Ísafold


Ísafold - 13.05.1903, Qupperneq 3

Ísafold - 13.05.1903, Qupperneq 3
103 af mér ósönn lastmæli. Ýmislegt íieira, sem eg hefi að segja, geymi eg þang- að til næsta ritgerð hans birtist. Eg mun svara honum á einhvern hátt, nema hann kynni að taka upp á því að klingja út með bögu í þjóðólfi. |>á mundi eg telja mig sigraðan. Ólafsvík 1. mai 1903. Helgi Árnason. Alþingiskosniiigarnar. Bornar hafa verið brigður á, að hér- aðslækni þórði J. Thoroddsen væri al- vara að hætta við að gefa kost á sér til þingmensku fyrir Kjósar- og Gull- bringuBýslu, eftir samkomulagi við dr. "Valtý Guðmundsson, sem hugsar til að verða þar í kjörí í hans stað, sbr. ísaf. 6. þ. m. En það sýnir eftirfar- andi yfirlýsing frá hr. |>. J. Th., að ekki er til neins að vera að rengja það : Að gefnu tilefni lýai eg þvi hér með yfir, að eg alls ekki býð mig fram til þingkosninga þeirra, er fram eiga að fara á þessu vori. Keflavík ll. maí 1903. JÞórður J. Thoroddsen. Jón þórarinsson skólastjóri hefir tjáð sig ekki munu verða í kjöri í þetta sinn, og tvísýnt talið, hvort Halldór Jónsson baukagjaldkeri muni bjóða sig fram. Um aðra ekki að tefla í því kjördæmi. Víðast verða nú í kjöri sömu menn og í fyrra. Fáeinna er getið nýrra. Jpar á meðalí Vestur-ísafjarðarsýslu, nýja kjördæminu, Jóhannes Ólafsson hreppstjóri á þingeyri. jpar næst í Húnavatnssýslu Jón Ja- kobsson forngripavörður. En tvímæli á, hvort Jósafat muni bjóða sig. Hannes Hafstein, er barðist í fyrra heijma hjá sér og verið hefir síðan á flökti landshorna í milli í kjördæma- leit, mun nú mega fullyrða að varpað hafi loks skkerum í Eyjafirði. þ>ar hefir cand. mag. Guðm. Einnbogason ráðgert að bjóða sig fram. Aðrir ekki, utan þingmennirnir frá í fyrra. Ólafur F. Davíðsson býður sig ekki fram í N-Múlasýslu. En Jón frá Sleð- brjót mun verða þar í kjöri aftur, þótt sumir beri brigður á það orðið, svo og Jóhannes sýslumaður og síra Ein ar í Kirkjubæ. Sunnmýlingar er mæit að muni nú eiga um að velja eigi færri en 7 þing- mannaefni. Fyrst og fremst þá tvo, er þeir sendu á þing síðast; þá Axel V, Tulinius sýslumann, Olafur Thorlac- ius lækni, síra Magnús Blöndal Jóns Son í Vallanesi, Jón frá Múla Jónsson kaupstjóra og sfra Jón á Skorrastað Guðmundsson. þorleifur hreppstjóri Jónsson í Hól- um býður sig nú fram í Austur-Skafta fellssýslu, auk þeirra tveggja, er þar þreyttu um þingmensku síðast. Ný þingmannsefni í Bangárvalla sýslu eru þeir landshöfðingi og Tómas bóndi á Barkarstöðum Sigurðsson. Vestmanneyingar munu nú búa að landritaranum einum. Bæjarstjórn Beykjavíkur veitti 1- þ. m. að fengnu áliti erfðafestunetndar, þeim J6h. T. Egiissyni og Baldi Bene- Jiktssyni erfðafestu fyrir ö dagsl. land- ®pildu norðan við Hafnarfjarðarveg, lOáln- ,r fl-a veginum, norður undan útmæling Ejsrna á Bergi. l alið var nefndinni að afmarka óútvísað °g uppgrafið mógrafaland í Kauðarárdaln- um í hæfiiega stóra erfðafestubletti og gera af uppdrátt; til kostnaðar veitt allt að 30 kr. Ekki vildi bæjarstjórn fyrst um sinn veita erfðafestn fyrir landi norðan við mugaveg ofan við Laugabús og þær mýr- ar, og ekki beldur í Kauðarárhoiti norðar en segir bein stefna í austur frá norðurjaðri á túni Sveins Jónssonar. Bæjarstjórn vill fá yfirmat á