Ísafold - 29.04.1903, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendÍ8 fyrir fram).
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 29. apríl 1903.
22. blað.
ÍTÖ. 0. F. 855I81/,.
Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum.
Forngripasafn opið mvd. og ld. 11—12.
K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8’/2 síðd.
Landakotskirkja. Ghiðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Vátrygrsíinp:
og vátryggingarlög alþingis-
Eins og kunnngt er, voru ú alþingi
síðasta samþykt lög urn stofnun inn-
lends brunabótafélags, er taki að sór
brunabótaábyrgð á öllum húaum í 3
kaup8töðum landsins og öllum löggilt-
um kauptúnum á landinu; og er hús-
eigendum gert aS skyldu að vátryggja
hús sín í þessu innlenda félagi.
Ennfremur tokur félagið að sér vá-
tryggingu á húsgögnum og öðru lausafé.
Tilgangurinn með stofnun þessa fé-
lags mun hafa verið upphafiega tvenns
konar:
1., að útvega húseigendum betri kjör
en þeir verða að sæta hjá íitlend-
um félögum; og
2., að koma í veg fyrir, að vátrygg-
ingarféð fari út úr landinu.
Síðan er mál þetta kom fyrst á
dagskrá, hefir mikil breytÍDg orðið á
um iðgjöld á vátrygðum munum og
húsum. —
Hin útlendu vátryggingarfélög, sem
áður tóku 5°/oo í iðgjald, og þá þótti
óhæfilega hátt gjald, bafa í sumar
hækkað iðgjöldin upp í 7°/00 alment,
og fyrir verzlunarhús og iðnaðarmanna-
hús upp í 7^/j—8°/00, og jafnvel enn
hærra, ef svo ber undir. þó ber þess
að geta, að iðgjöld fyrir járnvarin hús,
eru eins og áður 5°/00. og fyrir stein-
hús að eins 3°/00.
Auðséð er, að hræðsla við brunaöld
þá, er nú virðist vera komin yfir land-
ið, hefir einnig haft áhrif á forgöngu-
menn þessa máls; því jafnvel þótt
ekki só enn búið að ákveða neitt víst
um iðgjöld fclagsins, er þó í nefndar-
áliti neðri deildar alþingis gert ráð
fyrir 6°/00 svo sem hæfilegu iðgjaldi,
eða rétt helmingi hærra heldur en
tekið var í mál, er lög þessi voru fyrst
á prjónunum.
En ef sanngirni á að ráða, verður
þó hið innlenda félag, ekki síður en
hin útlendu, að gera mun á iðgjöldum
á venjulegum timburhúsum eða sveita-
hæjum, og húsum þeim, er jární eru
varin, eða þá af steini gerð, þó þau hús
séu nú fá. Verður þá nauðsynlegt, að
hækka iðgjöldin úr 6°/0o á stöku Btað,
minsta kosti þar sem hættan er
talin meiri, t. d. þar sem í búsunum
eru trésmíðastofur eða smiðjur eða
mjög nærri þeim, og mætti þannig
koma jöfnuði á, svo að iðgjöldin yrðu
til jafnaðar &°/00.
það sem húseigendur græða þá á
því að vera skyldír að vátryggja hús
sín í hinu fyrirhugaða innlenda félagi,
verður því nauðalítið fljótt á að líta;
en eigi að síður mun félagið koma að
gagni óbeinlínis með því:
1., að strangt eftirlit verði haft með,
að öll ný hús verði þannig gerð,
að brunahættan minki, móts við
það sem nú er, og að skipað
verði fyrir um tryggari útbúnað á
ofnpípum og steinreykháfum á
þeim húsum, er nú eru, og er
engin vanþörf á því;
2., með því að útveguð verði slökkvi-
tól á þeim stöðum, er nefndir eru
í lögunum, og mönnum gert að
skyldu að hjálpa til þegar elds-
voða ber að höndum, og þá ekki
sízt það sem ekki er hvað minst
í varið, — gert að skyldu að
hlýða slökkviliðsstjóranum. Senni-
legt er og, að húseigendum verði
gert að skyldu að eiga stíga, sem
nær upp á húsin, svo að ekki
þurfi að hlaupa hús úr húsi á-
rangurslaust til að leita að stiga
þegar eldsvoða ber að.
þetta alt ætti að hjálpa til að
eldsvoðar yrðu fátíðari heldur en nú
upp á síðkastið, og einnig að takast
mætti að slökkva, þó að eldur kæmi
upp, og mundi afleiðíngin af þessu
verða sú, að hægt yrði áður iangt um
líður að lækka iðgjöldin svo, að þau
yrðu viðunandi.
