Ísafold - 02.05.1903, Side 2
90
sem þeir tala eða virðast tala fyrir
ajálfa sig. Nóg að borga þeim þann
tíma, þótt ekki aé líka kostað upp á
að prenta það og senda út um land.
Einhversstaðar í þessu, sem eg hefi
lauslega minst á, hlýtur Jsað að felast,
hve fjöldamörgum er tamara að hræð-
ast og hrgesna fyrir þingmönnum og
lögreglustjórum en að virða þá.
þá er það mjög rótgróin hugsun al-
þýðu (og þar með tel eg mig), að hún
borgi alt of dýru verði stjórn sína, og
viðurkenna það þó margir, að einstöku
embættismenn hafi æðilítil laun. En
það er áhyggjuefni, að sjá jafnmikinn
hluta af öllum tekjum þjóðar vorrar
hverfa í kostnað til að stjórna jafn-
fáu og meinlausu fólki, og verður of
lítið afgangs til þess að nota henni
til viðreisnar f andlegum hlutum og
efnalegum. En hún eins og stendur
full hlaðin álögum, þ. e. beinum skött-
um, svo að sízt er viðlit við að bæta, og
er fátækraskatturinn þar verstur steinn
f vegi.
Hvernig þessi og margir aðrir hnút-
ar verði leystir svo vel sé, er mjög
undir því komið, hvernig þjóðinni
sjálfri tekst að velja fulltrúa sína;
takist henni að fá menn, sem hafa
verklega sýnt það, að þeir vilja eitthvað
á sig leggja hennar vegna og hafa
kynt sér hag hennar og ástæður, þá
má óhætt vænta þess, að hin rótgróna
hugsun almenningsum of mikinn stjórn-
arkostnað verði dregin fram í ljós-
birtuna og rannsökuð, og væntanlega
kemur það þá í ljós, að vér bændur
og búaliðar höfum hér rétt að mæla,
að töluverðu af öllu þessu launa- og
eftirlaunafé mundi betur varið á ann-
an hátt, t. d. til þess að kenna oss
að þekkja betur eðli og ásigkomulag
lands vors, svo að vér getum og niðj-
ar vorir lifað á því betra og farsælla
lífi en nú gerist.
En til þess að þetta geti orðið,
þarf virðing fyrir lögum og rétti að
vera á háu stigi, og löghlýðni að þykja
sómi og þjóðleg nauðsyn; því ekki er
að efa það, að þjóðin sjálf eða alþýð-
an verður að bera kostnaðinn af því,
sem af glappaskotum hennar leiðir.
það er margt sem styður þá hug-
sjón, að hollast mundi að kjósa sem
flesta bændur og búandi menn á þing
að hægt er að öðru jöfnu; því þó að
embættismenn af öllum stéttum sé
nauðsynlegt að hafa, ætti þjóðin að
velja úr þeim flokki að eins hina
mestu ágætismenn, ef hún ætti þeirra
kost, og reyna jafnan að verða fyrri til
en stjórnin, því vissast er það, og ekki
hvað sízt meðan bún er óþekt eða
lítt þekt. Eftir mínu viti tel eg þar
fremstan amtmann Pál Briem. Eg
gæti nefnt nokkra aðra, þótt ekki hirði
eg um það.
Fengist þeir menn, og svo fjöl-
mennur flokkur af helztu alþýðumönn-
um, af ýmsum stéttum, væri líklega
stofnað til góðrar samvinnu. En að
fylia þingsætin embættismönnum, eink-
um þeim, er lifa kaupstaðarlífi, eða
embættislausum mentamönnum, er
ekki hyggilegt, að þeim alveg ólöst-
uðum. þeir hafa og ekki borið sama
skó á fótum eins og alþýðan, og geta
því tæplega sagt eins glögt til, hvar
hann kreppir að, eða að minsta kosti
ekki á sama hátt og hún. f>að er
fyrsta skilyrðið til þess að geta farið
nær um, hverra umbót muni við þurfa.