húseigninni nr. 7 við Smiðjustig, er hún ætlar að kaupa til að laga Hverfisgötu. Til veganefndar var vísað beiðni frá Bjarna Jónssyni um að lengja Klapparstíg upp að Grettisgötu. Falið var veganefnd að frambvæma að- gerð 4 veginum frá Læknum að timbur- og kolaverziunarhúsum Björns Guðmundssonar; sömuleiðis að leggja veg frá búsum þeim, sem nú eru í smiðum í miðju Thorvaldsens- túni, suður að Skálholtskotsstig, með því móti að það kosti bæjarsjóð litið eða ekkert. Bæjarstjórnin sá sér ekki fært að verða við beiði Jóns Hannessonar í Austurkoti í Kaplaskjóii um veg heim að húsi hans, sakir vegalengdar og kostnaðar. Kosnir í alþingiskjörstjórn hér í vor úr bæjarstjórn (ruðm. Björnsson héraðslæknir, og utan bæjarstjórnar cand. jur. Hannes Thorsteinsson. Bætt var Sig. Thoroddsen við í nefnd þá, er gera á tillögur um girðing Austur- vallar og aðgerð á honum. Hafa skal vörzlu á bæjarlandi þetta sumar eins og áður. Bæjarstjórn afsalaði sér forkaupsrétti að Steinstaðabletti, er eigandinn, Einar Finns- son, vill selja fyrir 2100 kr., en áskilur sér rétt til ókeypis vegarstæðis gegnum blettinn. Ný gata innan við Kauðará i suður frá Langavegi skirð Rauðarárstigur. Samþyktar bruuabótavirðingar á þessum 13 húsum: Jóns Sígurðssonar við Hvert'isg. 6991 kr.; Guðm. Þórðarsonar við Laugaveg 6411; Hróbj. Péturss. við spítalastig 6324; Þorl. Halldórssonar o. fl. við Hverfisgötu 6221; Bjarna Þorlákss. við Grettisg. 6242; Tómasar Jónss. o. fl. við Kaplaskjólsveg 4429; Bened. Benediktssonar við Skóla- vörðustig 3853; Jóns Einarsr. við Nýlendu- götu 3730; Dráttarbrautarfélagsins við Ný- lendugötu 3359; Friðr. Sigmundssonar við Bergstaðastr. 3010; Rannveigar Gislad. við Laufásveg 2652; Pálma Sigurðssonar við Grettisgötu 2197; Ingvars Guðmundss. við Yitastíg 137t. Dæmdir sauðaþjófar. Landsyfirréttur dæmdi 27. f. m. í sauðaþjófuaðarmálinu úr Vopna- firði, er getið var um í Isaf. 8. nóv. f. á. Tildrög málsins eru þessi: A afréttarbýlinu Hamri í Vopnafirði hefir nokkur ár undanfarin búið mað- ur að nafni Jónas Jónsson. Hann hefir orðið uppvis að því, að hafa með aðstoð souar síns, Jóns Einars, og stjúpsona sinna tveggja, Davíðs Ó- lafssonar og þorsteins Júííusar þor- steinssonar, stolið og hagnýtt sér samtals 10 kindur, er ýmsir áttu, á árunum 1897—1901. Kindunum slátr- aðibann, og matreiddi þær kona hans, Björg Davíðsdóttir, þótt hún vissi, að sumar þeirra væri stolnar. Vorið 1899 fluttist Davíð Ólafsson frá stjúpföður sínum að afréttarbýlinu Mælifelli og bjó þar 2 ár. þorsteinn JÚ1ÍU8, hálfbróðir hans, var þá vinnu- maður hjá honum. Á þeim árum stálu þeir bræður í félagi samtals 17 kindum og slátruðu flestum, en mörk- uðu hinar undir mark Davíðs. Her- dís Benediktsdóttir, kona Davíðs, mat- reiddi kindurnar, sem hún vissi að sumar voru stolnar; en mjög hafði henni verið það í móti skapi. J>eir Jónas og Davíð höfðu verið dæmdir í héraði í 12 mánaða betrun- arhússvinnu, en landsyfirréttur hækk- aði hana upp í 15 mánuði. Að öðru leyti staðfesti yfirréttur héraðsdóminn, en þar hafði þorsteinn Júlfus verið dæmdur í 15 mánaða betrunarhúss- vinnu, Jón Einar JónasBon 8 mánaða, og þær Björg Davíðsdóttir og Herdís Benediktsdóttir í fangelsi við vatn og brauð, Björg 8 daga og Herdís 