Ísafold - 06.12.1902, Blaðsíða 3
303
stöðu, að verða bóndi hér á Hvoli
eftir minn dag, eða þá á einhverri
annari, honum heDtugri jörð. Eg hefi
því reynt að búa hann undir slíka
lífsstöðu, o: bændastöðuna. Frá því
íyrst er hsnn fór að geta gert gagn,
hefi eg vanið hann við sveitavinnu,
fyrst sem dreng við drengjastörf, síð-
an sem ungling við þau verk, sem
áttu við' þann aldur hans, og nú, sið-
an að hann er orðinn fullorðinn, get
eg sagt með sanni, þótt mér sé skylt
málið, að hann er orðinn duglegurmaður
til allra verka. Hann hefir frá æskuskeiði
vanist hverju því verki, sem fyrir
kemur á sveitabæ, og hef eg látið
mér ant um, að hann lærði þau öll,
til þess að hann verði fær um að
segja fyrir verkum, smáum og stór-
um, þegar hann fer að eiga með sig
sjálfur. þetta kalla eg nú mentun
fyrir hann, sem ætlar að verða bóndi,
betri mentun undir þá stöðu eu hvað
hann getur öðlast með því, að vera
1—2 vetur í Reykjavík. Hann er
vel læs, og getur því aflað sér fróð-
leiks í tómstundum sínum af ýmsura
fræðibókum, sem við eigum, og álít
eg hentugar fræðibækur vera þábeztu
svo nefnda »farandkennara«, að segja
fyrir þá, sem v i 1 j a fræðast. Hann
kann dável að skrifa, og það í reikn-
ingi, sem eg kann, hefi eg kent hon-
um, og hefir það dugað mér um dag-
ana, og vona, að eins verði fyrir hon-
um í því efni. Dóttur á eg enga, eins
og þú veizt; en eg og kona mín höf-
um oft talað um, að hefðum við átt
dætur, þá hefðum við alið þær upp
við okkar sveitalíf. Okkur líður vel,
og erum ánægð með okkar hlutskifti.
Vera má, að okkur liði enn betur, ef
við værum í Reykjavik; en okkur
langar þangað hvorugt, og þráum
enga breytingu.
En ef til vill stendur alt öðru vísi
á fyrir þér. þú munt ætla að menta
börn þln í aðra átt en til bænda-
stöðunnar. Ef þú t. a. m. ætlar að
láta son þinn læra handiðn, verzlun-
arstörf, sjómensku, eða slíkt, þá er eðli-
legt, að þú viljir flytja þig úr sveitinn
með hann, og eins með dóttur þína,
ef þú ætlar henni hærri ráðahag, en úr
bændastéttinni.
Hvað snertir þig og konu þína, þá
breytist líf ykkar úr bændalífi í dag-
faunamannalíf. það hlýtur að vera
mikil breyting, og ekki óska eg henn-
ar fyrir hönd sjálfs mín og konu
minnar. En vera kann að það sé
arðsamt í Reykjavík, og er líklega
svo, ef allir græða á þvi eins og þú
skrifar um Arnljót, sem var á Breiða-
felli, og geta eftir tveggja ára dag-
launamannalíf þar bygt sér stórhýsi
sem borgi sig svo vel, að tekjurnar
af því nægi eiganda þess til lífsupp-
eldis, eða því sem næst. Ekki get
eg þó neitað, að mér finst eitthvað ó-
eðlilegt við svo skjótan gróða.
En hvað um það — frið á heimili
þínu verður þú að öðlast aftur. Hvað
eg fyrir mína og minna hönd álít um
það, að bregða búi og flytja í kaup-
stað, er eg nú búinD að skrifa þér.
það geri eg af einlægum hug oghrein-
skilni. það er satt, að eg lét Arn-
Ijót á Breiðafelli sbilja, eins og eg
nú geri við þig, hvaða álit eg hefði á
slíkum flutningum hvað sjálfan mig
snerti. Ráð gaf eg honum engin,
fremur en þér, nema það eitt, að hann
skyldi íhuga málið vel, áður en haDn
flytti sig héðan burtu.og það ráð gef eg
þér líka; annað ekki.
þú spyr, hvort eg vilji kaupa Gnúp-
inn, ef þú fer héðan alfarinn. Só
heimilisfriður þinn ekki falur öðru
verði en því, að þú bregðir búi, þá
skal eg kaupa jörðina; en hvorki vil
eg gefa ósanngjarnlega hátt verð fyrir
hana, né heldur ætla eg að nota mér
það, að þú þurfir að selja hana, til
þess að þrýsta verði hennar niður úr
því, sem sanngjarnt er. Til þess að
taka fyrir alt þref um það, læt eg þig
hór með vita, að ef til þeirra jarða
kaupa kemur, þá vil eg borga þér 100
kr. fyrir hvert hundrað jarðarinnar;
meira ekki. Líki þér ekki það, ætl-
ast eg til að þú bjóðir hana öðrum,
sem kynni að vilja borga rítíegar.
