Ísafold - 27.05.1903, Page 1

Ísafold - 27.05.1903, Page 1
'Kenmr út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/^ doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík miövikudaginn 27. maí 1903. 30. blað. 1 0. 0. F. 855299. Er, Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spítalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og snnnudagskveldi kl. 8*/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. b á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag •ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Stefnu-muniirinn. f>eir gera sér mikið far um, aftur- haldshöfðingjarnir og máltól þeirra, að koma inn þeirri trú meðal lýðsins, meðal kjósenda landsins, að þeir séu engu ófrjálslyndari og beri engu minni áhuga á framförum landsins heldur en Framsóknarflokksmenn. En ákaflega veitir þeim það erfitt. J>jóðinni er kunnara en svo um framkomu þeirra áður flestra, utan þings og innan, að hún fáist til að leggja trúnað á 3líkt. Fyr trúir húu því, að dúfa komi úr hrafnsegginu en að slíkir menn sem Júl. Havsteen, J. Jónassen, Lárus Bjarnason, H. Hafstein og þeirra náuustu lagsmenn á þingi beri í brjósti brennandi frelsis- og framfaraþrá, og að hún ein stjórni valdafíkn þeirra. Eða væri nokkur þörf á hinum lát- lausa rógi og ósanninda-uppspuna, sem máltól þeirra beita fyrir sig um and- stæðinga sína, Framsóknarflokkinn, ef þeir hefðu góðan málstað að verja og hreinan, þar sem eru þeirra monn og höfðingjar þeirra ? Ef þau g æ t u talið þ e i m það til gildis, er gerði þá girnilega í augum þjóðarinnar? Haldlausu framfarahjali tjalda þau með á þingmálafundum, þingmanna- efnin þeirra, í þeirri von, að kjósendur gangist fyrir því og Iíti ekki í kring- om sig. En sjaldnast tekst þeim leikur sá svo, að éigi gægist það út, sem inni fyrir býr — valdafíknin bláber og annað ekki. Stundum kveða nánustu lagsmenn þeirra og kunuingjár beint upp úr með það, sem þeir kunna að þegja um sjálfir, eins og t. d. Eggert Laxdal gerir í kosningaleiðangrinum með H. Hafstein í Eyjafirði: að þeir þurfi og eigi að sigra núna í kosningunura, »beimastjórnar«-menn, til þess að upp- skera Iaunin, þ. e. völdin og þau fríð- indi, sem þeim fylgja, þar á meðal nægilega ríí embættislaun, sem þing- inu í sumar er einmitt ætlað að ráða. Og til þeBs að skýra þá hugsun sem greinilegast þarf H. H. að ráðast í móti sfnum eigin dyggum og áður auðsveipum flokksmanni, Stefáni í Fagraskógi, og reyna að fá honum hrundið frá kosningu — smalar hans (H. H.) beita meðal ann- ars þeim hrekk í því skyni, að skrökva því upp, þegar þeir eru að uarra út undirskriftir handa húsbónda sínum, að Stefán sé hættur við að gefa kost á sér/ Og hvers vegna þá? Af því, að vonlaust var orðið um þingfylgi handa H. H. f öllum þeim 5—6 kjördæmum öðrum, er búið var að leita til við og andstæðingar hans áttu að verða í kjöri í móti. f>á var ekki horft í að leggjast á sína eigin hjörð, heldur en að verða af bráðinni, völdunum, þegar þeim yrði úthlutað. Hver hugur fylgir máli í framfara- gaspri slíkra manna, þegar þeir eru að afla sér kjörfylgis, má marka með- al annars á því, að á einum helzta eyfirzka þingmálafundi H. H. (í Saur- bæ 17. apr.) varð kunningi hans einn að senda honúm í ræðulok á snepli áminning um, að n e f n a alþýðumentun- armálið, eitt hið mesta velferðarmál landsins og áhugamál allra framfara- viua; þá s gir hann »að það þyrfti að hafa það mál í huga á alþingi«; það var alt og sumt! Mörgu fögru lofaði hann annars á fundunum þar, — svo mörgu, að hon- um þótti varlegra að taka sumt af því aftur í blaði sínu og þeirra félaga á Akureyri. Eina setningu kom hann með á ey- firzka þingmálafundinum einum, sem átti auðsjáanlega að hrífa og vera kjósendum að skapi. það var sú setn- ing, að þetta land væri »hið mest van- rækta Iand« af stjórnarinnar heudi. En »N1.