Ísafold - 08.07.1903, Blaðsíða 3
lí>7
koma að eins 1—3 nemeodum fyrir á
sama stað, svo að þeir njóti sem allra-
mestrar verklegrar æfingar. Sama
regla ætti auðvitað að gilda hér. Ef
t. d. 6—8 nemendum væri komið
fyrir hjá einum bónda, þá mundu þeir
að öllum líkindum fá enn þá minni
æfingu en þeir fá nú í búnaðarskól-
unum, og er hún þó alt of lítil. Ef
stofnaður væri bóklegur búnaðarskóli
í Reykjavík, með nokkurn veginn að-
gengilegum kjörum, þá mundi hann
strax verða fjölsóttur, og styður tvent
að því. Islendingar eru gefnir fyrir
bókfræði og sækja mjög að öllum
bókfræðsluskólum; og í annan stað er
Reykjavik aðlaðandi fyrir unga menn.
— Nemendurnir mundu Iíka vonast
eftir því, að mikið yrði sótt eftir þeim
að afloknu námi, af því að þeir yrðu
svo miklu lærðari menn heldur en hin-
ir, sem útskrifast hafa frá gömlu bún-
aðarskólunum. ]pað munu að undan-
förnu hafa verið 40—50 nemendur í
ölium fjórðungaskólunum, og ekki má
gera ráð fyrir færri nemendum við
Reykjavíkurskólann. Ef þessir nem-
endur ættu allir að fá kenslustaði
samkvæmt hugmyndinni, þá yrði að
finna í minsta lagi svo sem 20 bænd-
ur, sem færir værú til að taka að sér
verklegu kensluna. Gerum nú ráð
fyrir, að þessir menn séu til; þá er
ekki alt fengið samt. Fyrst er óvíst,
að þeir vildu allir taka nemendur til
þess að láta þá fá nægilega verklega
æfingu. |>að eru miklu meiri líkur til
hins, að margir af þessum bændum
vildu ekki taka eða gætu ekki tekið
nemendurna nema einhvérn tíma að
vorinu og haustinu. — Flestir bændur
hafa allan sinn vinnukraft við hey-
vinnuna um sláttinn, og mundu ekki
taka alveg óvana menn til þess að
láta þá einsamla basla við að slétta
tún, gera skurði, eða vinna að öðrum
jarðyrkjustörfum um þann tima, sem
þeir geta ekki sjálfir verið með þeim,
eða látið annan vanan mann vera
það. Ofan á þetta bætisr, annað.
Bændur mundu ekki vilja gjalda þess-
um nemendum kaup, nema þeir mættu
jafnframt bafa þá við heyskap og fleira,
sem fyrir féíli á heimiliuu, — og það
er þó ekki tilætlunin. Nemendurnir
mundu fæstir vilja vinna kauplaust,
og ekki hafa ei'ni á því. Og hvað
ætti þá að gera? Ætti landssjóður að
gjalda þeim kaupið? Einhver kann að
svara: þeim er ekki verra að vinna
kaupiaust hjá bændum en í búnaðar
skólunum. En þar er þó ólíku saman
að jafua. í búnaðarskólunum fá nem-
endur kenslu að vetrinum og alt ann-
að borgunarlaust. En eftir tillögu
Björns eiga nemendur eftir að kosta
nám sitt í Reykjavík í 2 vetur. J>urfa
þeir því að halda á því kaupi, sem
þeir gætu unnið sér inn árinu á und-
an, nema svo sé, að landssjóður kosti
þá að öllu leyti í skólanum í Reykja-
vík. Menn kunna líka að segja, að
danskir bændur gjaldi þeim nernend-
um kaup, sem Búnaðarfélagið danska
kemur fyrir hjá þeim. þaðersatt. En
þar eru nemendur allir fulltíða menn,
vinna hjá bændutn að eins að því,
sem þeir eru meira og minna vanir
áður, — að því einu sem bændur þurfa
að láta vinna hvort sem er. Hjá oss
yrði öðru máli að gegna. Nemendur
kæmu til bænda sumir lítt þroskaðir;
allir yrðu þeir öllum jarðyrkjustörfum
óvanir, og ef þeir ættu að fá að starfa
svo mikið, að verkleg æfing gæti tal-
ist, yrðu bændurnir oftast að láta
vinna meira að jarðyrkju en þeir ann-
ars mundu gera, og það telja þeir sér
kostnað í minsta lagi í bráð.
