Ísafold - 20.05.1903, Qupperneq 2
f>á gat hann þess, að amtsráðið í
suðuramtinu hefði á fundi sínum í
fyrra 21. júlí veitt Skógræktarfélaginu
150 kr. úr jafnaðarsjóði amtsins til
styrktar skógræktarstöðinni.
Enn fremur, að í sumar ætti að
gera veg frá innganginum upp að
græðireitnum, ef efni leyfa. Fjárstyrks
yrði leitað ekki að eins til amtsráðs-
ins, heldur og til bæjarstjórnar Reykja-
víkur, og auk þess vonaði hann að
þingið mundi fást til að veita félaginu
svo sem 200 kr. árlegan styrk. f>á
gat hann þess og, að Einar Helgason
garðfræðingur hefði tekið að sór að
hafa eftirlit með skógræktarstöðinni í
fjarveru hr. Flensborgs.
Formaður mintist og á landkaupin
og sagði þau mundu verða fullgerð í
síðasta lagi í miðjum næsta mánuði.
f>á skýrði fóhirðir, hr. lyfsali M. L.
Lund, frá fjárhag félagsins, tekjum
þess og útgjöldum frá upphafi.
Eftir það las formaður upp frum-
varp til laga fyrir félagið í 7 greinum.
Var hver grein rædd út af fyrir sig
og samþykt með litlum breytingum.
Stjórn sú, er kosin var á stofnunar-
fundi, var endurkosin í einu hljóði.
Að lokum voru þeir Morten Hansen
skólastjóri og Björn Ólafsson augn-
læknir kosnir endurskoðendur bæði
fyrir umliðið og komandi félagsár.
Saltskjötsverzlun í Noregi.
Landsbúnaðarfélaginu hafa borist í
vetur fyrir milligöngu Landbúnaðar-
félags Dana nokkur bréf og skýrsl-
ur um sölu á íslehzku saltkjöti í Nor-
egi. f>að er mikilsvert mál og veru-
legt íhugunarefni, að því leyti sem þar
er um að tefla skaðsamlagan skort á
vöruvöndun af vorri hálfu, íslendinga,
er brýna nauðsyn ber til úr að bæta.
Fyrir því birtist hér ágrip af bréf-
um þessum.
1.
Frá yfirkonsúlnum danska í Kristjaníu
(ódags., en líklega frá áramótunumj.
Frá því 2. nóvember í haust hafa 7
gufuskip komið til Kristjánssands með
6070 tunnur af söltuðu íslenzku sauða-
kjöti. þetta kjöt er auk tolls 330,000
kr. virði. Tollurinn er 11 kr. á tunnu.
Með tolli um 400,000 kr.
Enn er von á nokkrum gufuskipum
frá íslandi með saltkjöt.
í fyrra fluttust til Noregs 5109
tunnur af íslenzku saltkjöri, 310,000
kr. virði með tolli, og 1901 4137
tunnur fyrir um 250,000 kr. með tolli,
Hér um bil helmingurinn af þessu
kjöti fer til Krístjánssands, er birgir
upp sveitirnar og sjávarkauptúnin
milli Stafangurs og Lárvíkur. Hitt
fer til ýmissa annarra landshluta, eink-
um Kristjaníu.
Mjög er kvartað yfir söltun og að-
greiningu kjötsins, og oftast verður að
salta það upp og aðgreina. En af
því að verðið á íslenzku saltkjöti er
svo lágt, svarar innflutningurinn eigi
að síður kostnaði.
II.
Frá konsúlnum í Kristjánssandi
(dags. 9. des. f. á.).
Öllum hér, sem kaupa saltkjöt frá
íslandi, kemur saman um, að söltun,
aðgreining og yfir höfuð allri meðferð
kjötsins 8é mjög ábótavant.
Nú sem undanfarin ár er nokkuð af
íslenzka kjötinu ágætt, nokkuð er í
meðallagi, en sumt er afleitt.
Kjötinu er blandað sanian í tunn-
urnar af handahófi, svo kaupandinn
veit ekkert um, hvernig vara það er,
sem verið er að bjóða honum. Um
almennilega aðgreining er ekki að
ræða, og margir kaupendur eru í vafa
um, hvernig kjötið muni vera, með því
að á Islandi er ekkert kjöteftirlit
(Ködkontrol), og því engin trygging
fyrir að kjötið sé gott og heilnæmt.
