Ísafold - 03.12.1902, Side 2
298
skipalægið undan Geirseyri, og annar
alla leið inn í fjarðarbotn; síðan dag-
inn eftir iít naeð landinu sunnan meg-
inn fjarðarins.
Engir höfðu tal af þessum berrum,
og engin tilraun var gerð að fara út
til þeirra.
Ekkert fóru þessir ránseggir huldu
höfði; því róðramenn gátu lesið á þeim
bæði nöfn og númer.
Hlaðfiski var í firðinnm áður en þeir
komu. En eftir þessa veru þeirra þar
var allur fiskur að kalla horfinn, nema
ef einstöku bátur hitti í smáhnappa.
Svo var fiskurinn á flugi undan þess-
um varga-aðgangi, að bann sást bæði
lifandi og dauður ofan sjávar.
Afleiðingar af þessari aðferð á litlum
firði eru auðsæjar, ef því heldur áfram;
bjargræðisvegur fjarðarbúa alveg frá;
því báta-útvegur er þeirra bezta at-
vinna.
Staddur i Eeykjavík, 1. des. 1902.
E. Grímsson.
Bj örasons-afmælið.
Neðanskráð ávarp, er Jón Ólafsson
hefir samið, verður sent héðan skraut-
ritað nú með póstskipinu, með miklum
fjölda nafna undir:
Mikli meistari!
Á sjötíu-ára afmœli yðar finn-
um vér, œttbrœður yðar í úthafi norð-
ur, hvöt til að flytja yður þakklœti
vort og árnaðaróskir
Meir en 40 ár eru nú liðin siðan er
nafn yðar varð fyrst kunnuyt almenn-
ingi hér á •landi. Nú er varla það
mannsbarn á landinu, sem ekki elski
það og virði.
En auk þess sem þýtt er á vort mál
af ritum yðar hefir hver og einn ment-
aður íslendingur fylgst með öllu, sem
þér hafið ritað.
Skáldrit yðar i bundnu máli og ó-
bundnu eiga hér á landi óefað fleiri
vini en nokkurs annars skálds, er á út-
lenda tungu hefir ritað.
Barátta yðar fyrir sannleik og rétt-
visi í heiminum fyr og síðar hefir
jafnan snortið viðkvœman streng i
hjörtum vorum.
Oss hefir og aldrei gleymst, hve gott
þér hafið lagt til mála vorra, meðan
stjórnarbarátta vor stóð sem harðast.
Hið forna œttland forfeðra vorra er
orðíð oss enn kærrari fyrir það að
þér erutf sonur þess.
Þökk fyrir skáldskap yðar'. Þökk
fyrir Uf yðar og starf !
Guð styrki starfsþrek yðar og blessi
ellidaga yðar.
Eftirfarandi kveðju í ljóðum hefir
f>orsteinn skáld Erlingsson samið, er
og verður skrautritað og send með
sömu ferð:
Þín hirð þekkist, Norðmaður, hvar sem
/ þú fer,
þar herja svo margir og snjallir;
þeir ganga nú fœrri með gildari her,
og gullhjálminn þekkjum vér allir.
Vér kendum þér sönginn um sigur áStorð;
þú sér að vér kunnum að geyma.
I sjálfum oss finnum vér aflþitt og orð,
og ísland er seint til að gleyma.
Þú komst hér svo fríður og kvaddir svo
snjalt;
vér kendum þig, sönginn og stálið;
oss fanst sem vér vcerum í œtt við það
alt
og eldgamla, norrcena málið.
Þar fylgdi þér sannleikans fræk-
leiki og traust,
oss fanst, að hann kœmi þar sjálfur,
þvi hann getur einsamall haft þessa raust,
sem heyrist mn gjörvallar álfur.
Já, víst liufa brotist hér vestur um sjá
þeir voldugu, glampandi hljómar.
Og kcerst vœri’, að Norðurlönd cettuþað ce,
sem öflugast, brennir og Ijómar.
Vér orkum svo litið að stœkka þau stig,
sem stórmennið öldunum ryður;
en heyrðum vér Brandes og heyrðum
vér þig
og herópið: »Sannleiki’ og friðun.
