Ísafold - 11.07.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 ’/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. árg.
jftudÁu/á Jfta'Ufa/lvih
1. 0. 0. F. 857249.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn opið md., mvd. og ld.
11-12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl.lOsiðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8’/2 BÍðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
.og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
sndur kl. 10l/2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kS. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Ndttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið
á sd. kl. 2-3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b
1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1.
Hvernig sem á er litið.
Mikill úlfaþytur varð í hóp aftur-
haldshöfðingjanna hér í bænum, érþað
vitnaðist, að Jón Jensson yfirdómari
hefði átt það erindi til Khafnar, að
finna að máli ráðgjafa vorn og komast
fyrir, hvern skilning hann legði í
ríkisráðssetu Islandsráðherrans fyrir-
hugaða og annað þar að lútandi, er
hér hefir orðið að miklu ágreinings-
efni.
Fyrst var að vanda búið til út
úr því brigzl á hendur Framsóknar-
flokknum — því logið upp, að yfir-
flómarinn hefði verið gerður út af hon-
um og farið ferðina á hans (flokksins)
kostnað.
það hefði nú raunar ekkert ódæði
venð og getur aldrei ódæði kall-
astaf heilskygnum mönnum og meðfullu
ráði fyrir flokkshatri og ofstæki; en í
þeirra augum, »hinna«, var það, ódæði
eöa þurfti að gerast að ódæði í aug-
um almennings.
f>að vitnaðist brátt og sannaðist með
fullum rökum, að frásagan um afskifti
Framsóknarflokksins af utanför Jóns
Jenssonar var tómur uppspuni. En
vitaskuld hafa »hinir* varast að taka
aftur áburð sinn; slíkt »passar ekki í
þeirra kram«. Enda mun enginn hafa
við því búist.
Bn annað er þó sögulegra um þetta
mál.
f>að er það sem einn »heimastjórn-
ar«-höfðinginn, einn af 4, sem hver um
Big vill láta telja sig flokksins yfirfor-
ingja, svaraði til, er hljóðbært varð
um erindi hr. Jóns Jenssonar.
»Við drífum stjórnarskrána í gegn,
áður en hann kemur aftur« mælti
hann, »eða látum hana að minsta
kosti vera komna uppf efri deild;ogþar
sjáum við um, að henni verði borgið*.
Naumast verður óhyggilegar farið
að ráði sínu en þessi »höfðingi« ætlað
ist til og ætlast liklega til enn.
f>ví að hvað ber þetta vott um,
nema hræðslu við svarið, sem
búÍBt er við að hr. Jón Jensson hafi
Reykjavíb laugardaginn 11. júlí 1903.
að færa, — hræðslu við, að það fari
í þá átt, er geri samþykt stjórnarskrár-
frumvarpsins án breytinga viðsjárverða?
Og virðist þá hugmyndin vera
sú, að þá sé bezt að lúka við það
nógu snemma, svo að ekki verði aftur
tekið, ef upp kæmist síðar eitthvað veilt
eða viðsjált. En slíkt er of líkt hátt-
erni samsærismanna, er þurfa að hafa
hraðann á, áður en hægt er að afstýra
fyrirætlun þ6Írra, — það er of líkt
þeirra hátterni til þess, að við sé
sæmandi fyrir löggjafarþíng þjóðar-
innar.
Öllum, sem trú hafa á réttmæti
málsins, hlýtur að koma saman um,
að engan skapaðan hlut liggi á að
flaustra frumvarpinu gegnum þingið,
eða jafnvel gegnum neðri deild. það er
tæp vika þangað til yfirdómarinn er
væntanlegur heim aftur, og eru þá
eftir 5—6 vikur af þingtímanum.
Mundi ekki hafa verið mun hyggi-
fegra að hugsa og segja sem svo:
Málið er á svo óveilura grundvelli
bygt, að þar getur engu um þokað,
hvaða svar sem svo kémur frá stjórn-
inni, íslandsráðgjafanum. þess vegna,
einmitt þess vegna skulum við láta málið
bíða, geyma það t. d. í uefnd í neðri
deild, þangað til svarið kemur. Eng-
in nauður rekur til að hraða því
meira en svo, og ekkert græðist á því.
