Ísafold - 17.01.1903, Blaðsíða 3
11
XV.
Frá Sigurði Þórðarsyni
til Auðuns Bjarnasonar á Hvoli.
p. t. Reykjavík, 4. ág. 1909.
Heiðraði yin.
fórður á Vellanda er hér staddur,
og gríp eg tækifærið til að hripa þér
eina línu í snatri, bara til að láta þig
vita, að alt gengur vel. Við greiðum
alt af atkvæði með ráðgjafaflokknum.
Við komumst undir eins upp á það,
og hefir okkur aldrei fipast í því.
Einu sinni var Arnljótur staðinn upp,
og ætlaði að fara að tala; það var
verið að tala um laun yfirsetukvenna;
en eg náði í hann- og kipti honum
niður, áður en hann var byrjaður.
Arnljóti var nú lfka vorkunn þar. f>ú
manst, að kona hans gengdi ljósmóður-
störfum; eystra, áður en þau hjón
■fluttust suður, og var Arnljótur að vona,
að hún fengi þann starfa aftur, þegar
hún væri komin austur. f>að var því
ekki að furða, þó að það mál snerti til-
finningar hans. Annars höfum við
hvorugur talað orð enn, nema sagt já
eða nei, er haft hefir verið nafnakall.
Á þingfundum hef eg sagt honum
að hafa fyrir framan sig blað, og halda
á blýanti, eins og hann væri að »nót-
era« hitt og þetta úr ræðum þing-
manna; einnig að vera sem fátalaðast-
ur við þá utan funda. þeir halda að
hann sé heldur íbygginn, og að sam-
tali tveggja þeirra varð eg heyrnar-
vottur hérna um daginn á lestrarsaln-
um, og heyrði eg að annar sagði:
»Hann er víst ekki allur þar sem hann
er séður, þessí Arnljótur*.
Hann kemur annars vel fram.
þórður segir vera einmuna tíð eystra,
og svo er líka hér. það er þvf engin
furða, þótt hugur okkar Arnljóta dvelji
oftast heima í heygörðunum okkar um
þessar mundir, þótt »kerin« sitji hér.
það er náttúrlega hirt af ljánum, eða
því sem næst.
þingtíminn er nú rúmlega hálfnaður,
og sjáum við að við ætlum að kom-
ast vel af með ferðakostnaðarpening-
ana okkur til viðurværis. f>eir segja
okkur, að við getum kannske komið
ferðakostnaðinum upp f 70—80 kr.
Við lifum spart, f>að sem af er hefir
sýslan enga miukun haft af þingsetu
okkar, og við vonum að það verði ekki
heldur framvegis.
Við hlökkum |til að komast heim
aftur, og þá skulum við borga þér
reiðilega það, sem þú hefir lánað okkur.
f>inn skuldbundiun vin
Siguröur pórðarson.
P. S.
f>að eru dálítil umbrot í mér með
að halda eina ræðu, einhvern tíma
fyrir þinglok, ef hentugt mál kæmi
fyrir. f>að væri mér Bvolítið til æfing-
ar, upp á framtíðina, sko!
Af EiOaskólanum
segir svo í »Norðurl.« í f. mán., eft-
ir bréfi að austan, að þar séu nú 11
námssveinar og skólanum heldur að
fara frara, kenslutækin betri og full-
komnari, túnið þriðjungi stærra og
gefi af sér helmingi meira af töðu en
áður, útengi bætt með vatnsveitingum
og framræslu og gefi af sér helmingi
meira hey og miklu betra. »Að krónu-
tali hefir skólabúið vaxið nærfelt um
helming síðan 1888 um vorið, er Jónas
Eiríksson tók við«. »Skólahúsið er nú
fornt orðið og afarþröngt«. Sífeld
fjárþröng kreppir mjög að skólanum.
Rikisráösfleygs-málgagn
er nýlega upp risið hér í höfuðstaðn-
nm og heitir »L a n d v ö r n», en rit-
stjórn hr. Einar Benediktsson yfirrétt-
armálaflutningsmaður við þriðja mann.
f>ví er vitaskuld ætlað að halda fram
fians skoðun á ríkisráðs-setufyrirínæl-
um stjórnarskrárfrumvarpsins frá síð.
asta þingi, er -ísafold hefir minst á
lauslega áður oftar en einu sinni og
ekki þykir þörf á að sinna frekara að
svo komnu.