Og þú verður œ með þeim fremstu í för,
sem finna sér aflið í höndum
og táta’ eklci stöðvast hinn leiftrandi hjör
unz Loki er höggvinn úr böndum.
Sú orrustu-nótt verður háreyst og hörð;
en hverninn er líka si dagur!
Úr œginum risin hin iðgræna jörð,
en óbyyður himinn og fagur.
Þorst. Erlingsson.
.,Að spreiigja flokldim“.
Miður vel virðast þær ætla að ræt-
ast, vonirnar um fríð og eming í
landinu eftir að búið var að afgreiða
stjórnarskrármálið frá síðasta þingi.
Enn er verið að ala á gamla ófriðinum,
vekja upp deilur ,um ómerk smáatriði
frá liðna tímanum og viðhalda tor-
trygninni.
Samkomulagstilraunir allar eru ekki
að eins að vettugi virtar af sumum
landsmálaleiðtogum vorum, heldur er
þjóðinni talin trú um, að þær séu til
þess eins gerðar, að efla vald Eram-
sóknarflokksins, eD sprengja hinn
flokkinn, — þær séu ekki annað
en tál til að gera þjóðina valtýska og
fyrirfara allri sannri «heirnastjórn«.
f>að er t. d. enn reynt að telja al-
menningi trú um, að ávarp Framsókn-
arflokksins sé sérstök stefnuskrá þess
flokks, er öðrum sé frástíað en minni
hlutanum á aukaþinginu í sumar. Og
þó hefir hinn flokkurinn gert sér að
góðu að »lána« hjá Framsóknarflokkn-
um ýms atriði úr þessari stefnuskrá.
Hann hefir ekki treyst sér til að koma
þar með neitt betra eða þá þótt vænlegra
til kjósendafylgis að þræða hans stefnu
í ýmsum helztu landsmálum. Eftir
því ætti h a n n að vera 1 í k a að
hugsa um að gera þjóðina valtýska og
ónýta alla »heimastjórn«.
f>að mun þó fáum þykja líkindalegt
um flokk, sem kent hefir sig og kenn-
ir enn við »heimastjórn«.
Hins vegar er það skýrum orðum
fram tekið í ávarpi Eramsóknarflokks-
ins, að »það mál, sem að undanförnu
hefir skift þjóðinni í tvo andvíga flokka,
geti ekki framar með neinu móti ver-
ið grundvöllur fyrir flokkaskipun í
Iandinu*.
Betur er ekki hægt að gera mönn-
um skiljanlegt, að flokkurinn ætli að
gleyma þvf, sem liðið er, en snúa sér
að nýjum störfum.
Og í baráttuna, sem nú er fyrir
höndum, baráttuna fyrir »verklegum
framförum til sameiginlegrar farsældar
fyrir land og lýð«, eru allir boðnir vel-
komnir, hvorum megin sem þeir hafa
áður staðið.
Hver sem játast undir þessa stefnu-
skrá, getur haldið sínni fyrri sannfær-
ingu um það, sem á undan er gengið.
f>yí það er varast í ávarpinu að kveða
upp nokkurn dóm um flokkaskifting-
una, sem verið hefir.
Hvers vegna er þá verið að hamast
gegn stefnuskrá Framsóknarflokksins?
Ekki af því, að á nokkurri mót-
spyrnu bryddi gegn nokkuru atriði, sem
í henni stendur.
Ekki af því, að andstæðingar þess
flokks treysti sér til að benda þar á
nokkurt atriði, er orðið geti þjóðinni
á nokkurn hátt til tjóns eða vansa.
f>að er þvert á móti.
Yfirleitt eru menn á eitt sáttir um
efni hennar.
Afturhaldsfylkingararmur hins flokks-
ins hefir að eins meðal annars fengið
skotið inn til varúðar hæfilegum fyr-
irvara — hæfilegum frá h a n s sjón-
armiði — t. d., að hann muni verða
með því og því »á sfnum tíma«, til
þess að ekki sé hægt hönd á honum
að festa, ef honum kvnni að þykja nokk-
uð lengi þessi »sinn tími« ekki kominn.
