Ísafold - 01.07.1903, Side 1

Ísafold - 01.07.1903, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaösins er Austurstrœti 8. XXX. árs% Reykjavík miðvikudaginn 1. júlí 1903. 40. bíað. MuóÁidó jMa/UfaAÍ7v í. 0. 0. F. 857109. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn (opið md., mvd. og ld 11—12.’ K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. d á hverjum helgum degi. Landákotsspitáli opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. l0‘/2—12 og 4—ti. Landsbankinn opinn bvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag «<kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10,opið A sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisíPóstbússtræti 14b 1. og á. mánud. hvers rnáo. ki. 11 — 1. Erlend tíðindi. D a n m ö r k. Kosningar til fólks- þingsin8 fóru fram 16. þ. m. Úrslitin urðu þau, að koanir voru 71 vinstrimenn (áður á þinginu 77 vinstri- menn), íesÓBÍalistar/áður 14), 13 miðl. unarmenn (áður 13), 9 hægrimenn (áður 5) og 3 frjálslyndir íhaldsmenn (áður 3). Síðan er vistrimenn háðu öflugleg- ast baráttu við Estrupsliða, hefir aldr- ei verið ains mikið kapp í kosningun- um og nú var. Eins og kunnugt er, var slitnað upp úr bandalaginu milli sósíalista og vinstrimanna, og gátu menn því ekk- ert vitað hvernig fara mundi, er hvor flokkurinn um sig stæði einn síns liðs i baráttunni. Ugðu margir að svo mundi fara sem fór, að hægrimeun mundu komast að fleiri en áður höfðu verið, enda spóruðu þeir ekkert til að koma sínum mönnum að. Vinstri- menn mistu 6 þingsæti, þar af 3 í Kaupmannahöfn og 3 annarstaðar. Allir voru ráðherrarnir endurkosnir nema Chr. Hage fjármálaráðherra. Auk þess féll Madsen hermálaráðherra, er ekki hafSi á þingi verið áður. Sér- staklega tók vinstrimenn sárt fall Hage; hann er talinn einn mestur vit- raaður og stjórnmálagarpur í ráðaneyt- inu. Hann féll fyrir sósíalista, sem Smith heitir og er snikkari. Ríkisþingið hefir verið kvatt til aukafundar, er hefst 25. þ. m., og er talið að muni standa 2 eða 3 daga. Konungsmorðið í Serbfu m. m. þau tíðindi urðu f Serbíu að- faranótt 11. júní, að myrtur var kon- ungur landsins og drotning hans, ráð- herrar þrír og margir aðrir helztu stórhöfðingjar, um 50 alls, eftir því sem næst verður komist. Hraðskeyti þau, er borist hafa af viðburðum þess- um, hafa farið að kalla má sitt í hvora áttina í frásögum sínum um sjálft morðið, en sanni næst mun vera frá sögn »Times« og er hún því þrædd hér. Höfuðmennirnir í samsærinu gegn konungi voru foringjar úr hernum, og þeirra fremstur ofursti nokkur, er Maschin heitir og er bróðir fyrri manns Drögu drotningar. Alexander kon- ungur átti aldrei vinsældum að fagna f hernum. það fanst snemma á, að hann lét sér lítið um herinn hugað, og kendu herforingjar konungi einum hnignun hersins á síðari árum. Ekki óxu vinsældir konungs, er hann tók Drögu sér fyrir drotningu fyrir 3 ár- um. Hernum þótti konungur gera sér og landinu öllu mikla smán með því tiltæki, og varð nú hálfu kaldara en áóur samlyndið á báða bóga. þó hóldu herforingjar sér í skefjum, þar til í vor, er það spurðist, að konung- ur hefði í ráði að gera einn af bræðr- um drotningar að ríkiserfingja, mesta lítilmenni. þá þóttust þeir ekki mega kyrru halda lengur og gerðu samsæri með sér um land alt, með því áformi, að ráða konung af dögum, en koma til ríkis Pótri Karageorge- witsch fursta, syni Alexanders Karageorgewitsch, er ríkjum réð í Ser- bíu um miðja 19. öld. Pótur er mað- nr á sextugaldri (f. 1846) og hefir al- ist upp í Austurríki, sagður lærdóms- maður og vitsmunamaður. Hann var sósíalisti á yngri árum og þá kallaður •Eauði Pétur*, en síðau hefir lítið á honum borið. Hann