Blaðið er í sama broti og ísafold,
en ótiltekið um tölublaðafjölda og út-
komudaga; »verður hagað eins og hent-
ast þykir, eftir því, hvernig umræður
verða um stjórnarskrármálið*.
Kosningakærumálln ísfirzku.
Nú er alveg úr þeim dottinn botn-
inn, með amtsúrskurði 3. f. mán.,
bæði þeim, er H. Hafstein sýslumað
ur hóf, og eins gagnkærum þeirra
Skúla Thoroddsen og síra Sigurðar
Stefánssonar. Hefði átt til málshöfð-
unar að koma, mundi hafa orðið að
beina henni ekki síður gegn H. Haf-
stein eða hans kosningaliðsmönnum
en hi'num. En ýmislegt kátbroslegt
(ef ekki grátbroslegt) kom fram í
rannsókn málsins, og það heldur ó-
skemtilegra í garð þeirra H. H. Frá
því er mörgu sagt í »þjóðv.« 2. þ.
mán.
Myklestad kláðalæknir
frá Noregi, sem er frægur maður
fyrir útrýming fjárkláða þar og nú
hingað ráðinn af amtmanninum fyrír
norðan samkvæmt fjárveiting alþingis
1901, til þe38 að leggja á ráð um út-
rýming fjárkláða hér og sérstaklega að
kenna mönnum fjárkláðalækningar,
kom tíl Akureyrar 12. f. mán. með
Agli og tók þegar til starfa þar í Eyja-
firðinum að skoða féð, — segir »Norð-
url.« — ásamt 2 tilkvöddum mönnum,
er læra skyldu af honum, Davíð Jóns-
syni á Kroppi og Sigurgeir Daníels-
syni á Núpufelli. þeir voru búnir að
skoða fyrir jólin fé á 42 bæjum, hátt
á 6. þús. alls, og reyndist kláði iiafa
verið á 7—8 þeirra bæja í haust. »En
þar hefir hvarvetna verið baðað í haust,
án þess að trygging hafi fengist fyrir
útrýming kláðans. Á sumum bæjun-
um hefir verið við böfð steinolía og
Bumstaðar kreólsápa eða kaibólsýra.
Áhrifin af þeim lyfjum öllum líkjast
svo kláða, með því þau brenna hör-
undið, að ekki er auðvelt að segja,
hvort þar hefir í raun og veru verið
um kláða að tefla eða ekki. Einmitt
þetta, að menn hafa verið að leitast
við að lækna kláðann án fullkominnar
þekkingar í Noregi, hefir valdið Mykle-
stad örðugleika'þar. Fyrsta aðalatriðið
er að fá fulla vissu um, hvort um kláða
er að tefla eða ekki, og þessar lækn-
ingatilraunir hafa tafið fyrir þeirri
vissu.
Sum útbrot hafa menn álitiðaðværi
kláði, sem hr. Myklestad segir að hafi
alls ekkert átt neitt skylt við þann
kláða, er fjárkláðamaur veldur.
Honum lízt prýðilega á fólkið frammi
í firðinum. Hann varð þar var við
mikinn áhuga á að fá kláðanum út-
rýmt, og honum virtist svo, sem fólkið
væri jafnfúst á að hlýða öllum reglum,
er settar yrðu til að ná því markmiði,
eins og bændur í Noregi. Fjárhúsin
þykja honum víða mjög góð. Til dæm-
is gat hann þess, að 2 fjárhús á Grund
væru slíkt afbragð, að jafn-góð væru
þau ekki tíl í Noregi. J>au eru svo
hlý, súglaus og laus við leka.
Hr. Myklestad virðist sem ástandið
hér sé talsvert líkara því sem það var
austanfjalls í Noregi en vestanfjalls;
en austanfjalls var fjárkláðinn miklu
auðveldari viðureignar, og á báðum
stöðunum hefir hr. Myklestad útrýmt
honum. Honum vírðistþví sem menn
geti gert sér von um, að fjárkláðanum
verði útrýmt hér, og það jafnvel með
minni kostnaði en menn hafa áður
gert sér í hugarlund. »Norðurland«
spurði hann, hvort hann teldi fjárhús-
in hér — úr torfi og grjóti — því til
fyrirstöðu, að fullkomin útrýming feng-
ist á fjárkláðanum. Hann kvað þau
alls enga fyrirstöðu veita«.
