Ísafold - 06.12.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.12.1902, Blaðsíða 1
Keinur út ýmist einu sinni eða tvisv í vikn. Yerð árg. (80 ark, minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árs:. ReykjaYÍk laiigardaginn 6. desember 1902. 76. blað. Biðjiö ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrastu í samanhurði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0. F. 84l2l28’/2.___________ Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i Jiverjum mán. kl. 11—1 i spítalanum. Forngripasafn op’ð mvd. og ld, 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útiána. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. (i á hverjum helgum degi. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið A sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. jftuéJadi jffaAýfaslMv Kosiiiugalagasyiijuiiin. Stjórnartíð. síðustu flytja rök ráðgjaf- ans fyrir synjuninni, svo og ummæli landshöfðingja um frumvarpið. Honum þykir ekki einungis kjör- gengisveðið, 50 kr., fara í bága við stjórnarskrána, beldur og nokkur fyr- irmæli í 5. gr. frumvarpsins, er veitti mönnum kosningarrétt, þótt ekki hafi verið heimilisfastir 1 ár í kjördæminu. Loks telur hann og fyrirmælin í 59. gr. um missi kosningarróttar fyrir að greiða atkvæði á tveim stöðum ósam- rýmanlegt því, sem stendur í 17. grein stjórnarskrárinnar. Landshöfðingi hefir í sínum ummæl- um látið í Ijósi efa um stjórnlagalegt lögmæti kjörgengisveðsins og til nefnt hina og þessa frekari galla á lögun- um, er ráðgjafinn virðist þó ekki leggja neina áherzlu á. En þó telur landshöfðingi eigi kveða svo mikið að þessum göllum, að hann vilji ráða frá að írumvarpið hljóti konungsstaðfest- ingu. Segir hann, »að vissulega sé mikill og almennur áhugi meðal lands- manna á því, að fá lögleidda heimul- lega atkvæðagreiðslu, en einkum þó á því, að kjörstöðum sé fjölgað, svo að mönnum sé gert greiðara fyrir að neyta koBningarréttar síns«. f>að er með öðrum orðurn, aðlauds höfðingi hefir alls ekki verið þeirrar skoðunar, að frumvarpið væri óstað- festandi. þess máog geta, að hann hefir afgreitt málið mikið fljótt, 15. september, og er því öðru nær en að h a n n hafi viljað tefja fyrir því. það er »dýrt drottins orðið«, þar sem ráðgjafinn er, enda árangurslaust að vera að þrefa um, hvort ástæður hans fyrir uppkveðnum dauðadómi yfir frumvarpinu séu góðar og gildar eða ®kki. En furðu-glámskygnir virðast þeir vera, ef hann hefði rétt fyrir sér, allir hinir mörgu og miklu lagamenn á þinginu, með landshöfðingja í broddi fylkingar, að hafa ekki rekið augun í stór-Iögleysur þær andspænis stjórnar- skránni, er ráðgjafinn fullyrðir að frumvarpið fari með, og það hvort þingið eftir annað. það er því vor- kunD, þótt leikmönDum verði fyrir að hugsa til talsháttarins: »svo eru lög sem hafa tog«, og að gera sér í hugar- lund, að stjórnarskráin hefði ekki þurft að rifna til stórskemda, þótt frumvarps- greyið þetta hefði verið látið hljóta staðfestingu. En nú mun mega gera ráð fyrir, að þriðja atrennan til að koma þessari róttarbót á muni takast, úr því að ráðgjafinn heitir því, að láta bera ný- mæli þetta upp af stjórnarinnar hendi á næsta þingi, auk þess sem hann segist í fyrnefndu bréfi sínn »geta ver- ið algerlega samdóma óskum þeim, sem fram hafa komið um, að kosning- arlögunum verði breytt, og það í aðal- atriðunum eins og frumvarp alþingis fer fram á». Mun þá mega gera sér sæmi- lega