Ísafold - 20.12.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.12.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinm eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark, minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé til itgefanda fyrir 1. oktúber. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœt.i 8. XXIX. árg. jfíuéJaí/ó jtíaAýOstí'ib Reknetaveiðar. Upp^ripa- y,róöavegur. Frá NorðmannÍDum. Th. S. Falck í Stafangri, er hefir látið stunda síldar- reknetaveiðar hér við land nokkur ár undanfarin — þetta er þriðja árið — og sent ísafold skýrslu um árangurinn af þeim, fyrir milligöngu stórkaupmanne Thor. B. Tuliniusar í Khöfn (sjá ísafold 29. jan. og 18. des 1901), hefirhr. Tuli- nius fengið i haust enn skýrslu frá sumrinu í sumar, en hanu af góðvild sent hana ísafold til birtingar (með Vestu). Bn með því að sama skýrsl an er þegar komin í Norðurl., látum vér nægja að setja hér ágrip af henni. Konsiill Palck hafði við veiðar þess- ar í sumar sömu skipin tvö eins og undanfarin sumur, Albatros og Atlas, og ennfremur gufuskipið Alstein; þar að auki segir hann að við veiðina hafi fengist í sumar 10 skútur og kuggar, er sum hafi átt heima á Tslandi, en sum í eynni Körmt á Hörðalandi. Hann aflaði í hitt eð fyrra 536 tunn- ur og í fyrra 916, en var þegar hann skrifaði, 3. okt., búinn að fá meir en tvöfalt það og átti auk þess von á 700 tunnum, sem voru á leiðinni. Auk þess hafi allstórar sendingar farið til Björgviuar, Kaupmannahafnar m. m., og gizkar hann á, að veiðin muni hafa numið alls í sumar 5000 tunnum, en það verði sama sem 100,000 kr. með 20 kr. verði. þá gerir hann grein fyrir, hvarbezta atíaskipið, »Albatros«, reyndi fyrir sór, og hvar og hve nær það fekk mestan aflann. það var seinustu dagana af ágúst og fyrstu dagana af september, á annað hundrað tunnur suma dag ana, úti fyrir Austfjörðum norðarlega, norðaustur af »Svenaleikartangen» (Sveinalækjartanga?). þegar komið var fram i sept., varð að hætta, vegna gæftaleysis. Af þessu má marka, segir hann, að afla má síld við ísland langt fram á haust, ef höfð er rétt veiðiaðferð og síldin loituð uppi, í stað hins, að síld- in leiti uppi fiskimanninn. þá minnist hann 4, hve síld hafi hrugðist í sumar á Æústfjörðum, þ. e. inni í fjörðunum,, og það á fyrirtaks- aflastöðvum eins og Eskifirði og Reyð arfirði. En rótt fyrir utan hafi síldin verið ítorfum, og hún ekki léleg, held- nr afbragðs stórsíld. Bn hann segist enn sem fyrri hafa orðið fyrir því ó- happi, að ekki hafi verið svo vel með veiðina farið, sem skyldi. þessi stór- síld hafi verið full af átu, og ef hún sé ekki söltuð undir eins og hún er dregin, þá skemmist hún. það sé al- veg nauðsynlegt að taka úr henni magann og verka hana með »skozk- um« hætti, sem kallaður sé; annars skemmist hún á augabragði. Sumt af síldinni héðan var svo skemt vegna slæmrar verkunar, að ekki seldist öðruvísi en moð miklum af- föllum. Af síld þessari fóru 310 í 180 punda tunnu, upp' og niður. Reykjavík laugardaginn Hann getur þess, að ýmsir íslend- ingar, er farið hafi að sínum ráðum Og tekið upp þessa veiðiaðferð í sum- ar, láti mjög vel yfir árangrinum af þeitra litlu tilraunum, og telur engan vafa á því, að veiði þessi eigi mikla framtíð fyrir sér hér á landi. Hann endar skýrslu sína á þeim snjöllu og drengilegu ummælum, að hafið sé stórt og þar komist allir fyrir; en ekki stoði lengur að halda kyrru fyrir inni á fjörðum og horfa á að fyr- irtaks-síld farl fram hjá landinu, vegna viðburðaleysis að fara út að veiða hana. Bœjarstjórnarkosningar. Af 9 