Ísafold - 04.04.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.04.1903, Blaðsíða 1
’Kemur út ýmist eÍDU sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé ti) útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 4 apríl 1903. 16. blað. I. 0. 0. F. 844I087.J. I. E. Raatobak. Störste Lager SkandinavieD; alt til Cigarfabrikationen henhörende anbe- falee til yderst billige Priser. Speci- alit9t: Lyse Sumatra og Java Dæks- Bladrig Sedleaf- Java Omb. Felix Brasil m. m- OTTO PETERSEN & SÖN- Dr. Tværgade 81, Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- án á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8*/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag iki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útiána. Ndttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Erlentl tíðindi. Khöfn 16. marz. Chamberlain ráðberraer heim kom- inn aftur úr Suður-Afríkuför sinni og var fagnað með tniklum virktum af sínum mönnum. f>eir láta mikið af erindislokum hans syðra og þykir hann hafa vaxið mjög af för þessari. Svo mun og vera, að hann þykir nú mestur skörungur í stjórn Breta, þótt annar hafi forustuna (Balfour); hann var þar mikill atkvæðamaður áður. En aðrir gera stórum mun minna úr afrekum hans suður frá, segja hann hafa minstu fengið áorkað þar af því, er hann ætlaði sér, og gumið um hann tilbúið af skósveinum og skjólstæð- ingum, er ráðið hafi ritsímafréttunum heim til Englands. f>að þykja tíðindi um Rússakeisara, að hann hefir 11. þ. m. boðað þegn- um sínum áform sitt um ýmiss konar réttarbætur þeim til handa, svo sem fyrst og fremst óskorað trúarbragða- frelai, þó svo, að grísk-kaþólska kirkjan skuli vera ríkiskirkja, bætur á kjörum presta, að koma upp hentugum peninga- lánsstofnunum fyrir alþýðu m. m. Ný- mæli þessi skal bera undir fulltrúanefnd- ir í héruðum og er það eitthvað í átt til þjóðræðis, sem er nýnæmi á Eúss- landi. Tyrkjasoldán sýnir af sér meira alvörusnið en hann á vanda til um réttarbætur í Makedoníu, eins og þeir hafa farið fram á, Eússar og Austur- ríkismenn, gefur stjórnaróeirðarmönn- btn þar upp sakir, og þar fram eftir götum. En landsmenn gera ekki mik- >ð úr því, svo sem naumast mun lá- ftndi, fremur en vant er, og er mælt að Þair séu teknir til að draga saman lið til almennrar uppreisnar, er hefja skuli nú um páskaleytið, í því trausti, að stórveldin muni þá skerast í leik- inn, einkum Englendingar. Humberts-málaferlin standa enn sem hæst á Frakklandi. Frú Humbert verst vasklega og hlífir engum. Hún segir, að stjórnin í París hafi vitað alla tíð, hvar hún var niður komin og fólk hennar í sumar, en varast að hreyfa við þeim, með því að hún hafi átt á hættu, að hún eða þau Ijóstuðu þá upp ýmsu hneyksli um féglæfra- mök ,íaf hálfu ýmissa mikils háttar manna og stjórninni nákominna. það stendur til, að Vilhjálmur þýzka- landskeisarí komi til Khafnar í öndve.rð- um næsta mán. og heimsæki konung vom í virðingar- og vinsemdarskyni og svo sem til að endurgjalda það, er Frið- rik konungsefni sótti hans fund í haust suður í Berlín. það þykir góðs viti um þýðara viðmót en áður með Dana- stjórn og þjóðverja í Slesvíkurmálinu. Auk þess hefir flogið fyrir, að keisara hafi hugkvæmst að leita ráðahags fyrir sonar síns hönd hins elzta, keisaraefn is, við dótturdóttur Kristjáns konungs, dóttur f>yri og hertogaus af Cumber- land, er sögð er forkunnarfríð mær og flestum kvenlegum kostum prýdd. Hýn var í kynnisför hjá afa sínum og þau foreldrar hennar, er