Ísafold - 02.05.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.05.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist eÍDU siuni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1J/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrífleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrleti 8. XXX. árer. Reykjavík langardaginn 2. mai 1903. 23. blað. J 0. 0. F. 85588 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd, og ld 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudag8kveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotslcirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgum degi. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasaftí opið bvern virkan dag :'kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Ndttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið A sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisí Pósthússtræti 14h 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Hvalveiðamálið. Eftir Bjarna Sœmundsson. l. Þeir eiga að smala’ um saltan sjá síldinni, þótt gangi tregt. Að þeir megi anda þá óhræddir er náttúrlegt. Pdll Olafsson. í haust er leið var hafinn af nýju leiðangur á móti bvalveiðunum hér við land. Hann byrjaði á fundi, er haldinn var á Eskifirði í september, og nokkuru síðar voru fundir lialdnir í Eyjafirði. Á þessum fundum var því lýst yfir, að hvalveiðarnar væru hættulegar fyr- ir fiskiveiðar vorar, og gerðar ráðstaf- anir til að fá þær bannaðar með lög- um. Síðar í vetur hafa verið haldnir fundir í Mjóafirði og Seyðisfirði, en þar að eins farið fram á meiri friðun en er, og að hækka gjöld á hvalveiðend- um. jpar á móti var á fundi í Önundar- firði skorað á alþingi að samþykkja ekkert, er hamli hvalveiðendum at- vinnu hér. Allmikið hgfir verið ritað um mál þetta bæði með og mót, einkum í Bjarka og Austra Eg ritaði grein um áhrif hvalveiða á fiskigöngur í ísafold 1899, 28.—30. tbl. Síðan hefi eg ferðast í fiskirann- sóknarerindum til Vestmanneyja, Norð- urlands og Vestfjarða, og getið þess, er eg hefi orðið vísari um þetta mál- efni, í. ferðaskýrslum mínum í Andvara 1899—1901. Skýrslan um Vestfjarð- aferðina birtist vonandi í næsta And- vara. En eg hefi enn ýmsu við að bæta, sem getur orðið málefninu til skýringar, og það er svo mikilsvarð- andi, að full þörf er á að skoða það frá sem fiestum hliðum. |>að er margt, sem mótBtöðumenn hvalveiðanna finna þeim til foráttu; fyrst og fremst það, að þær útrými innan skamms hvölunum hér við land og stofni með því í voða fiskiveiðum vorum, er hvalirnir eiga að vinna svo mikið gagn (»séu banatilræði við sjáv- arútveg vorn«), að þær svifti lands- menn hinni miklu björg, er oft sé að hvalrekum. Auk þess telja margir, og jafnvel ýmsir, sem ekki eru mótfalln- ir hvalveiðunum, tekjur þær, erlands- sjóður fær af þeim, helzt of litlar í samanburði við hinn mikla ágóða, er hvalveiðendur hafi af þeim. Eg skal nú hugleiða sérhvert þess- ara atriða nénara og byrja á því, er eg tel þeirra merkast, háskalegar afleiðingar hvalveiðanna fyrir fiski- veiðar vorar. þær eiga að vera fólgnar í því, að hvalirnir geti ekki lengur rekið síldina utan af hafi og inn í firðina, né upp að löndum í fjörðunum, svo að auðið sé að veiða hana, úr því að búið só að útrýma þeim; og að óhreinindi frá hvalveiðastöðunum skemmi net og fæli allan fisk burt úr þeim fjörðum, sem þær eru við. Um þá kenningu, að bvalir reki síld og annan fisk utan af hafi inn á firði, hefi eg farið nokkrum orðum áður í ferðaskýrslum mínum og í fyrnefndri grein f ísafold, og sýnt fram á, að hún væri bygð á ímyndun. Eg fekk ýmislegt að vita því til sönnunar á Vestfjörðum, og á sama benda afla- brögðin á ýmsum stöðum árið sem leið. Ef til vill hefir aldrei aflast