Ísafold - 20.12.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.12.1902, Blaðsíða 2
314 fjárrækt er í góðu lagi. Kennarar fylgja piltum í þessum ferðum, og benda þeim á, hvernig búskapinn má bezt stunda, og hverjar jarðabætur myndu gefa mestan arð á hverjum stað. 1 vetur hafa verið farnar tvær slíkar ferðir, önnur að Hofi í Hjaltadal, hin að Hofstöðum í Skagafirði, sem ereitt- hvert hiðj mesta myndar- og rausnar- heimili í Skagafirði. þar hafa verið unnar miklar jarðabætur. Við búnaðarskólann fer fram í vet- ur mjaltakensla. Hin fyrsta reglulega kensla fórframlö.—30. nóvember; þar voru þá 5 nemendur. Fyrirlestrar voru fluttir af kennur- um skólans: um skapnað júgursins, um hina nýju mjalta-aðferð, um helztu mjólkureinkenni á kúm, um fóðrun nautpenings, um efnasamsetning mjólk- ur og loftið í nautpeningshúsum. Mjalta- kensla byrjar aftur 16. febrúar. Ennfremur er ákveðið, að á tíma- bilinu frá 14.—30. marz fari fram kensla fyrir bændur og bændaefni; þá verða haldnir fyrirlestrar um jarðyrkju, um hirðing áburðarins, um helztu einkenni á hestum og kúm, um meðferð mjólk- ur, um búreikninga, gefið form fyrir einföldu reikningshaldi o. fl. í sam- bandi við kensluna verða haldnir fundir til að ræða ýmíslegt um búnað. Um þessa kenslu hafa þegar sótt 10 bændur. 2. des. 1902. Laglega lilaupið undir bagga. Fáein sendibréf, sem Þórólfur Hreiusson komst yfir af tilviljun. VIII. Frá Olöfu Sigurðardóttur, Gnúpi. til Helgu Arnljótsdóttur, Reykjavik, Gnúpi, 1. maí 1905. Kæra vinstúlka. Innilega þakka eg þér fyrir bréf þitt, dags. 10. apríl, og fyrir þín góðu ráð og umhyggju fyrir mér. Með þessari sömu ferð, sem eg sendi þér þetta bréf, skrifar pabbi til Thom- sens í Reykjavík, og gjörír ráðstafanir til þess, að þú megir taka þar út í hans reikning í föt handa mér, og það allra nauðsynlegasta, sem eg þarf til þess, að eg geti komið fram eins og manneskja, þegar eg er komin suð- ur. f>ú ætlar þá að gjöra svo vel að taka það út fyrir mig og koma því í verk, að fá það saumað. Pabbi var nú tregur á þetta, því hann er treg- ur á flutningmn yfir höfuð. En við öll hin iðum af tilhlökkun. Eg hefi fylgt nákvæmlega ráðum þínum. Eg æfi mig á hverjum degi að ganga eins og þú skrifar mér, og eg held að mér takist það; því um daginn fórum við til kirkju, og þá við kirkjuna gekk eg svona, eins og þú segir að gengið sé í Reykjavík, og sá eg, að stúlkurnar og konurnar, sem komu til kirkju, horfðu talsvert á mig, meir en vanalega. |>ær hafa séð muninn. Mér er svo miklu léttara síðan að eg fekk pabba til að skrifa Thomsen; þar fæst alt, svo að eg er viss um, að þú getur fengið þar það sem við þarf. Eg hefi ekki snert á verki síðan að eg fekk bréf þitt; mér var sagt um daginn að íara að berja á úti á túni. Eg átti nú ekki annað eftir. Eg af- sagði það. Eg vona nú, kæra Helga mín, að við sjáumst bráðum. Einhveru tíma í næsca mánuði stendur til að við kom- um suður; snemma í honum verður það ekki, því pabba er svo ant um að skiija vel við jörðina. Eg trúi að jþorkell Auðunsson eigi að taka við henni. |>að er nú einn sveitadurgur- inn! En eg trúi að hann sé duglegur til aó búa. f>á er munur að sjá Ket- il bróður, hvað hann er iiprari og iið- legri en jþorkell! Einu sinni var ver- ið að orða okkur J>orkel saman! Svei! Kannske eg hefði lent í klónum á honum, hefði eg ílengst eystra. f>ín vinstúlka Olöf Sigurðardóttir. IX. Frá Sigurði Þórðarsyni í Reykjavík til Auðuns