« minnir á, hvernig hann (H. H.) hafi tekið í streng á þingi, eina þing- inu, sem hann hefir setið á, þegarver- ið var að bera stjórcinni á brýn ýmsa vanræksln og það rökstutt með hóg- værum orðum og stillilegum. Hann var þá á alt öðru máli, og lýsti sig blátt áfram í þeim flokki, »s e m e k k i gátum fengið oss til að vera að atyrða stjórnina fyrir þessar ávirð ingar«. Svona fer, þegar út gægist það sem inni fyrir býr og þeir geyma sín ekki. Og þetta er nvi verið að ginna þjóð- ina til þess að gera að leiðtogum sín- um, þegar hún á loks að fá að fara að ráða sér sjálf í fyllri mæli en nokk- urn tíma áður, síðan er hún komst undir útlendan höfðingja. Þjóövérjinn fótalausi, Fritz Wutzo, þessi sem ekki gat orðið samferða félögum sínum hingað með Hólum, hinum strand- mönnunum, er nú hingað kominn landveg alla leið og með honum Bjarni héraðslæknir Jensson. þeir riðu austan af Síðu á 7 dögum. Hann á von á smíðuðum fótum frá |>ýzkalandi, og bíður þeirra hér. Hann er ungur maður og vaskur, rúmlega þrítugur, og vg^ aðstoðarvélstjóri á hinu strandaða skipi. I Meðal-mannsæfi og menningin. |>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að þorri manna les bækur og blöð miklu meir sér til gamans en gagns. Almenningur fæst ekki til að lesa mikið, umfram skyldunámskverin sfn, nema gaman sé að því að einhverju leyti, og að þetta gaman liggi laust fyrir þar að auki,—fljóti ofan á hinni andlegu fæðu, sem á borð er borinn. Varla verður því ólystugri næring að þeim rétt en riti því, er nefnist Landhagsskýrslur og birt er hér á hverju ári — mesti sægur af töflum og talna- akrám, með lítils háttar skýringum aft- an við eða framan, og þeim harla ó- þesslegum, að bera keim af skáldsög- um og skemtiþulum. f>eir eru ekki margir af hundraði eða jafnvel þúsundi, er þá bók lesa. f>eir vara sig ekki á því, að þar leynist undir talnahjúpnum ósélega margt það, er hverjum hugsandi manni að minsta kosti hlýtur að þykja skemtilegur fróðleikur. NýjastaLandhagsskýrslnaheftiðnúna flytur meðal annars grein um mann- fjölda hór á landi, fædda og dána o. fl. á 19. öld, eftir aðalhöfund ritsins um langan aldur. Indriða Einarsson revisor. Einn þátturiun í þeirri skýrslu er um breyting þá, er orðið hefir á maunsæfinni hér á landi á öldinni sem leið. Meðaltalið hefir verið rúm 39 ár, þ. e. meðalmannsæfin alla öldina í heilu lagi. Tvo fyrri þriðjunga aldarinnar rúma var hún nokkuð styttri, rúm 34 ár. En síðustu 30 átin samanlögð leDgdist hún um 10 ár eða upp í 44 ár. Og síðustp 10 árin, ef þau eru tal- in sér, um hátt upp í .19 ár. f>á er meðal-mannsæfin hér nær 53 ár. Hún hefir lengst um hér um bil 50 af hundraði á ekki fullum einum mannsaldri. |>að er gagnmerkilegur framfara- vottur og stórum gleðilegur. Fjölgunin stafar ekki af fleiri fæð- iugurn en áður að tiltölu. f>ær hafa verió þau ár töluvert færri en meðal- talan alla öldina. Hún var 35 á hverja þúsund