Ísafold - 08.07.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.07.1903, Blaðsíða 1
i 'Kemur út ýmist eiim sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1‘/, doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg Reykjavík miðvikudaginn 8. júlí 1903. 42. blaö. I. 0. 0. F. 8571249. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spítalanum. Forngripasafn “opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og snnnudagskveldi kl. 8’/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. tí á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- «ndur kl. 10V,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag &1 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag •kl. 12—2 og einni stnndu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii ótlána. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið ■á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Hvoi umeffhí er þjóðin? Af 30 þjóðkjörnum þingmönnum eru nú að eins 13 Framsóknarf okksmenn, eftir kjörbréfaúrskurð þingsins o. s. frv. En 15 munu þeir raunar hafa verið löglega kosnir, eða réttur helm- ingur. Og þó einum betur, ef þm. Vestmanneyinga, landritarinn, er tal- inn með. Hann var sem sé Fram- sóknarflokksmaður á kjördegi og hafði ekki flokksvistaskifti fyr en fám dög- um fyrir þingbyrjun. |>að er lítill eða réttara sagt enginn vafi á þvf, að þeir hafa verið 15 lög- lega kosnir, auk landritarans. þ>að er enginn vafi á því, að Jósef Jónsson var löglega kosinn þingmaður fyrir Strandasýslu og lítill sem engiun vafi á því, að Axel Tulinius var löglega kosinn fyrir Suðurmúlasýslu, en þeir eru báðir Framsóknarfiokksmenn. Eftir kæru úr Suður-Múlasýslu hafa ekki færri en 7 þeirra, er Guttorm kusu, alls eigi verið löglegir kjósendur, heldur vinnumenn, lausamenn, grasnytjalaus ir húsmenn eða menn, sem þegið höfðu af sveit. En hann (Gutt.) hékk á 1 atkv. mun, og er því nóg að tveir af þess- um sjö hafi eigi verið löglegir kjós- endur til þess að hann skorti atkvæð ismagn á við A. T, En hér skal ekki út í þá sálma far- ið frekara, heldur að sjálfsögðu úr- skurður hins háa meiri hluta þingsins í heiðri hafður og er þá Framsóknar- flokkurinn í minni hluta, að eins 13 þjóðkjörnir móti 17, og líklega að eins 2 af 6 konungkjörnum. En eru þá Framsóknarflokksmenn í minni hluta meðal þjóðarinnar, ineðal kjósendalýðsins í landinu? því fer fjarri. |>eir eru í töluverðum meiri hluta, eftir því sem komið hefir fram á kjör- fundum, ekki einungis ef rétt er talið, eftir því sem fyr er á vikið, heldur einnig, þótt tala þjóðkjörinna Fram- sóknarflokksmanna á þingi nú sé að eins látin vera 13. þetta má sjá á eftirfarandi lauslegu yfirliti. þar er fyrst slept þeim 7 kjördæm- um, þar sem ekki voru í kjöri nema menn úr öðrum hvorum flokknum og þeir fengu því ekki reynt með sér. f>ar kom með öðrum orðum engin samkepni fram, og því ekki kostur á að bera saman liðsaflann af hvorra hálfu. Sá flokkurinn, sem ekkert þing- mannsefni hafði, átti alls ekki kost á að sýna sig. Svo vill og vel til um þessi 7 kjördæmi, að þar eru kosnir jafnmargir þingmenn af hvorum, 4 úr hvorum flokki, sem séFramsóknarflokks- menn í Skaftafellssýslum báðum, Vest- manneyjum og Barðastrandasýslu, en af hinu sauðahúsinu í Eyjafirði og þingeyjarsýslum báðum. f>á eru hin kjördæmin 15, og hafa þar 1852 kjósendur alls greitt atkvæði Framsóknarflokksmönnum, en 1692 öðrum (»hinum«). Skiftingin niður á kjördæmin verð- ur á þessa leið hér um bil: Frms. Hinir. Árnessýsla 176 181 Borgarfjarðarsýsla . . 