bæjarfulltrúum alls hér í höfuð- staðnum fara 5 frá eftir næstu ára- mót, en 4 verða eftir. þessir 4 eru: Guðm. Björnsson hér- aðslæknir, Sighvatur Bjarnason banka- bókari, Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur og þórhallur lektor Bjarnarson. Með því að nú á að fjölga um 4 menn í bæjarstjórn, eftir hinni nýju samþykt, og fulltrúarnir að verða 13 upp frá þessu, verður að kjósa 9 menn í stað þeirra 5, er frá fara: 7 af almenna gjaldendaflokkmim, en 2 af hinum hærri, alla til 6 ára. Auk þess á nú að kjósa 2 menn til að endurskoða reikninga bæjarsjóðs næstu 6 ár, Allmargir borgarar bæjarins af ýms- um stéttum og atvinnuflokkum og úr ýmsum helztu fólögum f bænum hafa nú átt með sér ráðstefnu nokkrum sinnum um hinar fyrirhuguðu bæjar- stjórnarkosningar, sem ekki er holt að hrapa að umhugsunarlítið og undir- búningslaust, og hafa þeir orðið á það sáttir, eftir vandlega íhugun og með ráði margra félaga sinna og at- vinnuflokksbræðra, að halda fram til kosningar í þetta sinn a) af almenna gjaldenda- f 1 o k k i: 1. Birni Kristjánssyni kaupmanni, 2. Halldóri Jónssyni bankagjaldkera, 3. Hannesi Hafliðasyni skipstjóra, 4. Kristjáni þorgrímssyni kaupmanni, 5. Ólafi Ólafssyni bæjarfulltrúa, 6. Pótri Hjaltested úrsmið, 7. Sigurði Einarssyni bónda á Seli; b) og a f hærri gjaldendum: 8. Jóni Magnússyni landritara, og 9. Kristjáni Jóns3yni yfirdómara. En til að endurskoða bæjarreikninga leggja þeir til að kosnir séu: Gunnar Binarsson kaupmaður og Hannes Thorsteinsson cand. jur. Af framantöldum fulltrúaefnum eru nr. 2 og 5 nú f bæjarstjórn. Bn þeir Jón Jensson og Magnús Benjamíns- son gefa ekki kost á sér lengur. Miklar líkur eru til, að öllum þorra kjósenda muni Ifka vel þessi tilnefn- ingj eftir atvikum, og að þeir muni að hyllast hana fúslega. Hitt ætti ekki að þurfa að taka fram um leið, að sjálfir ráða þeir al- vog, hvort þeir gera það eða ekki. 20. desember 1902. þetta er að eins bending eða f hæsta lagi áskorun um að halla. sér að þessum mönnum og verða þar vel samtaka. það er bending, sem styðst við vandlega íhugun allmargra málsmet- andi manDa, svo sem fyr segir; og má eigi að síður gera ráð fyrir, að ýmsum sýnist annað, svo sem ekki er neitt tiltökumál. En hugfast skyldu þeir hafa það, hvað leitt getur og leiðir vanalega af þeim stjórnlausum tvístringi atkvæða við kosningar, sem fram kemur, er hver einn hugsar um það eitt, að kjósa eftir sínu höfði eingöngu og hirðir ekki hót um að samlaðast öðr- um, hversu lítið sem í milli ber. Afleiðingin er sem sé sú, að þeir koma alls eigi sínum vilja fram, held- ur verða þess valdandi, að kosningu hljóta ef til vill þeir, er þeim er mest í móti skapi og sízt eru til fallnir að þeirra dómi, einmitt fyrir samtök ann- arra, sem t. d. það vakir ekki aðal- lega fyrir, að fá kosna vel hæfa, val- inkunna og sjálfstæða menn, heldur eingöngu fylgifiska einhvers drotnun- argjarns einstaklings, er hlaða vill utan að sér sem flestum vildarvinum sínum, sem ekki geri annað en að sitja og standa svo sem þeim hinum sama líkar bezt. Kosningar eru og verða jafnan sam- vinnu-atriði og samtaka; það er þeirra sjálfsagt og sannarlegt eðli. Fyrir þvf verða þeir, sem nota vilja kosningarrétt sinn vel og hyggilega, að varast að metast um það endalaust, hvort sá eða sá er þeim hverjum fyrir sig sérstaklega geðfeldur, heldur verð- ur mælikvarðinn að vera sá, hverjum vel nýtum mönnum yfirleitt hægt er að afla almenns fylgis. það má hins vegar lengi leita að þeim, er enginn getur neitt að fundið; slík leit er og verður alla tíð árangurslaus, með