Ísafold


Ísafold - 25.04.1903, Qupperneq 3

Ísafold - 25.04.1903, Qupperneq 3
83 hið lága varð er eigi smjörinu að kenna, heldur heimsmarkaðinum. Landsbúnaðarfélagið var beðió að rannsaka að fullu, hvernig |>jórsá yrði bezt »beizluð«. Til sýninga voru veittar 50 kr., og aðrar 50 til kynbótatilraunar. Mælst til, að búnaðarfélög efri hreppanna leggi einnig nokkuð til þess. Heitið var, að ábyrgð sýslunnar á Eeykjafossvélunum mætti haldast, þó að eigandaskifti yrði, ef þær yrði samt notaðar þar. Eitt af verkefnum þingmanna er, að losa sýslusjóðina við yfirsetukvenna- lauuin. Og búast mega þeir við, að á þingmálafundi verði þeim falið að koma á allsherjar-hundalækningalög- um fyrir land alt. Hcr, og líklega víðar, þykir mjög áfátt í því efni, og kent um óhentugum og ósamhljóða reglum. Hér var nú sett millifunda- nefnd til að undirbúa lagfæringu inn- an sýslu. En menn vilja líka vera Iausir við ormaveika hunda annarsstað- ar að. Við áfengismálinu hlífði nefndin þing- mönnum. En hún skoraði á kaup- menn að hætta við árslok að selja áfengi. þó er ekki alt búið enn, sem þing- menn eiga að gera. jþeir eiga að sjá um, ef 4 alþingismenn bætast við, að Árnessýsla fái 1 þeirra og að henni verði skift í 3 kjördæmi. (Tvö til vara). Og þeir eiga að útvega héraðsfundar- mönnum 3 kr. daglaun, og sýslunefnd- armönnum samsvarandi launahækkun. Og nvi eiga þeir að byrja á því í vor, að halda 3 þingmálafundi fyrir alþingi: að Skálholti, Húsatóttum og Selfossi. |>ar mun þá verða heldur bætt við verkefni þeirra en hitt. Sjómannakensluna hér á að reyna að lífga aftur. Umsækjendatalan, sem er skilyrðið, er færð niður í 40, því að sjómenn fara hér fækkandi. Veitt ar til þess 60 kr. Ýms voru smámál fyrir nefndinni, sem hér eru ekki talin. j?au varða eigi almenning út um landið, en voru einstaklegs eðlis að mestu. Sannast er það að segja um sýslu- nefnd vora Árnesinga, að yfirleitt hefir hún eindreginn framfarahug. En hún hefir lítið »bein í hendi«, og því er von, að 8kamtarnir hjá henni verði smærri en ella mundi. það er og ekki nema sjálfsagt að fara gætilega, þegar skamta skal úr annarra vösum og þeim ekki öllum sérlega fullum. Br. Trú sem flytur fjöll þarf sá að hafa, sem trúnað á að leggja á það, að baukastjórafrændi G. Hafstein mundi ekki vilja líta við hluta- bankastjóraembættinu, þótt kost ætti á því, af — tómri »föðurlandsást«, Þetta er piltur, sem hefir lítils háttar undir- tyllustöðu við Landmandsbankann í Khöfn og tneð mjög lágum launum að sögn. Hlutabankastjóraembættinu hefir nú verið sózt eftir af Landsbankanum og bankastjóranum mjög- nákomnum hér. Og só það samrymanlegt við »L flokks« föðurlandsást, hví skyldi þá vera alt öðru máli að gegna um 0. H. ? Hvaö á »humbugið« að komast langt, svo að mönnum ofbjóði ? Hinir höndluðu botnvörpuiigar, sem getið var í síðasta blaði, heita City of London, frá Grimsby, og Etruria, frá Boston (Engl.). City of London tók Hekla þétt upp við land fyrir framan Selvog, en hitt innan landhelgi við Vestmanneyjar. •Farið var með þau bæði til Vestmanneyja og sektuð þar, eins og fyr segir, ann- að um 60 pd., og hitt (Etruria) um 65 pd., o. s. frv. þriðja enskt fiskigufuskip, er stund- ar lóðarveiði, tók Hekla nýlega í land- helgi þétt fyrir sunnan Eeykjanes og fér náeð til