Eg hefi hér ekki öðru við að bæca,
en því, að eg óska, að hugur þinn
megi upplýsast um, að afráða það í
þessu umtalaða málefni, sem þér og
þínum verður happasælast.
Kveð eg þig svo með óskum beztu.
þinn einlægur vin
Auðunn Bjarnason.
V.
Frá Ólöfu Sigurðardóttur, Gnupi
til Helgu Arnljotsdóttur, Reykjavik
Grnúpi, 16. marz 19-..
Elskulega vinstúlka mín !
Kæra þökk tjái eg þér fyrir þitt
ágæta bréf í fyrra. En hvað mér
þótti vænt um að fá það! Fyrst las
eg það oft ein, svo sýndi eg mömmu
það, og við lásum það oft saman. Eg
hafði það í langan tíma undir kodd
anum mínum á hverri nóttu.
Sá munur, sem er á þínu lífi eða
mínu, herra minn trúr!
Eg ætla með fám orðum að lýsa
fyrir þér lífinu mínu í vetur: Kvöld
og morgna út í fjós til að mjólka þess-
ar líka skemtilegu beljur; svo að sitja
inni allan daginn, og vera að kemba
eða spinna, enginn inni hjá mér nema
mamma, sem í allan vetur hefir setið
í vefstólnum, og pabbi komið við og
við, til að tala um harðindi og hey-
leysi, bráðapest, fjárkláða, doðasótt
eða önnur slík upplífgandi málefni.
Enginn hefir komið hingað, nema
þórður í Vellanda tvisvar sinnum, og
í bæði skiftin var hann með strákinn
sinn, hann Jörund. Heldurðu ekki
að það hafi verið heldur gaman að
þeim heimsóknum? Pabbi og þórður
tala aldrei um annað en um beljur,
bindur, hross, hey og áburð, og strák-
urinn mælir aldrei orð frá munni, en
situr á kistunni og lemur fótastokk-
inn, og sí-glápir á mig með þessum
líka fallegu glirnum! Einu sinni hefi
eg farið til kirkju; veðrið var gott, og
mörgu fólki var boðið mn til prófasts-
ins eftir embætti, og konurnar töluðu
ekki um annað en börnin sín, vað-
málsvoðir, smjörskökur og áir, og bænd-
urnir um það eama sem þórður og
pabbi. Eg var í skárstu flíkunum
mínum, klæðistreyjunni, sem eg fekk
áður en þú fórst að austan, vaðmáls-
pilsi og einskeítusvuntu, náttúrlega á ís-
lenzkum skóm, með sjal-garm og hettu-
klút. Prófasturinn hefir samt feogið
sér stfgvélaskó í vetur; það sá eg þeg-
ar eg var við kirkjuna; lika sá eg
þar, að Guðrún á Fossi er búin að fá
nýtt sjal.
En nú skal eg fara að tala um að-
al-málefoið.
Já, He'lga mín, bréf þitt féll nú ekki
alveg í grýtta jörð.
Eg er búin að segja þér, að eg
sat í allán vecur við ullarvinnu, og
mammá í vefstólnum, og að pabbi
kom inn við og við, og var að tala
um bfiskaparvandræðin; við mamma
vorum alt af að tala saman um það,
að fá þabba til að flytja til Reykja-
víkur; mamma var undireins á mínu
máli, þftir að hún var búin að lesa
bréf þftt; okkur kom saman um það,
að hé^ væri ekki verandi lengur; svo
fórum , við að tala um þetta við pabba,
en haiiin vildi fyrst um sinn ekkert
um þeið heyra; en við gáfumst ekki
upp; fjiann reiddist fyrst, en við létum
enga íeiði á okkur sjá, heldur bara
fálæti;} við svöruðum honum ekki, þeg-
ar haiim ávarpaði okkur, nema við og
við miþð já eða nei, eftir því sem okk-
ur þóúti við eiga; þetta gekk um hríð;
svo fólr hann að spyrja rækilega, hvað
að ok(Íiur gengi, og gáfum við lítið út
á það lengi vel, þangað til einn dag,
eftir áamkomulagi, settumst við báðar
að ho^ium. ' þér skal sagt það með
fæstuim orðum, að við sigruðum.
Pabbi lét loksins undan; en seigt gekk
það.