Bjarnasonar á Hvoli. Reykjavik, 18. sept. 1907. Heiðraði fornvin minn, ætíð sæll. Eg ætla nú að hripa þér línu, og segja þér frá kjörum mínum hér í höfuðstaðnum þessi tvö ár, sem eg er búinn að vera hér. Nauðugur fór eg að austan, og að mörgu leyti brá mér við lífið hér. f>að eru viðbrigði að koma frá víðlendri jörð, og að setjast að í einu litlu herbergi; og hafa ekki þumlung lands, sem rnaður getur kall- að sitt. Eg og kona mín höfum geng- ið í svo kallaða eyrarvinnu og fisk- vinnu, og féll hún okkur ekki vel. Ket- ill sonur okkar gekk líka í vinnu fyrra sumarið, en þessa vetur hefir hann verið á stýrimannaskólanum. I vetur réðst bann á þilskip, en það kom inn með haun aftur eftir viku, fárveikan af sjósótt. Síðan hefir hann ekki far- ið á sjó. Samt ætlar hann að verða enn í vetur á sjómannaskólanum og taka próf. Ekki veit eg til hvers það er, þegar honum fellur svona illa sjó- lífið. Ólöf dóttir mín hefir verið að ment- ast á skraddarastofu og í hússtjórnar- skólanum; svo hefir hún verið að læra ensku og dönsku; það vill það, þetta UDga fólk. Eg held nú að þau hefðu haft eins gott af að vera í sveitinni og ganga að algengri sveitarvinnu. Eg hefi ráðist í að kaupa hús hér, og er það nú samt mest upp á lán. Eg veit ekki, hvort eg kemst frá því. En eg leigi út nokkur herbergi, og hefi tekjur af því. Eg held að Arnljóti veiti heldur erfitt. f>órður sonur hans er fyrir löngu nokkuð búinn að taka stýrí- mannspróf, en ekki hefir hann enn komist að að verða hvorki formaður né stýrimaður. Hann er þó á þilskipum alt af; fyrst sagði Arnljótur að honum hefði gengið vel, og haft eftirtekju, meðan hann fekk ákveðið mánaðar- kaup; en síðan hálfdrættið komst á, og fiskur féll í verði, hefir vinna hans verið arðlítil mjög. Hann er lingerður, pilturinn; en þess gætir ekki, þegar fast mánaðarkaup er í aðra hönd. Eg held að Arnljótur sé ekkert hrifinn af lífinu hér, heldur en eg. En konur okkar og börn eru mjög ánægð hér, og er það nokkur bót í máli. Ketill var liðléttur hér í fyrra sumar. Eg sendi hann í kaupavinnu í sumar, heldur en að láta hann ganga hér iðjulausan, eins og í fyrra sumar. — Hann var duglegur til sveitavinnu; hér nýtur hann sín ekki. Eg býst nú ekki við að þér þyki það mikil tíðindi, þó eg segi þér, að þau telja sig trúlofuð, Ólöf dóttir mín og f>órður Arnljótsson. Næði f>órður því, að verða skipstjóri, þá læt eg það vera; en til þess er engin útsjón enn. Helga Arnljótsdóttir kvað líka vera trúlofuð einhverjum trésmið, fpórólfi að nafni. Trésmiðir hafa hér arðsama vinnu, svo það Iítur heldur efnilega út fyrir henni. Eg heyri, að f>orkell sonur þinn renni upp eins og fífill á Gnúpi, og gleður það mig í alia staði. Eg varð feginn, að þú og þínir höfðu ekkertó- lán af því, sem þú hljópst undir bagga með mér með að kaupa af mér jörð- ina. Eins hefði eg viljað eiga Ólöfu mína þar, eins og hér. En það átti nú ekki að verða, f>ú skilur. Húsakynni mín eru nú góð og fal- leg; ekki er því að leyna; og mikið er hér um fjör og dýrðir að mörgu leyti. En rólegra var líf mitt eystra en hér, og þótt búskaparáhyggjur legðust oft að mér, þá fanst mér þó ætíð að eg fyndi til botns til að standa á; hér hefi eg líka áhyggjur og þær oft ekki minni en eystra; en sá er munurinn, að hér finst mér oft sem mig vanti fótfestu. f>ér að segja vildi eg helzt að við værum komin austur aftur; en úr því er nú ekki gott að ráða héðan af; það lítið, sem eg átti