í>ó svo væri nú, að nógu margir
kenslustaðir væru til, þá mundu stað-
irnir tæplega fást, nema nemendurnir
ynnu kauplaust. J>að mundu þeir
ekki geta gert til lengdar, og niður-
staðan yrði þá sú, að annaðhvort
gengju fáir í búnaðarskólann í Reykja-
vík eða flestir af þeim sem í hann
gengju fengju alls enga verklega kenslu,
og gerðu sig harðánægða með að »vita
og kunna nokkuð til gagnsn bóklega.
En hvort bændur yrðu þá eins á-
nægðir þegar þeir færu að reyna þessa
Reykjavíkurmenn, það lofa eg öðrum
að dæma um.
f>að er annars ólíkt ástatt um
verklega búnaðarkenslu hér á landi
og í öðrum löndum. Hér á landi
þarf að kenna búnaðarnemendum öll
jarðyrkjustörf frá rótum; í öðrum lönd-
um kunna nemendur þau áður en þeir
byrja búnaðarnámið (verklegt og bók-
legt). Erlendis lærir hver sveitamað-
ur heima hjá sér handtökin að öllum
verkum, sem fyrir koma hjá bændum,
og önnur verk koma ekki fyrir í
búnaðarskólunum, svo aö nokkuð kveði
að. Sá sem gengur í búnaðarskóla
þarf því ekki að læra handtökin að
verkunum. En hann getur lært þar
ýmsa tilhögun á verkshætti, og ýmsa
nýbreytni, sem er betri en hann hefir
vanist. |>egar nemandinn kemur í
skólann, getur líka verið, að hann
vanti þá æfingu, sem gerir mann út-
sjónarsaman og verkséðan (hagsýnan)
— þá æfing, sem gerir hann að góð-
um verkstjóra. þ>essir hæfileikar eru
að vísu, eins og þrek, viljakraftur o.
s. frv., að nokkru Ieyti meðfæddir, en
þeir skerpast, aukast og þroskast við
æfingu. Eins og vöðvarnir verða
ekki sterkir og þolnir við snögga og
skammvinna áreynslu að eins, heldur
við jafna og langvinna starfsemi, eins
þroskast ekki verkstjórnarhæfileikarn-
ir nægilega við það, að stjórna verki
fáeina daga. Til þess þarf margra
mánaða æfingu. jþessa æfingu geta
nemendur auðvitað ekki fengið til
hlítar í nokkrum búnaðarskóla. En
hún fæst ekki heldur hjá bændunum,
nema svo sé, að nemendur séu látnir
ganga í fararbroddi — séu látnir vera
verkstjórar — um langan tíma. Og
til þess að viðlit sé að fela þ im vérk-
stjórn, verða þeir fyrst og fremst að
kunna þau verk, sem þeir eiga að
stjórna. þannig er ástatt um nem
endastofnun Dana. J>ar eru nemend
ur látuir vera verkstjórar hjá 3 góð-
um bændum, sitt árið hjá hverjum,
undir þeirra umsjón. þetta er æfing,
sem gagn er í. f>ess konar æfingar
fengju nemendur ekki við kenslufyr-
irkomulag Björns, fremur en í bún-
aðarskólunum. Neínendur urðu fyrst
að læra haudtökin að hverju verki,
og til þess þarf alllangan tíma. |>ar
á eftir getur svo komið til tals að
æfa sig í að stjórna verkum en þá
yrði námstíminn á enda.
Bæjarstjórn ReyJtjavíkur hafnaði
á aukafundi 27. f. m. tillögu hafnarnefnd-
ar um að kaupa fyrir fé bafnarsjóðs af
þrotahúi Helga kaupm. Helgasonar húseign-
ina nr. 2 í Pósthússtræti fyrir alt að 4500
Mælt var með, að Yilhjálmur Bjarnarson
á Rauðará fengi verðlaun af Rsektunarsjóði
Islands.
Þá samþykti hæjarstjórnin á næsta fundi,
2. þ. m., frumvarp til laga um heimild fyr-
ir Reykjavikurkaupstað til að selja lóðir
undir hús. Sömuleiðis frumvarp til við-
aukalaga við lög nr. 17, 13. sept. 1901, um
breyting í tilskipun 20. apríl 1872. Enn-
fremur frumvarp til laga um stækkun kaup-
staðarlóðarinnar, og skyldu takmörk henn-
ar vera að austan skurður og garður aust-
an Eélagstúns upp í Laugaveg, að snnnan
lína þaðan frá Laugavegi, i suðurhorn
Grrænuborgartúns, þaðan i snðurjaðar Sauða-
gerðistúns yfir í Kaplaskjólsveg og þaðan
til sjávar i enda Framnessvegar í Granda-
hót. Samþykt var og, að merkisteinar
skyldu settir fyrir þessum takmörkum verzl
unarlóðarinnar.