er kvongaður dóttur furstans f Montenegro og því svili Viktors konungs á Ítalíu. Hann hefir átt heima mörg ár í Genf, höfuð- borg í Sviss. Honum höfðu samsæris- menn augastað á og sendu konu eina til að finna Pétur að máli og beyra, hvort hann mundi vilja þiggja kon- ungdóm í Serbíu og samþykkjast frjáls- legri sjórnarskrá. Pétur svaraði góðu um það. þá gerðu herforingjar ráð sín, sem nú eru fram komin. Að kvöldi þess 10. júní söfnuðust samsærismenn samaníveitingahúsieinu í höfuðborginni Belgrad; sátu þar fram undir miðnætti og drukku í sig áræði. En er leið að miðnætti héldti þeir til hallar konungs, þeir drápu þar varðmenn alla og hall- arþjóna, er fyrir þeim urðu. þeir brutu svefnhúsdyr konungs rreð sprengitundri. það varð konungsþjóni þeim að bana, er hafði vísað samsær- ismöunum veg og verið í vitorði með þeim. En er inn kom í svefnhúsið gripu þeir f tómt; höfðu konungshjón heyrt hávaðann og forðað sér, og grun- að hvað vera mundi á seiði. Leituðu þeir nú í dyrum og dyngjum um alla höllina, en það kom fyrir ekki. Konung fundu þeir eigi. Liðu svo fullar tvær stundir. En þá náðu þeir í fylgiliða kouungs og hótuðu honum bráðum bana, nema hann vísaði á fylgsni þeirra hjóna. Hann vísaði þeim þá á leyni- dyr í veggnum f baðherbergi konungs. þar fundu þeir konung og drotningu inni. þá þurftu þeir ekki fylgiliðans frekara og drápu hann. Síðan sner- ust þeir að konungi og miðuðu á hann skammbyssu. Fóllu þá konungshjónin bæði á knó og beiddust griða. Hét konungur að ganga að hverjum þeim kostum, er honum yrðu settir, ef hann fengi lífi að halda. Slíkt hið sama bauð Draga drotning. En samsæris- menn kváðust eigi trúa þeim. Varð nú harður atgangur og næsta ófagur. þeir hrundu konungi á bak aftur, en spörkuðu í drotningu í sraánarskyni, lögðu þau síðan með spjótum, en mið- uðu loks öllum skammby8sunum á þau í senn og bleyptu af. En er þeir sáu enn lífsmark með þeim, eftirþess- ar aðfarir, fleygðu þeir þeim út um glugga niður í hallargarðinn. Niðri í hallargarðinum var enn þá lífsmark með þeim, og létust þau eigi fyr en eftir 1—2 stundir. Rússneski sendi herrann fann lfkin fyrstur manna kl. 5 um morguninn. þau voru hræði- lega útleikin, hryggurinn brotinn, og 45 sár fundust á konunginum, en nokkuð færri á drotningu. þá er læknar höfðu skoðað líkin, voru þau lögð í málmkistur og flutt á venju- legum flutningavagni til grafreits kon- ungsættarinnar (Obrenowitschættarinn- ar) og grafin þar næstu nótt án minstu viðhat'nar. Um sama leyti og konungshjónin voru tveir bræður drotningar teknir og skotnir, meðan þeir voru að faðma hvor annan að skilnaði. þvf næst voru drepnir á sömu stundu ráðaneyt- isforsetinn Makarowitsch, og hermála- ráðherrann Pavlowitsch. Innanríkis- ráðherranum var ætluð sama förin; brutust samsærismenn inn til hans, særðu dóttur hans stórum sárum, er hún vildi verja föður sinn gamlan, og síðan hann sjálfan. þóttust þeir hafa gengið af honum dauðum, en bvo reyndist eigi. Hann lifir enn, en er dauðvona. þá er 8arr.særismetin höfðu unnið á þessum mönnura öllum og fjölda annurra vildarmanna konungs, hóldu þeir út á stræti borgarinnar og lystu vígum á hendur sór, og því með, að Pótur Karageorgewitsch væri til kon- ungs tekinn. þeim var tekið af lýðn um með miklum fagnaðarópum, svo sem væru morðingjarnir frelsishetjur. þá er birta tók af degi kom út ávarp til þjóðarinnar undirskrifað af nýju ráðaneyti, með forustu ráöherra þess, er áður hefir verið dómsmálaráðgjafi. I þessu ráðaneyti eru auk þess tveir ráðgjafar, er dæmdir voru á dögum Milano konungs í 20 ára varðhald. — Ráðaneytið lýsti stjórnarskrá landsins frá 1901, sem Alexander kongur hafði rofið í vetur, í fullu