Ísafold - 07.02.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
14/, doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
ntgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. árg.
Reykjavík laugardaginn
7. febrúar 1903.
7. blað.
I. 0. 0. F. 84238‘/g.
Raatobak.
Störste Lager i Skandinavien; alt til
Cigarfabrikationen henhörende anbe
fales til yderst billige Priser. Speci-
alitet: Lyse Sumatra og Java
Dæks- Bladrig Sedleaf- Java
Omb. Felix Brasil m. m-
OTTO PETERSEN & SÖN.
Dr. Tværgade 18,
Kjöbenhavn K.
Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. í
hverjnm mán. kl. 4 1 — 1 í spitalanum.
Forngripasafn op'ð mvd. og Id. 11—12.
Landakotskirkja. Guðsþjónnsta kl. t)
Og kl. ii á hverjum kelgum degi.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið bvern virkan dag
ikJ. 12—2 og einni stundn iengur (til kl. 3)
md., mvd. og Id. til útiána.
Ndttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið
4 sd. kl. 2—3. V
Tannlœkning ókeypis i Pósthússtrœti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Sumarvistir
kaupstaðarbarna í svcit,
Nýtt félag eitt hér í bænum og all-
fjölment orðið, skipað eingöngu kosn-
ingarbærum borgurum bæjarins, hátt á
annað hundrað, er að gera tilraun til
þess guðs þakka verks, að láta fátæk
og umkomulítil börn hér í höfuðstaðn-
um hafa á sumrum skifti á miður
heilnæmu kaupstaðarlofti og misjafn-
lega hollu borgarlífi fyrir hressandi
og fjörgandi sveitaloft og sveitaviður-
væri og því samfara andlega og sið-
ferðislega endurijæringu, sem kostur
er á á góðum sveitaheimilum.
Hugmyndin sést bezt á þessari á-
lyktun, er áminst félag, Málfundafé-
lagið, samþykti í einu blj. á fundi 25.
f. m., eftir tillögu nefndar þar (B. J.,
Ól. Ól., Sig. J.):
Málfundafélagið ályktar:
1. að senda skuli umburðarbréf
nokkrum helztu mönnum í hverri sveit
í nærsýslunum, einkum landsveitunum,
og biðja þá að leita fyrir sér, hvort
þar mundi ekki mega koma fyrir á
góðum héimilum sumarlangt — milli
sumar- og haustlesta — börnum úr
Reykjavík, á aldrinum 8—11 ára, ann-
að hvort ókeypis eða fyrir væga með-
gjöf, svo sem 10—12 kr., eða þá loks
gegn þvf, að heimili í Reykjavík tækju
aftur börn frá sveitaheimilunum, hæfi-
legan tfma og þeim hentugan, og á
hentugum aldri.
2. að leita skuli fjárframlaga hér í
bænum, til að standast meðgjafar-
kostnaðinn m. m., með frjálsum sam-
skotum, er ýms félög bæjarins tækju
að sér að safna, og því næst með dá-
lítilli fjárveiting úr bæjarsjóði, t. d.
helming móts það, er fengistöðru-
VÍ8Í.
3. að kjósa nefnd, er annist það,
sem við þarf til að koma þessu i
framkvæmd. Fundurinn velur þrjá
menn í nefndina, en þeir bæta tveim-
ur við sig, innan félags eða utan.
Vegna hinna miklu fólkseklu til
sveita eru líkur til, að þar komi sér
vel að fá jafnvel svo ung börn, sem
hér er ráð fyrir gert, þó ekki væri
nema til þess að létta smásnúningum
af fullorðna fólkinu, og að vel þyki til-
vinnandi að fæða þau fyrir það þann
tíma árs, sem minst munar um það,
vegna málnytunnar, en hlunnindi að
eiga kost á greiðri og góðri milligöngu
um útvegun á unglingum í slíka víst.
Ella er áformað að gefa. eitthvað með
börnunum, og að fé sé útvegað til
þess með almennum samskotum hér í
bænum o. s. frv., að því sem foreldr-
ar barnanna eða húsbændur skortir
mátt til þess eða vilja, og í því trausti,
að þeir sem þau taka, sýni allan
drengskap í þeim viðskiftum, en enga
ágengni — láti sér ekki detta í hug
að reyna að ábatast á því.
Auk þess sem þetta ætti að geta
orðið börnunum sjálfum til stórmikils
góðs í bráð og lengd, er mjög líklegt,
að það yrði til þess að ala og glæða
vinsemdarhug og bróðurþel milli sveita-
manna og íbúa höfuðstaðarins, en að
slíku er hverju þjóðfélagi mikill ábati.