eftir, er kora- ið í þetta hús, og stendur þar fast. En það var orðið svo lítið; eins og eg skrifaði áðan, á eg nauðalítið í hús- inu. Enga má skeika, ef vel á að fara. Eg ætla nú að hætta þessu klóri og bið þig að virða það á betri veg, Eg tala ekki um hagi mína við aðra en þig. Hver veit, nema alt fari vel, betur en mig órar stundum fyrir. Kveð eg þig svo með óskum beztu, og þökk fyrir alt gamalt og gott, og feginn vil eg mega eiga þig að. f>inn einlægur vin Sigurður pórðarson. X. Frá Auðunni Bjarnasyni á Hvoii til Sigurðar Þórðarsonar í Reykjavik. Hvoli, 6. febr. 1908. Heiðraði vin, ætíð sæll. Eg þakka þér fyrir bréf þitt, dags. 18. sept. f. á. J>ú ert minn gamli sveitungi og ná- granni, og því þykir mér fróðlegt að frétta af högum þínum, og sama er að segja um Arnljót. Hann var líka sveitungi minn og kunningj; eg heyri ekkert um hagi hans, nema það litla, sem þú drepur á þá. f>ið eruð báðir orðnir húseigendur í höfuðstaðnum, og er það heldurglæsi- legt. Eg er ókunnur þessu stórborga- lífi, og get því ekki um það dæmt; en bvo skilst mér á brófi þínu, sem þú farir ekki á mis við ábyggjur þar syðra, ekki síður en meðau þú varst bóndi hér á þinni jörð, þó ekki væri hún stór. Eg skal segja þér það hreinskilnislega, að bréf þitt hefir valdið mér talsverðrar áhyggju, bæði þín og Arnljóts vegna. Eg þykist sjá þar margt á milli línanna. Mér er það kunnugt frá fornu fari, að Arnljótur er lítið gefinn fyrir rit- störf. f>ví bið eg þig þess, að jafn- framt því, sem þú skrifar mér um á- stæður þínar, að þá lácirðu mig emnig vita um hagi hans. f>að eru fleiri en eg af ykkar fornu sveitungum, sem er forvitni á að frétta af ykkur. f>órður á Breiðafelli hefir nú búið þar síðan að Arnljótur fór suður; hon- um vegnar þar vel; enginn getur ann- að séð; þó er sagt, að einhver umbrot séu komin í hann til að losna þaðan og komast til Reykjavíkur, og er mér þetta óskiljanlegt. Hann á uppkom in börn, eins og þið Arnljótur, og hef- ir því haft lítil útgjöld til vandalauss vinuufólks. En svo mikið þykist eg vita, að ekki langar f>órð sjálfan til breyta stöðu sinni og bregða búi. Ykkur Arnljót hefi eg hvorki hvatt né latt til þessarar Reykjavíkurfarar. Eg trúi að mín ráð eigi illa við þessa framfaratíma. En þér er kunnugt, að vilja hefi eg jafnan haft til, að greiða götu sveitunga mínna, hafi eg verið þess megnugur; og svo er enn. Og enn þá tel eg ykkur Arnljót meðal þeirra. Eg kveð þig svo með óskum beztu. |>inn einlægur viu Auðunn Bjarnason. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Lóðar- gjaldsmálið var á dagskrá i fyrradag, kom- ið aftnr frá nefndinni (Þ. B., S. B , Gh B.), er hafði umsteypt gersamlega hinni upp- haflegu tillögu, og vill nú miða lóð^rgjald við virðingarverð lóða, i stað flatarmáls, og hafa það 1 °/0. Málinu var frestað, eftir talsverðar umræður. Yegagerðaráætlun 1908 rædd og samþykt. Skyldi varið 1100 kr. til framhalds stéttar við Langaveg, 550 til vegar frá harnaskóla- lóð að fríkirkjunni, 450 til vegabótar á Amtmannsstig og pipuræsis þar, 400 til lóðarkaupa undir vegi, 350 til ofaniburðar í Hafnarfjarðarveg, 250 til vegar frá Bræðraborgarstig að Landakotstúni; ofani- burður i götur 1500. Afsalað forkaupsrétti að Frostastaðalandi, er Sturla kaupm. Jónsson ætlar að selja Sveini kaupmanni Sigfússyni í Hafnarfirði fyrir 14000 kr. með fiski- og salthúsum þar, en að fráskildu Frostastaðabýli; sömu- leiðis að Arabletti, er