Og þó er sífelt verið að ónotast út úr
stefnuskránni. Hún er kölluð hinum og
þessum óvirðingarnöfnum og þjóðin al-
varlega vöruð við að fallast á hana.
Hvað er þá að?
f>að, að það var minni hlutinn á
þinginu í sumar, sem varð til að semja
umrædda stefnuskrá, og að hinn flokk-
urinn, meiri hlutinn, varð að gera sér
að góðu að koma á eftir, þrátt fyrir
mikil umbrot og viðbúnað til að verða
á undan með stefnuskrá frá sér.
f>að, og ekkert annað.
Framsóknarflokkurinn framdi það ó
dæði, að verða á undan.
Hann varð fyrri tíl að orða og síð-
an birta það, sem fyrir honum vakti
um framtíðarhag þjóðarinnar, hverju
þingínu bæri nú að beina huga sínum
að og beita kröftum sínum við, nú,
er stjórnbótardeilunni væri lokið. En
það hið sama vakti ekki einungis fyr-
ir Framsóknarflokknum, heldur og fyr-
ir mönnum i binum flokknum mörg-
um hverjum. f>að vissi Framsóknar-
flokkurinn mikið vel, og einmitt fyrir
það leitaði hann hófanna um samtök
af þeirra hálfu til fylgis stefnuskrá
þessari. Hann gerði sér von um, að
með þeirri stefnuskrá gæti orðið stór-
mikill meiri hluti þingsins, hvað sem
liði gömlu flokkaskiftingunni. f>ví
þurfti engin sprenging »hins flokksins«
að fylgja. f>að mátti ganga að því vísu,
að andstæðingarnir þar innan flokks
mundu heldur kjósa að fljóta með en
að lenda í alveg magnlausum minni
hluta.
Ekkert var og eðlilegra né æskilegra
en að þessi yrði niðurstaðan.
Framsóknarflokkurinn vildi gera sitt
til slíks samkomulags og gerði það.
Kunnugir vita, hvernig á því stóð,
að sú tílraun varð árangurslaus. Mörg-
um í hinum flokknum hefir verið það
árangursleysi ógeðfelt; á því getur eng-
inn efi leikið. En hinn drotnandi
andi í flokknum hefir þá sem oftar
horfc í aðra átt og því miður ráðið
úrslitum. — f>að verður ekki sneitt hjá
að segja það eins og er, svo ógjarnan
vér viljum sakast um orðinn hlut.
Jafnframt liggja og vitanlega dýpri
að því, að flokkarnir gátu eigi
runnið saman þann veg, sem til var
ætlast. En þær skulum vér láta liggja
í þagnargildi að svo stöddu.
Tilraunin til samkomulags við hinn
flokkinn var gerð áður en ávarpið
(Framsóknarflokksins) var prentað.
Og er þess eigi hér getið, fremur en
hins, af neinni þrasgirni, heldur til
þess að reyna að afstýra því, að marg-
íirekuð ósannindi úr annari átt um
það atriði nái að festa rætur og villa
sjónir fyrir almeuningi, sem dæma á
um framkomu þingmanna og getur
því að eins dæmt rétt, að hann fái
að heyra sannleikann.
Síðasta útgáfan af þeim ósannind-
um mun vera sú, að ávarpið muni að
vísu hafa verið sýnt manni eðamönn-
um úr hinum flokknum — áður var
alveg þrætt fyrir það —, en að það
hafi samt ekki verið gert í þ v í
s k y n i, að leita samkomulags milli
flokkanna.
En hvað annað g a t Framsóknar-
flokknum þá gengið til að láta sýna
það í hinum flokknum, áður en það
var prentað ?
Maður sá, er þeim kátlega skilningi
heldur fram, sýnir í sömu andránni,
að hann talar þar ekki í alvöru, held-
ur mót betri vituud. Hann vill sem
sé gera úr sýningu skjalsins (ávarps-
ins) »eina af ótal tilraunum* af
hálfu Framsóknarflokksins »til að
sprengja* hinn flokkinn. En hvernig
átti það að sprengja hann, ef ekki
var ætlast til, að flokksmenn skrifuðu
undir ávarpið eða féllust á það ? Tund-
urefnið í því varð þó víst að snerta
mennina áður en það gat sprengt þá.
