Ísafold - 13.12.1902, Page 2

Ísafold - 13.12.1902, Page 2
306 þótt mætur maður að mörgu leyti Hann lét sér farast mjög yel við verk- mannalýð sinn. Vilhjálmur keisari II. var mikill vinur hans og heimsótti hann oft. Danskt gufuskip frá Álaborg, Knud, sökk við minnið á Tyne á Englandi um 20. f. m. fyrir ásiglingu, ásamt skip- stjóra og meiri hluta skipshafnarinn- ar. f>ar er svo mikil skipaumferð, er Knud sökk, að þar er mælt að 300 Bkip sigli inn og út á ekki hálfum degi. ------- Englendingar telja sig hafa sannar sögur af því, að Kriiger gamli hafi undir höndum meir en 14 milj. kr. og þykir sem væri honum og ráðunaut- um hans sæmra að verja einhverju af þeirri miklu fúlgu til líknar nauð- stöddum löndum þeirra í Transvaal og Óraníu en að vera að sníkja á aðr- ar þjóðir til þeirra hluta, og ætla sér ef til vill að verja henni til fjandskap- arundirróðurs gegn Bretum þar syðra. Tilnræktin. Eftir Sigurð ráðunaut Sigurðsson. III. Eigi verður því neitað, að túnrækt- inni er víða, jafnvel alstaðar meir og minna ábótavant, eins og hún er nú. Um það getum vér eflaust allir orðið á eitt sáttir. Á þetta hefir einnig oft verið bent, þar á meðal í ísafold í fyrra (XVIII, 28—29). þar er því sérstaklega haldið fram, að hið rækt- aða land sé oft illa friðað fyrir ágangi og eigi nógu vel ræst. þetta hvorutveggja er og afarmik- ilsvert, og verður aldrei of vel brýnt fyrir mönnum. |>urkun eða framræsla er að vísu eigi nauðsynleg, nema jörðin sé blaut. Mörg tún eru svo þur í sjálfum sér, að eigi þarf að þurka þau með skurðum eða lokræsum. þetta á heima um sendin tún, og þau sem liggja háttog með hæfilegum halla. Hins vegar er oft nauðsynlegt að ræsa þau tún, sem Iiggja lágt og eru mýr- arkend eða með vatns-afætum og veitum. Mýrarsund innan um tún er og sjálfsagt að ræsa, þurka þau vel og gera að túni. Vfir höfuð er nauðsynlegt að þurka þá jörð, sem á að rækta með áburði, svo vel, að vatn eða súr í jarðvegin- um hamli eigi grasvextinum eða fyrir- muni hinum betri fóðurjurtum vorum eða túngresi að vaxa. Mjög er áríðandi að friða það land fyriri öllum ágangi, sem er í rækt eða á að rækta. En því er ver og miður, að girð- ingar um tún eru oft nauða-lélegar og ófullkomnar. I sumum héruðum lands- ins eru tún alls eigi girt, engin girð- ingarmynd kring um þau. Og víða eru þær lélegar, svo lélegar, að fjarri fer því, að þær séu gripheldar. En girðingar um Iand, sem annars á að friða, þurfa að vera gripheldar og eiga að vera það. Annars eru þær ekki nema nafnið tómt, og koma eigi að tilætluðum not- um. Ógirt tún eða illa girt geta alls eigi talist ræktað land. Girðingin, gripheld girðing er eitt af undirstöðuatriðum túnræktarinnar og skilyrði fyrir því, að ræktunin verði að notum. Undirbúningi jarðvegarins til slétt- unar er víða mjög ábótavant. Sú aðferð, sem tíðkast sumstaðar: að rista ofan af, stinga flagið upp og þekja jafnharðan, er fráleit og getur eigi góðri lukku stýrt. Moldin þarf að liggja ber, óþakin, lengri eða skemmri tíma, eftir því hvernig jarðvegurinn er. Flög f túni þurfa eigi að liggja jafn- lengi ber og óræktuð jörð, sem á að gjöra að túni. Og það er einnig mismunandi, hve óræktuð jörð þarf mikinn eða langan undirbúning. Mýrarjörð er oft seig og sein að fúna; hún