meira í ísafjarðardjúpi en 2 síðustu árin. í sumar er leið gekk mjög mikið af sild og öðrum fiski inn að Æðey og Ögurhólma og ef til vill miklu lengra inn, ef leitað hefði verið. Síldin gekk mikið í Álftafjörð og Seyðisfjörð og jafnvel í Mjóafjörð. Annars gengur millisíld og hafsíld oft inn um alt Djúp og firðina inn úr því. I flesta aðra af Vestfjörðunum gengur oft síid, einkum í Arnarfjörð. Einar i Hrings- dal, mjög athugall maður, er fengist hefir við síldarveiði þar um 20 ár, segir, að síld gangi nú m e i r a í fjörð- inn en áðu'r, meðan hvalir voru þar tíðir. En nú sjást engir hvalir inni á Vestfjörðum, nema hrefnur (hnýflar), háhyrnur og hnísur. það sýna bezt aflabrögðin undanfarin ár á Vestfjörð- um, í Steingrímsfirði og á Skjálfanda í haust er leið, og hin mikla sildar- ganga í Eyjafjörð frá sept. 1901 til jafnlengdar 1902 og síldargangan í Hrútafjörð, Eeyðarfjörð og Fáskrúðs- fjörð seint um sumar 1901, hve vel síld og annar fiskur ratar inn í firði, þrátt fyrir hvalaleysi. í ísafjarðar- sýsln hefir síldarveiði aukist á síðustu árum. 1897 veiddust þar 2170 tn., 1898 94 tn., 1899 717 tn., 1900 1110 tn. og 1901 1580. Svo lítur og út, sem þeir séu nú farnir að sjá það betur, að hvalarekst- urskenningin sé á litlum rökum bygð, því að í blaðagreinum þeim um þetta mál, er birzt hafa upp á síðkastið, hefir varla verið minst á hana. Norðmenn eru og farnir að hafna henni, að því er dr. Hjort segir. í bók einni, Fiskeri og Hvalfangst i det nordlige Norge, (sbr. ísaf. 9. tbl. þ. á.), segir hann (bls. 208): •Fiskimenn álfta, eða álitu að minsta kosti áður, að það væri hvalurinn, er ræki allan fiskinn að landi. . .; að því er ekki þannig háttað, er fyrir löngu sannað og víst yfirleitt viðurkent«. Hann álítur, að hvalir reki hvorki sfld, loðnu né annan fisk af hafi inn að iandi. J>ví næst er að athuga hitt, að hval- jrnir hjálpi mjög til við síldarveiði inni í fjörðum, með því að halda síld- inni inni í víkum, eða styggja hana upp að löndum, þegar hún vill halda sér úti í fjarðardjúpinu, einkum þegar kalt er í sjó og veðri. Á þetta leggja margir Eyfirðingar og Austfirðingar mikla áherzlu; en þeim ber alls ekki saman um, hvaða hvalir séu beztir til þess. Sumir telja háhyrnur beztar, aðrir hrefnur (hnýfil), og enn aðrir hnúða og sléttbökur. Hvaða hvali sé átt við með tveim síðustu nöfnunum, er óvíst; þó tel eg Iíklegt, að hnúður sé sama og hnúfubakur, eða skeljungur (Knöl- hval), sléttbaka ef til vill sama og Austfirðingar nefna nú steypireyði (Finhval); annars hefir verið vant að nefna Blaahval steypireyði, en ekki hrefnu. (Vegna ruglings á íslenzku nöfnunum held eg hinum norsku). Að hvalir geti haldið síld nauðugri inni á víkum, jafnvel vikum saman, þykir mér mjög ólíklegt. þeir yrðu þá að vera margír og líggja þétt. Að vísu standa í Austra vottorð frá mönnum eystra um það, að hvalir hafi haldið síld inni á vík við Langanes alllengi í sumar, en að hún hafi þegar horfið, þegar hvalveiðendur höfðu rek- ið hvalina út úr landhelgi. (f>ess kon- ar hvalarekstur í landhelgi er því mið- ur hvergi bannaður i hvalveiðalögum vorum). En þessi vottorð sanna ekki, að síldin hefði ekki getað verið kyr, þótt hvalir hefðu nærri henni komið, heldur í hæsta lagi, að hún hafi stygst við óróann af hvalarekstrinum. Hins- vegar er víst, að síld gengur oft fast upp að löndum og inst inn í firði, hvalalaust. Eg hefi nefnt þessi dæmi í ferða- skýrslu minni um Norðurland og get bætt fleirum við. í aumar er leið veiddust 3500 tnr. af síld inni við Bíldudal og vel gekk að veiða síldina í Eyjafirði 1901—’02, jafnvel inni á Polli, þó að lítið væri af hvölum með henni; þá veiddust þar í firðinum nær 70,000 tunnur af síld á einu ári, frá september 1901 til jafnlengdar 1902. Slíkur afli hefir aðeins fengist þar einu sinni áður (1881—82). Svo er dæmi frá Austurlandi, er Mattías þóröarson skipstjóri sagði mér; 20.