Ísafold - 24.06.1903, Side 3
151
meðal annars af þessum ástæðum:
a ð færra glepji þar íyrir nemendum,
en í bæjunum, að nemendur sjái þar
daglega fyrir sér myndarlegan búskap,
og iæri þeir margt af því, þó verkleg
kensla fari ekki bemlínia fram, og
svo, aö kennaranum sé ómissandi að
hafa bú samhliða skólanum til þess
að geta kent búnaðarvísindin svo, að
fullu gagni komi.
Svo bafa Danir búnaðarháskóla í
Kaupmannahöfn, eins og mörgum er
kunnugt. Eru búnaðarvísindin kend
þar til fullnustu. Skóla þennan sækja
allmargir Danir, og jafnvel Norðmenn
og Svíar. Fáeimr íslendingar hafa
lika dvalið við skóla þennan lengri
eða skemmri tíma.
Danir hafa komið á njá sér sérstöku
v e r k 1 6 gu búnaðarnámi, er
þeir nefna «nemendastofnun«
(Lærlinge-Institution). Var hún upp
haflega stofnuð 1820. Fyrsta byrjun
stofnunar þessarar var sú, að »hið
konungiega danska landbún-
aðarfélag« útvegaði hjá konungi
undanþágu frá landvarnarskyldunni
fyrir 12 bændasyni, sem vildu full-
komna sig 1 búnaðarstörfum, með því
að vinna 3 ár samfleytt á 3 stórbú-
um í landinu, sitt ár á hverju — bú-
um, sem skörúðu fram úr og væru til
fyrirmyndar. jpeir áttu að vinna kaUp-
laust. — Aðsókn varð þegar mikil að
stofnuninni, máske meðfram af því, að
margir vildu gjarnan kaupa sig undan
landvarnarskyldunni. Seinna var þessi
undanþága rýmkuð svo, að 50 nemend-
ur urðu teknir á ári. Löngu seinna
var þessi undanþága frá landvarnar-
8kyldunni aftur afnumin með lögum,
og þá minkaði skyndilega aðsóknin.
Lá þá við um tíma, að stofnunin legð-
iat niður. En af því að þeir menn,
sem út8krifast höfðu frá stofnuninni,
reyndust jafnan dugandi menn, vildi
félagið fyrir hvern mun haida henni
áfram. Félagið fcauð þá að gjalda
nemendum nokkurt kaup, og lifnaði
svo aðsókniu við aftur. Stofnun þessi
heldur enn áfram, og telja Danir hana
mjög nytsama. |>eir sem ætla að
nota kenslu þessa verða að vera full
tíða menn, heizt af bændastétt, og
vera hraustir og alvanir sveitavinnu.
þeir eru látnir veia sitt árið á hverj-
um stað hjá fyrirmyndarbændum.
Ganga þeir þar í alla vinnu sem
vinnumenn, og hafa sama fæði, en
þeir fá betra húsnæði, og fá hita, og
ljós til bókiðna í tómstundum. þ>eir
élga að fá dálitla tómstundir til að skrifa
dagbækur sínar, sem búnaðarfélagið
heimtar af þeim. Dagbókin á að
skýra frá öllu, sem eftirtektavert, er í
búskaparefnum á heimilinu. Búnað-
arfélagið lónar nemendum bækur um
búnaðarefni, og eignast þeir bækurnar
ef þeir afljúka náminu, en skila þeim
annars aftur. Ymsar munnlegar leið-
beiningar fá nemendur vanalega hjó
húsbónda sinum, en ekki er hann
8kyldur til að kenna þeim neitt
bóklega, Nú eru bændurnir farnir að
gjalda nemendunum kaup, 1. ár 120
kr., 2. ár 150 kr. og 3. árið 180 kr.,
og geldur þá búnaðarfélagið ekkert
kaup. Menn þessir verða mjög dug-
andi verkamenu, og er mikið sótt
eftir þeim fynr verkstjóra á stærri
búum. — J>að eru samt ekki margir
sem nota þessa kenslu í samanburði
við mannfjölda Danmerkur. Stundum
hafa nemendur verið um og yfir 150
alls, eða um 50 verið teknir á stofn-
unina á ári, en oft haýa þeir verið
færri, og núna seinustu árin sýnist
aðsóknin hafa dofnað til mima.