Hafnarfjarðar. J>að var sektað um 180 kr. Göupáskar — sumarpáskar. Með þessari yfirskrift er grein í 16. tölublaði ísafoldar 28. marz 1900 bls. 62. Er þess þar getið, að góupáskar séu sjaldan fleíri en þrír á hverri öld, en sumarpáskar 6, stundum 7, fæstir 5; að bilin milli góupáska séu oftast í röð þannig: 57, 27, 11 ár, en á milli sumarpáska 27, 19, 11, 11, 16, 11 ár; þó séu frá því margar undantekning- ar um sumarpáska, en millibilin þó ávalt einhver af téðum 4 áratölum (27, 16, 19, 11). Á síðustu 2 öldum voru góupáskar 1704, 61, 88, 99, 1818, 45 og 56; 19 ára bilið 1799— 1818 undantekning einu sinni áður fyrir á 11 öldum (1364—83). Sumar- páskar voru á síðustu 2 öldum 1707, 34, 53, 64, 91, 1810, 21, 32, 48, 69, 86. Gera má ráð fyrir, að mönnum þyki eigi ófióðlegt að vita, hversu margir góupáskar og sumarpáskar verði á þessari ö!d, og upp á hver ár þau beri. Sumarpáskar verða 1906, 16, 43, 62, 73, 84, 2000; þarnæst 2011. Góupáskar verða 1913 og 1940; en svo eigi fyr en 2C08. Eftir reglunni hefðu góupáskar átt að vera 1951, en þá er sunnudagsbók- stafur G, góulok 19. marz, páskar 25. marz 1. sd. í einmánuði. Góupáska getur ekki borið upp á aðra mánaðardaga en 23. og 24. marz. Hið langa bil 1940—2008 eða 68 ár er líklega eitt sér góupáskalaust jafn-lengi; að minsta kosti hefir ekki verið svo langt milli 2 góupáska síðan árið 800. í apríi 1903. Skeggi. SkeiðarársíiHds-stnindið. Af mönnum þeim, er týndust á sand- inum í vetur, erunút/eir fundnir,—er Isafold skrifað með pósti í gær. Vél- stjórinn fanst í Hvalsíki, á eyrinni, þar sem þeir liöfðu hafst við eina nóttina, en hásetinn fanst á sandöldu vestan við Nýjasíki svonefnt. Stýrimaðurinn er ófundinn enn, nema hvað 2 lík hafa borist á land í Oræf- um, annað á Staðarfjöru, en hitt á Tvískerjafjöru, og þykir líklegt, að ann- aðhvort þeirra sé stýrimaðurinn af Friedrick Albert. jóeir 5 menn, er ekki eru ferðafær- ir fyrir kali, eru hjá héraðslækni Bjarna Jenssyni á Breiðabólsstað, og er búið að taka af þeim alls 8 fætur; einir 2 fætur, sem ekki hefir verið tekið af neitt, er teljandi sé. þorgrímur læknir þórðarson var sóttur snemma í febrúar austur að Borgum og fór héðan aftur 2. apríl. Af einum manninum voru teknir báðir fætur fyrir neðan hné, af 2 báð- ir fætur framan við hælbein og af 2 annar fótur frarnan við hælbein. þetta hefir alt hepnast prýðisvel og mennirnir eru nær því algrónir þeirra sára, en þeir höfðu sumir kalsár á hæl- um og víðar. þau eru að mestu gró- in nú, en þau verða seinni að gróa heldur en stúfarnir. Bjarni læknir 8væfði, jporgrímur bútaði og til aðstoð- ar sór höfðu þeir hvatt síra Magnús Bjarnarson á Prestsbakka, síra Svein Eiríksson í Ásum og sýslumann Guð- laug Guðmundsson. joessir sjúkiingar hafa verið alls svæfðir 14 sinnum, gerðir 3 stærri undirbúningsskurðir (allar tær teknar af 3 fótum og hreinsuð upp kalsárin), 8 aflimanir og 1 enduraflimun, til þess að komast að til að sága betur hyrnu af beini (sköflungi). Auk þessara 12 líkamsskurða hafa læknar þeesir gert mjög marga smærri, tekið stykki úr hælum, jörkum o. s. frv. Ji>6tta héíir alt hepnast framúrskar- andi vel, ekkert borið útaf og ekkert slys viljað til, og má það teljast furð- anlegt, þar sem hér vantar þó svo margt, sem nauðsyulegt er talið, þeg- ar