarstöðinni við Reykjavík hef- ir til þessa mest verið unnið að því að girða landið, ryðja burt grjóti, þurka og viðra jarðveginn. En nú eru komnar nær 3 dagsláttur 1 rækt og í viðbót eru plægðar rúmar tvær, sem takast til ræktunar næsta sum- ar. Tilraunir eru aðallega gerðar með matjurtir og fóðurjurtir, svo að hægt verði sem fyrst að komast að raun um, hvaða tegundir og afbrigði vér eigum að rækta og á hvern hátt. f>egar nokkur reynsla er fengin í því efni, verður séð um, að hér fáist fræ af þeim tegundum. í fyrra vor var sáð 12 tegundum af útlendu grasfræi og innleudu fræi af ýmsum túngrösum. í vetur sem leið kulnuðu ýmsar tegundirnar, en af nokkrum þeirra hefir sprottið þétt og góð rót, einkum íslenzka fræinu og sömuleiðis phleum pratense, poa pra- tensis og festuca duriuscula. Hafrar og bygg hafa gefið mjög góða upp- skeru sem hey til fóðurs. í sumar voru ræktuð. 15 afbrigði af fóðurrófum, 6 afbrigði af gulrófum og 8 afbrigði af matarnæpum (maírófum). Öll þessi afbrigði voru til sýnis fyrir nokkrum dögum. Mesta uppskeru, 38,800 pd. af dagsláttu, gaf whité globe green top. f>yngsta rófan vó 9 pd. (white tankard green top). Af gulrófnaafbrigðunum reyndust f>ránd- heimsgulrófurnar, einna arðsamastar og þar næst önnur tvö: champion og edina. Sjötíu kartöfluafbrigði voru reynd í sumar; af þeim hafa þessi reynst bezt: gul skozk, Boðinjarkartöflur, dukker-kartöflur og Richters imperator. Uppskerumunur á þeim er lítiil. f>ær tvær, sú fyrst nefnda og síðastnefnda, eru frá Danmörku, en hinar tvær frá Noregi. Ýmsar aðrar matjurtir voru ræktaðar; blómkál (Erfurter-dværg) var brúklegt í byrjun ágústmánaðar og núna mn þeanan tíma er rauðkál orðið gott. í Gróðrarstöðinni hafa ýmsar tré- tegundir verið gróðursettar, sem fengn- ar hafa verið frá Danmörku og Sví- þjóð; þar er líka sáð trjáfræi. Skóg- rækt verður þar ekki reynd, heldur að eins trjárækt, sem einn liður garð- yrkjunnar. Síðastliðið vor voru 7 nemendur í Gróðrarstöðinni, svo vonandi fer þekk- ing manna á garðyrkjunni að færast út. E. Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjnnkt Björn Jensson. 1902 okt. Loftvog millim. Hiti (C.) >- trr c+ <1 ct> cx p >1 æ -2L Skjmagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 11.8 747,2 6,1 E 1 9 0,2 2,2 2 748,1 8,3 E 2 8 9 750.1 7,6 SE3 1 8 Sd. 12.8 745,1 8,7 E 3 10 1,1 5,7 2 743,5 8,2 E 2 9 9 747,3 6,5 8E 1 10 Md. 13.8 749,0 6,4 E 1 5 7,9 3,9 2 749,5 8,6 E8E 1 5 9 748,8 6,8 E i 7 I>d. 14.8 747,6 7,5 E 1 7 0,3 5,2 2 747,0 8,6 E 2 7 9 747,5 1,7 E 1 2 Md. 15.8 749,9 3,3 E 1 8 0,8 2 752,5 6,9 NW 1 5 9 755,3 3,3 NNW 1 7 Fd. 16.8 758,4 0,6 E 1 1 -1,0 2 759,0 3,5 E8E 1 2 9 756,1 0,9 E8E 1 5 Fsd.17.8 750,5 3,5 ESE 1 9 -0,3 2 747,9 4,6 88E 2 10 9 748,6 4,3 88E 2 8 Síðdegismessa i dómkirkjunni á inorg- nn kl. 5. (J. H.). Handa Eyfellingum, þ. e. ekkjnm og munaðarleysingjnm eftir þá sem drnkn- uðu í fyrra vor undan Eyjafjöllum, hefir K o 1 b e i n n nokkur Á r n a s o n, sunn- lenzkur maður á Akureyri, safnað gjöfum þeim, er hér segir, 100 kr. alls, og sent nýlega ritstj. Iiafoldar, er lagt hefir féð i sparisjóð til bráðahirgða og nánari ráðstöf- nnar forstöðunefndar Eyfellingasamskotanna innan héraðs. — Kolbeinn Árnason gaf 10 kr., Jón Norðmann 5, Snorri Jónsson 2, Flóvent Jóhannsson 1, Gruðmundur Helga- son 1, N. N. 1, Einar Jónsson 1, Ingibjörg Jakohsdóttir ’/2, Benedikt Einarssou 1, Halldór Halldórsson 1, Jakob Stefánsson 1, Hvitahandið á Akureyri 10, Bergsteinn Björnsson 2, Chr. Havsteen 2, Kapt. Velde pr. s/s. »Leif« ö, Kapt. 