Ísafold


Ísafold - 18.03.1903, Qupperneq 2

Ísafold - 18.03.1903, Qupperneq 2
60 og nefnist Thore. f>að kaupir í við- bót 2 fyrsta flokks gufuskip, 600—900 smálesta, og færir það út kvíarnar, að halda uppi ferðum til Suður- og Vesturlands, umfram hina landsfjórð- ungana. Félagið hefir x/2 milj. króna til umráða að svo stöddu, en ráðgerir að bæta við það bráðlega. Meiri slys. Laugardagskveld 14. þ. m. kom inn hingað fiskiskútan Karólína, eign Kun- ólfs Ólafssonar frá Mýrarhúsum, með merki í miðri stöng, og reyndist hafa mist af sér 5 menn í rokinu mikla 8- þ. m. Hún var þá 10 milur undan landi út af Grindavík. Skipverjar, sem uppi voru, 10 að tölu — skipshöfn alls 24 — voru að lúka við að rifa segl, er brotsjór skall á mitt skipið framanhalt og fleygði því á hliðina, en fcók út mennina 7. Tveim þeirra tókst að bjarga sér eða skolaði inn aftur; en 5 druknuðu. f>eirra á meðal var skip- stjórinn, Sigurjón Jónsson, héðan úr bæ, uppeldissonur Kunólfs á Bakka, hálfþrítugur að aldri, kvænt- ur, en barnlaus, bezti sjómaður og aflasæll mjög; hafði á sér almennings- orð. Hinir voru: Ólafur Pétursson, Ingimundssonar, frá Keynistað hér í bæ, 23 ára; Björn Magnússon, vinnu- maður Böðvars kaupmanns á Akra- nesi; Helgi Árnason frá Hömrum í Grímsnesi; og Bjarni Gissurarson frá Litla-Hrauni í Flóa, 18 vetra piltur, elzta barn foreldra sinna. Hinir milli tvítugs og þrítugs. Alt efnilegir menn. Skipið lá á hliðinni á aðra kl.stund. f>á reis það við, er búið var að rista sundur stórseglið og bylta við í lest- inni. Eftir það var það rúma 6 sólar- hringa að berjast við að komast hing- að inn, fyrir seglaleysi. Laugardags- kveldið, eftir að það hafði loks hafnað sig hér, sleit það upp og rak á Örfiriseyj- argranda, en losnaói aftur með flóði; hafði þó orðið lekt á því. Er annars sagt bezta skip. Enn er óspurt til nokkurs af þil- skipaflotanum héðan eftir rokið, og því óvíst nema fleiri hafi slysin orðið enn. Aths. Skipstjóri á Valdimar frá Engey er MagDÓs Brynjólfsson, en ekki B.jarni Magnússon, sbr. síðasta bl. Ura hlutabankarin er náunginn ekki uppgefinn enn að smíða það og láta berast sem víðast um land, að ekkert eigi að verða eða muni verða úr stofnun hans. f>að eru til þingmannaefni, sem litla von þykja eiga um sigur í vor í þing- kosningum öðru vísi en með svo feldu móti, að almenningur trúi á einveldi Landsbankans áfram. Ekki eru margar vikur síðan, að merkismaður einn á Vestfjörðum las upp úr bréfi héðan úr höfuðstaðnum eða þóttist lesa, að nú væri séð fyrir end- ann á hlutabankanum; það yrði ekk- ert úr honum. Sá, sem hann átti tal við, minti hann þá á, að þetta væri í þriðja skift- ið, sem hann færi með sömu söguna eftir bréfi úr Reykjavík, en 9 eða 10 sinnum áður hefði hann þózt hafa frétt það hins vegar, á skotspónum; en alt af reynst sama fleiprið. Núna á póstskipinu hingað síðast var eon lácið sama í veðri vaka, og eins fyrst í stað eftir að það var komið. En þá mun hafa sljákkað í þeim, sem því héldu fram. f>að fór þá að vitnast, meðal annars, að bankamennirnir í Khöfn, hluta- baukastofnendurnir, höfðu skrifað um- boðsmanni sínum hér og beðið hann að gera ráðstafanir til húsnæðisútveg- unar fyrir bankann. Sjálfra þeirra kvað vera von hingað í vor eða snemma sumars. f>eir munu bíða þess um verulegan undirbúning undir, að bankinn sé sett- ur á laggir, að liðinn sé lögboðinn frestur til að skrifa sig fyrir hlutum hér á landi,—ekki þó raunar af því, að þeir búist við miklu héðan, né hinu, að þeim standi það á miklu, með því að þeir eiga fyrir löngu víst stofnféð eins óg það er eða á að vera eftir hlutabankalögunum. f>að er tekið hér fram vegna þess, að ymprað hefir ver- ið á því líka hér