Ísafold - 13.05.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.05.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinui eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við íramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir I. október. A.fgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXX. árg. Reykjavík miðvikudagiim 13. maí 1903. 26. blað. I. 0. 0. F. 855159. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12.' K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- >in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og <sunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 <og kl. 0 á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ’kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag k).12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útlána. Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið ,4 sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Vinnumenska og lausamenska. Eftir OUÐMUND PBIÐJÓNSSON. I. Stefán Stefánsson eldri á Möðru- •völlum var gildur bóndi langa tíð, svo að hann kom sonum sínum tveim til menta, En í fyrstu var hann vinnu- >maður, eða frá fermingu, til þess er hann var 25 ára að aldri; þá kvæntist hann og settist að búi. Gróðafé hans í vinnumenskunni var þetta: 60 kind- ur, 8 hross, 1 kýr og sexróinn bátur. Hann hafði aldrei hærra kaup en 12 spesíur á ári. Gera lausameDnirnir betur nú? |>ví er miður, að þeir komast ekki í hálfkvisti við Stefán í samdrætti fjárins. j>eir eiga flestir margfalt minní eigur hálf-þrítugir, þótt þeir hafi hálfu meira árskaup og jafnvel fjórfalt. Mundi kynslóðÍDni vera að hnigna í hyggindunum, að því leyti, sem hyggindi þarf til að gæta fengins fjár ? Eða er févænlegra að vera vinnu- maður á gamla vísu, heldur en lausa maður á nýja ? Beynslan á eftir að svara þessum spurningum að sumu leyti. En mikl- ar líkur virðast vera til þess, að lausa- menskan sé miður fallin til fjárgæzlu heldur en vinnnmenskan. Til er gamalt spakmæli, sem segir : Ekki er minni vandi að gæta fengins íjár en afla þess. Hver maður, sem kominn er til vits og ára, kann þessa setningu eins og »faðir vor«. Bn svo er að sjá, sem þeir menn séu næsta fáir, sem lifa eftir þessari gullvægu reglu; því að þorri manna leggur alla áherzluna á fjáraflann, en fjárgæzlan liggur almenningi í léttu rúmi Mér mun verða svarað því, að þess fleiri fýsnum sé hægt að svala, sem fleiri koma krónurnar í veltusjóðinn, °g þess vegna sé aðaláherzlan leggj- aDdi á það, að handsama sem mest fé. Eg býst við, að gagnslítið sé að fleila um þetta; því að eg mun hafa þveröfuga skoðun í þessu efni við all- an almenning. Eg hefi þá skoðun, að maðurinn sé því sælli, sem augna bliksþarfirnar eru færri. En þar með er ekki víst, að eg telji rangt að kosta imklu til sannarlegrar menningar í orði og verki. Nú um hríð hefir mikil áherzla ver- ið lögð á það í ræðum og ritum, að þjóðin og hver einstaklÍDgur landsins þurfi að hafa meiri og betri tilburði við fjárafla og framkvæmdir en verið hefir. j>etta er gott og gagnlegt, að hvetja landslýðinn í þessu efni. En jafnframt ætti þá að brýna þjóðina til þess að spara fé sitt. Til hvers er að margfalda fram- leiðsluna, ef eyðslusemin fer vaxandi að sama skapi ? Vér höfum þó kennarann til eftir- breytni, sem óhætt er að treysta. jpessi kennari er náttúran, fóstra okkar. Hún er sparsöm og kastar ekki fé sínu á glæ, leikur sér ekki að gróðafó