Ísafold - 15.04.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.04.1903, Blaðsíða 3
71 lánveiting alþingis 1883 »í s a m a t i 1- gangi«. Allir, sem um þetta mál hugsa, ættu að vita það og skilja, að sú lánveiting var neyðarúrræði eftir fjárfellinn míkla vorið 1882, hreint og beint hall- ærislán, sem því miður var úthlutað eins og ölmusugjöf til einstakra manna, án þess nokkurt ærlegt handarvik væri af þeim heimtað til endurgjalds. Heiðr. höf. hefir því sjálfur skipað sínu stóra láni á bekk með hallæris- láninu 1883, og sýnt með því, að það yrði notað fremur sem hallærislán en til búnaðarbóta. Eeyndar er hér sá munur, að höf. ætlast til, að bændur þeir, er féð fengju, borguðu lánið sjálf- ir; en samt er hætt við, að afleiðing- arnar af meiri eða minni hluta þess, yrðu hinar sömu og áður, stór útgjalda- byrði fyrir sveitafélögin eða sýslufó- lögin. Að láta fé þetta ganga gegnum sparisjóði, á leiðinni til lánþega, sé eg ekki að leiddi til annars en óþæginda og kostnaðarauka fyrir bændur. 5. Hvernig yrði svo lánið notað? Höf. segir: »sjálfsagt helzt til vöru- kaupa ... til að geta hlíft fjárvið- komunni* o. s. frv. J>ví er ekki að neita, að þetta lítur vel út og er í bezta tilgangi mælt. En er þó ekki þörf á að athuga það betur? Hér er þess að gæta, að lánsféð hlyti, eftir tillögu höf., að lenda að nokkru leyti og máske mestmegnis hjá þeim, er sízt kynnu með fé að fara. Skiljan- legt þykir mér því, að mörgum efna- litlum hændum þyki þetta óskaráð, og að þeir hlakki til kornvörunnar, klæðn- aðarins og kræsinganna, sem þeir gætu keypt sér fyrir peningana, meðan bú- stofninn er að þjóta upp, og þeir svona alt í einu verða að stór-bændum; en að þeir hugsi ekki eina vel út í það, hve mikið dregst frá, og hvað þeir ættu að láta f rentur og afborgun, sem varla gæti orðið mikið fyrir neð- an 100 kr. á ári fyrst í stað, en að líkindum talsvert á 2. hundrað kr., einkum ef ekki væri borgað nema rentan fyrstu árín. Væri svona mikið fé veitt skilyrðislaust, er þá ekkí einn- ig hætt við, að sumir lánþegarnir kynnu að freistast til, að lifa betur en efnin leyfðu, og kaupa ýmislegt, sem þeir gætu án verið, og kynni að vera heldur lítil blessun í búi? , |>ó lán- þegar væru nú lausir við munaðarfýsn og óreglu, sem er þó manolegur og algengur breyskleiki, þá er víst, að nokkuð mörg ár verða að líða (að minsta kosti tvisvar eða þrisvar sinn- um 3—4 ár), áður en 20—30 kindur verða að 80—100 kindurn, ef ekki á að kaupa viðkomu, þó engu sé fargað, sem lifað getur, og engin sérleg óár eða óhöpp beri að höndum. Ranghermi um þingmenskuframboð. Af tilviljun barst mér i hendur áttunda nr. af Þjóðólfi þ. á., og sá eg að þar var mjög merkileg fréttagrein úr Iiangárvalla- sýslu, en al þvi að þessi grein snertir mig dálítið persónulega, þá get eg ekki stilt mig um að fara um kana nokkrum orðum. Greinarhöfundurinn, sem segist vera einn af vinum minnm, byrjar á þvi að skýra frá umbrotum í ríki náttúrunnar, sem orð- ið hafi hér í vetur venju fremur, ljósagangi, krævareldi og vigabri'indum. Annar kafli greinarinnar skýrir frá því, að ísafold, sem hingað hafi borist með ferðamanni," sé að vonzkast út í þá menn, sem mest hafi á sig lagt til að afla lands- höfðingjanum kjorfylgis hér í sýslu í vet- ur, og má lesa á milli linanna, að honum þykir það ekki vera