En vitanlega er það ekki einhlítt.
Hitt þarf að fara á eftir, að sjá ráð til
að koma umbótunum til framkvæmd-
ar og búaþær sæmilega úr garði. f>ar
má ekki vel án vera fulltingis menta-
mannauna. En það fulltingi ætti
stjórn landsins að vera fær um að
láta í té. Hún er skipuð tómum
mentamönnum, og viljann til þess ætti
hana ekki að bresta, og mun ekki
bresta, ef hún er nokkuð nærri því
lagi sem vera ber.
Eg vil óska þess að lokum, að
vorri kæru þjóð hepnist nú vel kosn-
ingar þær til næsta alþingis, sem nú
fara í hönd; því lengi mun búa að
þeirri fyrstu gerð hennar.
Bóndi.
Hafís.
Hvalabátur af Vestfjörðum flutti þá
frétt hingað í fyrra dag, að hafís
væri landfastur við Hornstrandir,
spilda, sem ekki sæi út yfir af há-
fjöllum og lægi frá Straumnesi austur
og inn á Húnaflóa. Auk þess væri
hann skamt undan fyrir vesturfjörð-
unum.
Skálholt hafði gert þrjár tilraunir
að komast fyrir Horn, en árangurs-
laust; ætlaði að bíða á Hesteyri til 6.
þ. m. og hverfa þá aftur suður um.
Onnur frétt, með Heklu að austan,
að hafÍ8 væri einnig við Langanes, er
mis8ögn — blandað málum við Horn-
8trandahafísinn.
Aflabrögð.
Landburður má kalla að sé nú við
suðurströnd Faxaflóa, af vænsta neta-
fiski. Gangan byrjaði inn með laust
fyrir páskana og er nú komin inn á
Vatnsleysuvík. Kemst þá og þegar
inn á Hafnarfjörð. En lítið orðið um
skip og veiðarfæri þar inn frá.
Komnir 4—5 hundraða hlutir, sama
sem 7—8 skpd., eða alt að því. Tví-
róið að staðaldri, með því að örstutt
er að vitja, þar sem næst er. Mestu
uppgrip undir Vogastapa. Einn helzti
útvegsbóndi á Vatnsleysuströnd er
mælt að hafi fengið útgerð sína borg-
aða á einum dogi, sumardaginn fyrsta.
Fiskigengd lík þessari hefir ekki
komið í 10 ár.
Ekkert kvartað um ónæði af botn-
vörpungum. J>eir munu halda sig
dýpra, rnest fyrir sunnan land.
HéSan úr bænum er nú róið mest
vestur í Kambsleiru, og eins af Akra-
nesi. þar aflast og dável, upp og
niður þó.
Hrognkelsaveiði er mikil hér um
slóðir.
Eóðrarskipastóll er mjög til þurðar
genginn hér við flóann, eins og kunn-
ugt er, og dregur það nokkuð úr afl-
anum. En þar sem netaveiði er,
bæta menn upp þann halla með tvö-
falt eða þrefalt meiri netamergð en
áður gerðist með hverju skipi. |>á
verða uppgripin mikil.
Stjórnarvalda augl. (ágrip).
Skiftafundur i þrotabúi Helga kaupm.
Helgasonar 9. mai á hád. á bæjarþingstofu
(um sölu á fasteignum og þilskipum).
Áður er stjórnarvaldaauglýsingaágrip
birt efst á bls. 74 og ö2.
Gla8g-ow-bruninn, samskot. Þetta
befir bæzt við frá því siðast á skrifst. ísaf.
Kvenfélagið islenzka (form. frú Katrín
Magnússon) 50 kr. Frú Oddný Smith 5 kr.
Pálmi Pálsson adjunkt 10 kr.; Stefán Ei-
riksson myndskeri 5 kr. Alls með áður
auglýstu 1801 kr.
