Ísafold - 08.11.1902, Qupperneq 2
282
Bar til þess margt.
Fyrst og fremst var sjálfsagt, að
byrjað væri á vegalagning út frá höf-
uðstaðnum.
þá var þrjár leiðir eða jafnvel fjór-
ar um að velja: suður með sjó um
Hafnarfjörð og Vatnsleysuströnd til
Keflavíkur, e ð a um Mosfellssveit og
Kjós fyrir Hvalfjörð til Borgarfjarðar,
e ð a loks austur yfir Hellisheiði eða
Mosfellsheiði.
J>aó gat ekki komið til mála, að
leggja fyrst veginn til Keflavíkur.
f>ar hagar bezt til fyrir samgöngur á
sjó, og landbúnaður lítill, enda dýrt
að leggja veg þá leið. Leiðin íyrir
Hvalfjörð til Borgarfjarðar er æði-
fjöllótt, og mundi bæði örðugt og
dýrt að leggja þar akveg, enda dettur
engum í hug annað en að flytja alla
vöruflutninga sjóveg milli Reykjavíkur
og Borgarfjarðar.
f>á voru eftir leiðirnar austur yfir
Fjall, og var eðlilegast að velja aðra
hvora þeirra. f>ar eru samgöngur ó-
kleifar á sjó; þar er stærsta undirlend-
ið á landinu; þar er því þéttbygðast,
á stóru svæði, héruðín eru vænleg til
stórkostlegra framfara í búnaði, og vega-
gerðin hlaut að vera ódýrari þar að
tiltölu en víða annarsstaðar, úr því
austur á undirlendið kom. Sá hæng-
ur var að sönnu á, að brúa þurfti
f>jórsá og Olfusá á þessu svæði, og
hlaut að fara til þess allmikið fé. En
brúargjörð á þær hlaut líka að sitja í
fyrirrúmi fyrir öðrum brúm, með því
að umferð er miklu mairi yfir þær en
nokkra aðra stórá landsins.
Fyrst var svo til ætlast, að tvær
flutningabrautir yrðu lagðar austur:
önnur yfir Hellisheiði, austur í Flóa,
og er hún nú fullgjör; en hin yfir Mos-
fellsheiði til fúngvalla og Geysis. Var
hún meðal annars lögð vegna útlendra
ferðamanna. Bn þá er hún var kom-
in til þingvalla, varð að hætta fyrst
um sinn, því bæði hefði reynst ærið
kostnaðarsamt að leggja akveg yfir
f>ingvallahraun, og þar að auki stoð-
aði ekki annað en fara að snúa sér
að öðrum héruðum landsins, svo sem
Mýrura, Húnavatnssýslu, Eyjafirði og
Fljótdalshéraði.
Akbrautin eftir Fagradal, upp frá
Reyðarfirði til Fljótsdalshéraðs, er án
efa ein mikilverðasta samgöngubótin,
sem verður að snúa sér að á næsta
áratug.
Fljótdalshérað er svo blómleg sveit,
að ekki stoðar annað en að gera þaðan
þolanlegan veg að nýtilegri höf n; og úr
því ekki er hugsandi, að höfn sú geti
verið við Héraðsflóa, þótt búið sé að
löggilda þar tvær hafnir að nafninu
til, þá verður vegurinn úr Héraðinu
að liggja í gegnum strandfjöllin nið-
ur í Firðina.
Seyðfirðingar vilja, svo sem eðlilegt
er, láta leggja veg þennau yfir Fjarð-
arbeiði til Seyðisfjarðar, með því að
þeir óttast, að háskalega dragi úr
vexti Seyðisfjarðar, ef vegurinn úr
Héraðinu er lagður til Reyðarfjarðar.
En líklegt er, að þeir standi þar ein-
ir uppi, því þótt ekki sé beint ókleift
að leggja veg um Stafi og Fjarðar-
heiði, og þótt leið sú sé öllu styttri
en um Fagradal, þá yrði vegurinn að
liggja afarhátt (1800—1900 fet), brekk-
an því afarmikil beggja vegna, og
mundi því vegagerðin gleypa ógrynni
fjár, ætti vegurinn að vera traustur.