þarf því langan tíma til að breytast og verða myldin. Móajörð fúnar fyr og molnar, og þarf því eigi að liggja eins lengi ber áður en hún er þakin eða sáð í hana. En það er eigi nóg, að moldin liggi lengi ber og sé vel mulin. Hún þarf einnig áburð, mikinn áburð, ef vel á að fara. f>að þarf að bera vel í flögin áður en þau eru þakin eða þeim er breytt í grasi gróna jörð. Fyrir því ríður á að hirða vel á- burðinn og drýgja hann með mold, moðsalla, smámylsnn o. s. frv. f>á er og áríðandi, að gera hús yfir á- burðinn og safnþrór fyrir þvagið. f>eir, sem komið hafa upp áburðar- eða haughúsum, láta mjög vel af þeim og telja þau alveg sjálfsögð og ómiss- andi. Áburðurinn heldur sér miklu betur, það fer minna til ónýtis af hon- um og not hans verða meiri. Bændur, sem reynt hafa hvoru- tveggja, fullyrða, að það þurfi minna á jafnstórann blett af haughúss-áburði en öðrum. f>etta er og ofur-skiljanlegt, því þeg- ar áburðurinn er undir þaki, þá geym- ist hann mikið betur; þá rignir eigi úr honum krafturinn (efnin) eða gufar burtu. Safnþrór eru einnig nauðsynlegar til að taka við öllu áburðarskólpi og þvagi. Eins og nú er ástatt, fer megn- ið af þvagi manna og skepna til ó- nýtis. En ef segja mætti sannleik- ann, þá höfum vér eigi efni á að ó- nýta eða vanhirða jafn-verðmætt efni aem þvagið er. Efni þau, sem plönturnar þarfnast í ríkulegum mæli, og þær fá með á- burðinum, eru holdgjafi (nyldi), fos- fórsýra og k a 1 í. f>essi efni þurfa að vera í hæfilegum hlutföllum sín í milli, og vanti eitt þeirra að meira eða minna leyti, þá sprettur ver, fæst minna hey en ella. í fasta áburðinum, taðinu, er meira af holdgjafa og fosfór, en minna mik- ið af kalí. Aftur á móti er meira af kalí í þvaginu. Nú tapast meiri hluti þvagsins, eins og áður er sagt; það fer út í veður og vind, og túnin fara því að miklu leyti á mis við það. En um leið fara þau á mis við eitt áhrifamesta efni áburðarins, sem sé k a 1 í. Af þessu má gera þá ályktun, að túnin hér eða jarðvegur þeirra sé nægilega birgur af holdgjafa og fosfór, en skorti einmitt kalí. f>etta er að minsta kosti mjög sennilegt, og þá er eigi furða, þó túnin spretti illa, eða lakar en búast mætti við eftir þvf sem á þau er borið. Með því, sem fyr er tekið fram, ætti mönnum að skiljast, hve mikils- vert er að hirða áburðinn, og þá eigi síður þvagið en annað. En hirðing áburðarins getur aldrei orðið góð eða farið f lagi nema með því, að komið sé upp áburðarhúsi og búin til safnþró á hverju heimili. Samkvæmt þeim bendingum og at- hugunum, sem hér hafa gjörðar verið, verða undirstöðuatriði túnræktarinnar þessi: 1. að túnin eða það land, sem á að rækta, sé friðað eða girt gripheldri girðingu; 2. að jörðin sé ræst eða þurkuð hæfilega mikið; 3. a ð jarðvegurinn sé vel undirbúinn, liggi lengi ber, vel mulinn, og bor- inn í áburður áður en hann er þakinn eða bonum er breytt í grasi gróna jörð; 4. a ð áburðurinn, allur áburður, sé vel hirtur og með hann farið svo, að ekkert fari til ónýtis. Dr. Finnur og heimullegar kosn- ingar. Hann ber á móti þvi, í leiðrétt- ingar-seðli til ísafoldar, að hann hafi »agi- teraðc þar i Kaupmannahöfn móti kosninga- lögunum frá síðasta þingi. Segist að eins hafa ritað í Politiken fréttir frá þinginu og látið í ljósi þar í einni greininni efa um stjórnlagalegt réttmæti 50-kr.