Hins þarf ekki að geta um »land-
varnar«-menn svo nefnda, sem eru
sannfærðir um, að með frumvarpinu,
ein8 og það er nú orðað, sé lands
réttindum vorum stofnað í hin mesta
voða, — að í þeirra augum gengur það
stórglæpi næst að miusta kosti, að
flýta málinu um þörf fram, áður en
8Varið kemur. Og er þá gerandi leik-
ur til þess, að ala á óánægjueldi þeim,
er landvarnar-liðið hefir vakið, og láta
hann ef til vill magnast enn meir eft-
ír að stjórnarskráin hefir loks fengið
fullnaðarsamþykki, eftir meira en 20
ára baráttu?
f>að gildir í stuttu máli einu, hvern-
ig á málið er Iitið: óhyggilegt er og
verður það, að vilja ekki bíða með
það fáa daga. það ætti að vera kyrt í
neðri deild þessa fáu daga. Hitt er
ekki nóg, þótt því verði ekki lokið
í efri deild. f>að er miklu örðugra að
stíga sporið aftur á bak til neðri deild-
ar, ef svarið færi í þá átt, að gera
það nauðsynlegt, ef vel á að fara.
Fýrir því skal að vísu ekki ráð gera.
En hugsanlegt er það.
Þingmannafrumvörp.
13. Um eftirlaun — sama og var
fyrir síðasta þingi. Flm. Guðjón Guð-
laugsson.
14. Um stækkun verzlunarlóðar í
Reykjavík. Flm. Tr. G.
15. Um heimild til Ióðarsölu fyrir
Reykjavíkurkanpstað. Flm. sami.
16. Um breyting á konungsbréfi
3. apríl 1844 viðvíkjandi Brúarkirkju
í Hofteigsprestakalli — um að fella
uiður messuferðaraukaþóknun til prests-
sins. Flm. Einar jþórðarson.
17. Um viðaukalög við lög nr. 13.
sept. 1901, um breyting á tilskipun
20. apríl 1872 um bæjarstjórn á
kaupstaðnum Reykjavfk — um að á-
kveða hæfileg gjöld fyrir leyfi þau,
sem bæjarstjórn eða byggingarnefnd
veitir. Flm. Tr. G.
18. Um brúargerð á Héraðsvötn —
fyrir alt að 27000 kr. úr. landssjóði-
Flm. Ól. Briem og Stef. Stef.
19. Um breytingu á 6. gr. tilsk. 4.
maí 1872 um sveitastjórn á íslandi
— að aðalkosning 1 hreppsnefnd
megi fara fram á hreppaskilaþingum
á haustin. Flm. þm. Árn.
20. Um breyting á lögum 13. okt.
1899 um skipun læknishéraða á ís-
landi — Staðarhréppur í Húnavatns-
súslu, Bæjar- og Ospakseyrarhreppur
í Strandasýslu verði sérstakt læknis-
hérað, er nefnist Borðeyrarhérað, og
telst til 5. flokks. Flm. Guðj. Guðl.
21. Um verðlaun fyrir útflutt smjör.
Frá landbúnaðarmálanefndinni.
22. Um breytingar á lögum um
verzlun og veitingar áfengra drykkja
— árgjöld og leyfisbréfagjöld öll fyrir
verzlun og veitingar tvöfölduð, þ. e.
hækkuð upp í 1000, 1200, 600 og 400
kr. Flm. þórhallur Bjarn. og Herm.
Jónasson.
23. Um undanþágu frá lögum 6.
nóv. 1902 um varnir gegn því, að
næmir sjúkdómar berist til íslands —
innlendum mönnum gert heimilt með
tilteknum skilyrðum, að hirða fisk
þann og flytja hann á land, sem út-
lend fiskiskip vilja láta af hendi, þótt
utan hafna sé. Flm. Björn Kristj. og
þórh. Bjarn.