sínu, drekkur hvorki kaffi né vín og tyggur ekki tóbak, né situr aðgerða- laus hálft árið. Oðru hvoru er verið að bregða þjóð- inni um nurlaraskapinn. Smánýtni er kölluð þessu nafni í háðungarskyni. Eg vil ekki verja smámunasemina, þegar hún kemur fram í þeirri mynd, að aldrei er frá henni vikíð og mað- urinn setur sál sína og menningu í svartholið fyrir hennar skuld. En hitt vildi eg segja, að engum manui er óvirðing í því, þótt hann sé smánýt- inn ; því að hirðusemi og smánýtni eru eitt og hið sama. j>eir menn eru fáir, sem hafa tæki til þess að taka »stórgróða-strand- höggin«; og því er betur, að þeir eru fáir. Auðæfi jarðarinnar verða sjald- an tekin herskildi. Og hverri þjóð ríður mest á því, að löndin séu bygð, en ekki á hinu, að þau séu herjuð. Stórir líkamir og stnáir eru gerðir úr smáögnum, sem eru ósýnilegar beru auga. Svona er náttúran iðin og þolvirk. Húu gefur sér tíma til að fara hægt, svo að hún komist áfram. |>etta segi eg ekki í þeim vændum, að prédika kyrstöðu og afturhald fyr- ir þjóðinni. Eg komst inn á þessar hugrenningar vegna þess umræðu- efnis, sem fyrir mér vakir, vegna þess, að lausamennirnir okkar virðast vera þeirrar skoðunar, að gróðinn sé svo seintekinn í vinuumensku, að við hann sé ekki unandi. Eg varpaði fram þeirri spurningu fyrir stuttu, hvort verra mundi vera og miður gróðavænlegt, að stunda lausamensku en vinnumensku, úr því að lausamennirnir græða minna fé en vinnumennirnir gerðu og gera enn. Eg gat nm Stefán gamla á Möðru- völlum og gróða hans. Samkvæmt því dæmi ætti að vera hægt að svara spurningunni. En fyrst og fremst er það að segja, að einstök dæmi eru eigi fullgild til þess að ákveða almenna reglu, og svo er þess að gæta, að nú er öldin önnur en þá var. Nú gerir hún hærri kröfur til lífsins og eru sumar þeirra sjálfsagðar. Nú eru vinnuraenn kallaðir og einnig útvaldir til þess að bara fleiri og fegurri fjaðr- ir heldur en um miðja 19. öld. Eg á einkum við betri eða réttara sagt fegurri klæði, bókakaup og blaða o. s. frv. Verið getur, að einhverjum hug- kvæmist að segja eitthvað á þessa leið: Ef ísland getur ekki staðist án þess að fólk sé f árBvistum, þá er bezt að leggja landið í eyði. Ef það kemst ekki af án þess að óeðlileg bönd séu lögð á fólkið, þá er það ekki byggi- legt. þessu svara eg þannig: Sjálft lífið, mannlífið yfirleitt, fær ekki staðist án þess að einstakling- arnir leggi bönd á sig, ýmisleg bönd og óteljandi. Mannkynið er búið að reka sig á það margsinnis, að þær þjóðir og þeir einstaklingar, sem slíta af sér öll bönd, t. d. bönd trúar og siðferðis, þeir menn hörfa niður af þeirri hæð, sem þjóðirnar hafa lyft sér upp á á vegferð sinni gegnum aldirnar, en hækka alls ekki í lofti. Hins vegar get eg ekki séð, að vinnumenn hér í landi séu bundnir hörðum böndum. Vinnukonurnar hafa meiri ástæðu til að kvarta; því að þær hafa færri tómstundir og minna frelsi. Alt vinnufólk, sem eg þekki til, hefir að flestu leyti jafnrétti við húsbændur sína, bæði í mat og drykk og einnig vinnubrögðum. |>etta ætla eg að sé á annan veg í öðrum löndum. Nýlega las eg fyrirlestra eftir dansk- an prest um »sósiali8tisk vafamál í sambandi við knstindóminn«. Einn þeirra var um vinnukvenna- vandræðin í Khöfn. Hann sagðj, að konurnar kvörtuðu undan vinnukvennahaldinu. Vinnu- konur væru stærilátar og kaupdýrar og svikular. Presturinn hélt, að stúlk- urnar mundu batna í viðskiftunum, verða auðfengDari í