Sex næstliðin ár var nemendatalan
avona: 1897 164; 1898 150; 1899
114; 1900 89; 1901 70; 1902
63. — þeir sem út enda hinn á-
kveðna námstíma, og að öðru leyti
hegða sér vel, fá skriflegan vitnisburð
hjá Búnaðarfélaginu, sem saminn er
eftir vitnisburðum húsbændanna, og
eftir dagbókuuum. Oftast hafa all-
margir af þeim, sem gengið hafa inn
í stofnunina, farið burt aftur án þess
að út enda tímann, stundum alt að
helmingi þeirra.
Eins og kunnugt er af ritgerð herra
S. Sigurðssonar, hafa Norðmenn um
20 búnaðarskóla, og í þeim flestum
er sameinað verklegt og bóklegt nám,
Stofnuðu Norðmenn upphaflega sína
búnaðarskóla á árunum 1847—’59. Á
þeim árum stofnuðu þeir 18 búnaðar-
skóla sinn í hverju amti, en margir
af þeim lifðu að eins skamma hríð.
Menn gerðu ósanngjarnar kröfur til
skólanna, og þegar skólarnir gátu ekki
gegnt kröfunum, urðu menn óánægðir,
og vildu fcasta þeim sem fljótast fyrir
borð. Um það leyti sem íslendingar
fóru að stofna sína búnaðarskóla, voru
ekki nema 6 eftir af norsku skólun-
um, og höfðu þá um nokkur ár ekki
verið fleiri. En um þetta leyti voru
Norðmenn farnir að iðrast eftir rækt-
arleysi sitt við skólana, og vildu fara
að koma þeim upp aftur. En það
gekk erfitt, og um 1890 fór fyrst að
koma verulegt skrið á fjölgun skól-
anna. Nú eru þeir orðnir yfir 20,
eins og áður er sagt, allir mjög vel úr
garði gerðir, og miklu til þeirra kost-
að. Flestir skólarnir halda enn sama
sniði í aðalatriðunum og þeir höfðu
upphaflega — hafa nfl. verklegt og
bóklegt nám sameinað.
Lengi getur vont versnað.
Mörgum þótti nóg komið af svivirðileg-
um sorpblöðum, þegar »Yestri« hafði rægt
menn, skammað og smánað heilt ár, og
virtist því vera að hera i bakkafullan læk-
inn, þegar saurblað það kom út á Akur-
eyri, sem nefnir sig »Gjallarhorn«, þessi
nautsstikill, sem konsúls-klikan þar »túðar«
í af öllum mætti. Fyrir blaðinn stendur
alkunnur leppalúði, Bernharð nokkur Lax-
dal, og á að heita útgefandi þess, ásarnt
einum af þjónum konsúlsins.
I 17. tbl. Grjallarhorns þ. á. er grein
með yfirskrift: »Óhróðri mótmælt«, og á
hún að vera svar gegn grein minni í Isa-
fold 24. tbl. þ. á., þó að fjarri fari þvi,
að svo sé; greinin er eingöngu skammir og
irtúrsnúningar, — ekkert svar á rökum
bygt. Greinin er nafnlaus og marklaus
og verður því að skoðast sem ritstjórnar-
grein. Kitstjórinn, hr. Bernh. Laxdal, hefir
brugðið sér þar í föt vændiskonu þeirrar,
er Lygi heitir, og óþokkageplar einir
leggja lag sitt við; fara þeir garmar fáum
vel og sizt þeim, er siðaðir þykjast og
mentaðir. En þrát.t fyrir það kemur hið
sanna manneðli bezt i ljós í slikuru búningi,
er bann virðist hæfa persónunni jafnvel og
lýsir sér i ritsmíð þessari i G-j.horni.
Ritstj. byrjar á þannig vöxnum óþokka
brigzlum tii min, að ekki eru eftir hafandi
í heiðvirðu blaði, og því siður að við eigi
að svara þess kyns ósvifni. Hitt mundi
mörgum kunnugum verða að orði, að sizt
mundi sitja á honum, að koma með þess
kyns brigzli.
Eg hef aldrei vitt það, eins og Gj.horn
segir, sð sýslum. H. Hafstein hafi gert
skyldu sína, þegar hann svifti Jón Yedholm
veitingaleyfi; eg lofaði hann einmitt fyrir
það. En hitt þótti mér og þykir enn
kynlegt, að hann sknli láta sama lögbrotið
og bann hefir dæmt mann sekan fyrir, lög-
brot, sem er á almanna vitorði bæði á
ísafirði og víðar, stöðugt viðgangast óvitt
áfram, þótt honum hljóti að vera kunnugt
um það af afspurn að minsta kosti. Og
fyrir það álit mitt ber eg engan kinn-
roða.