En annað atriði getur líka og miklu
máli skift um að félagið nái að þró-
ast, og það er, að öll stjórn þess verði
sem brotaminst og kostnaðarminst; og
virðist mér sú hlið málsins hafa ekki
verið nógu vel athuguð. Til þess að
stjórna slíku félagi, þar sem aðalstarf-
ið, e f t i r a ð f é 1 a g i ð e r k o m-
ið á f ó t, er í því fólgíð, að ná sam-
an iðgjöldunum og gefa út vábrygg-
ingarskírteini, — virðist mér nægilegt,
að hafa einn ötulan mann með góðum
launum, svo og skrifara, í stað þess
sem lögiu gera ráð fyrir einum for-
stjóra og tveim meðstjórnendum. Eg
geri ráð fyrir, að reglugjörð fólagsins
verði svo greinileg, að ekki þurfi
þriggja manna nefnd til að stjórna
því, svo að í lagi fari, og sjálfsagt ó-
dýrara og hyggilegra að hafa eiun for-
stjóra með skrífara, sem eingöngu
stjórni því, heldur en 1 forstjóra og 2
meðstjórnendur (tóma »Chefer«), sem
gleypa stóran part af tekjum félagsins,
eigi að launa þeim sómasamlega,
auk þess sem félagið þarf að standa
straum af ýmsum öðrum kostnaði,
svo sem húsaleigu, talsverðum prent-
unarkostnaði, og þóknun til inn-
heimtumanna út um land.
Fulltrúafyrirkomulagið er og kostn
aðarsamt, og hinar litlu tekjur félags-
ins rýrast talsvert í hvert sinn sem
þeir verða kvaddir til fundar.
Annars virðist mér lögin nokkuð
ógreinileg um starfsvið fulltrúanna.
Hvað þessir menn eiga að framkvæma
á fyrsta fundi sínum er skýrt fram
tekið; en svo er ekki um söguna meir.
Reyndar er í niðurlagi 14. gr. laganna
sagt, að ekki megi breyta reglugjörð-
inni nema með samþykki fulltrúafund-
ar og landshöfðingja. En er ekki
þetta helzt til dýr útbúnaður til þess
að koma á lítilfjörlegum breytingum,
og getur ekki hugsast að það tálmi
því, að nauðsynlegar breytingar á
reglugjörðinni komist á, eða þá að beðið
verði með það þangað til seint og
síðarmeir?
í 17. gr. laganna er sagt, að endur-
skoðendur skuli kjósa til þriggja ára,
og kýs íulltrúafundur annan þeirra.
Eftir þessu á fulltrúafund að halda
minst annaðhvort ár,
1. til þess að breyta reglugjörðinni,
ef þurfa þykir;
2. til þess að kjósa 1 endurskoðun-
armann.
Og hvað kostar þetta?
Sjálfsagt ekki minna en 2000 kr.
eða á að gizka 1/u af árstekjum fé-
lagsins.
|>að er ef til vill hyggilegt, þegar
reglugjörðin verður samin, að viðstadd-
ir verðí menn frá ýmsum stöðum á
landinu og hafi atkvæðisrétt: en þeg-
ar henni er lokið, og félagið stofnsett,
væri nægilegt, — ef fulltrúaráð (Re-
præsentantskab) á annað borð er
nauðsynlegt, — að það væri skipað
3 mönnum, er heima ættu í Reykja-
vík, og að það þá kysi annan endur-
skoðandann, en alþingi hinn.
Mér hefir komið í hug, að inn-
heimta mundi verða ódýrri, ef öll ið-
gjöld féllu í gjalddaga sama dag, t. d.
eÍDs og vextir til Landsbankans 30.
sepibr., og væri mjög auðvelt að koma
þessu svo fyrir, sérstaklega um hús-
eignir, og einnig með lausafé, nema
þegar vátrygt er fyrir stuttan tíma.
8vo er að sjá, sem í 2. gr. frum-
varpsins vanti fyrirmæli um það, að
nýir verzlunarstaðir, sem upp kynnu
að rísa, séu háðir þessum lögum.
þ>að er slæmt, hve 5. gr. gerir það
erfitt og kostnaðarsamt fyrir menn í
sveit, að fá virtar húseignir sínar, er
sýslumaður á í hvertsinn að
nefna til 2 virðingarmenn. Nægilegt
virðist, að úttektarmenn hreppsins
væru teknir gildir til þess starfa, enda
munu þeir oftast verða fyrir þeirri
kvöð; en einhvern Ieiðarvísi þyrftu
þessir menn að hafa til þess að fara
eftir.
