Ísafold - 06.05.1903, Side 3
95
ekki nokkurn tíma til þess að fara úr
skinnbrókunum; ofí féll húsbændum
illa, að þurfa að ganga í slíkum bún-
aði fyrir góða gesti. Fyrir því eru
mál þessi nefnd »skinnbrókamál«. Og
ber þetta vott um snarræði og skör
ungskap yfirvaldsins.
Sýslumaður setur þama þegar rétt
yfir körlunum, er hann hefir náð þeim
á sinn fund með téðum hætti. Hann
var ljúfur og þýður, en þó strangur og
ósveigjanlegur, eins og lögin bjóða.
Karlarnir unnu sýslumanni alls góðs,
sem þeirra var von og vísa. f>eim
voru settir tveir kostir: 1, að borga
skuld sína; eða 2, semja um hana.
Yfirvaldið kvað þeim hollast, að gera
fasta skilmála. |>eir þorðu ekki ann
að sumir hverir. Fjölskyldan var svo
stór og fátæktin þung, og ekki tjáir
að deila við dómarann.
J>á skal og lítillega minnst á kær-
una yfir vínsölunni í bakaríinu. Nátt-
úrlega var hr. Árni Jónsson að
láta hætta henni. En hitt, að halda
próf f málinu eftir kröfu kærandans,
hygg eg að bæjarfógeti hafi nauðalít-
ið átt við, enda var málið þaggað
niður.
Margt hefir bæjarfógetinn fyrir vana
sinn og er það sízt að lasta, því allur
er vaninn og variun góður.
Síðan hann kom vestur, hefir hann
látið hr. G r í m Jónsson mæla
skip fyrir sína hönd, og hefir hann
bæði persónulegasem bæjar-
f ó g e t i og sömuleiðis gegnum nefnd-
an hr. Grím Jónsson látið greiða auka
þóknun, þegar skipin eru mæld.
f>e8si aukaþóknun hefir verið frá
kringum 15 kr. til 30 króna fyrir
hvert skip, og ekki farið eftir stærð
þess. Til dæmis fyrir 7 tonna bát
15 kr.; fyrir 1.3—14 tonna skip 18 kr.
og 18—19 tonna sömul. 18 kr. Fyrir
skip, sem eru 15 tonn, hefir verið
greitt samkvæmt skipun bæjarfógeta
20—25 krónur.
Yfir þessum ólögum hefir verið
kvartað við bæjarfógetann og umboðs-
mann hans, en bæjarfógetinn brást
reiður við og spurði, hvort aá hóldi,
að hann heimtaði annað en löglegt
væri. Hr. Grímur Jónsson taldi ein-
um trú um, að alþingi hefði samþykt
þetta gjald fyrir skömmu, Einum
hótaði hann lögtaki, ef hann borgaði
ekki, og er það augljóst, að barna-
kennarinn hefir þar skilið til fulls
kvæði skáldsins okkar góða, hr. H.
Hafsteine:
0, hvað mig tekur sárt að sjá
saklausa fuglana smáu.
Til frekari skýringar skal þess getið,
að skipin hafa flestöll verið mæld upp
á ísafirði, einmitt aðseturstað bæjar-
fógetans sjálfs. Líklega hafa verið mæld
þar upp frá 30—50 skip, og það sem
þannig hefir að eg ætla verið ranglega
innheimt í hans tíð, skiftir mörgum
hundruðum króna. Reikningar í frum
riti bæði frá sjálfum bæjarfógetanum
og umboðsmanni hans, sem sanna mál
mitt, eru á reiðum höndum; sömuleið-
is vottorð og vitnisburðir þeirra, sem
orðið hafa fyrir þessum ólöglegu fjár-
kröfum.
Ekki lætur yfirvald þetta óknytti
viðgangast, og ekkí hlífir hann þeim,
sem grunaðir eru um slíkt.
f>ví til sönnunar er nú þessi saga:
Steindór Sigurðsson frá
Botni í Súgandafirði var kærður um
sauðaþjófuað árið 1900, hafði
smalað saman nokkrum kindum og
rekið þær áleiðis til Keflavíkur.
Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps kærði
Steindór fyrir sýslumanni, og hóf hann
þegar sakamálsrannsókn og hafði Stein
dór um hríð i varðhaldi í fangahúsi á
ísafirði. En síöan dettur botninn alt
í eiuu úr rannsókninni, af einhverjum
ástæðum, sem sýslumanni mun kunn-
ugast um, og var aldrei í málinu dæmt.