Frumvörp þessi öll þrjú var þingmanni
kaupstaðarins falið að flytja á þingi í
sumar.
Bæjarstjórn samþykti, að veita viðtöku
blómsveigasjóð Þorbjargar Sveinsdóttur og
hafa á hendi stjórn hans; en hann er ætl-
aður lil að hlynna að fátæknm sængurkon-
nm og er nú orðinn 1500 kr. Bæjarstjórn-
in fól þeim 3 konum, er staðið höfðu fyr-
ir eflingu sjóðsins, frúnum Jarðþrúði Jóns-
dóttur, Katrínu Magnússon og Lovísu Jens-
son, að standa fyrir styrksúthýtingu úr
honum.
Bæjarstjórnin vildi ekki taka til greina
heiðni frá Jóni Valdasyni um breikkun á
vegi heim til hans.
Út af ítrekaðri heiðni frá Sveini Ingi-
mundssyni á Seii var veganefnd falið að
setja griphelda girðingu með Lágholtsvegi
að norðan með fram túniau, með sem minst-
um kostnaði.
Magnúsi Einarssyni bæjarfulltrúa var
hætt i nefndina, er á að semja frnmv. til
heilbrigðissamþyktar fyrir kaupstaðinn.
Bæjarstjórnin samþykti kirkjugarðsstefnu
þá, er Knud Zimsen fór fram á.
Bæjarfógeti skýrði frá, að hann hefði kvatt
Guðmund Jakobsson snikkara til þess fyrst
um sinn að hafa fyrir hæjarstjórnina eftirlit
með hrunahótavirðingum.
Samþyktar voru þessar brunahótarvirð-
ingar : húseign D. Thomsen nr. 17 i Hafn-
arstræti 17,027 kr.; Baldurs Benediktssonar
við Bergstaðastræti 10,225 kr.; Jóh. P.
Guðmundssonar við Vatnsstig 5811 kr.;
Erlends Guðmundssonar við Vesturgötu
5714 kr.; Þórðar Ólafssonar við Spitalastíg
44c'5 kr.; Guðm. Jakobssonar við Baróns-
stig 4313 kr.; Gríms Grimssonar við Berg-
staðastræti 1896 kr.; bær Árna Jónssonar
við Holtsgötu 1452 kr.
íslenzkur listasaumur.
Eins og vönduðustu litmyndie.
Hér dvelur um tíraa í bænura ís-
lenzk hannyrðamær, frk. E 1 í n N i e 1-
s e n, sem á heima í Khöfn og hefir
stundað þar í mörg ár í hjáverkum
þá list, að sauma eftir litmyndum svo
líkt, að ekki þekkist frá þeim, og tekist
það með mik’.um afbrigðum, hlotið fyrir
það lof á sýningum þar og nú ferða-
styrk hingað í þess notum úr listfröm-
uðssjóði einum (Reiersens), eftir með-
mælum ágætismálara danskra, Macke-'
prangs og Thorv. Nissens, í því skyn
að kynna sér gamlar hanDyrðir hér á
landi.
Hún hefir hér til sýnis (í Unglinga-
félagshusinu, sbr. auglýs.) 2—3 mynd-
ir, er hún hefir saumað tvær eftir
frægum litmyndum eftir Mackeprang:
hjörtur og hind með hjartarkiði, og önn-
ur mínni af hirti í skógi í aftureld-
ingu. joriðja myndin er frumleg, eftir
hana sjálfa, af eplum.
Margur mundi fús að veðja um, að
þetta væri vanalegar litmyndir og þær
gerðar af mikilli list. |>ær eru óþekkj-
anlegar frá þeim.
|>etta er og ákaflegt yfirleguverk.
Til dæmis eru ekki færri en 300 litir
í annari (stærri) myndinni, og þeir
ótrúlega haglega saman settir.
|>etta er ákaflega fágæt líst, og hefir
margt ólíklegra orðið en að frk.* Niel-
sen verði heimsfræg fyrir. Hún er
að hugsa um að ferðast með eitthvað
af myndum sínum til Vesturheims og
hafa þar á heimssýningunni miklu í
St. Louis að sumri.
Frk. Elín Nielsen er fædd og upp
alin norður í Skagafirði. Hún er
bróðurdóttir frú Sylvíu Thorgrimsen
frá Eyrarbakka og systurdóttir ?rú
Augustu Svendsen hér í bænnm.
