Ísafold - 06.12.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.12.1902, Blaðsíða 2
302 §>jóðverjum en verið hefir löngum síð- an er þeir bárust á banaspjót fyrir 38 árum, og þá helzt, að betur verði búið af hálfu þýzkra valdsmanna við danska Slésvíkinga. Blaðaheimurmn þýzki lét og mikið vel yfir ferð kon- ungsefnis. En frönskum blöðum var um og ó; þótti sem samdrætti með Dönum og þjóðverjum kynni að fyigja smámsaman meiri vinahót með þeim og Rússum en Frakkar mundu kjósa. Bretar hafa orðið fyrir barðinu á blámannaþjóð þeirri, er byggir Somali- skaga, austan á Afríku norðarlega, suður af Rauðahafi, og beðið þar ó- sigur 6. okt. í haust með nokkuru mannfalli. þeir eignuðust strandlend- ið þar, Bretar, fyrir 18 árum, hjá E- giptum, og vildu nú færa út kvíarnar; en það lá eigi svo laust fyrir, sem þeir hugðu. Sá heitir Swayne, hersir, er réð fyrir liðsveit Breta og ósigur- inn beið. Senda skyldi honum nú Iiðsauka austan af Indlandi og víðar að. Ekki er alt sem sýnist. þau orð mætti vel vera annaðhvort fyrirsögn eða þá einkunnarorð fyrir grein, er birzt hefir nýlega í »Verði ljós« og nefnist þar »Alkohól konung- ur«, eftir frægan háskólakennara í Kaupmannahöfn, Knud Pontoppidan prófessor, áður yfirlækni við geðveikra- spítala, einhvern snjallasta rithöfund meðal danskra lækna, sem nú eru uppi; en þýtt hafa greinína, og gert það mikið vel, þeir Guðmundur Björns- son héraðslæknir og cand. theol. Har- aldur Níelsson; og er sérprentun af henni, nál. 1 örk, höfð til sölu fyrir gjafverð (5 a.). Hinn hálærði höfuudur tekur það sjálfur fram, að fæst aí því sé nýtt, sem í ritgerð hans stendur. »En tíl eru þau höfuðsannindi, sem aldrei verða of oft brýnd fyrir mönnum, þeg- ar ræða er um hina langvinnu áfeng- iseitrun og baráttu gegn henni«. — f>ví má bæta við, að heimskan og hleypi- dómarnir eiga örðugra uppdráttar til varnar áfengisnautninni, er andspænis standa, ekki leikmenn, sem bregða má um ónóga þekkingu á því, er þeir tala um, heldur hinir lærðustu sérfræð- ingar, sem þarf fádæma-óvitaskap eða þá óskammfeilni til að rengja. Höf. rekur algengustu bégiljurnar, sem meðmælendur áfengisnautnarinn- ar eru vanir að bera fyrir sig. Hannbyrjará næringargildis- bábiljunni. »Stöðugt verður maður«, segir hann, »að þola þá hugraun, að fólk bendir á ístrumaga veitingamannanna og ölgerðarkarlanna sem óræka söun- un þess, að ölið sé yndislega heilsu- samlegur, hressandi og nærandi drykk- ur«. En nú hafi efnafræðingar rann- sakað nákvæmlega ræringargildi hvers efnis um sig og hítagildi hvers konar matvæla, og marka þeir það af þeim skerf, er þau leggja til aukningar á þrótt og hita líkamans. f>að hefir þá komið í ljóa, að fullorðinn maður, sem vinnur meðalvinnu, þarf á dag alls sér til næringar 3000 svo nefndar hítaeiningar. En nú getur heilbrigð- ur maður eigi drukkið meira en í mesta Iagi 5 kvint af óblönduðu á- fengi á dag, án þess að á hann svífi. En hitagildi þess skamts er 175 hita- einingar. |>að er alt og sumt. En verðið á slíkum skamti er sem kunn- ugt er hið mesta rán í samanburði við verð á brauði, smjöri eða mjólk með jafnmiklu hitamegni. »En þessu evara menn svo«, segir höf., »að eigi sé unt að lifa eingöngu’á brauði og smjöri; menn verði