vel við eigandi, en lætur þó, sem betur fer, svo sem það bíti litið á sig og sina fytgifiska. í þriðja lagi skýrir vinur minn frá, að eg hafi sagt annaðhvort i alvöru eða af yfirlæti (en nefnir þó ekki við hvern), að eg ætlaði að bjóða mig fram til þing- mensku á komandi vori. En hér hleypur nú dálitið út úr fyrir vini minum, þvi að mér hefir ekki komið til hugar að bjóða mig fram, og því síður að eg hafi sagt það við nokkurn mann. Annaðhvort htýt- ur þetta þvi að vera, að einhver, sem hefir þekt vin minn að öðru en þagmælsku, hafi skrökvað þvi að lionum i því skyni, að hann færi að hlaupa með það í Þjóð- ólf, eða þá að hngsanafæri hans hafi rugl- ast svo við hrævareldinn í vetur, að bann viti ekki vel, hvað hann segir, þvi fjarri mér er að geta þess til, að hann hafi farið að skrökva þessu upp af ásettu ráði. Ef vinur minn fyndi köllun hjá sér að skrifa Þjóðólfi oftar um þingmenskufram- boð mitt, þá vil eg ráða honum til, að leita vitneskju hjá mér um það áður, þvi að eg skal vera fús á að segja honum eins og er um það. Eg þykist líka vita, að Þjóðólfur vilji fremur vera laus við að flytja lesendum sinum oft fréttir, sem ekki eru betri heimildir fyrir en hér; það mundu lika þykja stór viðbrigði, ef að hann færi að leggja i vana sinn að bera út .tilhæfu- laust þvaður, jafnsannsögull og áreiðanleg- ur sem hann hefir reynst hingað til(l). Miðey 30. marz J903. Einar Arnason. Réttvísi. Dómur hæstaréttar 15. febr. 1895 í hinu stóra, alkunnamóli landsstjórn- arinnar gegn Skúla Thoroddsen segir svo í upphafi: *Með því etð leggja verður framburð ókærða (o: Skúla Thoroddsena) að öllu verulegu til grund- vallar fyrir dómi í málinu, eftir því hvernig prófin hafa verið tekin og vitu- in hafa verið yfirheyrð, er eigi nægi- leg ástæða til að hafna því, sem hann ber fyrir sig«, o. s. frv. Rannsóknin í máli þessu, sem hafði staðið yfir afarlengi og kostað lands- sjóð stórfé, var þannig dæmd ó m e r k af hæstarétti vegna þess, »hvernig prófin voru tekin og vitnin voru yfirheyrð", en framburður sakborningsins sjálfs tekin trúanlegur. ltannsóknardómarinn í máli þessu var háeðla og velborinn sýslumaðurinn Lárus H. Bjarnason, sá er skrifar mest um »verðlag8skrármál« og aðra. réttvísi í »f>jóðólf« laugardaginn var. G r e i p u r. Eftirmæli. Hinn 1. okt. 1901 anuaðist að Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd hreppstjóri Jón Jónsson Breiðfjörð, 63 ára að aldri. Jón sál. var fæddur að Gvendareyjum á Breiða- firði 10. jan. 1838, og voru foreldrar hans Jón gullsmiður Jónsson og Katrin Krist- jánsdóttir. Faðir hans var dáinn, er hann fæddist, og ólst hann upp hjá móður sinni og 8tjúpföður, ásamt bræðrum sínum, sem allir urðu hinir efnilegustu menn. Rúm- lega tvítugur gekk hann að eiga Arndísi Sigurðardóttur frá Vogi á Mýrum, sem andaðist 12. ágúst 1897. Hin fyrstu bú- skaparár sindvöldust þau á Vesturlandi, bæði á Ósi á Skógarströnd og Klungurbrekku í Narfeyrarsókn. Þaðan fluttust þau árið 1864 að Hólmabúð i Vogum í Vatnsleysu- strandarhreppi, og var Jón sál. þar 11 ár umboðsmaður fyrir Knudtzonsverzlun i Hafnarfirði. Frá Hólmabúð fluttust þau hjón að Brunnastöðum í sama hreppi; höfðu þau keypt þá jörð, og bjnggu þar til dauðadags. Þau eignuðust 5 syni, og eru 4 dánir, 2 ungir. Hinn 3., er Sig- urður hét, dó um tvítugt, þá lærisveinn i