landsmanna, en ekki nema 32 áminstan síðasta áratug. Og tvo fyrri mannsaldrana framan af öldinni var hún miklu hærri, alt upp að 40. Sóttfaraldursár var þó eitt þennan áratug. En ekki heldur nema eitt og sóttin með hinum óskæðari. f>að er árið 1894. f>á dóu 600 fleiri en að jafnaði gerðist. En hvað veldur þá þessari miklu breytingu, þessum miklu framförum í lífvænleik landsmanna? f>að er aukin siðmenning, eða þó aðallega ein grein hennar: siðuðum þjóðum þolanlega samboðin læknáskip- un og ljósmæðra, svo og nokkrar sótt- varnir. Fyr var ástandið hér hið aumleg- asta. Og ber fátt gleggri og sárari vott þess, hve landinu hefir verið illa stjórnað. Stór furða, að fólkstölu skyldi þó þoka heldur áfram en aftur á bak eigi að síður, og það að góðum mun svona með köflum. Sóttvarnir voru engar til, og læknar þrír eða fjórir á öllu landinu, stundum færri. Ef sótt bar að landi, læsti hún sig eins og eldur í sínu um land alt viðstöðulaust, segir höf. Sama var um landlægar sóttir, ef þær mögnuð- U8t eitthvað. f>ær fóru eins fljótt yfir fjöllin og hesturinn gat borið þær. f>ær stöðvaði ekkert nema þar sem runnu alófærar ár milli fjalls og fjöru, og þá ekki nema nokkra daga þó. Börn hrundu niður umvörpum ný fædd. Ljósmæður voru vanalega alveg »ólærðar«, eða ljósmóðirin var’ einhver karlmaður, sem hafði af tilviljun orð- ið til einu sinni eða tvisvar að hjálpa konu í barnsnauð og gerði það síðan að starfi sínu. Aðhlynning að börnum víða blátt áfram heimskuleg og skað- leg fyrir þau. Svona stóð þar til er ekki lifði nemafjórðunguraldarinnar, eðatil 1875. f>á fengum vér fjárforræði og þá var það eitt hið fyrsta verk þingsins að stofna læknaskóla og koma á nokkurn veginn viðunanlegri læknaskipun í bráS- ina. — það er fallega sagt og rétt, sem höf. segir um dr. Jón sál. Hjaltalín landlækni, sem mestur var hvatamaður hvorstveggja og hóf raunar lækna- kenslu af sjálfsdáðum nær hálfum mannsaldri áður: að fáir eigi Bér feg- urri minnisvarða en hann hefir reist sér með því að eiga jafnmikinn og góðan þátt í því að lengja líf lauda sínua um nær 19 ár að meðaltali. Hann hefði gjarnan matt nefna um leið Jón Sigurðsson. f>etta var eigi síður eitt hans mesta áhugamál. Holl og áhrifamikil leiðtogamenska hans lýsti sér greinilega í því sem fleira, hve fús þjóðin var að leggja á sig kostnað til að bæta stóruru læknaskip- uuina, undir eins og hún fekk fjárráð í hendur, — nanmt skamtaðan að vísu, en þó eftirtölulaust, ólíkt því sem gerst hefir tíðast um önnur embættis- laun, nauðsynleg og ónauðsynleg. Annað, sem höf. telur hafa lengt mannsæfina hér á landi, er það, að drykkjuskapur hefir minkað í landinu, fyrBt vegna áfengistollsins, er fyrst var leiddur í lög 1872, en hefir verið hækkaður síðan hvað eftir annað, og því næst vegna bindindishreyfingarinn- ar, sem svo mikið hefir munað um síðasta áratug aldarinnar. f>ví meir senj drykkjuskapur minkar, þvl færra deyr fullorðinna karlmanna fyrir ör- lög fram. »f>egar mannsæfin lengist, þá fær hver maður fleiri ár til þess að vinna og vera nytsamur í mann- fálaginu. f>jóðin verður auðugri«. f>eir vita ekki nærri allir, hvað þeir eru að gera, sem halda uppi áfengis- verzlaninni og áfengisnautninni ílaud- inu, eða amast við því, að henni bó útrýmt, hvort heldur eru löggjafar vor- ir, valdsmenn eða kaupmenn. f>eir

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.