að hafa eitthvað til að hita sér á. f>eir getí frómt um talað, sem lifa inni í hlýj- um híbýlum og á heitum mat; en þeg- ar maður fái ekki annað en kalt þur- meti, þá sé brennivínið nauðsynlegt til að halda hlýjunni. f>etta er næsta sönnunin, sem fram er færð áfengiseitruninni til varnar, sú setning: að áfengið auki lfk- amshitann. f>etta er auðvitað helber ímyndun; áfengið heldur ein- mitt ekki í hitann, Raunar finst manni, sem er úti í kulda, að sér hlýni, þegar hann drekkur eitt staup af brennivíni; en það kemur af því, að áfengið hefir þann eiginleika, að þeg- ar þess er neytt, hleypur blóðið út í h ú ð i n a meir en áður. Manninum f i n s t sér hlýna í bili, þegar smáæð- arnar fyllast á þennan hátt; en jafn- framt verður hitaútferðin úr húðinni meiri, en innri hiti líkamans minkar. Ráðið er því svo heimskulegt, sem mest má verða. Náttúran hefir af vísdómi sínum hagað því einmitt svo, að húðin dregst saman í kuldan- um, svo að aðstreymi blóðsins mínk- ar og blóðið kemst sem mest að unt er undan því, að láta hita sinn. í stað þess nú, er svona stendur á, að styðja náttúruna í þessari sparnaðar- viðleitni, þá gerum vér einmitt hið gagnstæða. þegar vér drekkum biennivín, sólundum vér hitanum; vér spillum fyrir áhrifum þess úrræðis, er líkaminn reynir að vernda sig með gegn kuldanum að utan. f>að er því og á góðum rökum bygt, að í heims- skautaferðum er öllum þeim, sem með eru í ferðinni, bannað að neyta áfeng- is í nokkurri mynd«. • Sérstakar mætar hafa leikmenn«, seg- ir höf. því næst«, á svo nefndum hressandi áhrifum áfengis- i n s. Eu það er og blekking, því að áfengið er sannarlega engin aflsupp- spretta. I raun og veru hefir það lamandi áhrif á líkams krafta og lima, og má sýna glögt með aflmælingum, að svo sé. Áfengið sefar að vísu þreytu-tilfinninguna; en slíkt er hættulegt, þar eð hún á að vera til viðvörunar, á að vera eins konar ör- yggisloka, sem óhæfa er að þvngja niður. Yinna má bug á þreytutilfinn- ingunni; en hver slík óeðlileg aflraun dregur þann dilk eftir sér, að þolið minkar. Áð þessu leyti eru bæði sál og lík- ami háð sömu lögum. Og með á- kveðnum tilraunum má sýna, að þetta lögmál ræður. Af þessum tilraunum má sjá, að áfengið gerir heilanum auð- veldara að koma á stað hreyfingum og aflraunum; en jafnáreiðanlega sanna og tilraunirnar það, að deyfðin eða magnleysið, sem jafnan er síðastastig áfengiseitrunarinnar, er því vísara í vændum og verður þeim mun meira, því méira áfengis sem neytt hefir veríð. En hér kemur aftur sjálfbirgingB- skapurinn á móti manni með sínar á- stæður. það er víst ekki eins hættulegt, eins og presturinn prédikar, segja menn. |>að er nú t. a. m. hann Pétur eða Páll frændi; þetta hefir hann á sinni löngu æfi drukkið tvö staup af brennivíni með hverri máltíð og er þó orðinn áttræð- ur, án þess að nokkurn tíma hafi nokkuð að honum gengið. Ef því brennivínið er eitur, þá er það eitt af þeim eiturefnum, sem þurfa laugan tíma, eigi þau að hafa nokkur áhrif. Hversu grunnfær slík rökfærsla er, ætti að vera öllum augljóst. Um hinn æruverða frænda er það fyrst að segja, að það verður að telj- ast mesta lán fyrir hann að líkindum, að þungir sjúkdómar hafa aldrei reynt á 1 eilsu hans. Gerum ráð fyrir, að