Bull Gjallarhorns um »vínsöluna. í bakar-
íinu« er alls ekki svara vert, og sama er
að segja um það, sem þar stendur um
sauðaþjófnað Steindórs Sigurðgsonar og
afskifti sýslumanns af því máli; eg hefi
skýrt þar algerlega rétt frá. Enhlægilegt
mætti það vera, ef satt væri, að landlæknir
hafi gefið vottorð um, að Steindór væri
vitskertur og amtið látið sakamálið niður
falla þess vegna; landlœknir hafði tsem
sé aldrei séð manninn, og hvernig átti
hann þá að gefa slikt vottorð, sem unt
væri að byggja nokkuð á? — En þessi
saga Gj.horns um vottorð þetta er auðvit-
að tilhæfulaus uppspuni.
Lögskráningu og skiftum á fiskihlutum i
Isafj.sýslu er mér kunnngra um en ritstjór-
anum, eins og honum er kunnngra um
norðlenzkt knæpu-lif en mér. Hann færir
heldur alls engar ástæður gegn ummælum
minum í ísafold um þessi mál, gerir sig að
eins hlægilegan fyrir heimsku og slettireku-
skap. — í>að væri íróðlegt að vita, hvaða
»forn venja« það væri, sem veitti yfirvaldi
rétt til að troða gildandi lög undir fótum
og virða þau vettugi.
Frásaga min um »skinnbrókamálin« er
sönn, og Gjallarhorn reynir ekki einu sinni
að »túða« neitt á móti henni. Hún cr
ekki fremur húin til i veitingahúsi en
sanna sagan um manninn, sem forðum
daga fór í kvenmannsfot til þess að
gabba einfaldan skólabróður sinn og varð
að háði og spotti fyrir.
Isafold þarf aldrei að blygðast sin fyrir
það, þó að hún ljái rúm greinum, sem
vilja verja rétt einstakliuga gegn ofriki
yfirvaldanna; það er henni sómi.
En Gjallarhorni og slíkum blaðsneplum
er það smán og svivirðing, að halda uppi
svörum fyrir kúgun við einstaklinga, rétt-
læta ranglætið og reyna til að hefja það
til vegs og virðingar hjá þingi og þjóð.
í>eir, sem gerast leiðtogar og styrktar-
menn slikra blaða, eru fyrirlitnir af öllum
góðum mönnum, og það að maklegleikum.
Sá ritstjóri, er slikt verk vinnur, er sá
Efialtes, sem visar fjandmönnum þjóðarinn-
ar leið til þess að ráða frelsi hennar
bráðan bana.
p. t. Reykjavík 22. júni 19J3.
Satnson Eyóljsson.
Alþingiskosningar.
IV.
AusturySkaftfellingar hafa endur-
kosið 6. þ. m. Þorgrím lækni Þórö-
arson á Borgum með 58 atkv.
Þorleifur hreppstjóri Jónsson í
HóJum fekk 39 atkv.
Fleiri voru ekki i kjöri — Jón
próf. Jónsson í StafafelJi hætti við
að bjóða sig fram.
Konungsmorö og stjórnarbylting.
Hroðafréttir frá Serbíu.
Konungur veginn og drotning hans,
ásamt 2 bræðrum hennar og 2—3
ráðgjöfum.
J>etta segir fréttin að gerst hafi að-
faranóttina 11. þ. m., í konungshöll-
inni í Belgrad.
Konungurinn hét Alexander, sonur
Mílans I. og Natalíu drotningar hinn-
ar rússnesku, ungur maður og kvænt-
ur þarlendri ekkju ótiginni, er Draga
hét. þeim varð eigi erfingja auðið, og
vildi drotning þá láta gera bróður
sinn að ríkiserfingja.
Til þess þurfti staðfesting löggjaf-
arþingsins, en vonlítið um það. |>á
gerir konungur þingrof og nemur
stjórnarskrá ríkisins úr gildi.
Út úr þessu spanst samsæri og
dróst herinn inn í það, ea bak við hefir
að líkindum staðið hin forna höfðingja-
ætt ríkisins, Karageorgevitsj, enda til
konungs kvaddur maður af því kyni,
Pétur að nafni, sá er þar hefir kallað
til ríkis.