fyrir skemstu, að svo muni ekki vera,—svona í kyrþey þó og trúnaði, en í því trausti, að sama gagn gerði það eins og ef fullyrt væri þetta afdráttarlaust og í heyrandi hljóði. Gufuskip Perwie frá gnfuskipafélag- inu Thore, kapt. Sehiöth, kom hér í fyrrn dag, frá Khöfn og Leith, og fer í dag áleiðis til Vestfjarða. Af páfanum segja nú ensk blöð frá 9. þ. m., að hann sé við beztu heilsu. Vestur-Íslendinííar í Argyle-bygð í Manitoba hafa kjör- ið og kallað til sóknarprests síra Frið- rik Hallgrímsson á TJtskálum, sem fer væntanlega vestur þangaðívor. Tveir voru í kjöri, — hitt vestur-íslenzkur prestur,—og var síra Friðrik kosinn í einu hljóði. Konungsbréf, er stefnir saman alþingi 1. júlí þ. á., hefir verið útgefið 13. f. mán. Um löggræzlu á sjó við fi8kiveiðar hér við Iand og Fær- eyjar utan laudhelgi hefir konungur gefió itt 2. þ. m. langa og rækilega tilskipun fyrir ísland, samkvæmt heim- ildarlögum frá 8. júlí f. á. og sáttmála milli Englands og Danmerkur frá 24. júlí 1901. GufusUip Napoli (358, A. Mowinkel) kom i morgun frá Friðriksstað með timb- urfarm til Godthaabs-verziunar (Thor .Jens- sen). Marinalát. Dáin hér i bæ 3. þ. mán., eftir langa og þunga legu frú .1 ó h a n n a Friðriksdóttir, kona tjunnars kaup- tnanns Einarssonar, mesta valkvendi. Ennfremur 13. þ. mán. H i n r i k J ó n s- son verzlunarmaður, sonur Jóns A. Thor- steinsen, bókbindara á Griusstöðum, kvænt- nr maður, hálfþrítugur. Loks lézt hér 1 gærmorgun gamalmennið Einar Eyólfsson, er verið hafði langa lengi nokkurs konar aukapóstur milli Keykjavíkur og Eyrarbakaa, með blöð og bréf, göngugarpur hinn mesti og einstak- lega skilvis og áreiðanlegur. Hann var kominn á áttræðisaldur, en furðufrár enn, og nýkominn úr ferð að austan. Var á fótum daginn fyrir andlátið. Vestmanneyjum 12. marz. Mestur hiti í janúarrnán. 14. 8,3°; minstur aðfara- nótt Febrúar var mestur hiti 16. og 1". 8,4°, minstur aðfaranótt 8.-c-8,7°. í janúar var úrkoman 153, i fehrúar 139 millimetrar. Siðari hluta janúarmán. og allan febrúar var veðurátta ákaflega storma- og umhleypingasöm. Þrumur voru tvisvar í hvirum mánuði. G-æftir hafa verið mjög stirðar og sjaldgæfar, enda engin veruleg fiskiganga enn komin. Alls er buið að roa 12 roðra á vertiðarskipum síðan 12. febrúar, og eru hæstu hlntir um 100 af þorski og 20 af ýsu. Landsmenn komu hingað ut til sjó- róðra í fyrra kvöld og gærmorgun. V erð á saltfiski nr. 1 hækkaði Gisli kaupmaður Johnsen upp í 60 kr. við ára- mót; var þá hin verzlunin neydd til að fylgjast með. Gísli kaupmaður hefir bætt hér mjög verðlag á ýmsum útlendum vör- um, pantað fyrir menn gegn sárlítilli þókn- un, og reynst mjög greiðvikinn, enda hefir verzlun hans blómgast fljótt. Hefir hann komið sér upp skrautlegri söluhúð, og flyt- ur sig þaugað í þessum mánuði. Eitt af skipum Asgeirs Sigurðssonar, Greta, er komið hér inn á höfn með brotið stýri o. fl.; hafði laskast í norðanveðrinu 9. þ. m. Austanrokið 8. þ. m. er eitt hið mesta austanveður, sem hér hefir komið. Eg hefi haft loítvog nær 60 ár, en aldrei hefir hún fallið eins mikið og kvöldin 20. og 24. febrúar. Bæði kvöldin komst hún niður á 698,0. Fataefni frá „Silkeborgs Klædefabrif sem senb var í, fyrir nýár, er nú alt komið. Menn gjöri svo vel að vitja þess hið fyrsta, svo eg neyðisfc ekki til að selja fataefnin. Virðingarfylst V aldim.Ottesen Stranduppboð. Á opinberu uppboði, sem haldið verður föstudaginn 20. þ. m. hjá timb- ursöluhúsi Björns kaupm. Guðmunds- sonar hjer í bænum, verður hið strand- aða skip »Lock Fyne« frá Seyðisfirði selt ásamt öllu tilheyrandi, svo sem : seglum, köðlum, akkerum, keðjum, vistaforða, kolum o. m. fl. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. og verða söluskilmálar birtir á uppboðs- staðnum. Bæjarfógetinn í Kvík, 13. marz 1903. Halldór Daníelsson. dffaupið Joéurmjölié goéa i verzíun I Kristjánssonar. Klæöi<sva,t) 6 teg., og mikið af fataefnum Stumpasirz Tvisttau ásamt fl., er nú komið í verzlun mína. Gjörið svo vel að koma og líta á Kramvöruna, því þá er eg viss um að þið gjörið verzlun við mig. Valdim. Ottesen, Islenzk frímerki Frímerki með »í gildi 02—03«, brúk- uð, með mynd konuDgs og sérstak- lega 20 aur. prentvillu, óskast til kaups. Fyrir hin síðast nefndu er gefið alt að 5 kr. fyrir hvert. Tekið á móti tilboðum eða sendingum til sýnis meö verði. Svar eða reiknings- skil með ferðinni til baka. F. V. Riegels ritstjóri Amicivej 4, Kjöbenhavn V, Ref. Landmandsbanken N.ýkoinið með Lanra í v e r 7.1 u n B. Kristjánss. mikið af vefnaðarvörum og von á miklu meira síðar. T"1 • og að undanförnu geta y iTin menn fengið fyrir mína 1 j | | I kl milligöngu alls konar vörur pantaðar á þessu ári, án þess að vörurnar séu borgað- ar fyrirfram. Bg get útvegað mönn- um hvort heldur er matvörur, vefn- aðarvörur eða járnvörur; en borg- ast verða þær um leið og vörurnar eru teknar. Bakka í Arnarfirði 3. febr. 1903. Jón Hallgrímsson. Allskonar Stumpasirzið eftirspurða og margs konar álnavara kom nú með Laura í verzlun Jóns Þórðarsonar 1 þingboltsstræti 1 Föstudaginn þ. 20. þ. m. verð- ur kaffikvöld í stúkunni »Bifröst« 43. Upplestur, söngur o. fl. íSsr” Allir meðlimir mæti. Cement Stettiner Portland bezta tegund getur fengist hjá undirrituðum fyrir 8 kr. 35 a. pr. tn ef pantað er áður en Laura fer, helzt ekki seinna en 19. marz. B. H. Bj arnason, Til þeirra sem neyta hins ekta Kína-lífs-elixírs. Með því að eg liel'i komist að því,. að það eru margir, sem efast um, að Kínalífselixír só eins góður og hann var áður, er hór með leidd athygli aS því, að hann er alveg eins, og látinn fyrir sama verð sem fyr, sem er 1 kr„ 50 a. glasið, og frest alstaðar á íslandi hjá kaupmounum. Ástæðan fyrir því, að hægt er að selja hann svona ódyrt, er sú, að flutt var býsna-mikið af hon- um til íslands áður eu tollurinu gekk í gildi. Þeir sem Kínalífselixírinu kaupa, eru beðnir rækilega fyrir, að líta eftir því sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn egta Kínalífselixír meö einkennunum á miðanum, Kínverja með glas i hendi og firmanafnið Waldemar Petersen,. v. P. Fredrikshavn, og ofan á stútnum —f— í grænu lakki. Fáist ekki elixírinn hjá kaupnm'nni þeim, er þér skiftið við,, eða só setl upp á hann meira en 1 kr. 50 a., eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína, Nyvei 16,. Kabeuhavn. W a L d e m ar Petersen Fredrikshavn. Áíísk. nauðsynjavörur komu nii með s/s Laura í verzlun Valdiraars Oítesens Reykjavík, sem seljast eins og vant er með mjög lágu verði. Proclama. Samkvæmt iögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuld- ar i dánarbúi Guðna skósmiðs Guð- mundssonar frá Eskifirði, er andaðist 2. septbr. f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Suður-Múlasýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtiugu þessarar innköllunar. HÚ8eign búsins á Eskifirði verður seld við opinber uppboð laugardagana 16., 23. og 30. maí næstkomandi kl. 10 f. h. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu sýslunnar, en hið síðasta við húseignina. Uppboðsskilmálar verða til sýnis á uppboðunum. Skiftaráðandinn í Suður-Múlasýslu, Eskifirði, 11. febr. 1903. A. V. Tulinius. leðurvörur og annað, er að söðlasmíði og skósmíði lýtor, fæst í verzlun Björns Kristjáns- sonar. | ^jj^kransar og Slaufur Stórt úrval, fæst hjá Síuérunu Qlausan. Félagsbakaríinu.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.