En svo kemur það, sem verst er: að
snjór liggur afarlengi á heiðinni fram
eftir sumrinu, og dæmi eru til, að orð-
íð hefir að fara þar yfir snjóbrýr í
miðjum ágústmánuði, , og snjór þá al-
veg nýrunninn af löngum kafla. Nota-
gildi akvegar á þessu svæði yrði því
nokkuð rýrt, ef vegurinn yrði undir
snjó um 10—11 mánuði ársins, en
slíkt hlýtur að vera þungt á metum.
Hins vegar er Fagridalur miklu
lægri fjallvegur (700—800 fet), og segja
svo kunnugir, að ekki séu nein veru-
leg tormerki á vegarlagning eftir hon-
um,ogaðsnjór sé þarleystur í míðjum
maímánuði að jafnaði.
Hóraðsbúar eru og sagðir eindregið
á því, að akbrautin sé lögð eftir
Fagradal. Segja þeir, svo sem rétt er,
að það séu þeir, sem mest eigi að
nota brautina, og eigi því að fara
fremur eftir því, sem þeir vilja í þessu
efni, en Fjarðabúar, og geti sér ekki
venð annað áhugamál en það, að ak-
brautin sé lögð þar, sem hún kemur
að beztum notum.
Flutningur á efniviðnum til Lagar-
fljótsbrúarinnar bendir og á hið sama,
því hann var allur fluttur frá Reyðar-
firði um Fagradal.
Sumir eru þeir, er amast við, að
jafnmiklu fé sé varið til vegagerðar og
nú er gert, einkum akbrautanna.
f>ær verði ekki notaðar til vagnferða,
því bændur þurfi eftir sem áóur að
hafa hesta til heyflutnings, og geri því
ekki annað betra við þá en að nota
þá til áburðar í kaupstaðarferðum,
enda sýni reynslan, að ekki sé enn
farið að nota vagna á akbrautum þeim,
sem fullgerðar eru.
f>að er og hefir jafnan verið siður
þeirra manna, sem hafa viljað halda
öllu í sama horfinu, að bera fyrir sig
reynsluna, löngu áður en auðið er að
kveðja hana til vitnis, í þeírri von, að
geta blindað augu athugalítilla manna
og talið þeim trú um, að hvert nývirki
sé gagnslaust, ef það ber ekki jafn-
harðan hundraðfaldan ávöxt.
Ekki er nema eðlilegt, að vagnferðir
séu ekki enn almennar eftir akbraut-
unum. Bændur þekkja lítt slíkt sam-
göngufæri, og vagnar eru ekki smíðað-
ir hér á landi, heldur verður að útvega
þá frá útlöndum, og fáir þeir fram-
kvæmdarraenn í héruðum, er gangist
fyrir slíku, en félagsandi auk þess ekki
svo ríkur sem skyldi, svo að nokkrir
menn útvegi sér vagna í samlögum.
Auk þess er klyfjaflutningurinn svo
rótgróinn þjóðinni af margra alda tízku,
að eðlilegt er, þótt það taki töluverð-
an tíma, að vagnflutningar verði al-
mennir, jafnvel þótt akbrautirnarséutil.
f>að er og athugavert, að akbraut-
irnar geta ekki komið að fullum not-
um fyr en sýsluvegir og hreppavegir
eru líka orðnir akfærir og komnir í
samband við þær; þá verður kostandi
til þess fyrir bændur, að gera akfær-
an veg frá heimili sínu á hreppaveg-
ina, og þá fyrst geta akbrautirnar orð-
ið að notum. f>á má búast við þvíi
að ymsir taki að reyna að gera veg
út á engjarnar og hafa vagna til hey-
flutnings.
En þótt klyfjaflutningnum sé enn
haldið áfram um nokkurn tíma, er ó-
hætt að telja æðimikinn hagnað í
vegabótunum þar, sem þær eru komn-
ar á. f>að er enginn efi á því, að
vöruflutningar taka fyrir það miklu
skemmri tíma en ella, og það hlýtur að
verða fjársparnaður fyrir þjóðfélagið,
svo framarlega sem tíminn er pen-
ingar.
Maður druknaði
á Seyðisfirði 27. f. m., með þeim
hætti, að honum varðgengið í myrkri
fram af götunni við Fjarðarárósinn.
