Ísafold - 29.11.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.11.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/^ doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík laugardaginn 29. nóvember 1902. 74. blað. Bidjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrnstu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Málfundafélagið ••Minamniiiiiimtiiiiiniiimtaiiiiaiiiiaimaimtimiiiuamicmiaii Aukafundur á morgun kl. 4’/2; meðal ann- ars segir Þorsteinn Erlingsson eitthvn.ð til skemtunar. Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. í hverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn op'ð mvd. og Id. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landalcotskirkja. Gruðsþjóuusta kl. 2 *og kl. tí á hverjum helgum degi. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14 b !■ og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Eriend tíðindi. |>að þykir helzt tíðindum sæta úr enska heiminum, að Játvarður kon- xmgur hefir sent Chamberlain ný- lenduráðherra suður í Suðurafríku til þess að kynua sór ástandið þar eftir ófriðinnog allan hag þarlendra þegna konungs. Hann átti að leggja af etað um lok mánaðarins og gerir ráð fyrir að koma aftur í öndverðum marz- mánuði. |>ar er margt að laga og úr vöndu að ráða um ýmislegt, sem betra er fyrir stjórnina ensku að sjá og kynnast sjálf en að eiga að nota til þess annarra augu og eyru. Eorsætisráðherranum nýja, Balfour, þótti mætavel segjast í borgarstjóra- veizlunni í Lundúnum 9. þ. m., en það er garaall siður enskur, að stjórn- in láti þá uppi það, sem henni býr í brjóati og almenningi er ætlað að vita, utanlands og iunan. Hann gerði sér meðal annars mikið far um að tala sem allra-hlýlegast í garð þeirra þjóða, sem Bretar eiga að venjast af litlum vinarhótnm, svo sem einkum þjóðverja. það mæltist vel fynr. Keisarinn, Vil- hjálmurll.,var og staddur á Englandi í þann mund i afmælisheimboði hjá Játvarði konungi móðurbróður sínum. Balfour mintist og í ræðu sinni á för Chambeilains og bar á hann mikið lof. Kvað hann ferð hans mundu verða upphaf nýrrar stjórntízku í Bretaveldi: að ráðherrar skryppu við og við umsjónarferð í útlendur ríkis- ins, en það mundi verða til að bæta og treysta sambúðina við heimaríkið. Banatilræði var veitt 15. þ. m. Le- opold Belgíukonungi: skotið á hann 3 marghleypuskotum, þar sem hann ók frá kirkju með föruneyti sínu. f>að gerði ítalskur óstjórnarliði, er heitir Bubino. Engan sakaði neitt; brotn- uðu að eins rúður í einum vagninum. Frá Sviþjóð er að frétta hallæri í norðurbygðum landsms, Norrland, vegna uppskerubrests eða uppskeru- leysis sakir óvenjulegra kulda í sum- ar. Vetur lagðist og snemma að, um miðjan september, með frosti og snjó- um. Danir ræða nú á þingi af kappi dómskipunarréttarbótina miklu. Vest- urheimseyjasölunni virðast þeir nú vera alveg afhuga orðnir, og t a 1 a mikið um að verja ærnu fé til við- ireisnar eyjunum, hvað sem úr fram- ikvæmdunum verður. Snemma í þessum mánuði var í Kaupmannahöfn framið eitt hið hrylli- legasta morð, sem dæmi eru til: mað- ur myrti móður sína til fjár með þeim hætti, að hann réðst aftan að henni og skar nær alveg af henni höfuðið. Haun heitir Arthur Jörgensen, piltur um tvítugt, málari. Líkið fól hann að sinni, en kom því síðan niður í sjó og fan8t það þar von bráðara. Hann átti heima hjá móður