vistirnar, trúrri í vinnubrögðunum og laDgvinnari í vist- inni, e f þær hefðu betra atlæti og meira jafnrétti við heimasæturnar, feugju að fara í leikhúsin eins og þær, og ef þær væru skoðaðar meira í sam- bandi við sjálft heimilið heldur en nú gerist. |>etta sagði danski presturinn. Verið getur, að þetta væri meina- bót í Danmörku. En hér á landi stafar fólkseklan ekki af misrétti, né því, að húsbænd- ur lítilsvirði fólkið. |>að er t. d. al- gengt, að vinnukonur fá að fara í kaupstað, þó að húsfreyjurnar sitji heima; sömuleiðis á skemtifundi f 8veitum. Prestakall óveitt. Utskálar i Kjal- arnessprófastsdæmi (Útskála-, Hvalsness- og Kirkjnvogssóknir) metið krón. 2298 54. — Lán til húsbyggingar hvílir á prestakallinu, tekið 1889, upphaflega 7500 kr., er afhorg- ast með 300 kr. árlega i 25 ár. (Stj.tíð. 1889, B. bls. 78). Veitist frá fardögnm þ. á., liggur undir konungsveitingu. — Auglýst 11. maimán. Umsúknarfrestur til 29. júní. Prófast i Mýraprófastsdæmi hefir hiskup skipað 11. f. m. sira Jóhann Þorsteinsson i Stafholti. Mannferð er ákaflega mikil hér um þessar mundir, af sjó og landi. Meðal ann- ars kom .töluvert á 3. hundrað manns með Reykjavík ofan úr Borgarnesi og af Akranesi, fyrstu ferð hennar um daginn. Kaupskip. Hér kom i gær skonn. August (98, Ohristofersen) frá Dysart með kolafarm til G. Zoega o. fl. Hvalveiðainálið. Eftir Bjarna Sœmundsson. III. Gefið var í skyn á Eskifjarðarfund- inum, að aflatregðan og síldarleysið á Austfjörðum síðustu árin tvö hafi staf- að af hvalveiðunum þar eystra þessi sömu ár. Hefði afli aldrei brugðist þar fyrri, þá lægi nærri að kenna hval- veiðunum um. En eins og eg hefi sagt frá í skýrslu minni frá Austfjörð- um, þá hafa komið þar oft aflaleysis- ár eitt eða fleiri. Fyrri hluta 19. aldar lágu menn lengi vel við í útverum, en reru ekki í firðina, og síðari hluta 18. aldar getur Olavius um 20 ára afla- leysi eystra; og að síldarveiðin hafi oft verið stopul þessi ár, sem hún hefir verið stunduð, má sjá á þessari skrá yfir útflutta síld (í tunnum) frá Seyð- isfirði, Eskifirði (frá 1896 að meðtöld- um Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði), og Eyjafirði: Ar Seyðisfj. Eskifj. Eyjafj. 1867 116 » 2 68 2519 • 1 69 » » » 1870 179 » 1 71 53 » » 72 219 » » 73 355 9 » 74 14 » » 75 2033 » » 76 6 » 43 77 1815 » 14 78 3533 5 82 79 8694 6 16 1880 60170 32870 2613 81 31421 45356 82021 82 16859 31249 12879 83 10904 13272 275 84 2457 24800 807 85 4605 18595 987 86 361 9119 1724 87 673 1589 1043 88 536 78 342 89 1906 548 1729 1890 2701 441 1010 91 7833 9065 1452 92 2463 3913 ; 913 93 4611 6116 47 94 1347 6116(?) 498 95 3478 8490 24213 96 3750 5940 17371 97 12 1866 1253 98 331 1375 7066 99 » 55 1274 1900 1130 5630 5688 01 766 19614 28899 02 * ? til 31. okt. ? 37246* Af þessu sést, að síldaraflinn er mjög misjafn ýms ár og á ýmsum stöð- um, og hlýtur það að vera eittbvað annað en hvalirnir eða hvalveiðarnar, er ráða þar mestu um. Eg vil einnig geta þess hér, að afli brást við ísafjarðardjúp 1883—84, ein- mitt 2 fyrstu árin, sem hvalveiðar voru reknar þar. Hugðu þá lsfirðingar, að úti mundi vera um allan afla þar eftirleiðis og reyudu að fá hvalveið- arnar bannaðar, en næsta ár kom afl- inn aftur og hefir aldrei brugðist þar síðan, en jafnvel farið vaxandi og aldrei verið betri en 2 árin sfðustu og síld- arveiðin hefir einnig aukist eins og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.