svo ber undir. Alveg; sama lag or nú Jón Ólafsson teldnn til að syngja eins og hinir nýjn félag- ar hans og húsbændur, þeir Þjóðóltsmaðnr og Stykkishólms-Lárus, jafnvel enn hærra og snjallara en þeir. Það er ekki nýtt, að hann sé fjörugur á fyrsta sprettinum —, fyrstu vikurnar í hverri vist. Það er bragurinn nm svikræði af Fram- sóknarflokksins liálfu við stefnuskrá hans frá i fyrra, sérstaklega þó af hálfu Isafold- ar, vegna þess, að yfirdómari Jón Jensson á að verða hér i kjöri. Þetta er stutt með hinum og þessum ósanninda-uppspuna, dylgj- um og brigzlum, sem ekki tekur því að eyða að orðum til andsvara. Það eru nánustu vinir og fylgifiskar bankastjórans, sem ætla alveg af göflum að ganga út af tilnefning Jóns Jenssonar. Þeir vita ekkert fangaráð annað en fyrnefnd svikræðisbrigzl til að afstýra voða þeim fyrir hann, bankastj., eða kosningu hans hér i vor, er þeir óttast að standa muni af samruna atkvæða frá Landvarnarmönn- um við þau, er hr. J. J. á vis annars frá Framsóknarflokknum hér nú sem fyr. Hitt s j á þeir og aðrir mikið vel, að væri gamlir og nýir fylgismenn Jóns Jens- sonar svo grunnhygnir, að fara að yfirgefa hann (vegna sérstöðu hans í stjórnbótar- málinu, sein allir vita að ekki g e t u r stofn- að því í nokkurn minsta háska), þá væri það' sama sem að styðja kosningu bankastj., inanns, sem þ e i r lita svo á, að ekkert erindi eigi á þing annað en að tvöfalda at- kvæði Stykkishólms-Lárusar, eða þá »Hann- esar frændac, ef bann yrði á þingi. Þeir s j 4 mikið vel, að ekki muni vera hægt öðru visi en með taumlausum blekk- ingum að fá kjósendur hér til að hafna manni, sem þeir hafa bezta traust á og þeim líkar flestalt vel við, er til þingmensku kemur, — nema eitt, sem engu skiftir, eftir því sem á st.endur nú, — eu styðja fyrir það beinlínis eða óbeinlinis annan, er gagn- stæðu máli er urn að gegna að þeirra dómi. Þeir og aðrir v i t a mikið vel og hafa séð þess óbrigðul og ótvíræð merki, fyr og siðar, að Framsóknarflokksstjórnin og heunar málgögn, þar á meðal ísafold, eru jafn-fastheldin við stefnuskrá þess flokks í stjórnbótarmálinu sem hinn flokkurinn, þótt ekki hirði um að beita heimsku-brigzlyrð- um og illindum í þeirra garð, sem ekki eru sömu skoðunar, manna, sem eru jafn- miklir ættjarðarvinir fyrir því. Eina ráðið við fyrnefndum voða vita þeir vera sjónhverfingar og blekkingar. Það er eina bjargráðið fyrir þá. Og þá er svo svo sem sjálfsagt í þeirra augum að beita þvi, — beita því látlaust og hlífðarlaust. Aflabröfíð. Mikill fiskuv er nvi sagður í suður- vfiiSistöSunum, kominn jafnvel inn und- ir Vogastapa, eins og gerSist þegar bezt lét fyrrum. Sigllng'. Til kaupm. J. P. Bjarnesen kom 19. þ. m. kutter Ruth (98, T. Bentsen) frá Mandal með timbur. Gufuskipið »Pervie« (330, Schiöth) kom 23. þ. m. frá Khöfn með vörur til H. Th. A. Thomsens og fór til Vestfjarða daginn eftir. Prestvígsla á fram að fara á morgun: cand. theol. Bjarni Hjaltested til aðstoðar- prests hjá dómkirkjuprestinum. Síðdegismessa á morgun (kl. 5) í dómkirkjunni (sira Friðrik Friðriksson). Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 190 3 apríl Loftvog millim. Hiti (C.) t' et- ct> cx ff *-s D- æ cx œ pr 3 p 33 Urkoma millina. Minstur hiti (C.) Ld,18.8Í764,8 2,8 E 2 9 ~6j" -1,1 2 764,4 4,8 E 2 9 9 764,5 3,7 E 1 9 Sd. 19.8 764,4 5,5 E 1 9 0,7 1,8 2 765,4 8,4 E 1 10 9 765,5 4,8 E 1 10 Md20.8 766,4 4,6 8SE 1 10 2,8 2,1 2 767,7 6,1 s 1 10 9 767,5 3,3 SE 1 10 Þd.21.8 762,4 2,4 NW 1 10 5,2 0,6 2 759,6 L5 NNW 1 8 9 760,0 -2,4 N 2 3 Mv22.8 759,7 -2,1 N 2 3 3,3 -3,8 2 761,6 0,4 N 1 4 9 760,9 -1,5 E 1 3 Fd.23.8 759,3 -1,3 E 1 4 -3,9 2 757,6 1,2 E 1 7 9 752,0 0,7 í B 2 10 Fsd24.8 742,0 1,5 I ESE 2 10 9,3 -2,0 2 740,3 3,3 BE i 9 9 740,3 2,1 1 E i 7 Glasgow-bruninn, samskot. Þetta hefur safnast á skrifstofu Isafoldar frá því siðast: Albert Þórðarson bankaassistent •> kr.; Andrés Bjarnason söðlasmiður 5 kr.; Bal- schmidt, Vilh., rakari 5 kr.; Einar Sigvalda- son (Melstað) 10 kr.; Elinborg Kristjánsson frú 3 kr.; Finnbogason, L., ekkjufrú 20 kr.; Guðmundur Björnsson læknir 10 kr.; Guðm. Guðmundsson bæjarfóg.fm. 10 kr.; Guðm. Jakobsson trésmiður 5 kr.; Guðrún Magnús- dóttir ekkja frá Austurhlið 5 kr.; H. J. B. 6 kr.; Halldór Jónsson bankagjaldkeri 6 kr.; Haraldur Níelsson cand. theol. 10 kr.; Helgi Hannesson úrsm. 5 kr.; Helgi Jónsson banka- assietent 5 kr.; Hertervig, C., kaupmaður 10 kr.; Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprest- ur 10 kr.; Jóhannes Hjartarson skipstjóri 5 kr.; Jón Jensson yfirdómari 10 kr.; Jón •Tónsson verzlm. (frá Borgarnesi) 5 kr.; Jón Lúðvigsson 2 kr.; Jón Magnússon landritari iiO kr.; Jón Valdason 4 kr.; Kristín Thor- laeius frk. 2 kr.'; Ludvig Hansen hankassi- stent ð kr.; Morten Hansen skólastjóri 10 kr.; Oddur Gíslason yfirréttarmálfærslumaður 10 kr.; Olafur Amundason faktor 5 kr.; Ólafur Sveinsson gullsmiður 5 kr.; Páll Halldórs- son stýrimannaskólastjóri 5 kr.; Pétur Pét- ursson hæjargjaldueri 5 kr,; Raonl Labadie sjóliðskapt. frá Paris 20 kr.; Sigfús Svein- hjarnarson 2 kr.; Sighvatur Bjarnason banka- bókari 5 kr.; Sigurður Ámundason (Lindar- götu) 2 kr.; Signrður Kristjánsson bóksali 10 kr.; S. T. 5 kr.; Sölfi Víglundarson skip- stjóri U/a kr.; dr. Valtýr Guðmundsson do- cent 10 kr.; Victor de Valence spitalaskipa- forstöðumaður frá París 20 kr.; Þórhallur Bjarnarson lektor 10 kr.; Þórnnn A. Björns- dóttir yfirsetukona 10 kr. Ennfremur frá Leikfélagi prentara arður af sjónleik 22. þ. m. 50 kr. Sömuleiðis frá P. Hjaltested úrsmið enn- fremnr 10 kr. (gaf 20 kr.; misletrað síð- ast 10 kr.). Samtals með áður auglýstu 1213 kr. 50 a. VOTTOEÐ. Eg get ómögulega látið það ógert, að senda yður þessi meðmæli: Eg, sem skrifa nafn mitt hérundir, hefi árum saman verið mjög lasin af taugasjúkleik, sinateygjum og ýmsum sjúkdómum, sem þar eru samfara. Eftir er eg hafði leitað ýmsra lækna og enga bót fengið, fór eg að taka inn Kínalífselixír frá Valdemar Peter- sen \ Friðrikshöfn og get eg með góðri samvizku vottað, að þetta lyf hefir bætt mig meira en frá verði sagt, og eg finn að eg get ekki án þess verið. Hafnarfirði, í marz 1899. Agnes Bjarnadóttir, húsmóðir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á Islandi, án toll- álags á 1,50 (pr. fl.) glasið. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að vÁ-‘ standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kíuverji með glas í hendi og firmauafuið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn Kontor og Lager Nyvei 16, Iíjöbenhavn.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.