Ísafold - 01.07.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.07.1903, Blaðsíða 2
158 t Síra Friðrik Hallgrímsaon var frum- mælandi og flutti allítarlegt erindi til að skýra málið og hvetja menn til að vekja hina íslenzku kristni til hlut- deildar í kristniboði meðal heið- íngja. Biskup þakkaði ræðuna og tjáði sig aamþykkan þeirri atefnu, sem fram hafði komið í henni, og gat þess jafnframt, að mál þetta væri nú sérstaklega vakið af hvötum Hiörleifs prófasts Einarssonar á Und- irfelli. Um málið töluðu enn fremur síra Jens PálsBon, síra Jón Helgason, síra Magnús Bjarnarson, síra Sigurður Sívertsen, síra Kristinn Daníelsson og síra Árni þorsteinsson. Allir ræðu- menn tjáðu málinu sig mjög hlynta, og bentu á ýms ráð til að koma því farsællega af stað. Bent var sérstak- lega á tímaritið tNordisk Missionstid- ende«, sem vel mundi til fallið að auka hér þekkingu á kristniboðsstarfsemi. Eáðgert var að fá vexti at' Smárita- sjóði síra Jóns í Möðrufellí til aðgefa út fyrir ritgerðir um kristniboðið meðal heiðingja, væntanlega f sambandi við •Verði ljós«. Eftir alllangar umræður bar biskup upp svolátandi tillögu: •Synodus lýsir yfir því, að hin ís- lenzka þjóðhirkja megi ekki lengur láta trúboðið meðal heiðingja afskifta- laust, og lætur í ljósi þá ósk, að í sem flestum prestaköllum landsins verði sem fyrst stofnuð félög, er vinni að því, að auka hjá kirkjulýð landsins þekkingu á trúarboðsstarfseminni, og að vekja og glæða hjá söfnuðunum á- huga og framkvæmdir til hluttöku í þessari starfsemi, og kýs þriggja manna nefnd til að greiða fyrir kristniboðs- málinu innan þjóðkirkju vorrar«. Tillagan samþykt í einu hljóði. Skipaðir voru í nefndina eftir fram- kominni tillögu þeir biskup Hallgrímur Sveinsson, docent Jón Helgason, prófastur Jens Pálsson. þegar hér var komið var klukkan 3^/2 og var þá fundi frestað til kl. 6. Fundurinn tók aftur til starfa kl. 6. Flestir þeir, sem við voru fyrri hluta dagsins voru þar staddir. Síra Jón Helgason bauð synodus- mönnum á samkomu kristilegs ungl- ingafólag8 næsta dag kl. 81/,, um kveld- ið, og auk þess á barnaguðsþjónustu fyrri hluta dagsins í húsi unglinga- félagsins. þá hélt síra f>órh. Bjarnarson fyrir- lestur um Jesajas, sem biskup þakk- aði fyrir. Síðasta málið á dagskránni var: Hverra umbóta væntir kirkjan undir hinni væntanlegu nýju stjórn? Síra Jens Pálssoa hóf umræðurnar og hélt því fram, að kirkjan vænti sérstaklega sjálfstæðis og sjálfstjórnar í sérmálum sínum. Biskup flutti síðan erindi um málið og talaði sérstaklega um launakjör prestanna, sem breyta þyrfti. Enn fremur töluðu þair síra Sig- urður Sívertsen, síra Jón Sveinsson, síra Valdimar próf. Briem, síra Magn- ús Bjarnarson, sfra Friðrik Hallgríms- son og síra Kristinn Daníelsson. Sú tillaga var borin fram af prófasti síra Valdimar Briem: •Synodus lýsir því yfir, að hún álít- ur það fyrirkomulag, sem nú er á ís- lenzku kirkjunni, úrelt í mörgum grein- um, og að það standi kristninni f landinu mjög fyrirþrifum. Hún álítur því bráðnauðsynlegt að fá umbætur á þessu sem fyrst, sérstaklega í þá átt, að kirkjan fái sjálfstjórn í sínum eigin málum, og að kjör starfsmanna kirkj- unnar séu bætt, svo