vísa von um, að kosningarnar í vor verði hinar síðustu með garnla fyrirkomulaginu, þar á meðal hinum miklu og víða erfiðu ferðalögum, er mikill fjöldi kjósenda verður að leggja á sig, ef neyta vilja hius mikilsverða kosningarréttar. Einmitt það ætti að gera þá enn ósérhlífnari nú en ella að leggja þá kvöð á sig, vitandi það sem er, að varla hefir nokkurn tíma riðið meira á kosningum hér á landi en þeim, er fara eiga fram í vor. f>eim ætti og að vera meira í mun, að láta þeim, sem hlakka yfir forlögum þeim, er frumvarpið hefir hlotið í þetta sinn og hugsa sér til hreyfings að hafa enn gagn sér í vil af hinum miklu ann- mörkum á gamla kosningafyrirkomu- laginu, ekki verða kápuna úr því klæð- inu. Erlend tíðindi. Dukhoborzar er heiti á rúss- nesbum sórtrúarflokki, er fluttist til Canada seint á öldinni sem leið, fyrir hjálp góðra manna, undan ofsóknum heima í sínu landi, vegna þess meðal annars, að þeir afsögðu að gegna her- þjónustu. þar í Canada var leitast við eftir mætti að greiða sem bezt götu þeirra, með því að þetta er vandað fólk í öllu framferði og vilja ekki vamm sitt vita. En í haust kom að þeim gagngerð trúarvitfirriug. Sú kenning ruddi sér til rúms þeirra á meðal, að synd væri að lóga skepnum til þess að neyta af þeim kjötsins eða nota skinnið af þeim, og sömuleiðis óhæfa að hafa þær til vinnu. Dýr ættu sama rétt á frelsi og menn. Auk þess fengu þeir þá ímyndun, að ef þeir tækju sig upp og héldu vestur í Manitoba, á einhvern óþektan stað þar, þá muDdu þeir hitta þar Krist. Fyrir því ráku þeir allan búfénað sinn út á skóga og lögðu á stað með konum sínum og börnum til þess að finna frelsararann. f>eir voru illa útbúnir að klæðum og vistum — þeir máttu ekki skýla sér með dýrafeldum og ekki ganga á leð- urskóm .—, og var ekki annað sýnna en að þeir mundu lífi týna hrönnum saman. Stjórnarvöldin vissu eigi fyrst, hvað gera skyldi. En loks réðu þau af, að handtaka konur og börn, til þess að bjarga lífi þeirra; og er karlmennirnir gáfust upp á göngunni, voru þeir fluttir með valdi á járnbraut heim á leið aftur, hvernig sem þeir spyrndu í móti því. f>etta svipar til trúaróra-landfarsótta fyr á öldum, þótt ekki viti menn dæmi þess, að fólk hafi tekið upp á því að ganga berfætt af brjóstgæðum við skepnur. Dom Carlos Portugalskonungurheim- sótti Játvarð konung VII. um miðjan mánuðinn sem leið, og var þá Vil- hjálmur keisari einnig staddur þar. f>að er haft fyrir satt, að undir þeim samfundum þeirra höfðingja þriggja muni hafa búið meira en kynnisleit ein, og hafi erindið verið, að koma sór saman um, hvernig skifta skyldi með þeim löndum og ítökum um alla Afríku sunnanverða, en þar eru þeir mestir landsdrotnar undir. Merkismaður danskur lézt 12. f. m., mörgum að góðu kunnur hér á landi. f>að var T. R. Segelcke prófessor og kennari við landbúnaðarháskólann. Hann varð rúmlega sjötugur. Hon- um eiga Norðurlandaþjóðír, og þá fyrst og fremst Danir, mest að þakka hina miklu framför í mjólkurmeðferð á síð- asta mannsaldri. Hann var maður stórraikils metinn og mæcavel látinn. Búahershöfðingjunum hefir orðið miður til um gjafasamskot handa löndum þeirra en vonast var eftir. Hafa safnast alls að mælt er um 3 miljónir króna; en slíks gætir svo sem ekki neitt. Hins vegar hafa Bretar bætt úr skák og veitt nú 8 miljónir punda, eða 144 miljónir króna, til að lána Búum eða bjálpa þeirn Óðruvísi. Chamber- lain kemur því færandi hendi, er hann heimsækir