5 daga. Svo voru þau og dæmd til að greiða iðgjöld þýfisins og málskostnað fyrir báðum dómum. Hornafjörður og Hölar. það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve herfilega vér Hornfirðingar höfum orðið út undan um komu strand- bátsins Hóla hér á Hornafjörð, þar sem vér höfum orðið að sætta oss við þau fyrirmæli í ferðaáætluninni, að alveg er undir geðþótta skipstjórans komið, hvort Hólar koma hér við eða ekki. þessu höfum vér unað illa frá upphafi, sem von er; alt hefir verið á huldu og í óvissu um komu skipsins hingað, og menn íyrir það beðið þann baga, sem ekki verður til peninga met- inn. þegar svo Hornafjörður hafði verið mældur nákvæmlega, og glögg innsiglingamerki sett af kapt. Hamm- er sumarið 1900, þá vonuðum vér að nú mundi ekki neitt því til fyrirstöðu, að strandferðabáturinn kæmi hér við, þegar þess væri nokkur kostur vegna veðurs. En þær vonir hafa þó brugðist. jþá var gerð enn ein tilraun til að fá þessu kipt í lag, með þeim hætti, að sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu gerði það eftir bendingu frá kaptein Hammer, að láta setja upp straum- merki og kosta mann til að gefa strand- ferðabátnum ákveðnar bendingar í hvert sinn, sem hann á að koma hér á Hornafjörð. Allar þessar ráðstafanir voru tilkynt- ar skipstjóranum á Hólum snemma í maímánuði 1901. En þrátt fyrir alt þetta neitaði hann að koma hér við, nema þegar honum sýndist sjálfum. þá tók sig til þingmaður okkar, sem nú er, þorgrímur héraðslæknir þórð- arson í Borgum, fór suður til Beykja- víkur og kærði þetta atferli skipstjór- aus fyrir landshöfðingja. Mun þá landshöfðingi hafa talað um þetta við nefndan skipstjóra og hann heitið því, að koma við hér á Hornafirði þá í austurleið með allmiklar vörur, er hann hafði meðferðis hingað. En ekki urðu þó betri efndir á þesau lof- orði skipstjóra en það, að hann siglir beint fram hjá Hornafirði í bezta og blíðasta veðri með þorgrím lækni og vörurnar, og skaut því í land á Djúpa- vogi. Fekk þá læknirinn, um leið og siglt var hjá ósnum, vottorð hjá sjö hinum helztu farþegum, er með bátn- um voru í það sinn, um þetta atferli og óorðheldni skipstjóra. Kærði hann síðan enn af nýju fyrir landsdöfðiugja og sendi skaðabótakröfu frá öllum þeim hér í sýslunni, er vörur áttu með skip- inu, fyrir flutningskostnað á vörunum frá Djúpavogi landveg til Hornafjarð- ar og sjóskemdir á þakjárni. Nú líður svo hálft annað ár, að ekkert heyrist um þetta mál frekara, og hugðu allir, að þessum kröfum mundi ekki verða sint frekara og það því fremur, sem Jakobsen skipstjóri hafði ótvírætt látið í ljósi við menn hér, að kærurnar og kröfurnar mundu virtar að vettugi. En nú í síðastliðnum febrúarmánuði fær landshöfðinginn bréf frá ráðaneyt- inu þess efnis, að Sameinaða gufu- skipafélagið hafi loks látið til leiðast, að borga Au8tur-Skaftfellingum 1000 kr. eða hér um bil 68°ý upp í kröfu þeirra, þar á meðal helming af andvirði hins sjóskemda þakjárns. þannig hefir þá þrautseigja þor- gríms læknis í þessu máli borið, ef ekki hinn æskilegasta árangur, þá samt þann, sem eftir atvikum má vel við una, og eru þessi málalok ljós vottur þess, að ekki er þörf fyrir oss íslendinga, þótt lítilmagnar séum, að láta traðka rétti vorum að