Menn eru hér alment óánægðir með
vöruna eins og hún er nú, og því er
mikið verið að tala um að fara að
flytja féð lifandi frá Islandi, og slátra
því hér, sem þó auðvitað verður mik-
ið kostnaðarsamara.
Kaupendur hér vilja að kjötið sé
skoðað af þar til kvöddum mönnum
áður en það er sent frá Islandi, og
umfram alt, að það sé betur aðgreint
og betur meðþöndlað en nú tíðkast.
— Ef hægt væri að koma því svo
fyrir á íslandi, að tunnurnar væri
merktar með opinberum stimpli, og
kjötið aðgreint eftir gæðum, með á-
kveðnum merkjum, mundi það seljast
mikið betur, og hafa miklu vissari
markað en verið hefir.
III.
Frá konsulnum í Slajangri
(dags. 28. febr.).
Hann sendir bréf frá kaupmanni þar,
svo látandi:
Eg hefi um mörg ár flutt frá ís
landi og selt hér mikið af saltkjöti
og oft haft mikla fyrirhöfn fyrir því,
vegna þess, hvað illa það er aðgreint
og ójafnt saltað. Oft hefi eg orðið að
salta það upp og aðgreina.
Með því að eg er vanur söltun á
sauðakjöti, vil eg geta þess, að mér
hefir reynst bezt að þursalta kjötið
vel, og láta það standa 2—3 daga í
tunnunum áður en saltpæklinum er
helt á þær. Hæfilegt tel eg sé að láta
2J skeppu af góðu salti í hverja
tunnu með 224 pundum af kjöti. |>að
sem mest er kvartað yfir, er þó að-
greiningin. í sömu tunnu er látið
kjöt af feitum og mögrum kindum,
gömlum og ungum, vel slátruðum og
illa slátruðum, og með því ekkert
vörumerki er á tunnunum, eru kaup-
endur algerlega í óvissu um, hvers
konar vara það er, sem verið er að
bjóða þeim.
f>að er óumflýjanleg nauðsyn, að að-
greina kjötið eftir gæðum þess. f>á
yrði kjötverzluuin raiklu arðsamari og
vis8an. Kjötið ætti að aðgreina eftír
gæðum í nr. 1, 2 og 3; og þótt þessi
aðgreining hefði ekki opinberan stimp-
il, mundu áreiðanleg verzlunarhús
fljótt fá merkin viðurkend, og hinar
betri kjöttegundir mikið betur borgað-
ar en nú.
því næst segir konsúllinn :
Allir kjötsalar bér, sem eg hefi leit-
að fyrir mér við um þetta mál, eru
því samdóma í aðalatriðunum, sem
hér er sagt. Einn þeirra er konsúll
Frederik Wathne, sem kunnugur er á
íslandi. Hann leggur meðal annars
mikla áherzlu á, að slátrunin sé bætt.
Loks leitaði eg álits dýralæknisins
hér, formanns slátrunarhúss bæjarins.
Hann sagði, að kjötið bæri með sér,
að féð væri illa fóðrað að vetrinum,
og kjötið af því þar af leiðandi mikið
verra en ella. Hann mintist einnig á
hirðulauslega aðgreiningu kjötsins, og
gat þess, að hann hefði oft séð kjöti
af gömlum ám og gömlurn hrútum
blandað saman við bezta sauðakjöt,
til stórskaða fyrir kjötverzlunina, því
saltkjöt af gömlum ám og hrútum
væri alls ekki manna matur.
IV.
Frá yjirdjralakninum
(síðast í mar/.m.).
Vestanlands þykir íslenzkt sauða-
kjöt of Htið saltað, en í Kristjaníu
heldur mikið. Kjötið þykir alment
gott, en kvartað yfir að hirðulauslega
sé slátrað og góðu og vondu kjötí
blandað saman.
Til þess að bæta kjötið hyggegráð,
að láta fullnuma slátrara slátra fénu,
og að gætt væri meira hreinlætis þeg-
ar slátrað er og saltað, helzt með eft-
irliti. Kjötið má ekki láta í tunnurn-
ar fyr en það er kalt orðið og þurt
utan. |>ví næst þarf að aðgreina kjöt-
ið sem bezt eftir gæðum.