hann fái einhvern tíma lungnabólgu, og þá mun það vissulega koma í ljós, að viðnámsþróttur hans er ekki eins mikill og bindindismannsins. En auk þess er það bert, að engin almenn regla verður dregin af dæmi Péturs frænda. Vér hittum og gamla her- menu, sem verið hafa í stríði, frá upp- hafi þess til loka, án þess að þeím hafi orðið meint við. En vill nokkur fyrir því neita, að skotvopn geti orðið manni að bana? Einstaka maður get- ur lagt sig í það, án þess að honum verði að meini, sem ef til vill verður 9 af 10 að bana«. þ>á segir höf. sögu af manni, sem drakk alt af »í hófi«, þar til er hann veit eigi fyr til en hann fer að fá brennivínskrampa. Hann er aldrei fullur, og því þykir bæði sjálfum hon- um og kunningjum hans mesta ósvífni, að bendla hann við drykkjuskap. »Hann sem aldrei drekkur sig drukk- inn«, segja kunningjarnir; »enginn hefir nokkurn tíma séð hann fullan«. »þeim ber að svara á þá leið, þótt kynlegt kunni að þykja«, segir höf.: *betur að hann v æ r i við og við fullur. Og það er svo að skilja: eins og það er tiltölulega meinlaust, að vera góð- glaður á gleðisamkomu — eg segi eigi þar með, að það sé með ölln sæmilegt, — eins mundi það eigi vera svo illa til fallið, að þessi maður yrði þess stöku sinnum var, að hann hefði drukkið yfir sig. f>að er nú einmitt mein hans, aðhann geturekki lengur orðið fullur, að minsta kosti ekki af þeim áfengisskamti, er vanalega nægir til að gera menn öl vaða. Ef vér hinir látum ginnast til einn góðum veðurdag að drekka eitt glas af sterku vfni með morgunmatn- um, þá finnum vér þegar til þess í höfðinu; en þessi maður getur hest- húsað 2 eða 3 glös, án þess að finna nokkuð á sér. Og hvers vegna? Vegna þess, að hann er orðinn v a n u r eitr- inu. I því er hættan einmitt fólgin; fyrir þá sök sekkur hann óafvitandi dýpra og dýpra; hann þarf æ meira og meira, og þolir æ meira og meira, að því er sýnist. En það er þá líka að eins að því er sýnist. Hin lang- vinna, sívirka eitrun, hin óbrigðula tortíming líkamans fer fram í leynum og án þess að vart verði við hana, unz að þvi kemur einn góðan veður- dag, að mælirinn er fullur og bending kemur um bættuna, t. d. krampaflog. Og sé þá ekki ósiðnum þegar hætt, koma öll önnur einkenni eitrunarinn- ar í ljós.« f>á minnist höf. á annað einkenni langvinnar áfengiseitrunar,' s k j á 1 f t- a n n, og að hann má stöðva í svip með nýrri áfengisnautn. »En«, segir hann, slymska og svikræði þessa eit- urs kemur einmítt fram í því, að það hressir taugarnar stundarkorn. Svo er því farið urh öll æsingarlyf og munaðarlyf: þau geta ónýtt sínar eig- in eiturverkanir, séu þau stöðuglega tekin inn af nýju. Eftirköstin eru þreyta og ónot í kroppnum, en þau hverfa í hvert sinn, ef nýr skamtur er tekinn, og kemur þá aftur góð líð- an, sem að vísu er blekking, en þykir mikilsverð í svipinn. Og því oftar sem þatta er endurtekið, því oftar gerir ílöngunin vart við sig og því stærri þurfa skamtarnir að vera«. f>á nefnir höf. ýms önnur einkenni og afleiðingar áfengiseitrunarinnar: máttleysi, brennivínsbrjálsemi, niður- læging hugarfarsins, spilling tilfinn- ingalífsins m. m. Höf. talar á einum stað um hina »sjálfbirgingslegu þvermóðsku, óráð- þægna fmyndun og áhyggjulausa