ferð keisara var ráðin, En þá lagðist bróðir hennar í mislingum heima hjá þeim, suður í Austurríki, og brugðu þau þá við öll suður þangað. f>að lögðu sumir svo út, sem þau hirtu ekki um að hitta keisarann. Hertog- anum fyrnist ekki það, að afi keisar- ans tók ríki og konungdóm af föður hans, Hannóversríki, fyrir 36 árum. Lovisa drotningarefni frá Saxlandi (er áður var) á nú að hafa sagt skilið við elskhuga sinn, Giron, og unnið það til nokkurra sátta við fólk sitt, og þess þó helzt, að fá að sjá börn sín tvisvar á ári. Hún kvað og hafa heitið að salja í hendur konungshirð inni á Saxlandi barn það, er hún á í vændum. Læknir einn suður í Vfn, er Behr- ÍDg heitir, telur sig hafa fundið óyggj- andi varnarráð við berklaveiki. það er að láta börn nærast A mjólk úr kúm, er gerðar hafa verið tæringar- traustar með berkla-blóðvatni. Kynbótnfélagsskapur. Hr. Guðjón Guðmundsson búfræðis- kand. og ráðunautur Landsbúnaðarfé- lagsins í kynbótatilraunum, ferðaðist með vestanpósti síðast upp í Kjós að tilhlutun félagsins, og er nýkominn aftur. Hann flutti fyrirlestur á Reyni- völlum 23. f. m. í Búnaðarfélagi Kjós- arhrepps. Að honum loknum var sér- staklega rætt um kynbætur á naut peningi, og var síðan stofnað naut- griparæktarfélag fyrir hreppinn í 5 deildum. Stjórn (formaður og ðdeild- arstjórar) var kosin til að sjá um framkvæmdir félagsine og semja lög fyrir það, samkvæmt reglum þeim, sem hr. G. G. hefir gefið í Búnaðarritinu (16, 3). Af 23 bændum, sem fundinn sóttu, gengu 14 þegar í félagið. Með því að margir bændur eru fjarverandi, • við sjó, telur hann mjög efasamt, hvort fleiri en tvær deildir félagsins geti tekið til starfa þegar á þessu Vori, Reynivalladeild og Meðalfellsdeild. Á fundinum voru sýndir nokkrir stóðhestar, og var einn þeirra, af á- burðarhestakyni, valinn til kynbóta- hest3 fyrir hreppinn, og jafnframt voru gerðar ráðstafanir til að fá ann- an kynbótahest, af reiðhestakyni, norð- an úr Skagafirði. — Hreppurinn kaupir og sér um kynbótahestana samkv. hrossakynbótasamþykt Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Hr. G. G. skoðaði búpening til og frá á leiðinni. Hann telur kýr yfir- leitt góðar í KjÓ9arsýslu. En féð þykir honum fremur rýrt og telur bændum ráð, að fá sér kynbóta- hrúta að, t. d. ofan úr Borgarfirði. Hrossin virðast honum yfirleitt léleg og helzt til mörg, til stórskaða fyr- ir héraðið. Atvinnuréttur veitingamanna. Dæmt var í landsyfirrétti 30. f. mán. í máli, er spunnist hafði út úr tilraun- um ýmissa bindindisvina hér í bænum í fyrra vetur til að aftra mönnum með fortölum frá að fara inn í drykkjustofu J. G. Halbergs hóteleiganda hér í bænum. Mál þetta vakti mikla eftir- tekt, og mun almenningi fróðlegt þykja að heyra, hvernig því hefir lokið. Veitingamaður J. G. Halberg í Rvík hafði lútið fógetann þar hinn 25. apríl f. á. birta Á. Zakarfassyni verkstjóra bann gegn þvf, að »láta fyrirberast við dyrnar á hotel Island eða á götunni um- hverfis það í-því skyni, að tálma aðsókn að því með því að telja menn af að fara þangað inn til að kaupa veitjngar«. Síðan höfðaðí J. G. Halberg mál fyrir bæjarþingi Rvíkur gegn A. Zakarías- syni til staðfestingar lögbanninu og var það dæmt á bæjarþingi Rvíkur 18. sept. f. á. á þá leið, að fógetabannið var staðfest og A. Zakaríasson dæmdur til að greiða J. G. Halberg 15 kr. í máls kostnað. Dómi þessum skaut Á. Zaka- ríasson til yfirdómsins og krafðist, að fógetabannið frá 25. apríl f. á. væri á- samt dómnum felt úr gildi og Halberg