Líkið fanst þar í lóninu morguninn
eftir. Hann hafði komið út af veit-
ingahúsinu, ekki algáður að sögn. Var
þó ekki drykkjumaður kallaður. Hann
hét Einar Björn og var Akureyrar-
arpóstur frá Seyðigfirði; föðurnafnsins
ekki getið.
Ríkisráös-uppvakningurinn.
Eina sál hefir hr. Einar Benedikts-
son veitt til fylgis við sig útíleiðang-
urinn um ríkisráðs-uppvakninginn: að
ónýta stjórnarbótina frá í sumar með
nýrri baráttu, hver veit hve margra
ára árangurslausri baráttu um að fá kipt
burt úr hinni nýsamþyktu stjórnarskrá
orðinu: »í ríkisráðinu* eða fyrirmælum
hennar um, að íslandsráð.herrann skuli
»bera upp fyrir konung í ríkisráðinu lög
og mikilvægar stjórnarráðstafanir*.
f>að er meistari Eiríkur í Cambridge.
Hr. Einar Benediktsson hefir talað
við hann á Englandsferðum sínum í
sumar og haust, og ávöxturinn er smá;
bæklingur einn frá meistaranum, er
rigndi niður hér eins og úr skýjunum
fyrir fám dögum, ekki nærri neinni
millilandaferð. Hann heitir í r í k i s-
r á ð i n u, er prentaður í Cambridge
og dagsettu, 19. sept.
f>að er sama tóbakið og bæklingur
hr. E. B. frá í sumar, benedizkan
endurtekin um ríkisráðssetuna og
landsréttinda-uppgjöf þá, er henni á
að vera samfara. Engin ný hugsun
eða röksemd. Alt gamalt dót, marg-
hrakið og sundurtætt. En nóg af
stóryrðum og sleggjudómum, er sumir
bera vott um ótrúlegt þekkingarleysi
höf. á því, sem hann er að rita um.
Hann talar sumstaðar alveg eins og
úti á þekju.
Hann ætti því ekki að geta vilt
neinum heilskygnum manni sjónir né
áorkað miklu til að vekja upp draug
þann, er kveðinn var loks niður á þingi
í sumar af báðum flokkum í góðri
samvinnu um það atriði. J>að er vor-
kunnarlaust hverjum meðalgreindum
manni, er það mál hefir kynt sér nokk-
urn skapaðan hlut, að láta ekki glæp-
ast á þessu himnabrófi Cambridge-
meistaran8.
Hólar hætt komnir.
Strandb. Hólar (Ost-Jakobsen) kom
loks miðvikudagskveldið 5. þ. m. með
á 3. hundrað farþega, mest sunnlenzkt
kaupafólk af Austfjörðum.
Báturinn var ákaflega hætt
kominn kveldið fyrir, í ofsarokinu þá,
með allan þennan mikla mannfjölda.
Hann kom kveldið þar á undan,
mánudagskveldið, í myrkri til Vest-
manneyja í góðu veðri, en svo seint,
að ekki var hægt að koma farþegum
eða flutningi á Iand þá. Síðan hvesti
um nóttina, en slotaði þó aftur það,
um miðjan dag á þriðjudaginn, að
bærilega tókst að losa sig við það fólk
og flutning, er til Vestmanneyja átti
að fara. En er aftur tók að herða
veðrið og útlit allískyggilegt, flutti
báturinn sig með ráði hafnsögumanns
vestur fyrir eyjarnar, þar sem var
meira skjól, og lagðist þar á vík við
tvö akkeri. En klukkan 8 um kveld-
ið voru komin þau aftök, að akkeris-
strengirnir hrukku báðir sundur. f>ó
var sjólítið þar sem skipið lá. Kynt
hafði verið undir vélinni alla tíð, en
þó hélzt báturinn ekki við. Nú var
komið svarta myrkur, en drangar úti
fyrir og sker undan áttinni. f>eir sem
því voru kunnugir á skipinu og vissu
að gufuaflið réð ekkert við veðrið,
munu hafa talið sér d&uðann miklu
vísari en hítt. En fyrir staka guðs
mildi bar skipið fram hjá öllum
skerjum og dröngum út á rúmsjó. Var
þá hætt að kynda, en látið reka á reið-
anum undan áttinni, með því að veðr-
'ið var svo, að ekkert var við ráðið
hvort sem var. Og er birti á miðviku-
dagsmorguninn var skipið komið vest-
ur undir Reykjanes. f>á tók veðrinu
að slota.