Þlngnefntlir.
Landstjórnarfyrirkomulagið: Björn
Kristjánsson, Hannes Hafst., Jóhannes
Ólafsson, Jón Magnússon, Lárus H.
Bjarn., Ól. Ólafsson, Skúli Thoroddsen.
Ráðgjafaábyrgð: Guðlaugur Guð-
mundsson, Hannes Hafst., Hermann,
Lárus H. Bjarn., Skúli Thoroddsen.
Landsreikningasamþykt: Guðlaugur
Guðmundss., óllafur Briem, Ólafur
Thorl.
Gagnfræðaskóli á Akureyri: Björn
Bjarnarson, Einar J>órðarson, Hannes
Hafst., Hannes þorst., Stefán Stef.
Kláðamál: Arni Jónsson, Jóhannes
Ólafsson, Magnús Andrésson, Ólafur
Thorl., Stefán Stefánsson.
Kosningalög: Eiríkur Briem, Guð-
jón Guðl., Guttormur Vigf., Hallgr.
Sveinss., Sigurður Jensson.
Eftirlaun og ellistyrkur: Eir. Briem,
Guðjón Guðl., Hallgr. Sveinss.
Heilbrigðissamþykktir: Guðjón Guðl.,
J. Jónassen, jporgr. þ>órðarson.
Skipun læknishéraða: J. Jónassen,
Valtýr Guðm., jporgr. |>órðarson.
Líkskoðun: Guttormur Vigfúss., J.
Jónassen, jþorgr. fórð.
Hagfræðisskýrslur: Eir. Briem,
Kristján Jónsson, Sigurður JeDsson.
Samgöngumál: Eiuar J>órðarson,
Guðl. Guðm., Hannes Hafst., Jón
Magnúss., Larus Bjarn., Magnús And-
résson, Ólafur Thorl.
Landbúnaðarmál: Björn Bjarnarson,
Eggert Pálsson, Hermann Jónasson,
Ólafur Briem, J>órhallur Bjarnarson.
Þingsályktunartillögur.
1. Um að skipa í neðri deild 5
manna nefnd til að taka fjárkláða-
málið til íhugunar og koma fram með
tillögur til ráðstafana til algerðrar út-
rýmingar fjárkláðanum. Flm. Árui
Jónsson, Ól. Briem og Stef. Stefáns-
son.
2. Um að skipa í nd. 5 manna nefnd
til að íhuga landbúnaðarmál. Flm.
þórhallur Bjarnarson, Stef. Stefánsson,
Binar jpórðarson, Pétur Jónsson og
Björn Bjarnarson.
3. Um að útvegaður verði og send-
ur hingað sem fyrst sérstakur fall-
byssubátur til strandgæzlu á Faxaflóa.
Flm. Valtýr Guðmundsson.
4. Um að setja nefnd í neðri deild
til að íhuga og gera tillögur um sam-
göngumál landsins. Flm. Lárus Bjarn.,
Hannes Hafst., Olafur Thorl. og
Hannes |>orst.
5. Um að setja nefnd í efri deild
um sama. Flm. Sig. Jensson, Valtýr
Guðm. og Jón Jakobsson.
6. Um að skipa í neðri deild nefnd
til að íhuga mentamálið og gera til-
lögur um það. Flm. Lárus Bjarn.,
Hermann Jónass., Eggert Pálss., H.
Hafstein, Ólafur Thorl., Tryggvi Gunn.,
Jóh Ólafsson og Hannes f>orst.
I> i i) íí m a n > > a l'i' i mi v ö r p.
1. Um skyldu embættismanna til
að safna sér ellistyrk eða kaupa sór
geymdan lífeyri. Sama og lá fyrir
síðasta þingi. Flutningsmaður Guðjón
Guðlaugsson.
2. Um ráðherraábyrgð. Flm. Guðl.
Guðmundsson og Skúli Thoroddsen.
3. Um bæjarstjórn í Hafnarfirði.
Flm. Valtýr Guðmundsson og J. Hav-
steen.
4. Um að skifta Kjósar- og Gull-
bringusýslu í tvö sýslufélög. Flm.
Björn Kristjánsson og Rórh. Bjarnar-
son.
5. Um viðauka við lög 9. jan 1880
um breyting á tilskipun um sveitar-
stjórn á íslandi 4. maí 1872. Flm.
Björn Kristjánsson og Jóhannes Ó-
lafsson.
6. Um aðflutningsgjald að smjör-
líki. Flm. Eggert Pálsson.
7. Um heimild handa sýslunefnd-
um og hreppsnefndum til að hækka