þá. f>eir áttu og tal við hann nýlega, Búahershöfðingj- arnír, og er mælt að farið hafi þá allvel á með þeim. Bandamenn háðu að vanda harðan kosninga-hildarleik í öndverðum fyrra mánuði. f>ar voru kosnir þingmenn í fulltrúadeildina og landstjórar og aðrir embættismenn í ríkjunum. Sam- veldismönnum vegnaði betur, og er það þakkað nær eingöngu Boosevelt forseta, skörungsskap hans og vin- sældum af alþýðu. Hann var í kosningaundirbúnings- ferðalagi, er hann varð fyrir slysinu í vagninum, þar sem förunautar hans tveir biðu bana og hann meiddist á fæti, og var mesta mildi að hann komst lífs af; þá varð hann að hætta því ferðalagi. En svo mikill ræðuskörungur sem hann er, þá er hitt meira um vert og drýgra til vinsælda, hve vandaður maður hann er, atkvæðamikill, ötull og ódeigur. Meðal annars hefir hann tekið upp þann sið, að skipa embætti jafnt mönnum úr flokki andstæðinga sinna og fylgismanna, eftir því, hve nýtir þeir eru; en það er nýlunda í Ame- ríku. Hann berst og jafnt gegn löatum og ávirðingum sinna flokksmanna sem andstæðinganna, gengur vasklega fram gegn hinu voðalega einobunarofríki auðsafnsbandalaganna og berst fyrir því, að Bandaríkin láti sér farast vel við Cubu-menn og Eilippinga. Eyrir þetta er hann ástsæll með hinum betri mönnum. En misindismenn hatast við hann að sama skapi, einkum þeir, er vanist hafa löngum að nota flokksfylgi sjálf- um sér til hagsmuna, svo sem mjög hefir þótt við brenna í Bandaríkjum. Kirkjumálaráðherra Dana, J. C. Christensen, hefir borið upp á þingi í haust frumvarp um óvígðan hjú- s k a p. f>ar er farið fram á, að ver- aldlegt yfirvald gefi saman öll hjón, hverrar trúar sem eru; en hjónaefn- um sé í sjálfs vald sett, hvort þau láta halda yfir sér kirkjulega hjóna- vígslu á eftir eða ekki. Hjúskaparstofnendur skulu vera í kaupstöðum borgmeistararnir, en til sveita maður, er amtsráð skipar í hverjum hreppi til þriggja ára. f>eir fá 2 kr. í pússunartoll. f>eir auglýsa hjónabandið með þriggja vikna fyrirvara, kveðja að því búnu hjónaefuin til fundar við sig, þylja yfir þeim lögboðinn hjúskaparformála, en flytja enga tölu; það er bannað. Rita síðan athöfnina í löggilta hjú- skaparbók og er eftirrit af henni lög- legt hjúskaparvottorð. Við umræður um , dómskipunarný- mælið mikla á ríkisþinginu danska í haust var komið með þá breytingar- tillögu, að dómarar mættu ekki þiggja heiðursmerki, og var hún samþykt með 46 atkv. móti 35, þrátt fyrir mótspyrnu stjórnarinnar (dómsmálaráðherrans). Ríkisfjárhagur Daua er ekki góður. Eftir ríkisreikningnum, er lagður var fram í þingbyrjun í haust, hafa árs- tekjurnar síðasta árið að vísu verið nær 97 milj., og er það 2£ milj. minna en áætlað var; en með því að þar er talið 30 milj. kr. lán það, er tekið var í fyrra haust, þá verða réttar tekj- ur ekki nema 67 milj. kr., en það er um 10 milj. minna en útgjöldin, sem voru nær 77 milj. Ríkisskuldir Dana eru nú 246 milj. kr. f>að er í frásögur fært, til gamans fremur en hins, að meðal þeirra fáu tekjugreina, er drýgri reyndust en á var ætlað, er nafnbótaskattur. Hann varð fullum 4 þús. meiri en við var búist eða 61J þús. kr. alls. f>að sýn- ir, að hin nýja stjórn muni vera engu órífari í nafnbótamiðlun en fyrirrenn- arar hennar. Friðrik Danakonungsefni fór í haust kynnÍBför til Berlínar á fund Vilhjálms keisara og var vel fagaað, f>að þótti vita á betra nábýli með Dönum og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.