Eg held að hann sé nú búinn að fá
kaupiíhda að jörðinni sinni, og við
flytjum nú suður að vori. Góða Helga,
þú trúir ekki, hvað eg hlakka til að
koma suður, og fá að eiga þar heima
alveg.
Pabbi skrifaði honum Auðunni gamla
á Hvoli um þetta mál í vetur; þegar
hann fekk svarið frá honum, versnaði
hann um allan helming; ekki veit eg
samt neitt, hvað karlskömmin hefir
skrifað honum; en hvað varðar hann
um það, hvort við flytjum suður eða
ekki? Kúri hann í sínum moldarbæ,
og skemti sér við baulið í beljunum
sfnum, en láti hann okkur í friði og
afskiftalaus.
Nú er þórður bróðir þinn sjálfsagt
trúlofaður. Eg held að þeim gefist á að
líta, piltunum í Reykjavfk, þegar þeir
sjá mig, á íslenzkum blöðruskóm, í vað
málspilsi og með einskeftusvuntuna.
Eg hálfvegis kvíði fyrir að láta nokk-
urn mann sjá mig. Geturðu ekki sem
allra fyrst sent mér línu, og gefið
mór helztu lífernisreglurnar, svo að eg
verði ekki að viðundri undir eins og
eg kem í borgina?
^úsund þakkir á þetta bréf að færa
þér frá okkur mömrnu fyrir það, að þú
hefir vakið okkur af þessum sveitalífs-
svefni. þér og engum öðrum eigum
við það að þakka, að við flytjum til
Reykjavíkur.
Vertu margblessuð fyrir það, og.
lifðu jafnan eftir mínum beztu óskum.
þín elskandi vinstúlka
Olöý Sigurðardótttr
P. S. Eg og Ketíll bróðir sögðum
pabba, að ef hann vildi ekki flytja sig
með okkur til Reykjavíkur, þá færum
við samt, því við vildum ekki lengur
eira hér. Hann sá, að okkur var al-
vara, og það hreif.
Ó. S.
Fólksíjöldi í Reykjavík.
Eftir hinu lögboðna mar.ntaii -hér í
bænum í oktbr. í haust reyndist fólks-
fjöldinn hérþá 7,37 1. En var þá margt
fólk ókomið úr kaupavinnu, með strand-
ferðaskipunum, m. fl. Má því ganga
að því visu, að bæjarbúar muni nú
vera um
7,500.
Enn er ófeugin endurskoðuð skýrsla
um manntalið hér í fyrra. En grun-
ur er um, að það hafi í raun réttri
verið heldur undir en yfir 6l/2 þús.
þá ætti bæjarbúum að hafa fjölgað
um 1000 árið sem leið, og er það alls
eigi ótrúlegt.
Bæjarstjórn Reykjavíkur. For-
maður tilkynti á fundinum i fyrra dag, að
hin nýkeypta slökkvidæla væri komín, og
sjálfstæður stigi, sem pantaður hefði verið,
væri að eins ókominn. En nú væri svo
þröngt orðið í slökkvitólahúsinu, að ann-
aðhvort yrði að stækKa það, eða þá að
gera aðra ráðstöfun um geymslu á slökkvi-
áhöldum. Málinu var vísað til brunamála-
nefndar til ihugunar.
Til veganefndar var vísað til ihugunar
heiðni frá Guðm. Borkelssyni í Pálshúsum
um girðing að vestanverðu við lóð hans með-
fram Lágholtsveginum; sömuleiðis heiðni
frá Schreiber presti í Landakoti um Ijósker
við Túngötu; ennfremur frá Jóni Sveinssyni
snikkara um veg norður úr Yesturgötu
fyrir austan hús hans; og loks beiðni frá
búendum i Vesturgotu um gangstétt með
götnnni.
Samþykt að setja ljósker við brunninn
við Laugaveg,
Stefáni Pálssyni skipstj. o. fl. veitt leyfi
um 10 ár til fiskverkunar á grandabrotinu
fyrir ueðan Fúlutjörn.
Beiðni frá Ralldóri Jónssyni í Bráðræði
um fiskverkunarpsáss á Eiðsgranda frestað
til næsta fundar.
Cjísla Jónssyni í Nýlendu veitt lausn frá
fáteekrastjórastarfi og i hans stað kosinn
Þórður Narfason trésmiður. *
Guðmundi Magnússyni steinsmið synjað
leyfis til að kljúfa grjót i legsteina og
tröppusteina hvar sem er í óútvisuðu landi
bæjarins.
Fyrirhuguð gata fyrir neðan Nýlendu-
götu skirð Mýrargata, en Landakotsstigur
stígurinn frá bræðsluhúsunum upp að Landa-
kotsspitala.