að þeir geti ó- hindraðir unnið að köllun sinni. Syn- odus vill því skora á alþingi að fá setta 5 manna milliþinganefnd til þess að undirbúa þessar umbætur, og að það veiti nægilegt fé til þess«. Tillagan var samþykt með öllum atkvæðum, sem greidd voru. I tilefni af röddum, sem fram hafa komið í blöðum og á fundum um nið- urlagningbiskupsembættisins,lýsti fund- urinn yfir því áliti sínu, að slík fjar- stæða gæti ekki komið til nokkurra mála. Var sú yfirlýsing samþykt með öllum atkvæðum. |>egar hér var komið fundinum, var klukkan orðin 10, og þar sem dagskrá fundarins var lokið og engir höfðu fleiri mál fram að bera, sagði biskup fundi slitið. Af kosningum og kjörfundum. ni. Af kjörfundi Strandamanna er ísa- fold skrifað þar úr sýslunni 19. f. m.: Kjörfundur okkar Strandamanna var haldinn 6. þ. mán., eins og til stóð. Hann var fremur þunnskipaður, og var það meðfram því að kenna, að vestanrok gerði snemma um daginn, sem stóð til kvelds, svo að enginn maður komst yfir Steingrímsfjörð, og 8V0 rq*inu vatnavextir og illviðri hafa sett nokkra heima, sem annars hefðu komið; en aðallega mun það þó hafa verið deyfð og áhugaleysi, er olli því, hve dauðans illa fundurinn var sóttur, því að úr öllum Hrútafirði komu að eins 2 menn (frambjóðandi J. J. og annar maður til) og 4 úr Bitru að sýslumanni meðtöldum, en úr Árness- hreppi komu 17, og er þó erfiðast sókn- ar þaðan, og sýnir það lofsverðan dugnað og áhuga þeirra Víkurmanna, sem eg vil geta um þeim til maklegr- ar sæmdar. Guðjón Guðlaugsson kom ekki á fundinn, hafði eins og fleiri eindagað sig um ot' með að fara yfir fjörðinn; var þó beðið með að setja fundinn fram um nón, því að Guðjóns-menn söknuðu vinar í stað, er hann vantaði. þegar fundurinn loks var settur, lýsti Jósef bóndi Jónsson á Melum 'pví yfir, að hann gæfi kost á sér til þing- mensku, og var meðmælandi hans Guðm. bóndi Pétursson < Ófeigsfirði. Síra Arnór Árnason lýsti því og yfir, að hann vildi vera meðmælandi Jós-fs, en oddviía kjörstjórnarinnar þótti það lögum gagnstætt, þar s^m prestur væri í kjörstjórninni og mætti því alls ekki taka til máls á fundinum; var það sama þó að prestur lofaði því, að tala aðeins »frá almennu sjónarmiði um landsmál* án þess að leggja með eða móti kosningu frambjóðanda sérstak- lega. En oddviti synjaði honum alger- lega málfrelsis, þar sem hann væri kjörstjóri; varð prestur að sætta sig við þann úrskurð, þó að honum væri það sýnilega óljúft. |>á lýsti oddviti því yfir, að Guðjón Guðlaugsson, sem ekki var á fundin- um, hefði tilkynt sér skriflega, að hann byði sig fram til þingmensku, og að hér væru viðstaddir menn, sem styðja vildu kosningu hans. f>á óskaði Guðm._ Pétursson eftir því, að oddviti læsi upp þetta fram- boð Guðjóns, en oddviti neitaði því, og sagði að það kærri engum við nema kjör8tjórninni. þá óskaði kjörstjórinn síra Arnór Árnason eftir, að sjá fram- boðið. Var oddviti tregur til að sýna bonum það, en gerði það þó á endan- um, en harðbannaðí honum að lesa það upphátt. Lýsti þá A. Á. yfir því, að hann teldi framboð Guðjóns ólög- mætt og ógilt, þar sem þess væri að- eins getið í prívatbréfi til oddvita kjör- stjórnarinnar, að hann » m u n d i verða í kjöri«, en ekki væri að neinu leyti fullnægt fyrirmælum 22. gr. kosn- ingalaganna um framboð þess þing- mannsefnis, er ekki mætir sjálfur á kjörfundi. En oddviti kjörstjórnarinn- ar og annar kjörstjóri (G. B. Scheviug læknir) héldu því fram, að taka bæri gilt þetta framboð Guðjóns, og varð sá endir á þeirri þrætu, að síra Arnór fekk bókað í kjörbókina, sem ágrein- ingsatkvæði sitt, mótmæli þau, sem hér eru nefnd, gegn gildi og lögmæti framboðs Guðjóns, sem hlaut 29 atkv., en Jósef 20 atkv. Lítið var um ræðuhöld á kjörfundi þessum. Jósef lýsti með fáum orð- um stefnu sinni sem eindregins fram- sóknarmanns, og meðmælendur Guð- jóns hrósuðu honumfyrir »stefnufestu«(!) og frábæran þingmenskudugnað, vildu eigi heyra það, að hann væri aftur- haldsmaður, þótti fylgi hans við lands- höfðingjaflokkinn ekki bera neinn vott um það o. s. frv. Eitt var það í ræðu Jósefs, sem Guðjóns mönnum virtist verða hálf- bimbult af. Hann benti nefnilega á það, að sér þætti kynlegt fylgi ýmsra manna hér við stjórn þá, sem nú höf- um vér, þar sem þeir vitanlega væru þó sárgramir yfir ýmsum aðgerðum hennar; benti hann því til sönnunar meðal annars á svonefnt líkskurðar- mál, sem hér hefir nú verið á dagskrá í vetur, en yfirvöldin vildu að engu sinna, en láta þá borga líkskurðar- kostnaðinn, er kröfðust líkskoðunar. þótti honum þetta sem fleira sönnun þess, hversu yfirvöldin lítilsvirtu al- menningsviljann, þar sem embættis- menn væru annars vegar. Enginn varð til að svara þessum ummælum Jósefs ué hrekja þau. Bænrækni sannleiksvotturinn í Stykkishólmi. Hinn alkunni Ijárus sýslumaður segir í »þjóðólfs-blaði« 4. þ. tn., að haun ætli að »ta,ka mig til bænar«. Eg minnist þess, að haun hsfir áður viðhaft þetta orðatiltæki, þegar hann þóttist þurfa að höggva að sæmdar- manni, er honum var í nöp við. »Að taka til bænar« er því orðið slagorð hans. f>að á ajálfsagt að tákna, hvað hann sé vel kristinn, að hann biðji fyrir óvinum sínum, og skal eg ekki taka þann heiður frá honum. Hann hefir auðsjáanlega firzt við mig út af því, að eg í ísafold sýndi fram á, að ekki vreri nokkur heil brxi í ritsmíði hans í f>jóðólfl 11. apríl síðastl. um verðlagsskrármálið. f>að hefir ofboðið hans viðkvæma geða- lagi, sem því hefir þurft að svala sér í bænagerð. Eg færi honum verðskuldað þakk- læti fyrir bænagerðina. f>að var ekki von á henni becri frá honum, því eg hefi aldrei talið hann »bænarinnar mann«. f>að sést eiunig, að honum er ekki tamt að biðja með eigin orð- um, því efnið í þessa bænagerð fær hann að láni, sumt frá guðsmannin- um síra Árna f>órarinssyni, sumt frá amtmanninum sunnan og vestan, og lang-drjúgastan skerf frá fyrverandi hreppstjóra Ármanni Jónssyní. f>að er ekki furða, þó að bæuagerðin verði mergjuð, þegar svona margir heiðurs- menn leggja saman. Eg hafði borið þann óhróður af prestastéttinni í sýslunni, sem Lárus hafði dróttað að henni, að hún væri ágeng og að bændur ættu í vök að verjast fyrir henni, þegar um undir- búning verðlagsskrár er að ræða. Eg átti því sízt von á því, að nokkur prestanna mundi styrkja þennan mál- stað Lárusar. En það má segja, að •höggur sá, sem hlífa skyldi«, þegar síra Árni