Heldur virðist önnur eins skýring
og þessi vera lítill vitsmunavottur.
Hún sýnist fremur benda á hitt, sem
kunnugum hefir raunar aldrei dulist,
að vitsmunir höfundar hennar muni
standa í býsna-öfugu hlutfalli við al-
þekt og óskaplegt sjálfsálit hans.
En það er svona, að þegar deilu-
efnið er horfið úr sögunni, verður að
grípa til þess, sem annars mundi
naumast talið frambærilegt, til þess
að varna því, að allir nýtir þingmála-
menn og samvinnufúsir taki höndum
saman og vinni samhuga að því, sem
enginn ágreiningur er um, hvað sem
líður öllu flokksfylgi fyrmeir.
þ>að verður örðugt fyrir almenning
að skilja það, að þeir, sem gera sér
alt far um að halda, við flokkadrætti
út af útræddu máli, geti verið m e ð
þ v í 1 a g i að vinna þjóð sinni þarft
verk, hvað sem þeim svo líður að
öðru leyti.
Fyrir því er vonandi, að þessar og
því um líkar sundrungartilrauuir ein-
stakra manua beri ekki tilætlaðan
ávöxt.
Laglega hlaupið undir bagga,
Fáein sendibréf,
sem Þórólfur Hreinsson komst yfir af tilviljun
II.
Frá Þórnýju Ólafsdóttur
til Eyvarar Halldórsdótfur á Gnúpi.
Reykjavík 20. septbr. 1904.
Kæra Eyvör mín!
Eg spái, að þú munir undrast, þeg-
ar þú fær bréf frá mér, sem aldrei hef
sent þér línu síðan eg fór að aust-
an, og játa eg, að það er háborin
skömm að því, að eg skuli nú í tvö
ár vera búin að vera hér, án þess að *
hafa neitt látið þig frótta af högum
mínum, þig, sem varst mín góða ná-
búakona í svo mörg ár þar eystra.
Jæja, betra er seint en aldrei. Hún
Helga mín er nú að skrifa henni Ólöfu
dóttur þinni, og er alt af að nudda við
mig um að skrifa þér um leið.
|>ú vissir nú, Eyvör tnín, að við
vorurn ekki fjölskrúðug, þegar við fór-
um að austan; jarðarverðið gekk mest
upp í skuldir, og skepnurnar, sem fá-
ar voru, seldum við hér. Fyrst gekk
okkur erfitt nokkuð, og alt er hér
ólíkt því, sem við vöndumst eystra,
Eg og maðurinn minn gengum hér f
vinnu ; |>órður sonur okkar var á skútu,
og hefir nú verið það síðan við kom-
um hingað, en um veturna er hann
sjómannaskólanum. Helgu okkar höf-
um við verið að láta mentast og
læra til munns og handa. í vetur lét
maðurinn minn fara að byggja hús
handa okkur; það er tvíloftað, og við
leigjum út mörg herbergi í því, og
við fáum leigu fyrir það eins og eftir
stóra jörð með mörgum kúgildum. Eg
hugsa oft til þín, og sé þig í anda
vera að amstrast með mjólkurtrog og
grautarpott, sem þú ert að skamta
fólkinu úr, og það sífelda arg, sem þú
átt í; og svo híbýlin, sem þú býr í.
Við höfum tvær stofur og eitt kam-
ers, sem við sjálf búum í, og þær eru
mjög fallegar. f>að gerð eg að segja,
að ólíkt er lffið hér eða eystra, þar
sem við bjuggum.
Eins og þú veizt, þá lifir maður eða
á að lifa fyrir börnin sín. f>órður
okkar útskrifast nú að ári frá sjó-
mannaskólanum, og svo verður hann
skipstjóri, og þá þurfum við ekki að
kvíða fyrir lífinu. Helga okkar er nú
búin að læra svo mikið, bæði að
sauma, og svo tungumál, að eg veit,
að henni er óhætt héðan af. Húsið
stendur og veitir okknr húsaskjól og
góðar tekjur á hverjum mánuði, fyrir-