Gefendur eru hér með boð-
aðir á fund i Iðnaðarmannahúsinu
(uppi) mánudag 4. þ. m. kl. 6 síð-
degis tii þess að ræða um skifti
á gjöfunum og kjósa nefnd til að
annast þau.
Biliard- og kaffistofa
mín er flutt í
Grjoiagötu 14.
C. HKRTEVIG.
Ung og dugleg stúlka, alvön öllum
sveita- og innanhúss-störfnm, óskar eftir at-
vinnu frá 14. maí til loka septembermán-
aðar. Getur sýnt góð meðmæli, ef óskað
er. Ritstj. vísar á.
J. P. T. B R Y D E’S
VERZLUJN f REYKJAVIK
fekk nú með s/s »Perwie« síðast alls konar málningarvörur: Blýhvítu,
Zinkhvítu, gult okker, rauðan, svartan og grænan farfa í dósum, grænt duft í
dunkum, mennie, fernis, terpentínu, kítti og krít, m. m.
Stórt úrval af alls konar álnavöru: Léreft, Nankin, brúnt og gult
flanel, tvisttau, Oxford, Damask, Moleskin, fóður, stumpasirz (raikið úrval),
flauel, ermafóður, vefjargarn, brúnt og óbl., enskar húfur, mjög góðar og ódýrar,
sirz, striga, svartan og gráan sérting, handklæði, Dowlas, o, fl., o. fl. — Regn-
hlífar, sólhlífar, borðdúkar, gólfdúkar (Linoleum), handtöskur, ferðakistlar,
peningabuddur, speglar (stórir) ljómandi fallegir, kventöskur og kven-galocher.
■
og
(Boaer)
Ótal margar tegundir af niðursoðnum matvælum, þar á meðal
reykt þorskahrosrn.
Vín og vindlar
bezt og ódýrust í Thomsens magasíni.
ÁGÆT
sjókort yfir alla suöur- og vesturströnd landsins
eða frá Lngólfshöfða til Hornstrauda,
og einnig yfir allar strendur landsins.
Verðið er frá 75 au. til 4,80
Jœsi fíjá c7. c?. cfiryée.
verzlun í Reykjavík,
hefir með síðustu ferð »LAUEA« fengið
Mustads Margarine
sem er álitið hið bezta og ódýrasta Smjörlíki, er fæst hér á landi.
w^w^w^w^w«*w*Cw«a^w^w^w^w^wAw
Yið Timbur-og Kolayerzlun
fæst Timbur af flestum sortum.
Kol af beztu tegund
Múrsteinu
og Vagnhjól
f?9~ Alt mjög ódýrt gegnpen-
ingaborgun við móttöku
Reykjavík 28. aprll 1903.
cSj. <3uómtinósson.
Nýmjólk kvöld 08
..— Adalstræti 16.
Regnkápur, Hálslín
alt af fyrirliggjandi hjá
cJC. cJlnéarsan & Sön.
Samfagnaöarkort og
veggmyndir.
þeir, sem úcsölu hafa á samfagnað-
arkortum og veggmyndum, þurfa eigi
hér eftir að panta frá útlöndum,
heldur að eins að snúa sér til undirrit-
aðs, sem selur það með innkaupsverði
samkvæmt umboði.
Guðm. Gamalielsson
Hafnarstræti. Eeykjavlk.
© © © © © © © © © © © © © ©
J. P. T, BRYDE’S tbtzL 1M
fekk alls konar NAUBSYNJAVÖRUR með »Fortuna«, sem kom
í gær, svo sem: Rúg, rúgmjöl, baunir, grjón, bankabygg, Overh.mjöl og flór-
mjöl, kaffí, kandís og melís.
Ennfremur ágætt cement.
Alls konar vínföng, þar á meðal Gamle Carlsberg Alliance og
-Stout