Ísafold - 18.03.1903, Side 1

Ísafold - 18.03.1903, Side 1
Kemur út ýmist einu simn eða tvisv. í viku. Ver(T árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða ll/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrífleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík miðvikudaffinn 18. marz 1903. 13. blað. JtudsfautóJiaAýaAMV I. 0. 0. F. 843208'/2. E- Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á liverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag %1,12—2 og einni stundu lengnr (til kl. 3) md., irivii. og ld. tii útiana. Ndttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPóst'hússtræti 14b I. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Botnvörpmigarnir við ísland. Bftir kommander It. Hammer. Nú, er eg er hættur að vera yfir- ruaður yfir varðgæzlunni við ísland, finst mér eg verða að gera heyrum kunnar skoðanir mínar um botnvörp- ungamálið, og veldur því það tvent, að þær eru að ýmsu leyti frábrugðnar því, er alment gerist, og fyrst og fremst hitt, að eg hygg landinu holl- ara, að annað lag komist á meðferð- ina á botnvörpungum en verið hefir. það er engum efa bundið, að þegar enskir botnvörpungar tóku til fyrir hér um bil 15 árum að stunda fiski- veiðar við Island bvo mikið kvað að, þá stórspiltu þeir aflabrögðum á opn- um skipum íslenzkum, og því var eðli- legt, að löggjafarvaldið skærist í leik til þess að vernda útveginn fyrir yfir- gangi þeirra. þá var tekíð það ráð, er var hendi næ3t, að gera botnvörp- ungum svo erfitt fyrir að haldast við nærn landi, sém hægt væri, í því skyniað flæma þá þann veg frá land- inu. Nú eru liðin 14 ár síðan er út komu fyrstu lögin gegn botnvörpung- um, og er því fengin undirstaða cil að meta áhrif þeirra laga og sjá, hvort það muni vera rétt leið, sem þar hefir farin verið. Sú hefir þá orðið niðurstaðan, að þótt botnvörpungum hafi verið fyrir- munuð landhelgin, beitt við þá ströng- um lögum og háum sektum, þá hefir þeim fjölgað hér við land ár frá ári; og þó að lögin hafi gert gagn að sumu leyti, þá hefir þeiru ekki tekist að leggja hemil á veiði þeirra. Ef satt skal segja, þá er síður en s v o, að hin stranga löggjöf og landhelgis- bannið hafi gert landinu gagn, heldur hefir það haft ilt af þvíað sumu leyti og í raun réttri o r ð i ð t i 1 þess að hlynnaað útgerðar- mönnum botnvörpunga heldur en hitt. f>að má meir að segja fullyrða, að þaðan stafi hinn mikli vöxtur og viðgangur, sem enskar botnvörpuveið- ar við ísland hafa tekið. Eg nkal reyna að sýna fram á þetta nokkuð nánara. Beina leið hafa lögin unnið landinu mein með því, að hafa af því býsna- miklar tekjur, þar sem eru hafnar- gjöld, vitagjöld, kaup á kolum, ís, salti og vistum o. s. frv. Að lögin hafi orðið til að hlynna að útgerðarmönnum botnvörpunga, má sjá á því, sem nú skal greina. Fiskiskýrslur frá Englandi bera með sér, að það er öllu tíl haldið, að botnvörpuveiðar við ísland svari kostn- aði. Með langri útivist minkar eftir- tekjan að mun, og fari útivistartíminn til muna fram úr því, sem uú gerist að meðaltali, hættir botnvörpuveiði- skapurinn að svara kostnaði og hlýt- ur þá að hætta af sjálfum sér. Lög þau, er verið hafa í gildi til þessa, miða til þess að verja botnvörpungum sem me8t landhelgi og láta þá hafast við úti á fiskimiðunum, það er að segja einmitt þar, sem útgerðarmennirnir vilja helzt að þeir séu. þótt ekki gefi að fiska, verða þeir að halda sig á hafi úti; kolaeyðslan verður ekki til muna meiri, með því að þeir halda að jafn- aði kyrru fyrir og láta reka þverviðr- is. þeir hreyfa sig ekki burt af mið- unum, og geta tekið til starfa þar aftur jafnskjótt sem veðrið batnar. Af sömu ástæðu halda þeir áfram að veiða miklu lengur en þeir mundu gera; ef þeir mættu halda inn á hafnir. Utgerðarmenn botnvörpunga geta naumast