sinni, er var allvel efnuð ekkja og var honum góð, þótt óknyttasamur væri, þar á meðal þjófgefinn; hafði verið 8 mán- uði í betrunarhúsi fyrir þjófnað. Sama kvöldið sem hann framdi hið hræði- lega illvirki og að því afloknu hafði hann í heimboði hjá sér unnustu sína og föður hennar, og var þar glatt á hjalla. Leikarinn Edvard Jensen, sem hing- að kom fyrir nokkrum árum tvö sum- ur og lék hér ásamt konu sinni, fyr- irfór sér í Khöfn í haust. Hann rak þar nú verzlun. Hann var eitt skeið leikhússtjóri í Óðinvé. Kosniiigalögumim banað. f>á er nú séð fyrir forlögum kosn- ingalaganna frá þinginu í sumar — um heimullegar ltosningar o. s. frv. þeirn hefir verið synjað konungs- staðfestingar 6. þ. m., vegna 50 kr. kjörfylgis-veðsins og nokkurra annarra galla, sem til eru tíndir í tillögum ráð- gjafans; og ráðgerir hann að koma með nýtt frumvarp umbætt fyrir næsta þing. |>ar með er fullséð, að bfða verðum vér enn um mörg ár, 6 eða 7, eftir hlunnindum þeim og hagræði, er rétt- arbót þessi hefir í sér fólgin. Kosningarnar í vor fara fram með sama hætti og áður, og þá sjálfsagt með viðlíka óskaplegum æsÍDgi og ó- friði, eins og síðast, með kúgunartil- raunum við lítilsiglda kjósendur af hálfu miður hlutvandra ofstopa og þeirra skósveina, sjónhverfingum og blekkingum til að fá kjósendur til þess að neyta svo atkvæðisréttar síns, sem valdafíknum yfirgangsmönnum hlýðir bezt, en landi og lýð gegnir ef til vill verst. Og enn verða samvizkusamir kjós- endur að eyða ef til vill mörgum dög- um og samsvarandi fyrirhöfn til þess, að neyta kosningaréttar síns, í stað þess að þurfa ekki annað en að bregða sér á þingstaðinn innan hrepps, svo sem frumvarpið ætlaðist til. Aðrir, sem langt eiga á kjörstað, halda sig heima og leggja alt á vald þeirra, er næstir sitja kjörstaðnum eða þangað er smal- að af misjafnlega vönduðum æsinga- mönnum. Enginn rengir það, að þessi úrslit muni vera sæmilega íhuguð og af fullri sannfæringu gerð af ráðgjafa vorum. En hitt mun fáum dyljast, hve ó- Bkemtilegan keim þau bera fornrar tízku hinnar frægu íslenzku stjórnar- deildar í Kaupmannahöfn: að leiða sem mest hjá sér alla aðstoð við lög- gjafarþingið með almennilegum undir- búningi mála handa því, sem hún hefir nógan tíma til og betri tök áen það, en leita sér síðan frama og for- dyldar í smásmuglegum aðfiDslum að gerðum þingsins eftir á og ónýting þeirra hrönnum saman. Fullkunnugt var henni fyrirfram um þetta nýmæli, hvert áhugamál það var orðið þingi og þjóð. Hún hafði fyrir sér meðferð þingsins á því 1901. Mundi þá ekki hver sæmilega ötul stjórn, áhugasöm og samvinnufús við löggjafarþmg sitt hafa tekið sig til og búið málið sjálf undir næsta þing, lag- að vansmíði þau, er hún kemur nú fyrst með að séu á frumvarpinu, og lagt fyrir fulltrúa sinn að leiðbeina þinginu til þess að gera frumvarpið svo úr garði, að það gæti átt vísa staðfesting? Alt þetta legst hún undir höfuð. Túnræktin. Eftir Sigurð ráílunaut Sigurðsson. I. í kverinu okkar eldri mannanna stsndur þessi spurning : »Hvað er það, sem oss mönnunum ríður mest á af öllu?