óskyn- semi, er vér rekum oss jafnan á«—sem sé í áfengisbaráttunni. Hann á þar meðal annars við ann- að eins flónsku-svar og t. d. þetta„ sem er býsna-algengt: »Eg skiftí mér ekkert af, hvað þess- ir svonefndir vísindamenn segja. f>eim getur skjátlast, eins og öðrum. Eg marka meira það, sem eg finn og þreifa á, sjálfur, og það er, að mér verður gott af að fá mér í staupinu*. f>að er sök sér, þótt alveg mentun- arlausir menn komi með aðra eins heimsku og þetta. En að heyra ment- aða menn, sem svo eru nefndir, eða þó ekki sé nema hálf-mentaða, láta sér slíkt um munn fara,-— það erblöskr- anlegt. Eða hvað mundu þeir segja um mann, er segði: »Eg marka það ekkert, þótt þessir svonefndu vísindamenn fullyrði, að jörðin sé hnöttótt eða að hún gangi kringum sólina, en sólin ekki kringum hana; eða að fjöllin séu ekki blá. Eg só og finn með míuum eigin skilning- arvitum, að joröin er flöt; eg finn líka, að hún er kyr, en horfi á sólina færast um himinhvolfið. Eg sé líka, að fjöllin eru blá, og þarf enginn að segja mér neitt af því«. En í sjálfu sér eru þessi svör ekki heimskulegri en hitt, að ætla sér að hrekja kenningar vísindamannanna um áhrif áfengis á heilbrigðan líkama með því, hvað manni finst sjálfum. Munurinn er sá einn, að kenningin um Iögun jarðarinnar og gang himin- tungla er nú svo gömul orðin* að jafnvel heimskingjar eru hættir að rengja hana. f>eir gerðu það óspart, meðan hún var ný eða uýleg. Hin kenning- in, um áhrif áfengisins, er nýleg, og því rengja hana enn jafnvel mentaðir heimskingjar, hvað þá ómentaðir. Fáeiu sendibréf, 8em ÞórólfarHreinsson komstyfir af tilviljun 1Y. Frá Auðunni Bjarnasyni á Hvoli til Sigurðar Þórðarsonar á Gnúpi. Hvoli 18. desbr. 1904. Heiðraði vin, kær kveðja. Eg þakka þér fyrir bréf þitt, dag- sett 28. f. m. Hamingjunni sé lof fyrir batann, sem kominn er. Eg vona, að við fá- um nú stillur og snöp fram yfir ný- árið. Margur þæði það. Efni bréfs þíns hefir valdið mér mikillar umhugsunar. |>ar er úr vöndu að ráða. fyrir þig, og erfitt fyr- ir mig að leggja þar nokkuð til mála. þó vil eg leitast við að gefa þér svar, þar sem þú ávarpar mig. Fátt er verra að missa en heimilis- friðinn. Engiar sælu er að vænta á því heímili, þar sem úlfúð býr og ó* ánægja. En eg á bágt með að skilja, að kona þín láti ekki skipast við skyn- saralegar fortölur. Ef þér tekst að lækna í henni þessa Reykjavíkur-sótt, og koma henni í skilning um, hverju þið sleppið, ef þið bregðið búi, og flytjið ykkur svo að segja í nýja veröld, þá vorkenni eg ykkur ekki báðum hjón unum, að sefa börnin ykkar. f>ú talar svo mikið í bréfi þínu um að »menta þau«, og þá mentun eigi þau hægra með að öðlast í Reykja- vík en annarsstaðar. f>etta hið sama hafa nú raunar fleiri sagt við mig en þú. En mór finst ýmislegt við það að athuga. Hverja stöðu ætlarðu börnum þín- um í líifinu? Eftir því finst mér að eigi að haga mentun þeirra, því það, að menta börn sín, skilst mér vera það, að gera þau að »manui«, eða með öðrum orðum: að gera þau sem hæfust til að standa sem bezt í lífs- stöðu sinni, hver sem hún verður. f>orkell sonur minn er nú rúmlega tvítugur. Eg ætla honum þá Iífa- Laglega lilaupið undir bagga.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.