-kjörgengis- veðsins, er hann kallar »nýstárlegt ákvæði«, og sagt, að það kæmi undir »hlutaðeigandi yfirvöldí, að athuga málið. Bætir siðan við þessari athugasemd: «Hefði eg verið þingmaður i sumar, hefði eg talað og greitt atkvæði móti þessu ákvæði^ ekki heinlínis af því, að það sé stjórnarskrárbrot (um það læt eg aðra dæma), heldur af þvi, að það er óþolanlega og ó- sæmilega ófrjálslynt og þar að auk með öllu óþarft á Islandi«. Hvað mundi hr. prófessornum hafa geng- ið til að benda á i blaði suður í Khöfn þessi »nýstárlegu« fyrirmæli og rengja stjórnlagalegt réttmæti þeirra, annað en að gera »hlutaðeigandi yfirvöldum* viðvart um, að þarna skuli þau vara sig á að gera þá vitleysu, að fara að láta staðfesta frumvarpið? Og að hverju leyti eru þau nýstárleg öðru en því, að þau standa ekki í d ö njs k u kosningalögunum nýju, af þeirri einföldu ástæðu, að þar er þeirra engin þörf. með þvi þar er yfirleitt ekki nema eitt kjörþing í kjördæmi hverju, vegna þess að þar er hægra að sækja slikt kjörþing en hreppa-kjörþing hér? Annars fara þeir bezt nærri um, hve hægan pró- fessorinn muni geta haft sig, ef hann er einhverju mótfallinn, er minnast að- fara hans hérna um þingtímann 1901, og honum eru kunnugir að öðru leyti. Urskurður prófessorsins um, að áminst ákvæði sé »óþolanlega og ósæmilega ó- frjálslynt®, er sýnilega svo óþyrmilega orðaður, sem hann er, af því, að ætlast er til að hann ægi þingi og þjóð, svo að all- ir fyrirverði sig og láti sér ekiljast, hve ómælilegt djúp sé staðfest milli þess, sem fæðist í háskólakennara-höfði, eða i höfð- um þingmanna vorra. En röksemdir eru þar engar. Yæri leyfilegt að skygnast eft- ir, i hverju ófrjálslyndið væri fólgið, hlyti svarið eftir þessari kenningu að verða það, að »óþolanlegt og ósæmilegt ófrjáislyndi* sé, að búa ekki svo um með lögum, að ör- litil skák af kjördæmi geti fyrirstöðulaust ráðið þingmannskosningu, þ. e. fjölmenn- asti hreppurinn einn, en hinir hrepparnir allir sviftir ölluni ráðum um það mál. Aðrir hugsa og álykta þessu gagnstætt, og það menn, sem ella þykja sæmilega viti bornir. Eins er um hinn úrskurðinn, að marg- nefnt ákvæði sé »með öllu óþarft á Is- landi«. Þingmenn úr flestöllum kjördæm- um landsins telja það þarft, menn, sem þar hafa alið flestir allan sinn aldur. En prófessorinn, sem farið hefir 1—2 sinnum hraða ferð um nokkuð af landinu, en ann- ars alið aldur sinn i æsku i Reykjavik, en síðan í Khöfn, hann v e i t — veit það af sínu óendanlega gleggra og veigameira hyggjuviti — að þetta er »með öllu óþarft"! Og hver skyldi dirfast að deila við slik- an dómara? Sjónlelkar. Það hefir byrjað vetur- inn, Leikfélag Reykjavíkur, á léttum og alþýðlegum leik dönskum eftir Edgar Höy- er, Drisiig vovet, skírðum á islenzku Hugur rœður —. Þar hefir Kr. Þ. fyrirtakshlutverk (Mortensen), er á mætavel við hann, og eins leikur frk. Gþ. H. mikið vel ekkjuna, systur hans. Dóttur hennar yngri, Ellen, leikur frk. E. I., er lítið sem ekkert hefir fengist við leikaraskap áður. Hún gerir það með góðum skilningi og greind, og á vel við það hlutverk. Systur hennar, sem mjög lítið kveður að í leikn- um, leikur færasti kvenmaðurinn i félag- inu, frú St. G., enda