Unnið var á konungshjónunum og
ráðgjöfunum með skotum.
Gufuskip ísafold kom hér á helginni
frá útlöndum með alls konar vörur til
Brydes-verzlunar
Eldgfosið.
Svo segir frá Guðlaugur sýslum.
Guðmundsson, er hér kom í gærkveldi,
á amtsráðsfund, að maður frá Núps-
stað, sonur bóndans þar, hafi gengið
upp á Björninn, norður af Lómagnúp,
á hvítasunnudag, og séð eldstöðvarnar
þaðan í útnorður af Grænafjalli, milli
þess og Hágangna.
Eldurinn er þá í Skaftárjökli, en ekki
Skeiðarár.
Gosið heldur áfram og kemur ann-
an og þríðja hvern dag.
Oskufall nokkuð í Oræfum við og
við, en ekki mikið.
Skeiðarárhlaupíð búið.
Skeiðarársandur orðinn færmeð hesta.
En blautur enn og jakahrannir á hon-
um víða.
Fórn Abrahams.
(Frh.)
Kennedy lautinant beit á vörina.
Honum líkaði ekki þetta blíða viðmót
með vonleysisbragði undir niðri. Upp-
eldi og lundarfar hafði hvorttveggja
gert hann efasemdarmann í trúarefn-
um, og alt sem hann hafði séð frá
því hann kom til vits og ára, hafði
styrkt hann í þeirri sannfæringu, að
það 8é eigingirnin ein, sem heiminum
stjórnar, og að þeir einir hlytu frægð
og gengi, er mestan hefðu mátt og
vilja til að hrifsa til sín hlífðarlaust
hvað sem hönd á festi, en lítilmögn-
um ófarnaður búinn. Hann furðaði
sig á þessari gömlu afturgöngu frá
þeim tímum, er það þótti ekki einung-
is mikils um vert, að leggja sjálfan sig
í sölurnar fyrir aðra, heldur voru
margir, sem gátu gert það. Hann sem
treysti öruggur tuttugu og þriggja ára
reynslu sinni og þóttist vita með vissu,
að hverju góðverki væri á glæ kastað.
Honum fanst trúboðinn ekki eiga
þarna heima innan um vopnin og
fnasandi reiðskjóta og harðfenga bar-
dagamenn. Hiun gamli maður varð
fyrir hans sjónum eins og blettur á
mynd, og hann virti hann fyrir sér
með forvitnissvip, eins og gerist um
hvað það, sem nýstárlegt er eða ó-
kennilegt, og hann leit alla jafna nið-
ur á hann, eins og sá lítur niður á
ofstækiskendan draumóramann, er
finnur sig vera honum meiri að hag-
sýnilegri ráðdeild og vaskleik.
Hvað stoða orð þín og gerðir, hugs-
aði þessi mentaði, ungi maður, er
fylgdist avo vel með tímanum. |>ú
getur engu breytt með þeim; það verð-
ur fram að koma, sem fyrir er hugað.
jþú getur ekkert við það ráðið. Og
hann kendi í brjósti um hinn gamla
mann með sjálfum sér, en hafði enga
lyst á að halda uppi viðræðum við
hann.
þeir héldu áfram ferðinni eftir ár-
farvegnum og riðu jafngreitt alla tíð.
Nokkrir Búar riðu á undan og höfðu
byssurnar viðbiinar að skjóta, hve nær
sem vildi; þá riðu næstir þeim riddar-
arnir hertekuu og tíu varðmenn á
tvær hendur þeim; þá koma vagnarnir
fjórir, er ökumenn af Kaffakyni stýrðu,
og skeiu í hvítar tennur þeim milli
hárauðra varanna. Kennedy lautinant
sneri sér við, til þess að þurfa ekki
að sjá meira, Sat hann ekki þarna
hlæjandi, Blámaðurinn, sem þeir mættu
nóttina á undan skjálfandi af hræðslu.
Aftast reið tuttugu manna sveit. |>að
var ekkert nýtt eða merkilegt í þess-
ari tilhögun, en óvissan lá yfir allri
fylkingunni og hélt hverri taug í
alspennu. Og brattir, gulir árbakkarnir
risu á tvær hendur, ,en uppi yfir sá
að eins í bláa rák af heiðum himnin-
um.
|>etta tilbreytingaleysi, sem hélzt
tímunum saman, olli því, að hinn ungi.