Afsalað forkaupsrétti að erfðafestul&ndi
Finnboga Arnasonar fyrir ofan Laugaveg,
Arablett, er hann selur fyrir 3000 kr.; og
sömuleiðis að bletti úr Melshúsatúni, 2748
ferh.áln., er selja á fyrir 65 aura alinina,
en vegarstæði áskilið þar eftir þörfum.
Þeir Jón Jensson og Halldór Jónsson
kosnir í kjörstjórn við bæjarstjórnarkosn-
ingar, en Ólafur Ólafsson, Magnús Benja-
minsson og Sig. Tlioroddsen kosnir i nefod
til að semja alþýðubtyrktarsjóðsskrá.
Þessar brunabótavirðingar voru samþ.:
Frikirkjan 1728S kr.; húseign A. Frede-
riksens við Ficherssund 12146; bús Hann-
esar Thorarensen við Laufásveg 9015; hús
Þórðar Guðmundssonar verzlunarm. við
Hverfisg. 6450; timburgeymsluhús Godt-
haabsverzlunar við Pósthússtræti 5500; hús
Björns Hallgrimssonar á Laugavegi 5252;
smiða- og geymsluhús Sigurjóns Sigurðs-
souar við Leekjargötu 4125; hús Sig. Pét-
urssonar lögregluþj. 3132; hús Einars Jóns-
sonar við Bergstaðastræti 2642.
Jarðarför A. Frederiksens bakara fer
fram þriðjudag 9. þ. m., kl. 11 '/2.
Björnsons-ávarplð afgreitt nú með
póstskipinu, með á 3. hnndrað undirskrift-
um og mjög vönduðum frágangi, eftir
skrautvitunarsnillinginn Lárus Halldórsson.
Sömuleiðis kvæði Þorst. Erlingssonar, og
með sama frágangi.
Um Arnarbæli eru þessir prestar
í kjöri: Einar Pálsson á Hálsi, Einar Þórð-
arson á Hofteigi og Ólafur Magnússon í
Sandfelli.
Fríkirkjan. Þeir hafa sagt í sundur
með sér, frikirkjusöfnuðurinn hér í bænum
og prestur hans, sira Lárus Halldórsson,—
söfnuðurinn prestinnm fyrst nær í einu
hljóði og með umsömdum missirisfyrirvara,
en presturinn siðan söfnuðinum fyrivara-
laust og tjáðist afhenda hann aftur þjóð-
kirkjunni. Söfnuðurinn mun þó ekki vilja
láta »afhenda« sig, heldur hugsar til að fá
sér nýjan prest. En meðan á því stendur,
vinnur dómkirkjupresturinn lögboðin prests-
verk fyrir hann eða lætur vinna. Ný
kirkja handa söfnuðinum, Frikirkjan, er nú
fullger að niiklu leyti.
Veðurathuganir
Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1902 nóv. -—des. Loftvog millim. Hiti (C.) í>- <t> cx ff sr 8 Skjmagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld. 29.8 741,3 6,1 E il 8 10,0 1,9
2 744,2 6,0 EsB i 9
9 744,5 5,0 ESE i 4
Sd. 30. 8 745,2 4,7 ESE i 7 7,2 3,8
2 744,9 6,6 E8E 2 8
9 742,7 6,7 SE 2 9
Md. 1.8 738,1 7,2 SE 2 9 1,9 3,9
2 737,6 5,5 E 2 10
9 737,2 6,1 E 2 10
Þd. 2.8 741,1 5,8 8E 2 6 5,6 4,9
2 746,0 5,7 ESE 1 4
9 750,0 5,9 ESE 1 6
Md 3 8 752,5 6,4 S8E 1 8 2,7 4,9
2 751,9 6,6 SSE 2 10
9 743,0 7,6 SSE 3 10
Fd. 4. 8 745,5 6,5 s 1 3 6 26,7 5,2
2 750,1 6,2 s jl 9
9 748,2 6,0 ESE 1 10
Fsd. 5. 8 738,7 9,7 SSE 3 10 14,9 4,8
2 739,1 7.2 S j 3 10
9 750,3 5,5 s 1 2 5
Veturvist. Stúlka, trú og þrifin, get-
ur fengið vist nú þegar til 14. mai næstk.
Ritstj. vísar á.
Málfundafélagið.
Enginn fundur á morgun; en i þess stað
næsta sunnudag, 14. desbr., eftir nánari
auglýs. i næsta bl.
Mjög stór skuggamyndasýning
verður haldin í kvöld í Iðnaðarmanna-
húsinu, 6. des. 1902.
Virðingarfylst
Bjarnh. Jónsson.
/