f>órarinsson er að hjáipa sýslumanni til þess, að sanna þau ó- sannindi hans, að eg hafi sett lambs- fóður á 10 krónur, og vinna það fyrir vinskap hans, að standa uppi sem opinber ósannindamaður, eins og vott- orð þessi sýna: Yér undirritaðir, sem sainið höfnm verð- lagsskrá með síra Helga Árnasyni, vottum hér með, að það er svo fjarri sannleikan- um sem frekast má verða, að hann nokk- urn tima hafi sett lambsfóður á 10 (tiu) krónur, og hann hafi jafnan reynst sam- vinnuþýður maður í verðJagsskrársamning- unni. I júnímánuði 1903. Ögmundur Andrésson í Bervik. Sigurbjörn Guðleifsson B. Þ. Gröndal Ólafsvik. Ólafsvik. Guðmundur Helgason Jón Jónsson hreppstj. í Breiðnvíknrhreppi. hreppstjóri. Brandur Jóhannesson Hellnum. Yér undirskrifaðir, sem samið höfum verðlagsskýrslur i ytri Neshreppi ásamt sóknarpresti okkar, síra Helga Árnasyni í Ólafsvik, vottum hér með, að hann hefir aldrei sett lambsfóður í verðlagsskrána á 10 krónur, né heldur farið fram á, að það yrði sett svo, og lýsum vér því hér með yfir, að samkomulag hefir ávalt verið gott i verðlagsskrárnefndinni. p. t. Hellissandi 16. júni 1903. Jón Jónsson Hallgrímur Jónsson hreppstjóri. (meðnefndarmaður) Lárus Skúlason (meðnefndarmaður). Vottorð þessi eru undirskrifuð af hverjum einasta manni, sem eg hefi setið að verðlagsskrársamningu með, nema Ármanni Jónssyni á Saxhóli. f>ó að eg ekki efist um, að hann só einnig fús til að skrifa undir þau til að votta sannleikann, hefi eg þó ekki viljað ónáða hann, til þess að trufla hann ekki í bænagerðum fyrir sýslu- mann, meðan sá merkilegi dómur, er sýslumaður hefir kveðið upp yfir Ár- manni út af grun um skjalafals í verð- lagsskrármálinu, ekki fær að koma fyr- ir auglit landsyfirréttarins, sem mörg- um mundi þykja fróðlegt. En það þykir líklega ekki ástæða til að áfrýja þessum dómi, úr því dómur Lárusar yfir Stefáni á Borg í sams konar máli fór svo vel úr hendi!! Vill sannleiksvotturmn bænrækni eftir þessi vottorð ekki enn kyngja þeim ósannindum sínum, að eg hafi sett lambsfóður á 10 krónur, nauðgað vaðmáli inn í skýrslurnar, en bannfært lýsi þaðan? Á síðustu ferð hans í Ólafsvík hafðl hann vítt hreppstjórann þar fyrir það, að hann hafði ekki verðlagt lýsi í síðustu verðlagsskýrslu. En þegar hreppstjóri afeakaði sig með því, að sér hefði ekki verið kunnugt um, að lýsi hefði gengið manna á milli, tók sýslumaður góðar og gildar þær upp- lýsingar læknisins, er viðstaddur hafði verið, að lýsi hefði verið selt sem læknismeðal. Vill þá bændavinurinn gera bændum þann greiða, að verð- leggja kútinn af lýsinu á 10 kr. 67 a. eftir meðalaverði þess, og er þetta ekki að nauðga vörutegund inn á skýrsluna? þá vík eg að tveimur bænum Ár- manns Jónssonar, sem hann hefir samið í Stykkishólmi undir handar- jaðri sjálfs sannleiksvottsins 14. og 15. júní f. á. Lítur út fyrir, að hann hafi orðið fyrir áhrifum í þessum bænagerðum, því hann hefir marg- neitað því bæðiímfn eyruog annarra, að eg hafi ráðlagt sér og því síður stælt sig til að óhlýðnast sýslumanni. Hann fór ekki einu sinni fram á það, að fá nokkur ráð hjá mór, heldur sagði hann mér að fyrra bragði, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.