gildi, og kvaddi þjóðþingið til fundar í miðjurn júní. Borgarlýður tók boðum þessum með miklum feginleik, gekk f skrúðgöngu um borgarstrætin og söng brennheit ættjarðarljóð, en fánar voru dregnir á hverja stöng. Hvergi bólaði á ókyrð, nema á sumarsetri konungs. Hinn 15. júní kom þingið saman. það var þess fyrsta verk, að kjósa Pétur Karageorgewitsch konung, og lögleiða aftur stjórnarskrána frá 1888. Stórveldin hafa viðurkent konungs- tign Péturs I, en látið um leið á sér heyra, að þeim þætti ósvinna, ef bana- mönnum Alexanders konungs og þeirra hjóna væri látið óhegnt. En annað mega Serbar eigi heyra nefnt; telja þá alls annars maklega, enda hefir millibilsstjórnin veitt þeim embættis- frama, er fyrir verkinu gengust. þar á hinn nýi konungur úr vöndu að ráða. Bretar hafa fylgt það fast sínu máli, að þeir hafa kvatt sendiherra sinn brott frá Belgrad og lýst með því megnan vanþokka sinn á hátterni stjórnarinnar. Liggja Serbum mjög illa orð til þeirra fyrir það. Alexander konungur varð ekki fullra 27 ára að aldri, er hann var veginn. Hann var fæddur 1876, tók við ríki 1889, þá 13 ára gamall, er faðir hans, Milan, stökk úr landi. þrír ríkisstjór- ar voru settir til ríkisforráða í æsku konungs. þeim steypti konungur úr völdum í apríl 1893, með styrk her- liðsins, og tók sjálfur við ríkisstjórn þótt ekki væri fullveðja. þau 10 ár, er hann réð ríkinu, mega heita hnign- unarár, og mun mega kenna það kon- ungi. Hann þótti dutlungagjarn, óá- reiðanlegur og ófyrirleitinn. Síðustu árin virti hann lög öll vettugi, rauf stjórnarskrána hvað eftir annað og stjórnaði ríkinu eins og harðstjóri. Ekki þótti hann bæta ráð sitt, er hann gekk að eiga Drögu drotningu. Hún þótti hafa heldur spilt honum en bætt. Bróðir konungs vors, Júlíus prinz, lézt hvítasunnudag suður f Itzehoe, nær áttræður. Það hét Liban, en ekki Liban, skipið sem sökk i Miðjaröarhafi 7. f. mán., fyrir ásigling. Þar munu hafa druknað hátt á annað hundrað manna. Synodus. Synodus var haldin 27. f. m., í þingsal efri deildar, að undangenginni guÖBþjónustugerð í dómkirkjunni, þar sem síra Richarður Torfason sté í stólinn og lagði út af Matt. 5, 13—16. Fundinn sóttu 24 prestar og prófast- ar (4). Tillögur stiftsyfirvaldanna um fjár- skifting til uppgjafapresta og prest- ekkna voru bornar upp og samþyktar. Styrk hlutu 3 uppgjafaprestar og 56 prestekkjur, alls 3790 kr. 70 a. Biskup gerði síðan grein fyrir hag Prestekknasjóðsins. Hann átti í árs- lokin 1902 kr. 23,783.78. Undanfarið ár hafði sjóðurinn aukist um nál. 700 kr. Gjafir námu um árið kr. 273,86. Með tilliti til þessa vaxtar sjóðsius lagði biskup til, að næsta ár væri út- býtt úr sjóðnum 800 kr., og var það samþykt. Biskup las upp yfirlít yfir hag hinn- ar íslenzku þjóðkirkju síðastliðið ár. Meðal annars gat hann um, að til stæði synodalréttur yfir síra þorleifi Jónssyni á Skinnastað fyrir óleyfilega giftingu, en því máli enn eigi komið svo langt, að það gæti komið fyrir synódalréttinn í dag, en mundi ganga fyrir sérstakan synódalrétt, eins og áð- ur hefir átt sér stað. í tilefni af málshöfðun gegn ekkju únítara eins á Seyðisfirði, sem lét jarða mann sinn í óvígðri mold, hafði bisk- up borið fram óskir um það, að fá reglur seutar fyrir sllkum tilfellum. Um innra lff kirkjunnar taldi bisk- up nokkur ný lífamerki, og vék sér- staklega að þeim tveim málum, sem voru fyrir synodus í fyrra, trúmála- fundum og kristilegum unglingafélags- skap. þá flutti síra Jón Helgason fyrirlest- ur um réttlætinguna af trúnni. Bisk- up þakkaði fyrirlesturinn. þá var næsta mál á dagskránni um hluttöku íslenzku kirkjunnar í trúboði meðal heiðingja.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.