0. Haagenvig 1, H. Larsen 2, Jakob Glesnes 1, Helgi Ey- ólfsson 2, Eggert Davíðsson 1, J. Osten 1, Metusalem Jóhannsson 2, Pétur Þorgrims- son 3, síra Greir Sæmundsson 2, sira Björn Bjarnarson 2, Jón J. Dalmann 1, Eiríkur Halldórsson 2, Eggert Einarsson 1, Helgi Hafliðason ll.2, Friðrik Clausen ’/st Jóh. Christensen verzlunarstj. ’/2, Kristján Sig- urðsson ’/2, Ingibjörg Torfadóttir 2, Hólm- fríður Árnadóttir 1, Námsmeyjar kvenna- skólans 9, Stefán Stefánsson 1, Guðmundur Bildal ’/2, sira Matth. Jochumsson 10, Egg- ert Laxdal 2, J. V. Havsten 2, Anna Tóm- asdóttir 4, Kristin Eggertsd. ’/2, IsakJóns- son 1, Jón Steingrímsson ’/2. St. Jósefs-spítaliíLandakoti er nú opnaður. Hver læknir getur komið þangað sjúklingum. Heimsóknartimi er kl. 10’/2—12 og 4—6. Ólafsdalsskólinn heldur á- íram. Bókleg kensla verður svipuð því sem verið hefir. Verkleg kensla í plægingu og öðrum jarðabótastörf- um verða aukin. Plógar, kerrur og önnur jarðyrkjuverkfæri verða smíðuð á skólanum eins og áður. Lærisvein- ar verða teknir með sömu kjörum og að undanförnu. Þeir sem vilja komast í skólann á næsta vori, geri mér viðvart um það fyrir lok febrú- armánaðar. Ólafsdal 7. okt. 1902. T. Bjarnasoii A Banðni' hestur, aljárnaður, mark: sneitt aft. h., beilrifað vinstra, /-—vel vakur, með siðutökum, tapaðist fyrir 3 vikum á Mosfellsheiði. — Ficnandi er beðinn að skila tiestinum að Bæ í Bæjarsveit eða í Reykjavík til Ás- bjarnar Óiafssonar, Þinghoitsstræti 22. Málfundafélagið. Fundur á morgun kl. 4'/2 í Báru- búð. Ymislegt á dagskrá. UppboösauglyBÍug. Mánudaginn 20. þ. m. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð haldið í Há- koti hjer í bænum og þar selt hús- gögn, íverufatnaður, sængurfatnaður o. fl. tilheyrandi dánarbúi Jóns Þórð- arsonar. Bæjarfógetinn í Rvik, 18. okt. 1902. Halldór Daníelsson. HOTEL VICTORIA Sí. SiranéstrccÓQ 20. Alkunnugt fyrir sína notalegu Café og Restaurant, og vel útbuin ódýr gestaher- bergi, nærri Kongens Nytorv, er nú komið í minar hendur og er heiðraður almenn- ingur beðinn að minnast þess góðgjarn- lega. Herbergi með og án fæðis fást I vetur fyrir mjög vægt verð. Bezti matur, fyrirtaks-vín, kurteist viðmót. B. Sch0ning\ áður portier i Hotel National og Grand Hotel Nilsson. „ALDAN“ Fnndur næstkomandi miðvikudag á vana‘ legum stað og stundu. Allir félagsmenn beðnir að mæta. S t j ó r n i n. 2 brúnir hestar og blágrá hryssa (öll aljárnuð) bafa tapast út úr húsi við Lauga- veg nóttina milli 16. og 17. þ. m. Hver sem hitta kynni þessi hross, er vinsamlega beðinn að koma þeim annaðhvort til Árna rakara Nikulássonar í Reykjavík, eða til Guðna Þorbergssonar á Kolviðarhól. Sá sem nóttina milli 10. og 11. þ. m. tók reiðjakkann minn í salnum i Hjálp- ræðiskastalanum, er vinsamlega beðinn að skila mér honum aftur. H. Chr. Bojsen. Rauður hestur, litill, vakur, 6 vetra, mark: sýlt h. og andfjaðrað, tapaðist frá Esjuhergi, um miðjan sept- ember. Sá er hitta kynni hest þennan, geri svo vel að koma honum til undirrit- aðs eða að Yestri-Geldingalæk á Rangár- völlum. Guðjón Sigurðsson úrsmiður. Búnaðarfélag íslands. Annað mjaltakensluskeið fer fram í Reykjavík frá ý.—9. nóveinber. Kenslan ókeypis. Þeir, sem vilja læra þessa nýju mjalta-aðferð, sæki um það til Sig. Þórólfssonar kennara, Vesturgötu 18. Grásleppa Riklingur Harðfiskur (undan jökli) Saltfiskur nr. 2. Steinbítur Upsi Gelgjur og kinnar Isl. smjör o. fl. fæst í verzlun Leiýs Þorleiýssonar 5 Laugaveg 5.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.