D. Thomsen konsúll vill selja; og loks að Garðhúsabletti — seljándi Þuriður Eyólfsdóttir. Samþ. að endurgjalda Sigurði Jónssyni fangaverði ofgreitt lóðargjald af 348 ferh,- álnum (ób. lóð) síðan er hann seldi lóð þessa hænum fyrir 3 árum, en synjað um endurgreiðslu á hluta af túnleigu. Halldóri Jónssyni í Bráðræði synjað um útvisan á Grandanurr. til fiskverkunar. Samþykt að reisa nýtt slökkvitólahús undir nokkuð af slökkvitólunum norðan undir hegningarhúsinu. Samþ. að greiða af óvissum útgjöldum kostnað við aímæiisavörp m. m. til þcirrn P. Melst. og Björnstjerne Björnssons, 114 kr. alls. Börnum þeim, er eigi höfðu fengið Thorsillii-styrk eftir tillögum fátækranefnd- ar, veitt ókeypis kensla í barnaskólanum. Sarnþ. brunabótavirðing 4 reykhúsi og slátrunarhúsi kaupnr. Jóns Þórðarsoaar við Bankastr. 9,408 kr.; á húsi Guðm. Sveins- sonar stýrimanns við Hverfisg. 3863; Sveins Einarssonar við Hverfisg. 2026; og geymslu- húsi á lóð Sigurðar Jónssonar járnsmiðs i Aðalstræti 2026. Dómur um áfengisYerzlunarleyfl. Landsyfiréttur hefir 15. þ. m. kveð- ið upp dóm í máli, er höfðað hafði verið í surnar norður á Akureyri gegn forstöðumanni Höepfners verzlunar þar, faktor Joh. Christensen, fyrir þær 8akir, er segir í eftirfarandi, orð- réttum forsendum landsyfirréttardóms- ins: Verzlun sú 4 Akureyri, er hinn kærði veitir forstöðu, og þar sem hin ólöglega áfengisverzluu á að hafa átt sérstað, hefir veiið eign kaupmanns Carls Höepfners í Kaupmannahöfn og rekin á Akureyri sam- kvæmt borgarabréfi útgefnu 9. júní 1835 og bljóðandi npp á nafn téðs Carls Höepfn- ers. 1 sept. f. á. andaðist eigandi verzlun- unarinnar, Carl Höepfner, og keypti þá kærði verzlunarleyfi handa ekkju hanB,. ekkjufrú A. Höepfner i Kanpmannahöfn, og litlu siðar sótti hann fyrir hennar hönd nm leyfi til áfengissölu samkv. lögum 11. nóv. 1839, en var neitað um það. Hætti kærði þá áfengissölu við verzlunina frá siðastliðnu nýári, en byrjaði á henni aftur í aprílmánuði síðastliðnum eftir skipun frú llöepfner, sem taldi sig hafa rétt til að halda verzlun manns síns áfram samkvæmt borgarabréfi hans, þar sem hún sæti i ó- skiftu búi eftir hann, einnig áfengisverzlun- inni samkvæmt 1. lið 2. greinar i nefndum lögnm II. nóv. 1899. Fyrir áfengissölu þá, er kærði hefir þannig rekið við verzlunina eftir fráfall Carls Höepfners, bæði siðari hluta ársins 1901 og aftur síðan i april- mánuði þ. á., hefir því næst mál þetta verið höfðað gegn honum, og var það dæmt i lögreglurétti Akureyrar með þeim úrslitum, sem hér segir. Spurningin í máli þessu er nú sú, hvort ekkja Carls Höepfners kaupmanns hafi haft rétt til þess, eins og hún heldur fram, að nota verzlunarleyfi eða borgarabréf manns hennar, eftir að hann var fallinn frá, því að undir úrlausn þeirrar spurningar er það komið, hvort hinn kærði verzlunarstjóri hennar hefir gert sig sekan i ólöglegri áfengisverzlun þeirri, er hann er kærður fyrir. Eins og áður hefir verið tekið fram, keypti reyndar kærði nýtt verziunarleyfi handa ekkjunni og sótti um áfengissölu- leyfi handa henni, eftir að maður hennar var dáinn; en þetta getur ekki álitist hafa breytt réttarstöðu ekkjunnar, að þvi er verzlunarréttindin snertir, til hins verra; enda er það fram komið í málinn, að kærði gjörði þetla hvorttveggja af misskilningi eða án heimildar frá ekkjunnar hálfu. En að þvi er kernur til aðalspurningarinuar í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.