En kostnað hafði þessi rannsókn auð-
vitað í för með scr, og tók sýslumaður
hana að nokkru af reitum Steindórs,
(afgang af andvirði jarðarparts, er
seldur hafði verið upp í skuld til Ás-
geirsverzlunar), en hreppsnefnd Suð-
ureyrarhrepps krafði hann um það, er
til vantaði.
Nú kem eg að viðskiftum okkar;
það yrði lengra mál en svo, að hér
sé rúm fyrir slíkt, ef ítarlega væri í
farið.
Eg ætla að eins að nefna eitt atriði:
Eg kærði í vetur til amtmanns, að
Hafstein hafði neitað að hlutast til
um mál milli mín og J ó n s nokkurs
Hálfdanssonar í Bolungarvík,
er eg hafði kært fyrir sviksamlega
meðferð hans á hlut mínum úr fiski-
róðri, er eg reri með honum. En þótt
undarlegt kunni sumum að virðast,
skipar amtmaður þó svo fyrir, þvert
ofan í neitun sýslumanns, að hann
skuli rannsaka þetta mál. Nú má
nærri geta, að yfirvaldinu hefir þótt
scr nóg hoðið, enda var það von.
Eg hafði lagt fram vottorð tveggja
helztu formanna í Bolungarvík, um
það, að ekki væri venja að skifta í
fleiri en 9 staði afla af sexrónum bát-
um. En nefndur Jón sagði þaðjafn-
algengt, að skifta í 10 staði. því raót-
mælti eg þegar í stað. Yfirvaldið seg-
ir Jóni þá að vitvega sér önnur tvö
vitni, til þess að sanna sitt mál um
10 staða skiftin.
Og kærði stóð ekki ráðþrota. Hann
fær föður sinn, Hálfdan Ornúlfs-
son, og Jón nokkurn Ebenezerson, sem
sagður er alþektur að því, að vera
greiðvikinn við vini sína og hjálpa
þeim um nafn sitt undir lognar skýrsl-
ur, (sbr. framkomu hans og undirskrift
í lóðaþjófnaðarmáli Halldórs heitins
Ágústs).
þessi vitni bæði tekur yfirvaldið
gild og góð, og amtmaður finnur enga
ástæðu til að gera ueinar athugasemd-
ir við þau, og var málið látið niður falla
þegar þangað kom.
þetta er ekki í fyrsta skifti, sem
yfirvaldið sýnir sig öðruvísi en alment
mun vera í viðskiftum við mig og ber
það sízt að lasta, heldur meta sem
vera ber. En illa féll þó Bolvíking-
um þessi aðferð. J>eir rituðu bréf og
létu óánægju sfna í ljósi yfir aðgerð-
um sýslumanns, þar sem þeir litu svo
á, að þessi 10 staða skifci hefðu eng-
an rétt að styðjast við og væri því
ranglega tekinn 10, hluturinn, (með
öðrum orðúm : stolinn), samkvæmt
venju þehri, sem þar hefði verið.
|>etta bréf var undirskrifað af 48 for-
mönnum í Bolungarvík og mér falið
að senda það amtmauni. En eg misti
bæði þetta bréf og fleiri skjöl í Glas-
gow-brunanum. En þessir menn eru
sem betur fer flestir eða allir á lífi, og
þora munu þeir að standa við orð sín,
þegar á þarf að halda.
Rúmið leyfir ekki að lýsa fleiri af-
reksverkum yfirvaldsins, þó vel væri
rúmi til þess varið. Og þar vestra
mun ánægja að minnast slíks. Vér
skulum halda oss »á mottunni« meðan
unt er; það mun oss líka hollast, með-
an vér eigum þetta yfirvald, svo að
reiði þess komi ekki yfir oss og börn
vor. Nei, vér skulum sitja og læra á
sömu bókina, góðu bókina skáldsins,
vísuna sem er svo fögur og sættir
oss við réttvísi, sem er að
kenna 03s þegjandi fram oss að flýta,
fegnir þeim silum, sem gefast í bráð,
en síðan með fógnuði beitu þá bita,
sem beitt er á færið af stjórnvizku náð.
(H. Hafstein.)
Póstgufuskipið Ceres
skipstj. Á. R. da Cunha, kom frá út-
löndum 4. þ. nr. Meö því komu Ein-
ar Benediktsson yfirréttarmálaflutnings-
maSur og þau hjón, Guðm. Jónasson
kaupm. vir Skarösstöö, Lárus A. Snorra-
son kaupm. (Isaf.). frú Laura Nielsen,
Matthías Matthíasson brunamálastjóri,
R. Riis kaupm. (Borðeyri) og Þórarinn
Egilsson verzlunarm.