Barnavistanefndin er skipuð fyr-
nefndum 3 mönnum (B. J. ritatj., ól.
Ól. ritstj. og Sig. J. kennara) og að
auk þeim frk. Ólafíu Jóhannsdóttur,
og síra Lárusi Benediktssyni. Síra
Ólafur ritstj. er formaður í nefndinni,
frk. Olafía ritari og sinnir mönnum í
barnavistaerindum kl. 5—6 virka daga
(Skólav.stíg 11), og síra Lárus féhirðir
(Lækjargötu 12, heima kl. 4—5).
VerðlafíssUrármállð.
Landsyfirréttur kvað upp nýjan úr-
skurð í því máli á mánudaginn var,
um framhaldsrannsókn, þar sem með-
al annars þess er krafist, að Lárus H.
Bjarnason sé sjálfur yfirheyrður um
ýms atriði þess, en af þvf leiðir, að
skipa verður setudómara í því, og er
farið fram á, að svo verði gert og hann
látinn taka til við það nú þegar.
Tilefni þessa nýja úrskurðar voru
vottorðin í ísafold 24. f. m., svo og skrif-
legt vottorð í líka átt frá síra Jósef
Hjörleifssyni á Breiðabólsstað, en
hvorttveggja hafði talsmaður hinna
kærðu í málinu lagt fyrir réttinn.
það er fróðlegt í þessu sambandi
að minnast, að þegar mál þetta fyrst
var kært, fyrir 3—4 missirum, var
farið fram á við amtmann, að annar
væri látinn rannsaka það en Lárus.
En það fanst honum vera mestaódæði
og aftók það í alla staði.
það er til marks um, hvernig þeim
hafi orðið við þennan úrskurð, vanda-
mönnum og bandamönnum Stykkis-
hólmsyfirvaldsins hér, að í gær var
málgagn þeirra hér látið gera sér lítið
fyrir og drótta að yfirdómurunum tveim-
ur, að úrskurðurinn stafi af flokks-
óvild hjá þeim til sýslumanns, og því
skrökvað upp, að háyfirdómarinn muni
hafa verið á öðru máli — gefið ískyn,
að svo sé »sagt« hér, eins og siður er
sumra manna.þegar þeir eru að skrökva.
Amtmaðurinn
hérna heldur sig munu hafa ábata
á því, að reyna að breiða yfir yfir-
sjónir frænda síns, ísfirzka yfirvalds-
ins, í Samsonsmáhnu, og verja afskifti
sín og annarra æðri valdshöfðingja af
því máli, sbr. málgagnið hans og þeirra
félaga hér í gær. En þá bregður mjög
af venju fyrir honum, ef ekki höggur
hann þar er hlífa vill, og meiðir sig
þar að auki sjálfan á bjargráðabasli
sínu. það mun sjást áður en langt
um líður.
»Atlanzeyjarnap
dönsku<.
Svo heitir nytt félag eitt í Khöfn —
DedanskeAtlanterhavsöe r—,
stofnaö í því skyni að »efla framfarir
hinna fjarlægari landshluta, sem tengd-
ir eru við Danmörku, einkum efnahag
þeirra, og glæða samfólagsþel (Solidari-
tetsfölelse) með íbúum þessara landa og
heimalandsins«.
Það eru 4 »landshlutar«, sem hér er
átt við: ísland, Grænland, Færeyjar
og Vesturheimseyjar Daua.
Að öðru leyti er ísafold skrifað frá
Khöfn 18. f. mán.:
Félagið var stofnað á fundi hér hinn
16. f. mán. Nafnið er ef til vill ekki
sem bezt valið; en fundarmenn gátu
ekki fundið annað betra, margar uppá-
stungur um önnur nöfn voru feldar, af
því þau nöfn þóttu geta sært íbúa
þessara landa (svo sem nöfnin »Det
fjærne Danmark«, »Vore Atlanterhavs-
öer« o. fl.)
Mér virðist þetta vera hinn fyrsti
vísir að dönskum »Irnperialisme«; sú
hreyfing hefir víðast margt gott í för
með sér, og víst er um það, að meðal
Dana er nú vaknaður miklu meiri á-
hugi fyrir Islandi, Færeyjum og Vest-
urheimseyjum en jafnvel fyrir nokkrum
árum.
í hinni íslenzku deild félagsins eru
12 stjóruarmeðlimir og eru þeir þessir:
Havnekaptajn Drechsel, Kommandör A.