ósekju, ef einhver hefir kjark og áræði til að halda fram réttmætum kröfum, eins og þorgrímur læknir hefir gert í þessu máli, þar sem hann hefir hér sem oftar sýnt, að hann er maðurinn, sem bezt kann að standa á verði fyrir oss samsýslunga sina og gæta hagsmuna vorra. Vér vonurn, Austur-Skaftfellingar, að þessi málalok verði til þess, að strand- ferðirnar hingað á Hornafjörð komist nú í það horf, sem allir æskja, svo að öllum deilum og óánægju út af því máli megi linna. Einn af átján. HeiniiHs-sparibaukíir. Mesta framför væri það fyrir þessa þjóð, ef henni lærðist hstin sú að spara, að draga saman það sem hún eignast, að geyma fé og ávaxta, en eyða ekki að þarflausu, að láta margt smátt gera eitt stórt, að gera sér hug- stætt, að safnast þegar saman kemur, og haga sér eftir því. Oddfellow-reglan hér í bænum hefir tekið sig til og vill reyna að eiga þátt í að kenna þessa list með því að koma því á, að sem flest beimili hér í bæ (fyrst og fremst) afli sér svo- nefndra heimilis-sparibauka. þessir sparibaukar hafa það umfram þess kyns ílát áður algeng, að eigandi kemst ekki sjálfur í þá og því síður aðrir, utan að eius sparisjóður sá eða banki, er tekið hefir að sér að ávaxta jafnóðum það sem í þá kem- ur. Sendimaður þaðan kemur einu sinni í mánuði og hirðir það sem safnast hefir, kvittar fyrir og leggur í sparisjóðsbók eiganda. þetta hefir reynst fyrirtaks-uppörf- un og aðhald til að draga saman fé í smáskömtum, og jafnvel stórum, ef verkast vill. Baukarnir taka alls kon- ar peninga, silfur, gull og seðla, og geyma vel. þeir eru vanalega festir á vegg eða því um líkt. þeir eru all- haglega gerðir og ramlega, og mjög snotrir útlits. þeir eru stofuprýði, auk gagnsins. f>eir kosta 10 kr., og verð- ur naumast betur varið þeirri fjárhæð í afmælisgjöf eða fermingar eða þess háttar. Landsbankinn tekur að sér að á- vaxta það, sem í sparibauka þessa kemur hér í bænum, sbr. auglýs. í síðasta blaði. það eru Bandaríkjamenn í Vestur- heimi, er hafa fyrstir komið upp með þessa heimilis-sparibauka; og er það til marks um, hve ótrúlega miklu það fær til leiðar snúið, að bafa jafnhand- hægt tæki til að draga saraan aura og þar eftir tryggilegt, að í einum tveim- um ríkjum þar af nær 50, ríkjunum New-York og Massachusetts, kvað hafa safnast raeð þeim hætti sem svarar því, er gjalda mætti með allar ríkisskuldir Bandaríkjanna, Seyðisfirði i marzm. Þá er fyrst að minnast á t í ð a r f a r i ð. Framan af vetr- inum var hér einmuna tíð, og það má reynd- ar segja það nm tiðarfarið nú, þó það hafi verið nokkuð óstöðugt siðan um nýár. Frostlitið, en vindasamt nokkuð. Snjólítið jafnt á fjöllum og láglendi. Þó kvað heit ekki vera sem bezt á Héraði um þessar mundir. Þó munu hændur margir heybirg- ir, ef ekki vorar mjög illa; og er vonandi að það verði betra vor nú en í fyrra, því ekki hefir spurst til Handsins forna fjanda«T hafissins, ennþú. Sú var tiðin, að Seyðisfjörður var ekki eftirbátur annarra veiðistaða með a f 1 a- f ö n g, en nú er þyi öðruvisi farið. Bjarg- ræðisskortur er nú að verða svo tilfinnan- legur hér við sjávarsiðuna, að til vandræða horfir fyrir sveitina og kaupstaðinn. Af þessu leiðir, að Amerikuhugur

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.