—30. júlí 1901 gekk mjög mikil torfa af stórri hafsíld norðan fyrir Langanes og inn á Finnafjörð. Hún gekk svo fast þar inn að landi, og lá þétt eins og sauðir í rétt, og lá við landið í firðinum rúma viku. Síð- an hélt hún suður með, inn á Bakka- fjörð og Vopnafjörð. Með henni var mikill þorskur, en engir hvalir né smokkfiskur. Ferð hennar var hæg, líkt og hún bærist með straumi. Eg fylgdi með henni á ekipi mínu, sagði hann. — Fleira mætti til tína. Hitt atriðið, að hvalir styggi síld upp úr fjarðadjúpum og inn að lönd- um, er sennilegra. |>ví lfklegt er að hún hrökkvi undan, ef hvalir fara í gegnúm torfurnar, og gangi þá betur í net, eða komi svo nærri, að kasta megi nót fyrir hana En ef hvalirnir geta stygt síldina upp að löndum, þá hljóta þeir einnig að geta stygt hana út úr fjörðunum og yfirleitt komið óróa á hana. Svo segir og jafnreyndur síldarveiðimaður og C. D. Tulinius konsúll á Eskifirði (sjá Austfjarðaskýrslu mína), og Vest- manneyingar álíta líka, að síld sé stöðugri þar við eyjarnar á sumrin, síðan farið var að skjóta þar hvali (Finhval og Knölhval), en áður. Eimi af mörgum. n. (Siðari kafli). Að réttu hlutfalli ætti bændur að vera fjölmennastir á þingi. En heimska er það af okkur bændum og skammsýni, að heimta það skilyrðislaust, meðan við erum eigi betur mentaðir en enn gerist. En eigi að síður eigum vér þar (í þeirri stétt) marga hygna og góða drengi, þótt ekki sé hægt sem stend- ur að benda þar á marga afburða- menn. þvf má og ekki gleyma, að meirí heimsku geta varla vorir gildustu bænd- ur gert, þeir er mikið hafa umleikis, en að vera að hugsa um þingmensku í ábataskyni. þeir eru sér margfalt meira virði heima en sem svarar af- ganginum af þingfararkaupinu. Hins vegar er vfst um það, að sá maður, sem ekki hefir blessast það starf, sem hann hefir sjálfur‘Iagt fyrir sig og helgað krafta sína, og máske farist það mjög óhöndulega, er ekki líklegur til að farnast betur, þó að verkahringur hans sé gerður stærri, vandasamari og víðtækari. En hvað sem um þetta er fleira að segja, þá er nú þjóðinni engin vorkunn að velja sæmilega til næsta þings, og það því síður, sem stjórnmálaágreining- ur sá, er valdið hefir flokkadráttum undanfarin ár, getur það með engu móti lengur. Takist henni þetta vel, er mikil von um að hún eigi betri tfð í vænd- um. En áreiðanlegt er það, að eins og hún hefir hér ráðin í hendi sér, þá hvílir líka á henni ábyrgðin, af því það er hún, sem ræður, og borgar þess- um sínum byggingar-mönnum, og engin annar en hún (og afkomendur hennar) nýtur eða geldur þess, hvernig verk þeirra eru af hendi leyst. það er meira vert en margur hygg- ur, að lög þau, sem þjóðin á undir að búa, séu vel og viturlega úr garði gerð. Eg þykist ekki með neinar öfgar fara, þótt eg segi, að löggjöf vorri sé nú í mörgu býsna-ábótavaut og sum lögin orðin í æðimörgum molum, svo að jafn- vel lögfræðingarnir eiga fult í fangi með að raða rétt saman öllu því brota Bilfri. Heiti fjölda af lögunum ber þessa ljósan vott, og væri auðvelt að sýna það með nöfnum þeirra, um breyting við breyting o. s. frv. Mundi ekki vanþörf á, að þessum lagabreytingar- graut væru sett takmörk, á þann hátt, að ekki mætti breyta lögum nema einu sinni án þess að orða þau upp og sameina breytinguna við þau. Aukin kostnað þyrfti þetta ekki að hafa í för með sér svo neinu verulegu nemi, enda mundu flestir þakka fyrir, ef al- þingistíðindin væru stytt, svo að ekki væri prentað nema ágrip af ræðum þingmanna, nefnil. hvað og hvernig þeir leggi til málanna, en slept því,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.