Alþing,iskosning,ar.
Annar hinna fyrverandi þiugmanna
fyrir Kjósar- og Gullbringus/slu, hór-
aðslæknir Þ ó r ð u r J. T h o r o d d s e n,
hefir 18. f. nt. gefið út yfirl/sing til
kjóseudá sinna, þar sem hann gerir ráð
fyrir því, að sór rnuni verða örðugt
að sitja á næsta þingi, og mæ'.ist til,
að þeir skori á dr. V a 1 t / G u ð -
mundsson að gefa kost á sér til
þingsetu í hans stað.
Þessi tilmæli hafa fengið svo góðar
undirtektir, að mikill fjöldi kjósenda
kvað þegar hafa undirskrifað þess kon-
ar áskoranir til dr. Valt/s, og mun þá
mega ganga að því vísu, að hann gefi
kost á sér.
V eðurathuganir
í Reykjavík, eftir aðjnnkt Björn Jensson.
19 0 3 2 n — o W et >' <1 ct> ox G œ PT S Q G. ■“* * — pr 5". s et
april j maí 1 P s CfQ "p C-r- c+ -s sr 8 cn 3 p> 0Q 3 1 p| ""
Ld.25.8 741,4 3,4 E 1 9 4,5 0,3
2 743,4 6,0 NW 1 8
9 745,2 750,6 2,6 N 1 2
Sd.26.8 1,6 0 4 -1,1
2 753,5 3,5 N 2 4
9 752,9 1,2 N i 4
Md 27.8 753,8 3,6 E i 10 0,7 -0,3
2 757,2 9,6 E i 5
9 757,6 5,6 E i 9
Þd.28.8 757,5 5,8 N i 9 2,1
2 757,9 8,8 E i 9
9 756,7 4,9 NE i 5
Mv29.8 755,3 5,0 ENE i 9 1,9
2 755,5 4,7 E 2 9
9 757,2 4,1 E 2 8
Fd.30.8 758,4 5,5 0 9 3,1
2 760,6 9,1 0 6
9 760,5 7,1 E 1 5
Fsd 1.8 760,7 5,1 E 1 1 1,6
2 762,5 9,6 NW 1 3
9 762,6 6,8 0 2
Vitavörð á Reykjanesi hefir landshöfð-
ingi skipað 2. þ. tn. Jón Helgason, Skaga-
táarvitavörð, og er sú vitavarðarsýslan aug-
lýst laus um leið nteð 400 kr. árslaunum
og leigulausan bústað; veitist frá 1. ágúst.
Veitt brauð. Landshöfðingi hefir
veitt 30. f. m. Tjörn á Vatnsnesi siraRun-
ólti M. Jónssyni á Hofi á Skagaströnd
Óveitt brauð. Hof á Skagaströnd
(Hofs og Spákonufells sóknir). Metið kr.
967,01. Þar í er fólgið árgjald frá lands-
öjóði 300 kr., sem greiðist með prestsmötu
af Þingeyraklaustursumboði (Stj.tið. 1887,
B. bls. 59).
Auglýst 5. maf. Veitist frá fardögum þ.
ár. Umsóknarfrestur til 18. júni.
Sigling. Eigi færri en 8 kaupskip
höfnuðu sig hér i fyrra dag, komin frá
útlöndum: Union (127, Mortensen) frá
Hamborg með alls konar vörur til B.
Kristjánssonar; Vesta (65, Hansen) ogGud-
run (63, Johannessen) bæði frá Mandal
með timbur til lausakaupa; Agnete (133,
Möller) frá Khöfn með alls konar vörur
til Fichersverzlunar; Johanne (208, Hansen)
og I. A. Kroman (158, Christensen) bæði
frá Halmsstad með timbur til Bjarna
Jónssonar; Mysterieuse (67, Eriksen) frá
Mandal með timbur til J. P. Bjarnesen;
Jens Nielsen (169, Nielsen) frá Mithel með
kol til J. P. T. Bryda.
Enn fremur 30. f. m. kom briggskip
Minerva (193, Fnglesang) frá Middles-
borough með salt til Ásg. Sigurðssonar.
Glasgow-bi-unlnn, samskot. Við
hefir bæzt frá þvi siðast: Frú Anna S.