nýtur sin alls ekki. Um aðra er svo sem ekkert að segja. Þeir eru sumir, satt að segja, ekki lengrakomn- ir en það, að miklu likara er að þeir séu að þylja eitthvað upp úr bók en að tala, — og meir að segja lesa nærri með seim. Tilsögn við leikendur virðist nú vera heldur ábótavant. Islenzkur hugvitsmaður. Eins og mörgum mun kunnugt, hefir landi yor Ólafur Hjaltesteð fundið upp dælu, sem tekur töluvert fram dælum þeim, er áður þektust. Hann sigldi í fyrra til Khafnar til þess að leita álits kunnáttumanna í þeirri grein á vél þessari; og þessu ári, sem hann hefir verið í Khöfn, hefir hann varið til að fullkomna vél- ina og basla í að útvega sér einka- leyfi fyrir henni. |>eir, sem til þess þekkja, hvílíkum erfiðleikum er bundið, að fá slíkt einka- leyfi, sérstaklega fyrir mann, sem er slíku með öllu ókunnugur og enga vél- fræðismentun hefir, hljóta að dást að því, hve langt Ólafur er þó kominn Hann hefir verið félítill mjög; en þrátt fyrir það hefir hann ekki gefist upp. Hann hefir nú látið gera fyrirmynd (Model) af vélinni. Einhver helzti eðlisfræðingur Dana, La Cour prófessor, hefir lokið miklu lofsorði á vélina, og dáist mjög að hugviti Ólafs, manns, sem enga eðlis- fræðismentun hefir fengið. Ólafur hefir nú fengið einkaleyfið fyrir vélinni á Englandi og þýzkalandi, en ekki í Danmörku enn. J>ar hefir verið komið með ýmsar vélar, sem einkaleyfi hafa og þvi bald- ið fram, að Ólafs vól væri ekki svo frábrugðin þeim, að hún yrði talin ný uppfundning. Til þess að geta sýnt vísindalega fram á afbrigði sinnar vélar, hefir Ólaf- ur orðið að nema vólfræði. Hann hefir stundað nám það af frábærri elju og hefir nú sýnt vísindalega fram á, að þrjár af vélura þeim, sem haldið var fram, að Ólafs vél væri stæling eftir, eru bæði ófullkoinnari og sumpart bygðar á öðrum grundvelli. Taki8t honum að fá einkaleyfi á vélinni, er útlit til að vélaverksmiðja mikil hér í Khöfn, sem *Atlas« heitir, muni kaupa einkaleyfið fyrir 30,000 krónur. Fari svo, ætlar hann sér að fara heim og koma upp vinnustofu í Beykjavík og halda áfram starfsemi sinni þar. |>að er hans innileg ósk, að hugvit hans megi koma íslandi að gagni, og hefir hann verið að fást við að finna upp slóttuvél, er nota megi á íelandi. |>ótt svo fari, að honum takist ekki að fá eínkaleyfi fyrir Danmörku, verð- ur þó ekki hægt að segja, að starf- semi hans sé hégómi einn, þar sem hann hefir fengið viðurkenningu ann- ars eins manns og La Cour er. Khöfn 25. nóv. 1902. S- Tv8 gufuskip hafa komið hér þessa vikuna, frá Khöfn og Svíþjóð; annað auka- skipið frá Sameinaða gufuskipafélaginu, Morse, er kom loks í fyrra dag, eftir 26 daga ferð, hafði tafist. mest i Færeyjum; hitt kom daginn áður, frá Halmstad, Pervie, með timhurfarm til Godthaabsverzlunar. Farþegi með Morso var Friðrik Frið- riksson spitalaprestur. Síðdeglsmessa á morgun kl. 5(J.H.) íslenzk listakona í Khðfn. Það- an (frá Khöfn) er ísafold skrifað 25. f. m.: »Fröken Maria Bachmann, dóttir Sig. kaupmanns Bachmanns á Patreksfirði, hefir numið pentlist i Khöfn undanfarið ár. I sumar var mynd eftir hana sýnd’*[á lista- sýningunni i Charlottenborg og gerður að góður rómur. Hún hefir selt þá mynd hér og aðrar fleiri.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.