« Spurningunni er þar svarað, og það svar þekkjum vér öll. Mér dettur nú í hug að spyrja : Hvað er það, sem oss landsbúum hér ríður mest á af öllu til viðrétt- ingar efnahag vorum ? Svarið er: að rækta landið, auka sem mest afurðir þess og þar með velmegun landsmanna. Ræktun landsins er undirstaða allra annarra framfara í búnaði. Hún er uppspretta og undirrót framleiðslunn- ar, eins hér sem annarsstaðar. f>etta ætti öllum að vera ljóst, enda er það fyrir löngu viðurkendur sann- leiki. |>að er því engin furða, þótt um þetta mál sé ritað og rætt, enda hef- ir mörg góð hugvekjan samin verið um ræktun landsins, bæði fyr og síðar. Bændur hafa verið hvattir til jarðræktar og garðyrkju bæði í orði og verki. Styrkurinn til búnaðarfé- laga er aðallega veittur til grasrækt- ar eða jarðyrkju. Og hvað sem ann- ars segja má um notkun þess styrks, þá dylst engum, að hann hefir gert stórmikið gagn. Ritgerð Björns Jenssonar kennara í ísafold (tbl. 64—65), »Undirstaða land- búnaðarframfara«, er ný hvatning um að rækta betur landið. Ritgerðin hefir vakið allmikla eftirtekt, og á það skilið, þótt ýmislegt sé við hana að athuga að raínum dómi. Aðalatriðið í þeirri grein, þunga- miðjan í kenningu höf. er þetta, a ð rækta b e t u r það land sem ræktað er, gera það að sáðlandi og taka upp sáðskifti. það sem einkura sætti andmælum á Búnaðarfélagsfundinum 8. þ.m. var, a ð túnaslétturnar væru gagnslitlar jarða- bætur, a ð byrja ætti á því að plægja upp túnin, og að gera smámsaman alt ræktað land að sáðlandi eða taka upp sáðskifti. Hinu virtuBt flestir vera samdóma, að ómissandi sé, a ð uota plóg meir en gert er, að friða það land, sem á að rækta, a ð ræsa eða þurka jörð- ina, a ð undirbúa hana vel, láta hana liggja opna lengur en nú tíðkast, og a ð hirða vel áburðinn. Um grasfræssáningu voru skoðan- irnar skiftar, einkum með útlendu fræi. Einn þeirra, er töluðu (Jón Jóna- tansson), mælti eindregið með fræsán- ingu, og virtist í sinni aðaltölu styðja mjög kenningu hr. B. J. um sán- ingu og sáðskifti. Hann tók það fram meðal annars, að einn ókostur rækt- unaraðferðar þeirrar, er nú tíðkast, sé sá, að grasvöxturinn verði eigi varanlegur nema með því meiri á- burði (ísafold 72. tbl.) Um þetta atriði má deila fram og aftur, og þó að færa megi sáðskiftunf margt til málsbóta, þá er hitt víst, að þær hafc, sína stóru annmarka. fað er að minsta kosti margt, sem mælir móti þeim hér, eins og tekið var fram á fundinum. Jarðrækt vor á að stefna að því, að framleiða g r a s, viðunandi gras. |>að verður hin kostn- aðarminsta og langvissasta ræktunar- aðferð, eftir því, sem hér hagar til. II. Eg tók það fram á fundinum, að varasamt mundi að hverfa frá þeirri aðferð, sem nú tíðkast. við ræktaða jörð eða tún: að rista ofan af og tyrfa á eftir, meðan reynslan um grasfræs sáningu er jafnlítil og óábyggileg, sam enn er hún í raun og veru. Fyrir þessari skoðun minni kom eg með ástæður, sem eigi var mótmælt. Eg leit svo á og lít svo á enn, að umræðurnar á fundinum hafi átt að leiða það í ljós, hvaða breytingar á jarðræktunaraðferðinni væri æskilegar og hyggilegar til framkvæmda, eins og nú stæði. Um annað gat heldur naumast ver- ið að ræða; og þó ýmsir ræðumenn færu út fyrir þetta svið, þá var frem- ur lítið á því að græða; margt af því sem sagt var, að eins bygt í lausu lofti. |>að er að mínu áliti jafnan miður hyggilegt, að ráða bændum til breyt- ingar, meðan aila reynslu vantar um það, hvort breytingin sé æskileg eða ekki. Og svo er um fræsáninguna. Meðan hún er að kalla má bæði ó- þekt hér og lítið reynd, þá er vara-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.