Kosnlnga-undirróðrl,
undir alþingiskosningarnar í vor, er
tekið til að brydda á í sumum kjör-
dæmum. Mest gengur á með ísfirzka
yfirvaldið, H. H., sem meiri hlutinn á
síðasta þingi bjó til fyrir sérstakt kjör-
dæmi, svo sem marga mun reka minni
til, en því þykir nrí illa treystandi, eftir
alt saman; svo er kosninga kærufarg-
aninu þar vestra frá í sumar fyrir að
þakka meðal annars.
Vart hefir nú orðið við umleitan af
hálfu þess mikla þingmannsefnis eða
vina hans og vandamanna í ekki færri
en 6—7 kjördæmum, og var undir-
róður sumstaðar hafinn í sumar er leið,
um þingtímann.
Nú orðið ruun harðastri hríðinni
honum til fylgis haldið uppi í Eyja-
firði, hvort sem það er af því, að
8malarnir eru uppgefnir við hin kjör-
dæmin, eða Eyfirðingar eru haldnir
viðráðanlegastir og leiðitamastir. En
nú eru þó bornar miklar brigður á,
að sú muni raun á verða um þá.
þar næst fara miklar sögur af ó-
sleitilegum viðbúnaði og vasklegri
framgöngu í einu kjördæmi, Rangár-
vallasýslu, tíl stuðnings því nýstárlega
tiltæki, að koma landshöfðingj-
a n u m á þing. Frumkvöðull þess mun
vera Sighvatur gamli sjálfur, og er nú
hættur við að hugsa um þingsetu fyr-
ir sjálfan sig, en hefir kviðið því, að
þar kæmi köttur í ból bjarnar, ef við
tæki af honum minni maður en sjálf-
ur landshöfðinginn. Tiltæki þetta var
komið á dagskrá með andstæðingum
Framsóknarflokksins eða höfðingjum
þeirra hér í höfuðstaðnum snemma
í haust, en ekki haft í fullu tré um
það fyr en fréttist um forlög kosninga-
laganna. þ>á réðu þeir sér eigi fyrir
fagnaðar sakir, og Sighv. gamli lék
við hvern sinn fingur; þótti stórum
mun sigurvænlegra án heimullegra
kosninga er með þeim. Og upp úr
því tók höfuðstaðarmálgagn þeirra til
að logagylla hann (landsh.) hátt og
lágt, og horfði þá að vanda ekki í að
hafa gersamlega hausavíxl á réttu og
röngu, sönnu og ósönnu.
Um það fer tvennum sögum, hvort
þetta muni gert með ráði eða vitorði
landshöfðingja sjálfs eða ekki. Sumir
fullyrða, að svo muni vera, en aðrir
mæla þar í móti og segja hann hafa
látið f Ijósi þrásinnis, að hann væri
fullsaddur orðinn sinna stjórnsýslulíf-
daga, og þráði það mest, að geta sezt
sem fyrst í helgan stein; telja lík-
legra, að hér eigi að hafa það bragð,
að færa honum fornspurðum eða því
sem næst mikla mergð undirskrifta
undir þingmenskuáskoranir úr fyr-
nefndu kjördæmi, og vita, hvort þá
renna eigi á hann tvær grímur. í
því skyni er nú unnið sem tíðast og
vasklegast að undirskriftasmölun um
sýsluna, og mælt, að það gangi greið-
lega í austurhreppunum, einkum undir
Eyjafjöllum og í Fljótshlíð, þar sem
mest hefir verið ríki Sighvats gamla
og ekki skortir bljúgan og innilegan
undirgefnisanda; en miður, er vestar
dregur; á Rangárvöllum t. d. ekki
fengist nema 9 undirskriftir.
Gufuskipid Hertha kom til Hafn-
arfjarðar á þrettánda til P. J. Thorsteins-
son & Co., eftir 24 daga ferð frá Skot-
landi; var komið undir Dyrhólaey á jóla-
dag, en hraktist frá landi aftnr og alla
leið til Stornoway í Suðureyjnm, náði
þangað nauðulega fyrir kolaleysi og misti
á leiðinni allan þilfarsfarminn, steinolíu.
Siðdegisguðsþjóuasta á morgun í
dómkirkjunni kl. 5 (J. H.).
Skipstrandið 4. þm. Botnvörpungur-
inn enski sem rak upp á Garðskagaflúðir
þann dag, nálægt vitanum, hét Spring
Flower, en skipstjóri John Forester, frá
Hull.