lærða skólanum, og hinn 4., Jón Gestur, 27. f. m. Jón sál. var mesti fjörmaður og mjög vel gefinn, bæði til sálar og likama. Hann hafði farsælar og liprar gáfur, en uppfræðslu mun hann lítillar hafa notið i æsku, eins og flestir þeir, sem á þeim árum gengu ekki svonefndan skólaveg. Hann var mjög lipur og kurteis maður, einkar- glaðlyndur og manna lagnastur á að vekja mönnum gleði, enda var hann oftast lifið og sálin i þeim gleðisamkomum, er haldn- ar voru hér í grend, og talinn þar ómiss- andi og sjálfsagður. Höfðingslund hans og gestrisni var alkunn; honum var sann- arleg ánægja að veita vinum sinum meðan efni hans leyfðu. Hjartagæzka hans var orðlögð, enda lét hann engau fátækan synj- andi frá sér fara, hvort heldur þeir beiddu um lán eða gjöf. Hann gaf fátækum jafn- vel stórgjafir, t. d fátækri ekkju 1 af 8 kúm sinum. Til barnaskólastofnunar hér í hreppnum gaf hann 100 kr., og yfir höfuð var hann oftast fremstur og meðal hinna fremstu í gjöfum til þarflegra fyrirtækja eða styrktar fátækum. Kjarkmaður var hann mikill, og fyrirmynd í trú og siðgæði. Hreppstjóri var hann nær 30 ár og oft i hreppsnefnd og hreppsnefndaroddviti. Hinn 27. f. m. dó sviplega Jón Gestur Jónsson Breiðfjörð frá Brunnastöðum, hreppstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi og kennari barnaskólans þar, 27 ára gamall. Hann stundaði ungur nám við alþýðu- skólann i Flensborg einn vetur og síðan 3 vetur í latínuskólanum. Eftir það varð hann aðstoðarkennaii við barnaskóla Vatns- leysustrandarhrepps og gegndi þeim starfa nokkra hríð, unz hann varð aðalkennari skólans fyrir 5 árum og hafði það starf á hendi til dauðadags. Hreppstjórastörfum gegndi hann 2 siðustu árin og siðasta árið var hann einnig i hreppsnefnd. Jón Gestur heit. hafði almenningsorð á sér fyrir gáfur og lipurð sem kennari, gætni og stillingu, góðsemi og hjartagæzku við bágstadda og samvizkusemi i hvívetna. Sem hreppstjóri hafði hann og áunnið sér traust og hylli bæði almeunings og yfirboð- ara síns, og var einkar-vel látinn aLöllum. Því miður hoeigðist hann of mjög til vinnautnar, er meðal annars varð orsök til hins mikla þunglyndis hans síðustu ár- in, sem snerist að lokum upp i fásinnu þá, er dró hann til dauða á bezta skeiði lifsins. Hann lætur eftir sig konu og 1 barn þeirra frumvaxta. Á. Danskt bankaeinveldi. Það er nú uppvíst orðið, sem leynt átti að fara, og almenningi kunnugt gert í Þjóðviljanum 11. þ. m., að ?iðal- erindi bankastjórans til Kbafnar í vet- ur hefir verið að gera síðustu og ítrustu tilraun til að afstýra því, að nokkuð yrði úr stofnun hluDabankans. Það átti að fá þá Arntzen og Warburg til að selja Landmandsbankanum eða þá Lands- bankanum hér leyfi þeirra til hluta- bankastofuunarinnar fyrir nokkra tugi þúsunda. Forstöðumaður Landmandsbankans, Glúckstadt, er voldugastur og jafnframt ráðríkastur bankamaður í Danmörku. Hann hefir skiljanlega verið þess all- fús, að fá bankamál Islands í sínar heudur. Þó hjáleigukotið só rýrt, er skemtilegra að hafa hond yfir því líka. Það var líka ráðið til þess að halda við ástandinu, sem nú er og hefir lengi verið: að aðal-peningalind landamanna, fyrst og fremst verzlunarstóttarinnar og þar af leiðandi annarra, sé í Kaupmanna- höfn, í öðru landi og gersamlega óháð öllum umráðum af landsmanua hálfu hór. Þ ð er hin fölskvalausa, ómengaða