hugsað sér betra full- tingi en lög, er láta fiskimenn þeirra hafa hitann í haldinu og knýja þá til að vinna jafnvel þegar þeir.eiga ilt aðstöðu. Hefðu þeir eigi haft þann stuðning, er líklegast, að útivisr.irnar hefðu orðið svo langar, að irtgerðin hefði ekki svarað kostnaði. Enn frekara tjóni hafa lögm valdið með því, að fyrirmuna botnvörpungum öll mök við landsbúa, með því að það er höfuðorsök þess, að ógrynnum fisks hefir verið varpað útbyrðis dauðum. Að vísu hafa útgerðarmenn skýrt 3vo frá, í skeyti, er þeir sendu varSslap- inu 1901, að þeir hafi lagt fyrir skíp- stjóra á skipum sínum að flytja heim með sór alla veiðina og að skipin hefði útbúnað til þess. En raunin er öll önnur. Hitti botnvörpungur á góða fiskislóð, er varpan orðin alveg full hjá honum eftir 1—2 stundir af alis konar fiski. þá er helt úr vörpunni á þilfarið og henni rent út jafnharð- an aftur; og eigi þá að skilja sundur alla veiðina, er því verki hvergi nærri lokið, er varpan er dregin upp aftur. Með því að öllurn innan borðs er á- hugamál að farmurinn veröi sem fé- mætastur, er ofureðlilegt, að tínt só úr það sem fémætast er af fiskinum á þilfarinu og hinu fleygt útbyrðis, þótt það sé þvert ofan í skipun útgerðar- mannsins. Nokkuð af fiskinum, sem fleygt er útbyrðis, hefir kramist undir þyngslunum af því, sem ofan á hon- um hefir legið þegar verið var að draga upp vörpuna, og er sá fiskur því dauð- ur, þegar honum er fleygt í sjóinn. f>að er ekki gott að gera sér í hugar- lund, hver ógrynni það eru, sem þann- ig er fleygt til Ónýtis; og það er ekki vinnandi vegur, að fara sæmilega nærri um það. Eg hefi oft horft á sjálfur af þilfarinu á herskipinu mörgum hundr- uðum af fiski hent útbyrðis, og það hefir mér sagt maður, sem mikil mök hefir við botnvörpunga, að eftir því sem hann hafi komist næst, muni hafa verið fleygt útbyrðis á e i n u m degi í P'axaflóa um 600 skpd. af þorski frá 16 botnvörpungum. |>ótt svo væri, að þetta væri orðum aukið, þá má þó af því gera sér hugmynd um, hvílík- um ógrynnum fjár er þar með á glæ kastað, og það mun naumabt vera of mikið í lagt, að alls og alls muni það, sem fleygt er útbyrðis frá botnvörp- ungum við ísland, komast hátt upp í það, sem aflast á allan þilskipaflotann íslenzka. þetta þarf að reyna að laga. f>ví auk þess, sem hér er of fjár fleygt burt til ónýtis, þá veldur þessi græðg- isveiði miklum spjöllum, bæði af því, að hún eyðir óhæfilega fiskinum í sjónum, og af því, að þegar kastað er í sjóinn þessum ókjörum af dauðum fiski, þá legst þar að mikil mergð þeirra sæv- arskepna, er lifa á fiski. f>að er engin furða, þótt mörgum fátækum sjómanni íslenzkum, sem verður að strita heilan dag í kulda og vondu veðri til þess að ná sér í fáeina þorska, verðí það fyrir, að leitast við að höndla eitthvað af þeim mikla forða, er hann sér botnvörpunga fleygja frá sér daglega til ónýtis; og þótt ekki sé hægt annað en að leggja skýlausan áfellisdóm á kaupskapinn við botn- vörpunga með því lagi, er gerst hefir hingað til, þá er skiljanlegt, að freist- ingin sé mikil. f>að mun varla vera hægt að ráða við þetta lagaleiðina með milliríkja- fyrirskipunum; að minsta kosti verður ókleift að lfta eftir til hlítar, að hlýtt sé banni gegn því, að fleygja fiskinum í sjóinn. f>að verður því að reyna að draga úr þeim ófagnaði eftir því sem hæ^t er. En að hafa lög, sem ýta undir hann með því, að meina botnvörpungum samgöngur við land, það er vissulega miður ráðið; vægari orðum er ekki hægt um það að fara. f>að á að leggja þunga hegning við botnvörpudrætti í landhelgi, en leitast jafnframt við með lögum að hæna botnvörpunga að höfnunum, reyna að koma löglegu sniðí á kaupskap við þá og ef til vill veita lagavernd þeim, sem kynnu að vilja gera sér að at- vmnu, að fara út í botnvörpunga og