Slys. Drengur frá Borgum i Þistilfirði
druknaði i f. m.; hafði dottið út af brú á
bæjarlæknum, en fest fótinn í brúöni og lá
með höfuðið á kafi í vatninu.
Úr Norðurþingeyjarsýslu er skrif-
að rétt fyrir jólin (23. des.) um ágætis-
tið, svo að gamlir menn muna varla betri.
I norðursveitunum (Núpa- og Sléttusveit)
hafði ekki snjóað að kalla mátti nema í
fjöll, og ekki var farið þar að venja lömb
á hey.
Veðurathuganir
i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
19 0 3 C_i *—es. a e-h í>' <3 d> OX w pr B p <5 3 <3 — 5-
jan. B 3 ag p <rt- sr 8 GX s 1 p Bp ’-t
Ld.10.8 764,3 -12,0 E 1 i -13,0
2 766,1 -10,1 E 1 9
9 764,0 -5,4 E 1 3
Sd. 11.8 762,1 -2,3 E 1 7 -13,0
2 761,6 -2, E 1 10
9 760,3 2,1 E 1 9
Md 12.8 758,4 2,3 ESE l 8 1,6 -3,1
2 758,0 4,5 EsE 1 10
9 756,8 4,8 SE 2 10
Þd. 13.8 751,9 6,0 SSE 2 9 2,4 1,3
2 749,4 5,9 SSE 3 10
9 743,5 6,4 SSE 3 10
Mvdl48 735,5 6,5 SSE 3 10 19,1 4,7
2 730,5 6,8 SSE 3 10
9 732,8 5,7 s 2 10
Fd.15 8 740,5 3,5 8 2 4 27,0 2,1
2 744.5 748.6 4,7 S 2 10
9 5,2 S 2 10
Fsdl6.8 745,2 4,7 ESE 2 10 10,4 1,9
2 740,1 4,5 E 2 10
9 734,4 4,3 ESE 2 10
Til leigu
í nýju og vönduðu
húsi í miðjum bæn-
um eru 3 samliggj-
andi herbergi og eldhús ásamt góðu
geymsluplássi. Einnig 3 lítil herbergi
fyrir einhleypa, alt frá 14. maí. Ritstj.
vísar á.
Vantar af fjalli næstliðið haust brúna
hryssu 3-vetra, mark: sneiðrifað fr. vinstra.
Sá sem verður var við hana geri svo vel
og gjöri viðvart
* Sveini Ingimundarsyni
Stóra-Seli. Reykjavík 13. jan. 1903.
Síðastliðið haust var mér unáirrit-
uðum dregið hvítt gimbrarlamb, sem er
með mínu marki, miðhlutað í stúf hægra,
sýlt og biti aftan vinstra. — En með þvi,
að eg á ekki lamb þetta, þá getur réttur
eigandi vitjað andvirðisins að frádregnum
kostnaði til Bjarna Davíðssonar á Sveðju-
stöðum í Miðfirði i Húnavatnssýslu, sem
einnig semur um markið fyrir mina hönd.
p. t. Reykjavik 13. jan. 1903.
Markús Daníelsson
frá Reynhólum.
HÚSIÐ Dr. 9 í Vesturgötu er til
sölu. Arni Zakaríasson-
Fjármark Eyólfs Kristjánssonar á
Langeyri við Hafnarfjörð er: hamarskorið
hægra, stúfrifað vinstra.
T v œ r vandaðar og þrifnar stúlkur
geta fengið vist frá næstu krossmessu hjá
docent Jóni Helgasyni.
Þeir sem vilja eignast hús i Reykjavík
tali við Guðm. Þórðarson frá Hálsi, áður
en þeir festa kaup annarsstaðar; það mun
borga sig.
Eins og að undanförnu sel eg gadda-
virsgirðingar með járnstólpum. Enn fremur
galvaniseraða teina til girðinga 6 feta
langa og ®/8 tomm. að gildleik, 6 kr. 45
a. st. og ódýrari ef styttri eru. — Menn
geta pantað svo marga eða fáa sém þeim
þóknast.
Þorsteinn Tómasson, járnsmiður.
Hér með tilkynnist vinum og vanda-
mönnum, að dóttir okkar elskuleg Ingibjörg
Guðrún, andaðist fimtudaginn 15. þ. m. úr
heilabólgu.
Reykjavik 17. jan. 1903.
Þuriður Þórarinsdöttir
Guðmundur Jakobsson.