Eg hygg og, að vandalaust væri og
ábatavænlegt, að koma sauðakroppum
frá Islandi til Noregs nýjum og ósölt-
uðum, einkum til Kristjaníu, ef kind-
unum væri slátrað snyrtilega og kropp-
arnir vel kældir og þurrir utan áður
en þeir eru látnir í skipið, og svo
látnir hanga á leiðinni í þar til gerð-
um rimiakössum, og þess gætt, að
ekki komist að þeim óhreinindi eða
sjór.
f>etta er hið helzta, er í bréfum
þessum stendur, lauslega þýtt.
Beykjavík 16/5 1903
G. Guðmundsson.
Hyalveiðamálið.
Eftir
Bjarna Sœmundsson.
IV.
Svo eru tekjur þær, er landið hefir
af hvalveiðunum. Sumir telja þær lít-
ils virði, aðrir um 50 þús. kr. á ári, en
eg ætlajþær miklu meiri, því að eg tel
tekjur fyrir landið alt það fé, er hval-
veiðendur greiða hér, hvort sem það
er í landssjóð, sveitarsjóði eða til ein-
stakra manna. Árið 1900 nam út-
flutningsgjaldið eitt 34,000 kr. þar
við bætist, að við hverja veiðistöð
nema vöruaðdrættir frá öðrum löndum
40—100 þús. kr. um árið, og meira við
stærstu stöðvarnar. Sumt af þeim
vörum er tollskylt og þann toll geri
eg um 5000 kr. Sveitarútsvör og gjöld
til prests og kirkju geri eg í kringum
10,000 kr. f>á er lóðargjald, ýmsar
nauðsynjar keyptar hér og verkamanna-
laun. Hve mikið það er, veit eg ekki
með neinni vissu. L. Berg á Fram-
nesi telur öll gjöldin hafa verið um
130,000 kr. árið 1899, og H. Ellefsen
segist hafa greitt hér alls í fyrra 49,000
kr. (16,000 í tolla og aðrar skyldur,
22,500 kr. í vínnulaun og 10,500 kr.
fyrir ýmsar nauðsynjar keyptar hér).
Allar tekjurnar ættu eftir þessu að
vera töluvert á annað hundrað þús.
kr. — |>etta er alls eigi lítið fé og ein-
hversstaðar yrði landssjóður að fá sinn
skaða bættan, ef hvalveiðar yrðu bann-
aðar hér. Næst lægi að leggja hærri
tolla á fiskiafurðir, einkum síld; en eg
tel þær nógu hátt tollaðar áður.
Hver væri nú hagur að því, að banna
hvalveiðarnar hér við land? Hann yrði
varla mikill, eftir þeirri skoðun, er eg
hefi látið ljósi hér aðframan og áður. Og
þar við bætist, að vér gætum ekki
gert oss neina von um að
halda þeim hvölum, er vér
bönnuðum að veiða. f>ví að í
raun og veru getum vér ekki bannað
annað en að hvalir séu fluttir hér á
land og skotnir í landhelgi. Síðara
atriðinu ættum vér líklega allerfitt með
að sjá um að væri hlýtt. Allur þorr-
ínn af þeim hvölum, sem Veiddir eru hér,
eru veiddir langt fyrir utan landhelgi.
Og þeir yrðu veiddir eins eftir sem áður.
Bannið mundi neyða hvalveiðendur til
að taka upp gömlu aðferðina, o: hafa
stór gufuskip úti á veiðisviðinu og
skera hvalina við skipshliðina og ann-
aðhvort bræða spikið um leið, eða
flytja það til annarra landa og sleppa
skrokkunum til botns skíða- og spik-
lausum. Menn hafa viljað telja þetta
ógerning, vegna storma og ókyrðar
sjávarins hér norður í höfum; en úr
því að andarnefjuveiðendur gera þetta
ár eftir ár norður og austur af íslandi
á litlum seglskipum og búrhvelisveið-
endur víða um höf, þá ætti það að
vera enn hægra á stórum gufuskipum,
með öllum þeim þægindum, er gufu-
aflið veitir. Hvalveiðendur eru svo
atorkumiklir menn, að þeir munu ekki
láta öll sín dýru áhöld verða arðlaus,
heldur byrja á einhverri annari aðferð.