dæmdur til að greiða hæfilegan máls- kostnað. Landsyfirrétturinn segir, að »þó að það í máli þessu teljist nægi- lega sannað, að áfrýjandinn hafi talið menn af því, að fara inn á hotel Is- land til að kaupa veitingar (þ. e. vínveit- ingar), eða hann að minsta kosti hafi beitt fortölum í þessu skyni, þá verður eigi séð, að haun með þessu móti hafi brotið nein lög, sem sett eru til vernd- ar atvinnurétti hins stefnda, eða farið út yfir þau takmörk, sem með lög- gjöfinni eru sett fyrir lögmætum gerð- um íslenzkra borgara. J>á verður og þetta eigi fremur fyrir þá sök talið brot á atvinnurótti stefnda, að áfrýj- andi beitti þessum fortólum við dyrnar á hotel Island, húseign stefnda, eða á götunni umhverfis það, en í máli þessu er honum hvorki gefið það að sök, að hann hafi raskað húsfriði stefnda, né almenningsfriði á götunni*. »J>ví dæmist rétt vera: Fógetabannið frá 25. apríl f. á. er úr gildi felt. Stefndi J. Q. Halberg greiði áfrýjanda Árna Zakaríaasyni 40 kr. í málskostnað innan 8 vikna frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum«. Ritsíminn til Islands. þingmaður einn í parlamentinu í Lúndúnum gerði 4. f. mán. fyrirspurn til 8tjórnarinnar um það mál. Fyrir svörum varð af hennar hendi Cranborne lávarður. Hann kvað Ritsímafélagið norræna í Kaupmannahöfn hafa sótt um leyfi til að leggja ritsíma frá Hjaltlandi til Færeyja og íslands og væri ekkert því til fyrirstöðu frá hálfu Bretastjórn- ar, ef sýnt yrði og sannað, að eigi skorti fé til að koma því áleiðis. Daginn eftir gekk nefnd enskra fiskiútvegsmanna hér við land fyrir póstmála- og ritsímaráðherrann, Austen Chamberlain (son Jósefs Chamberlains nýlendumálaráðherra), og báðu hann veita málinu fulltingi. Hann taldi tormerki á að veittur yrði styrkur úr ríkissjóði til slíkrar ritsímalagningar, er snerti mjög svo lítið almennings- hag á Englandi. En ekki kvaðst hann mundu amast neitt við því, að einstakir menn legðu ritsímann á sinn kostnað. Lýðháskólauum hér í bænum var sagt upp mánud. 30. f. mán., með dálítilli hátíðarvið- höfn: kenslustofan var tjölduð fán- um, ræður haldnar, söngur og hljóð- færasláttur. Skólann hafa sótt í vetur rúmir 20 manns að meira eða minna leyti, bæði karlar og konur. Flest úr Reykjavík. Samkvæmt fyrirkomulagi skólans hafa sumir einungis hlýtt á fyrirlestra, en aðrir notið kenslu í öllum uámsgreinum, 4 stundir á dag. f>rír nemendur höfðu verið áður í gagnfræðaskóla og 1 í kvennaskóla. Hinir flestir með góðri undirbúnings- fræðslu frá barnaskólanum í Reykja- vík eða með sjálfsmentun. Einn af þeim, sem hlustað hafa á fyrirlestra í skólanum, verzlunarmað- ur Borgþór Jósefsson, talaði hlýlega til þessarar nýju stofnunar. Hann mælti svo meðal annars: Hvað hefir þú lært? f>annig spurði skólastjóri í ræðu sinni, og af því að mér finst nemendunum liggja næst að svara spurningunni, leyfi eg mér, sem er einn þeirra, að mæla fá- ein orð. Hvort skólinn, stjórn' hans eða fyr- irkomulag stendur framar, jafnfætis eða aftar öðrum alþýðuskólum hér á landi,. um það get eg ekki dæmt, því eg hefi aldrei gengið í annan al- þýðuskóla, ekki einu sinni barnaskóla, og mun vera sá eini af nemendunum, sem þannig er ástatt fyrir. Engu að síður læt eg þess gétið, að mér gazt vel að fyrirkomulagi hans, kenslu með fyrirlestrum, og fyrir þá sök eina var mér unt að sækja Bkólann. f>ví miður get eg ekki fyrir annrík- is sakir tekið þátt í nema örfáum námsgreinum, aðallega tveimur, ís-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.