99 60 Dalasýsla 77 82 Húnavatnssýsla . . 120 162 Kjósar- og Gullbringus.. 247 72 Mýrasýsla 48 46 Norður-ísafjarðarsýsla . 184 42 Norður-Múlasýsla . . 147 75 Rangárvallasýsla . . . 154 256 Reykjavík 224 244 Skagafjarðarsýsla. . . 182 32 Snæfellsnessýsla . . 31 107 Strandasýsla .... 20 29 Suður-Múlasýsla . . . 101 224 Vestur-ísafjarðarsýsla . 42 80 Samtals 1852 1692 f>au tvö fallin þingmannsefni, er aðhyllast »landvarnar«-stefnu í stjórnar- skrármálinu (í Rvík og Snæfellsnes- sýslu), eru að öðru leyti Framsóknar- flokknum fylgjandi og er því einsætt að telja þau til hans. Utau þess flokks eru hins vegar talin þingmannsefni, sem eígi hafa beinlínis talið sig sjálf honum til- heyrandi, þ ó a ð þess flokks kjós endur muni hafa greitt þeim atkvæði, t. d. Tómas á Barkastöðum, o. fl. ef til vill. Auk þess sem hér er sýnt fram á, að töluverður meiri hluti kjósenda á landinu hefir í þessum kosningum bar- ist undir merkjum Framsóknarflokks- ins, þar sem bardagi hefir annarsorð- ið milli flokkanna, þá hafa bæði kjós- endur og kosnir þingmenn í ýmsum hinna kjördæmanna Iýst sig eindregna framsóknarmenn, og óskað eindregið eftir framsóknarstjórn, í stað þeirrar, er nú höfum vér. f>að er því enginn vafi á því, hvoru- megin þjóðin er eða mjög mikill meiri hluti hennar, þ ó 11 svo sé, að aftur- haldshöfðingjarnir ráði meira á þessu þingi eða virðist hafa tök á að láta »hina* alla fylgja sér að þingmálum, að minsta kosti í embættakjöri og nefnd- arkosningum, þótt af alt öðru sauðahúsi séu í raun og veru sumir hverir,—tví- skiftir ef ekki þrískiftir. Landbiinadarmál. Að verja túnin. Allmikið hefir verið rætt og ritað um að rétta við landbúnaðinn, og neit- ar því enginn, að nú er knýjandi nauð- syn að stíga spor í þá átt. Tillögur þær í þá átt, er eg hefi heyrt eða lesið, virðast mér sumar miður hyggilegar og sumar of sein- virkar; því hér þyrfti bráðra aðgjörða. Af því að eg er landbúnaðarvinur vil eg nú leitast við að leggja orð í belg og skýra frá, hvað mér hefir hug- kvæmst. Allir vita, að arðsömustu blettirnir bændanDa eru túnin, en þau eru víð- ast í alt öðru ástaDdi en vera ætti, þó að töluvert hafi verið gert að því að slétta þau og bæta. Flestum kemur saman um, að fyrst af öllu eigi að friða þau fyrir úgangi, það er: girða þau með gripheldum girðingum; og nú mun það sýnt og sannað, að kostnaðarminsta girðingin er gaddavirsgirðing með járnstólpum. f>ó mun allerfitt fyrir bændur að eignast hana, þvi til þess þarf að leggja fram talsvert fé, enlítiðumþað í vösum bænda. Ræktunarsjóðurinn, sem mundiann- ars lána fé til þessara kaupa, heimtar jarðarveð, og það bafa fæstir til. Til að bæta úr þessu legg eg til að Ræktunarsjóðurinn láni gegn ábyrgð sýslusjóða, og sýslusjóðir gegn ábyrgð sveitarsjóða, svo að bændur geti átt kost á láninu með þeim hætti. Nú munu vera á landinu um 7000 býíi og túnin eftir skýrslunum 8 dag- sláttur að meðaltali. Gerum ráð fyrir, að helmingi meira land væri tekið til girðingar; það yrðu 16 dagsláttur að meðaltali á hverju býli, og mundi þa láta nærri, að með- algirðing yrði 480 faðmar að lengd. Alt efnið í slíka girðingu mundi líklega ekki kosta mikið yfir 150 kr. Bezt væri að efnið væri keypt í stórkaupum og að lánþegar sæktu það á næstu höfn og settu upp girðinguna á sinn kostnað. Lánin ættu að endurgreiðast á 10 árum. Geti leiguliðar ekki staðið í skilum, væri hyggilegast vegna jarðanna, að landsdrotnar yrðu skyldaðir til að kaupa girðinguna (endurborga