Og víst er um það, að hvalir munu
verða veiddir meðan hvalslýsi er verzl-
unarvara. Afleiðingin af banninu yrði
því sú, að hinir »friðuðu« hvalir yrðu
veiddir alveg eins og áður, en munur-
inn yrði sá, að vér hefðum ekkert
gagn af því.
f>að sem vér missum með banninu
eru tekjur þær og hlunnindi, er land-
ið og einstakir menn eða sveitir hafa
af hvalveiðunum, og það er ekki lítið,
eins og eg hefi áður sýnt fram á. Oss
munar um minna. Hitt er lögfræð-
inganna um að dæma, hvort landið
mundi verða að greiða skaðabætur
fyrir ónýtingu veiðistöðva og áhalda
fyrir hvalveiðendum.
þá er þessu næst að svara þeirri
spurningu, er eg tel annað aðalatriðið
í þessu rnáli: Geta hvalveiðar hér
við land átt sér langa framtíð, eins og.
þær eru reknar nú?
f>ví er ekki auðsvarað.
Flestir hyggja að hvölunum hljóti
að fækka svo fljótt, að veiðarnar geti
ekki svarað kostnaði til lengdar, og
vitna í það, að stórhvelin séu nú
miklu sjaldgæfari en áður. En það
er nokkuð því að kenna, að þau hafa
lagst frá, síðan farið var aðveiðaþau.
Hvalveiðendur kvarta yfir því, að
þeir verði að sækja hvalina æ lengra,
mest út að ísnum, langt út fyrir
Yestur- og Norðurland.
Eg hefi í höndum skýrslur frá 2
helztu hvalveiðendunum hér, Berg og
Ellefsen, öll þau ár, er þeir hafa
veitt hér, nema 2 hin síðustu. Eg set
hér skýrslu Ellefsens.
ár bátar Blaali. Fitih. Knölh. Seih.Nordkap.,
1889 2 24 38 1 » »
90 2 50 23 1 » »
91 3 39 43 1 » 2
92 4 80 47 1 » »
93 5 77 113 2 3 1
94 5 127 79 8 2 »
95 5 159 112 8 4 »■
96 5 219 45 6 1 »
97 5 116 36 6 2 1
98 5 110 47 60 3 »
99 5 124 62 25 2 »
1900 5 111 87 7 » »
1902 6 alls 470 hvalir (samkvæmt
blaðafregnum.)
Skýrsla þessi ber ekki vott um
neina hvalafækkun, og sama er að
segja um hina skýrsluna
Jafnvel við Finnmörk atíaðist miklu
meira af hval árið sem leið en undan-
farin ár.
En þrátt fyrir það er líklegt, að
hvölunum fækki smámsaman, því við-
koman er ekki mikil.
Á Mjóafjarðarfundinum var farið
fram á, að einn hvalurinn, Finhval,
yrði friðaður mikinn hluta árs, vegna
síldarveiðanna, og á Seyðisfjarðar-
fundinum, að hann væri friðaður al-
veg, og hinir hvalirnir 4 mánuði að
sumrinu; en það er hér um bil sama
og algert veiðibann. Dr. Hjort telur
Finhval nytsama skepnu fyrir fiski-
veiðarnar, einkum að því leyti, að
hann vísi mönnum á með blæstri sín-
um og návist, hvar fiskur sé, einkum
síld. Leggur hann því til, að hann
einn sé friðaður frá 1. jan. til 1. júní.,
en enginn annar hvalur (bls. 223),
þar sem allir aðrir hvalir hafa áður
verið friðaðir þenna tíma í Noregi
(lög 1896). Bæði af því að eg veit
ekki til, að menn hér fari eftir hvöl-
um, þegar verið er að leita fyrir sér
um fisk, heldur fremur eftir súlukasti
og svartfugli, og af því, að eg efast
mjög um gagn ^það, er hvalur þessi
sem aðrir gerir við síldarveiðarnar, þá
finn eg ekki ástæðu til að friða hann
sérstaklega. Ef friða þarf hvalina,