Auk þess hafði og báturinn rekið
sig á sker lítils háttar á Breiðdalsvík
á vanaleið þar, en var hlaðinn með
mesta móti og nam því niðri.
f>að tafði nokkuð fyrir bátnum, að
hann fór vestur á Blöuduós frá Akur-
eyri, að sækja kjöt o. fl. f>ar voru
og þau Ceres og Skálholt stödd um
leið, dagana 17. og 18. f. m.
Breyting á bæjargjöldum
f>að er allmikið nýmæli, sem hreyft
hefir verið hér á síðasta bæjarstjórn-
arfundi, af lektor f>órh. Bjarnarsyni,
sbr. bréf hans hér síðar í blaðinu.
J>að er ekki nema eðlilegt, að hreyft
sé við skattalöggjöf 25 ára gamalli í
bæ, sem breyzt hefir jafnmikið og
Reykjavík á þeim tíma.
f>að sem þá mátti heita allgóður
jöfnuður, er nú orðinn fullur ójöfn-
uður.
Hér er það tvent um að tefla, a ð
fá réttlátan mælikvarða, og um leið
a ð fá hagfeldari gjaldstofn til að full-
nægja sívaxandi þörfum bæjarins held-
ur en hina miklu hækkun aukaút-
svaranna ár frá ári.
Húseigendur bæjarins munu í fljótu
bragði líta svo á, að með þessu sé
sérstaklega verið að íþyngja þeim.
En allir þeir, sem leigja meira eða
minna af húsum sínum, fá það að
miklu bætt aftur; því að óumflýjanleg
afleiðing af þessari breytingu verður
hækkun á húsaleigunni.
f>eir bæjarbúar hins vegar, sem búa
einir að húsum sínum, verða að greiða
gjaldið að fullu sjálfir; en þeir hinir
sömu munu og að öllum jafnaði hafa
rífleg útsvör og fá þá óbeinan létti í
gjöldum, er þau minka að sama skapi.
Hækkun gjaldsins á óbygðu lóðunum
kemur og aðeinsþungt niður á þeim,
sem eiga að mun byggingarlóðir í
miðjum bænum, og er það ekki nema
gott aðhald til þess að fá reist hús á
þeim. f>að er stórmikill og óþarfur
aukakostnaður, hvað bærinn þenst út
um holt og hæðir.
Úthverfalóðir, sem eru í yrkingu,
verða engu harðara úti en nú.
Breytingin kemst mjög þægilega
á, ef byrjað er með lágmarki hundi-
aðsgjaldsíns, og verður að treysta
bæjarstjórninni til þess, enda geta
bæjarbúar veitt henni aðhald um það.
Mætti una við það, að byrja með 2—3
af þúsundi á virðingarverði húsanna
og 10—15 af verði lóðanna. Sá tekju-
auki fyrir bæjarsjóð mundi hrökkva
töluvert til vaxandi þarfa og létta á
útsvarinu.
Haldist það áfram, sem allt útlit
er fyrir, að hér byggist fyrir 3—400,000
kr. á ári, helzt það einmitt svo eðli-
lega vel í hendur, að bæjarsjóður fær
ríflegan tekjuauka upp úr því, sem
bakar honum sívaxandi kostnað, en
það er stækkun bæjarins.
Auðvitað er það, að nokkur tekju-
auki græðist bænum fyrir útsvör inn-
flytjenda, en fráleitt móts við kostn-
aðinn. Ekkí þarf annað en benda á,
að barnaskólahúsið er þegar orðið
ónógt, þó að það væri talið reist við
þarfir bæjarins um næstu 10—20 ár,
Komist þannig vaxin skattgreiðsla
á, er eigi að efa, að hún muni vel
reynast hér sem annarsstaðar, og ekki
er það ástæðulaust, er menn í öðrum
löndum breyta flatarmálsgjaldi í virð-
ingargjald. Almenningurmundi greiða
meira af gjöldum sínum án >þess að
vita af því eða finna til þess, og í
það er ekki lítið varið,
f>egar íslendingar koma vestur1 um
haf, bregður þeim við að vera útsvars-
lausir, en athuga það ekki, að útsvar-
ið er greítt þar í og með húsaleigunni.
Eins mundi fara hér, að langtum eðli-