lánið), og mætti þá hækka eftirgjaldiö að sama skapi. Með þessum hætti mundu túnin verða girt smámsaman, einnig hjá þeim, sem ekki hafa efni á að útvega sér girðingu á eigin spýtur. Gagnið af því yrði ómetanlegt; vörzlukostnaður enginn, taðan meiri, hægt að sá í bletti, svo sem gömul haugstæði og húsahlöð, án sérstakra girðinga. Bændum þætti vænna um túnin, er þau væru friðuð, bættu þau meira og flyttust máske færri í kauptúnin eða til Vesturheims. p. t. Reykjavík 4. júlí 1903. Þ. S. Þorldksson. Fiskirannsóknarskipið „Thor “ |>ess hefir verið áður getið í ísaf., að þjóðir þær, er reka fiskiveiðar í höf- um þeim, er liggja að Evrópu að norð- vestan og norðan, áttu fund með sérí Stokkhólmi 1899, eftir uppástungu próf. Pettersons, til þess að ræða um samtök í sjávar- og fiskirannsóknum á þessum sjávarsvæðum. Höfðuá undan- förnum áratug verið gerðar merkilegar rannsóknirísumum þessum löndum, t. d. N orðurlöndum, |>ýzkalandi og Bretlandi, á ýmsu viðvíkjandi eðlisástandi hafsins og lífinu í því, með sérstöku tilliti til þess, er að gagni mætti verða' fyrir fiskiveiðar þessara landa hvers um sig. En nú fóru menn að sjá fram á, að árangurinn af þessum rannsóknum yrði mestur, ef þær færu fram eftir sameiginlegri fyrirætlun, og að með þeim hætti yrði auðveldast að ná því markmiði, er þær stefndu allar að í raun og veru: að fá sem ljósasta þekkingu bæði á öllum þeim breyting- um, er verða á öllu ástandi hafsins, og sambandi því, er lífið í því stendur við þessar breytingar, sérstaklega líf fiska þeirra, er einkum eru veiddir. Niður8taðan á fundinum varð sú, að gerðar voru ýmsar ályktanir um að byrja þess konar samvinnu, og að leggja áætlanir fyrir stjórnir ríkja þeirra, er þar áttu hlut í. Eftir ýmsa snún- inga og ráðagerðir var á ráðstefnu gengið í Kristjaniu 1901 og komu þar fulltrúar fyrir Danmörk, Noreg, Sví- þjóð, Finnland, Rússland, þýzkaland, Holland, Belgíu og Bretland hið mikla, er tjáðu stjórneDdur þessara landa fúsa að leggja fram það fé, er nauð- synlegt væri til að hefja þessar rann- sóknir og halda þeim áfram um 3 ár (stóö fyrst til að þær stæðu yfir 5 ár). Sjávarsvæði því, er hér um ræðir, var skift niður á þá leið, að hvert ríki fekk tiltekinn hluta að rannsaka, Danmörk t. d. hafið heima fyrir og kringum Færeyjar og ísland. Til þess að stýra rannsóknum þess- um var sett allsherjar-stjórnarnefnd, er hafa skyldi fasta skrifstofu í Khöfn. Auk þe8S voru settar nefndir, er áttu að annast um sérstakar greinar rann- sóknanna, eða sórstök atriði, er taka skyldi til meðferðar. Loks var í hverju landi sett sérstök nefnd til að sjá um framkvæmdirnar þar. I Danmörku er sú nefnd nú skipuð þessum mönnum: F. Drechsel hafnarmálastjóra og fiskiráða- naut; M. Knudsen, docent í eðlisfr.; Dr. C. G. J. Petersen, fiskifræðing, for- stöðumanni sjávarlfffræðisstöðvarinnar og C. H. Ostenfeld, umsjónarmanni jurtasafnsins í Khöfn. Rannsóknum þessum má skifta í tvent: sjávarrannsóknir og líffræðis- rannsóknir. Hlutverk sjávarrannsókn- anna er að rannsaka »víðáttu, dýpt, hita, seltu, lofttegundir og hreyfingar sjávarlaganna og smájurtir þær og smádýr þau (plankton), sem þar eru á reiki, svo að finna megi þau undir- stöðuatriði, er dæma megi eftir um ytri lífsskilyrði hinna nytsamari fiska og segja eftir veöráttu fyrir fram, svo að gagni megi verða fyrir landbúnaðinn«. Líffræðisrannsóknirnar eru einkum flskirannsóknir. Aðalatriðin, sem tek- in skulu til meðferðar,' eru:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.