kaupa af þeim það af fiski, sem þeir nota ekki, með löglegum hætti og eft- ir samkomulagi við útgerðarmenn þeirra. Með því lagi hverfur nokkuð af tjóm því, er botnvörpungar hafa bakað landinu, og jafnframt vaxa tekj- ur landsins, og verzlun og viðskifti aukast, án þess að það hafi veruleg- an erfiðisauka í íör með sér fyrir varðskipið. Haft hefir verið það á móti því, að selja botnvörpungafisk til Englands, að það sé lakari vara en sá sem veiddur er á handfæri, af því að hann komi hálfmarinn úr vörpunum og að það mundi spilla fiskmarkaðinum íyr- ir íslendingum, ef hann væri Iátinn ganga í verzlun. Eg hygg ekki, að sú mótbára sé mikils virði, því sé fiskurinn tekinn fljótt til verkunar, mun verðgildi hans ekki rýrna til muna. Nú er hvort sem er svo kom- ið, að mikið af fiski þeim, er flyzt á land við Faxaflóa, er í raun og veru botnvörpufiskur. Yrði sú raun- in á, að það yrði lakari fiskur, eftir að búið er að verka hann, þá ætti að mega selja hann sem nr. 2, og þó með góðum hag, eða þá nota hann í niðursuðuverksmiðjum til þess að gera úr fisksnúða og því um líkt. Samningur sá, er gerður var við England 1901 um tilhögun á fiski- veiðum við Island og öðlast mun gildi bráðlega, hefir leitt af sér lög þau, er samþykt voru á síðasta þingi, og er þar hætt við að banna botnvörpung- um landhelgi. |>ar með er lagt inn á nýja braut andspænis botnvörpung- um, og væri eðlilegast, að reynt væri jafnframt að gera þá leið sem arðvæn- legasta með því að leitast við að hafa svo mikinn hag af botnvörpungunum sem hægt er, með því lagi, er bent hefir verið á hér að framan. Að kaupa fisk hjá botnvörpungum ætti að geta orðið góð atvinna, ef rétt er upp tekin og með heimild botnvörpuútgerðarmanna, og rekin með atorku. Hún ætti að geta orðið hvorumtveggja hagur, útgerðarmönn- um á Englandi og þeim sem fiskinn kaupa og selja á íslandi. í sóttvarnarlögum þeim, er ganga í gildi 1. júlí 1903, er í 4. gr. bannað íslenzkum skipum að taka við fiski frá utanríkisskipum hvort heldur er í landhelgi eða utan hennar. Meðan þau fyrirmæli eru í gildi, geta þá ís- lenzk skip ekki annast þessi kaup, og verða þá að nota fyrst um sinn til þess útlend skip eða dönsk. Eðlilegast væri að fá enska botn- vörpunga til þess að fara sjálfir inn á hafnir og selja þar þann fisk, sem þeir hafa ekki not af. En því verð- ur líklega ekki komið við nema um þau fáu skip, sem salta fiskinn við Island. þeirn liggur ekki eins mikið á heim eins og hinum, og þau mundu sjálfsagt geta selt töluvert á löglegan hátt. En botnvörpungar varðveita fle8tir fiskinn í ís og þeir þurfa að koma honum sem allra fljótast á fisk- markaðinn á Englandi, meðan fiskur- inn er nokkurn veginn nýr. f>eir mundu naumast raega tefja sig á að fara með inn á hafnir það af fiskin- um, sem þeir nota ekki. Vera má, að útgerðarmenn botn- vörpunga sjái sér hag í því, að láta nokkur gufuskip vera að staðaldri hér við land til þess að annast meðalgöngu milli botnvörpunganna og kaupmanna á landi. En hins vegar mætti og breyta sóttvarnarlögunum þannig, að íslenzk skip gætu fengið sérstakt leyfi til að annast þau viðskífti, með nægi- legri tryggingu við sótthættu og við verzlun með áfengi, líkt og dönsk skip geta fengið leyfi til að reka verzlun við fiskiskútur í Englandshafi. f>að dylst mér ekki, að til þess að þetta komist á, sem hér er haldið fram, þarf almenningsálitið um botn- vörpungana að taka stakkaskiftum. En eg er sannfærður um, að alkunn heilskygni íslendinga muni hafa það í för með sér, að slík umskifti ryðji sér til rúms og verði landinu til heilla. Nýtt gufuskipafélag Hr. stórkaupmaður Thor E. Tulini- us í Khöfn hefir látið skip sín, Mjöln- er og Perwie, í hendur nýstofnaðs hlutafélags, er hann er og sjálfur í,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.