Pétursson og nemendur hennar (arður af
samsöng) 88 kr.; Auðunn Kristjánsson 5
kr.; frk. Guðlaug Arason 5 kr.; Jóhann
Oddson frá Árbæ i Ölf. 1 kr.; Leikfélag
Reykjavikur 419 kr.; Mánudagshringur-
inn (félag) 7 kr.; ekkjufrú Sigþr. Pétursson
5 kr.; X 5 kr.
Alls með áður auglýstu 2336 kr.
* H;
Þeir sem óska hlutdeildar i Glasgow-
bruna-samskotunum, sendi svo núkvæma
skýrslu sem þeir geta um tjón það, er þeir
hafa beðið, hvort heldur er i Glasgow-
húsunum eða Vigfúsarkoti, í lokuðu um-
slagi, merkt »Glasgow«, á skrifstofu tsa-
foldar fyrir kl. 2 föstudag 8. þ. m. Þar
sé tilgreint, svo rétt sem kostur er á, hvers
virði hinir glötuðu munir hafi verið hver
um sig. Enn fremur, hvort hlutaðeigandi
hafi fengið bjálp eða eigi visa von á
bjálp eða skaðabótum úr annari átt, og þa
hve rniklu. Skýrslan sé undirskrifuð af
þeim, sem fyrir tjóninu hefir orðið, og
samin að drengskap hans eða hennar við-
lögðum.
Reykjavík 5. maí 1. 03.
Samskotaslciftanefndin.
herbergi til leigu fyrir einhleypa frá
14. mai. — Guðm. Magnússon prentari.
Uppboð.
Laugardagimi 17. þ. m. kl. 1 e. h. verður
opiubert uppboð haldið að Bruunastöðum
í Vatnsleysustrandarhreppi og þar seldir
lausafjármunir tilheyrandi dánarbúum
Jóns G. Breiðfjörðs og Guðmundar Ivars-
sonar frá Brunnastöðum. Meðal annars
er selt: 2 k/r, 5 hross, töluvert af inn-
anstokksmunum, skip og mjög mikiðaf
þorskanetum og öðru bátautgerð tilheyr-
andi.
Skrifstofu Gullbr. og Kjósars. 5. maí 1903
Páll Einarsson.
cTafíió ofíir!
Heiðruðu viðskiftavinir. Vinnustofa min
er flutt í Ansturstræti 18. Inngangur
um portið. Virðingarfylst.
Hróbjartur Pétursson,
skósmiður.
Jarðarför bórðar sál. Torfa-
sonar frá Vigfúsarkoti fer
fram laugardaginn 9. þ. m. (frá
Vesturgötu 21) kl. 11 f. m.
Ragnheiðtir Jónstlóttir.
Hér með tilkynnist öllurn mínum
heiðruðu viðskiftavinum, að gosdrykkja-
verksmiðjuna »Geysir« hefi eg ekki
selt, og er almenningur beðinn að trúa
ekki ósönnum sögum þar að lútandi,
sem eg hef orðið var við að sé stráð
út í almenning til að spilla fyrir at-
vinnu minni. það eru og vinsamleg
tilmæli mín til allra þeirra, er söguna
hafa heyrt, að gefa mér upp sögumenu
sína.
Rvík 6. mat 1903.
Q. tJCartarvig.
Allir þeir
er skulda verzluninni »Nýhöfn« 3ru
beðnir að borga skuldir sínar hið allra-
bráðaeta til Matthíasar Matthías
sonar. Mega annars búast við lög-
sókn.
Hús til lelgu frá 14. mai fyrir familíu
og einhleypa. Ritstj. vísar á.
U I B O D.
Undirritaðir taka að sér að selja
ísl. vörur og kaupa útlendar vörur
gegn sanDgjörnum umboðslaunum.
P J. Thorsteinsson & Co.
Tsrdenskjoldsgade 34. Köbenhavn K
WHISKY
Wm. FORD & SON
stofnsett 1815.
'Einkaumboðsmenn fyrir Island og
Færeyjar:
F. Hjorth & Co.
Kjobenhavn. K.
eru beðuir
að vitja Isa-
foldar í af-
greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8,
þegar þeir eru á ferð í bænum.
í. forföllum kaupm. Jóns
Helgasonar verða tau þau, er fólk
nefir pantað hjá honum, afhent í
verzlun Björns Þórðarsonar 1 Að-
alstræti 6 frá kl. 5—6 á hverjum
virkum degi. En borga verður á
tauin jafnskjótt og þau eru tekin.