þá segir svo í 21. gr. frumvarpsins:
»Sé eigandinn viljandi eða fyrir víta-
vert gáleysi valdur að brunanum, geca
þeir, sem þinglýst veð áttu í húseign-
inni, fengið vátryggingarupphæðina út-
borgaða, þó eigi meir en þarf til lúkn-
ingar veðskuldinni, ásamt eins árs
vöxtum«.
í lögum fyrir brunabótafólög nokk-
ur í Danmörku er líkt komist að orði,
en þó með þeirri viðbót, að veðhafi,
geti því að eins gert tilkall til bruna-
fjár, að aðrar eigur eigandans endist
ekki til þess að fullnægja kröfum
hans; og þykir mér galli á frumvarp-
inu, að þetta ákvæði hefir ekki komist
inn í það.
Eitt af því, sem sjálfsagt verður
erfitt að komast að niðurstöðu um, er
um endurtrygging (Reassurance) hjá
öðrum (útlendum) félögum. Ef gert er
ráð fyrir árstékjum þeim, sem nefndar
eru í nefndaráliti neðri deildar þings-
ins, 30,000 kr., og þar frá dregin J/3
fyrir kostnaði, — minni en það verður
hann fráleitt fyrsta árið — þá eru
eftir 20,000 kr. fað er ekki mikið,
og virðist óumflýjanlegt, að nota tals-
verðan hluta af því til endurtryggingar.
Jafnvel þó að landssjóður standi á
bak við með 300,000 krónur, er lands-
sjóðsábyrgðin þeim skilyrðum bundin,
að mér finst óumflýjanlegt, að minsta
kosti fyrst í stað, að endurtryggja [all-
ar stærri vátryggingar að einhverju
leyti.
En hvernig á að koma þessu fyrir
svo vel fari, ef félagið tekur ekki
sjálft hærra iðgjald en 6°/00, en verður
að greiða í endurtryggingargjald 7—
772%o?
Að taka aukaiðgjaldið af stærstu
viðskiftamönnum félagsins virðist mjög
óeðlilegt, ef atvinnuvegir
þeirra ekki beinlínis gera
það að verkum; en náist ekki
samningar við útlend félög um sama
iðgjald (6°/oo?), sem hér er greitt, þarf
þó að útvega mismuninn á einhvern
hátt.
Fyrir því væri alveg ómissandi, að
hafa fengið fyrir fyrsta fund
fulltrúanna vitneskju um, með
hvaða kjörum endurtrygging fæst hjá
útlendum félögum, og sé eg ekki að
fulltrúafundur geti lokið starfi sínu
án þess að hafa fulla vissu um það
atriði, ef hann vill á annað borð end-
endurtryggja.
Sumum kann að þykja undarlegt,
að hreyfa þessu málefni, meðan eng-
in vissa er fyrir því, að lögin verði
staðfest. En hvort sem þau hljóta
staðfestingu eða ekki, hafa forgöngu-
menn þessa máls sýnt, að þeirn er al-
vara, og eg býst því við, að málið
nái fram að ganga fyr eða síðar; og
er því ekki í ótíma gert, þó að það
sé nú athugað.
Sanðárkrók. V. Claessen.
Hjúkrunarfélag Reykjavikur
heitir nýlega stofnað félag hér, fyrir
forgöngu Oddfellowstúkunnar hér í
bænum, er safnaði rúml. 500 kr. árs-
tillagaloforðum, þar af nær þriðjung
innan stúku, til launa fullnuma hjúkr-
unarkonum, er hjúkra eiga sjúklingum
í bænum, einkum fátæklingum, er
ekki þiggja af sveit, undir læknisum-
sjón. Gefins verður hjúkrunin yfirleitt
í té látin, eftir nánari fyrirmælum fé-
lagsstjórnarinnar, nema ef hjúkrunar-
konan er léð á efnaheimili; þá er tek-
ið í kaup fyrir hana 1 kr. á dag, er
rennur f félagssjóð, auk fæðis; ella
kostar hún sjálf af kaupi sínu fæði
fyrir sig og húsnæði, og má aldrei taka
neitt sjálf fyrir veru sína hjá þeim, er
húu stundar. Auk sjálfrar hjúkrunar-
innar innir hjúkrunarkonan af hendi
alla þá hjálp á heimilunum, sem hún
getur í té látið (svo sem ræsting, þvott,
matreiðslu) og ekki eru aðrir til að
inna af hendi.
Félagið hefir að svo stöddu ekki
efni á halda nema eina hjúkrunarkonu.
þ>að hefir ráðið Guðnýju Guðmunds-
dóttur, sem bæjarmönnum er kunn
bæði að góðri þekkingu á starfi sínu—
hefir numið það erlendis —, og stakri