því að »enginn gerir svo öllum líkar« o.s.frv. Með góðri samvinnu er sigur vís. Bn með sundrungu greinilegur ósigur jafnvís. Austfirzku steinkolin er minst á í Khafnarblaðinu »B0rsen« 2. f. mán., í sambandi við kolanámið í Suðurey í Færeyjum, Bem nú er rekið með fullu fylgi af hlutafélagi því, frönsku, er eignast hefir þær nám- ur. Formaður félagsins hefir flutt sig þangað með skyldulið sitt, og ráðið sér 16 sænska kolanema. Stórkaupmaður Thor E. Tulinius, hefir boðist til að reyna sem svarar 50 smálestum af færeysku kolunum í skipum sínum og að koma þeim út til eldsneytis í Khöfn, til þess að al- menningur þreifi á því þar, að þetta séu eins góð kol og hver önnur. En jafnframt er það haft bak við eyrað, að ekkí sé óhugsanlegt, að aust- firzka kola-æðin sé hin sama og sú í Suðurey og liggi alla leið þar í milli 71). blað. í jörðu ; og reynist færeysku kolin vel, þá hljóti hin íslenzku að gera það líka. Hölaskóli í Hjaltadal. Ur bréfi að norðan. Við búnaðarskólann á Hólum eru nú 12 piltar; þar af eru 2 úr Húna- vatnssýslu, 4 úr Skagafjarðarsýslu, 1 úr Eyjafjarðarsýslu, 3 úr Suður-þÍDg- eyjarsýslu, 1 úr Norður-þingeyjarsýslu og 1 úr Norður-Múlasýslu. Eins og kunnugt er, hefir fyrirkomu- lagi skólans verið breytt. Bóklega og verklega kenslan aðskilin. Jörðin er leigð búfræðing Flóvent Jóhannssyni, sem geldur 4°/> í leigu af öllum eiguum, sem skólabúinu til- heyra — jarðarverðinu og lausafé —; eftirgjaldið er um 1200 kr. Bókleg kensla fer fram að vetrinum. Námstíminn er 6l/2 mánuður. þann tíma stunda piltar aðeins bóknám. Að sumrinu geta þeir piltar, sem óska þess, dvalið á Hólum og fengið þar kenslu í verklegri búfræði, og fá þá ókeypis fæði og húsnæði við skól- ann árið um kring. Einnig útvegar skólinn þeim pilt- um, sem þess óska, kenslu í að læra plægingar og verklega garðyrkju og skógrækt, eða útvegar þeim sumar- vinnu hjá góðum bændum, þar sem þeim gefst kostur á að læra verklega búfræði, bústjórn og annað, sem að búnaði lýtur. Kensluaðferð við skólann hefir ver- ið breytt í líkingu við það, sem tíðk- ast við skóla erlendis. Til skólans hafa verið keypt kenslu- áhöld fyrir kr. 1,200. það eru ýms áhöld og efni, sem tilheyra efnafræði. þar er hægt að rannsaka fituefni í mjólk m. fl. Fjöldi af rayndum af ýmsu, sem tilheyrir búfræðinni, og nokkrar mót- myndir. Ennfremur á skólinn gott steinasafn, fræ- og grasasafn, safn af tilbúnum áburðarefnum og fóðurteg- undum. Ennfremur beinagrind af hesti og áhöld, sem tilheyra eðlisfræði. Kenslan við skólann fer öll fram í fyrirlestrum. Myndirnar og kensluá- höldin eru þá notuð til skýringar. Kenslugreinar við skólann eru: reikn- ingur, rúmmáls- og þykkvamálsfræði, bú- reikningar og hagfræði, landmælingar og hallamæling, dráttlist, steina- og jarðfræði, grasafræði, efnafræði, dýra- fræði, líkskurðarfræði og lífeðlisfræði búfjár, búnaðarsaga, jarðyrkja, skóg- rækt og garðyrkja, búfjárfræði, verk- færafræði, mjólkurfræði, lækningarbii fjár, íslenzka, danska og leikfimi. í öllum nára8greinunum er tekið til- lit til þess, hvað að baldi megi koma búnaði manna hér á landi; öllum þurr- um upptalningum slept, en leitast við að gera kensluna í hinum einstöku greinum svo Ijósa ög skemtilega, sem kostur er á. Til leikfimi er varið einni stund á dag. Hún er álitin nauðsyn- leg til að viðhalda heilsunni. Til þess að vekja áhuga pilta ábún- aði, verða á vetrum farnar ferðir til þess að skoða helztu bændabýli í ná- grenninu, einkum þar, sem einhverjar jarðabætur hafa verið gerðar, eða bú-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.