P. Hovgaard, Kaptajn Ryder, Prófessor
Finnur Jónsson, Grosserer Lefolii, Fiskeri-
konsulent Levinsen, Höjesteretssagsförer
Liebe, Prof. C. V. Prytz, Lehusbaron
Rosenkrantz, fyrv. landbúnaðarráðherra,
kammerherra Knud Sehested, Prof. Dr.
Þorvaldur Thoroddsen og cand. jur.
Páll Vídalín Bjarnason. Kammerherra
Sehested var kjörinn formaður fyrir ís-
lenzku deildina, en próf. Finnur Jóns-
son varaformaður.
Um þingmensku-áskorunina
til landshöfðingja er »f>jóðviljanum«
skrifað nýlega, eftir þvi sem stendurí
síðasta bl. hans, að í prestakalli síra
Eggerts Pálssonar á Breiðabólsstað
hafi undirskriftasmöluninni verið hag-
að þannig, að prestur hafi haft skjal-
ið sjálfur í vasanum í húsvitjunarferð-
um sínum(!), og lagt mjög fast að sókn-
arbörnum sínum að skrifa undir á-
skorunina, og »kjarkurinn þá hjá mörg-
um eins og gengur, þegar vel erbeðið
og þrálátlega, þó að marga iðri þess
eftir á, að hafa látið nafn sitt undir
skjalið«.
því er verið að spá, að þegar líður
að kosningum í vor, muni þingmála-
garpur þessi og andríki kennimaður
fara með landshöfðingjann uppá stólinn.
Jarðarbætur búnaðarfélaganna
Og
bónaðarstyrksreglurnar.
Eftir
Sigurð ráðunaut Sigurðsíon.
I.
Siðan farið var að veita búnaðarfé-
lögunum styrk úr landssjóði, hefir þeim
fjölgað með ári hverju, og árið sem
leið voru þau 126, er nutu landssjóðs-
styrks.
Jarðabæturnar hafa og aukist, eða
gerðu það fram að 1899, og einshefir
þeim fjölgað fram að sama tíma, er
gera jarðabætur innan félaganna. Flest-
ir urðu þeir 1898, og aldrei hefir verið
unnið meira að jarðabótum eu ein-
mitt það ár. þá koma samkvæmt
Landhagsskýrslunum 30 dagsverk á
hvern félagsmann búnaðarfélaganna.
En jafnframt því, sem jarðabæturn-
ar hafa aukist að vöxtum, verður eigi
sagt, að þeim hafi farið fram að sama
skapi að vandvirkni eða ending. f>á
er og sýnilegur munurinn í þessu efni
í sumum sveitum, einkum hjá einstöku
bændum. þeir hafa séð og sjá, hve
stórmikilsvert það er fyrir ending og
afnot jarðabótanna, að þær sóu vand-
lega og traustlega gerðar.
Til þess meðfram að hafa áhrif á
það, hvernig jarðabæturnar væru gerð-
ar, voru á alþingi 1891 sett skilyrði
um útbýting landssjóðsstyrksins, og
samdar reglur um, hvernig jarðabætur
skyldu lagðar í dagsverk. þessum
reglum var síðan breytt 1893 og 1899.
Loks voru þær endurskoðaðar og aukn-
ar 1901 og bætt við skýringum til
skoðunarmanna.
Búnaðarstyrksreglurnar eru nú að
mínum dómi í flestum greinum ljósar
og Banngjarnar, svo sem framast má
vænta um almennar reglur í þessu efni.
þar er fólgin allmikil trygging fyrir
því, að jarðabæturnar séu sæmilega
gerðar og nái tilgangi sínum. Regl-
urnar gera sem sé ráð fyrir, hvernig
jarðabæturnar eigi og þurfi að vera
til þess að geta talist gildar og verða
teknar í jarðabótaskýrslurnar. f>ær
tiltaka, hvað eigi að leggja í dagsverk
af hverri jarðarbót um sig. Sé því
búnaðarstyrksreglunumj beitt sam-
kvæmt tilgangi þeirra, þá útiloka þær
illa gerðar og ófullnægjandi jarðabætur.
En þeir, sem eiga að hafa eftirlit
með þessu, eru skoðunarmeun-
i r n i r. Ríður því mjög á, að þeir
séu vel valdir, og ekki teknir af lak-
ari endanum. þaðþurfaað veramenn,
sem ekki láta stjórnast um of af per-
sónulegum hvötum, og eru að öðru
leyti starfinu vaxnir.