föðurlandsást, að halda uppi þ v í fyrir- komulagi! En hitt gengur landráðum næst, eftir kenningu Landsbankaliðsins, að vilja fá komið upp hér á landi almennilegri peningastofnun, er landsmenn ráði sjálf- ir fyrir, — meiri hlutinn þingkjörnir fulltrúar og æðsti valdsmaður landsins. Almenningur fer nú líklega að skilja, hvað undir býr annars vegar tilbúningn- um um geytuleysi >bankamannanna« í Khöfn til að koma upp hlutabankanum hér, og hins vegar rógburðinum um fjör- ráð við Landsbankann. — Þegar þeir félagar, Glúckstadt og Tr. G., fengu afsvar, hvað sem í boði væri, þá vildu þeir »hjálpa« hinum um banka- stjóra fyrir hlutabankann. Það var þá — systursonur batikastjóra Tr. G., Gunnar nokkur Hafstein ! Annaðhvort danskt bankaein- veldi, e ð a þá sama stjórn yfir bönkun- um báðum hór, þessum sem til var ætl- ast, að kæmu á samkepni hér í banka- viðskiftum! Skiptapi varð mikill og hrapallegur laugardag- inn fyrir páska, 11. þ. m., frá Sand- gerði á Rosmhvalanesi, sexærings með 10 mönnum á, er allir druknuðu. Voru að vitja um þorskanet og nýhorfnir heim á leið hlaðuir úr þeim. Rokhvast var, enda eng:r róið netna þetta eiua skip. Hinu reglttlegi formaður þess fór heim til síu inn í Reykjavík fyrir bænadagana (Jónas í Steinsholti ?) og var fyrir skipinu þennan -dag í hatts stað sonur Einars bónda í Sandgeröi Sveinbjarnarsonar, þess er skipið áttí og útveginn, Sveinbjörn að nafni, efnispiltui um tvítugt. Þrír vinnumenn Einars bónda druknuðn með honum. Aðrir hásetar voru austan úr sveitum. Mjög mikið úrval af krönzum, blómum, slaufum, grályngi og dánarbúkettum. Grjótagötu 10. Ragnheiður Jónsson. Hér með leyfir hreppsnefnd Mos- vallahrepps sér að votta hr. hvalveiða- manni Hans Ellefsen á Sólbakka virð- ingarfylst hinar beztu þakkir sínar fyrir þær stórgjafir, sem hann nú hefir gefið nefndum hreppi, og eru þær, að hann hefir gefið hreppnum: 1. Pjárhæð, er nemur 10,000 (tíu þúsund) krónum, er hreppurinn njóti vaxtanna af, eftir það er hr. Ellefsen hættir hvalveiðum hér, til þess að bæta upp að nokkru leyti það tjón, er hreppurinn biði við burtför hans, af hverjum ástæðum sem væri. En me^an herra Ellef- sen treldur áfram veiðum, leggist vextirnir við höfuðstólinn. 2. Hefir hann jafnframt gefið 800 kr. í því skyni, að efla hér framfarir f söngþekkingu eða bæta sérstak- lega kirkjusöng. það, sem hr. Ellefsen hefir áð- ur, þau 14 ár, er hann hefir verið hér, látið af hendi við Mosvallahrepp og styrkt hann og stutt á marga vegu, verður eigi hér talið. — Fyrir ofan- nefndar gjafir þökkum vér innilegast, og óskum hr. Ellefsen allra heilla og hamingju. Slíkir menn eru fágætir, og •ísland þyrfti annars með« en að þeim væri á braut vísað. Veðrará, 21. marz 1903. Bóas Guðlaugsson hreppsnefndaroddviti. Udkommet er: Antikvar-Katalog over Literatur vedrörende Island og Grönland (Oldnordisk Sprog og Literatur, lsland og Grönlands Topo- grafi, Naturhistorie, Literatur m. m. Arktiske Rejser). Herm. H. J. Lynge & Sön. Walkendorffsgade 8. Köbenhavn. Stærri og smærri hús eru til sölu,einnig lóðir ágóð- um stöðum í bænum. Semja má við málaflutningsmann (Bóó Sislason. Ágæt byggingarstæði fáBt á góðum stað í bænum. Semja á við fangavörð S. Jónsson Ritstjóri Björn Jónsson. Isafoldarprentsmið]&

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.