24. Um löggilding verzlunarstaðar
í Bolungarvík í N. ísafj.s. Flm. Skúli
Thoroddsen.
Hinar ólöglegu alþingiskosningar.
Hægt hefði verið að græða stórfé á
veðjuuum um, hvernig meiri hlutinn
á þingi mundi úrskurða alþingiskosn-
inguna í Strandasýslu núna.
Svo sjálfsagt þótti hér um bil hverjum
manni, að hún mundi verða gerð ógild.
þeir örfáu, 1 af 100 eða svo, sem
spáðu, að svo mundi fara, sem fór,
hefðu átt hægt með að fá menn tug-
um aaman til að veðja þar í móti.
En ekki blýðir að sakast um orðinn
hlut og ekki fýsilegt að fara langt út
í hugleiðingar um það mál, svo sem
að gera sennilega grein fyrir, hvernig
meiri hlutinn g e t u r komist að ann-
ari eins niðurstöðu og hann komst.
En það er eitt sérstakt atriði f því
máli, sem ekki er hægt að komast
hjá að minnast dálítið á.
J>að er það, að hlutaðeigandi þing-
maður, Guðjón Guðlaugsson, greiddi
s j á 1 f u r atkvæði með því, að gera
kosningu sína gilda.
Greinilegar er ekki hægt að gerast
dómari í sjálfs sín sök — brjóta ger-
samlega og virða að vettugi þá al-
gildu meginreglu, sem það bannar.
43. blað.
En þó er annað enn lakara og við-
sjálla í því máli.
Hugsum 088 það dæmi, sem engin
ólíkindi eru til, að af þjóðkjörnum
þingmönnum séu 26 vítalaust kosnir,
þ. e. engin kæra gerð um það, og að
þeirra séu 13 úr hvorum þingflokki —
með öðrum orðum: hvorugur flokkur-
inn í meiri hluta.
En svo er kært yfir kosningu 4
þingmanna og þær bersýnilega stór-
gallaðar.
þessir 4 vilja skiljanlega gjarnan
láta gera kosningu sína gilda.
Og þeim þarf engin skotaskuld að
verða úr því.
Eftir þeirri reglu, sem Guðjón fylgdi
nú og var látin viðgangast mótmæla-
laust, þ. e. með fullu samþykki meiri
hlutans, eiga þessir 4 rétt á að greiða
sjálfir atkvæði um kosningu sína.
þeir fara því og bjóða sig þeim
flokknum, sem vilji verða til að gera
kosninguna gilda. jþar með er fengið
örugt ráð fyrir hann til þess að hafa
öflugan meiri hluta á þinginu, en
koma andstæðingum sfnum í magn-
lausan minni hhita.
Getur nokkur maður efast um,
hvernig fara mundi, — nokkur sá, er
þekkir ekki einungis mannlegt eðli,
heldur ogflokkofstækina og valdafíknina,
sem ræður á þingum helzt til oft ?
Getur nokkur maður efast um, að
óhlutvandari flokkurinn, — einmitt sá
flokkurinn, sem e k k i ætti að ráða—
að hann mundi nota sér þennan kost
til þess að komast í meiri hluta og
ráða lögum og lofurn á þinginu ?
Annað miður skemtilegt tákn tím-
anna er það, sem Kr. Jónsson benti
á í kjörbréfaumræðunum.
|>að var þegar höfð voru hin svæsn-
ustu stóryrði um galla á kosningunni
í Árnessýslu, vegna þess, að það var
fyrirhugað ráð »hinna«, að láta þá
vega salt á móti Strandasýslulögleys-
unni.
Amtmanninum, nánasta yfirmanni
sýslumannsins f Árnessýslu, er ekki
síður kunnugt en öðrum, nema fram-
ar sé, að yfirvald það er einn hinn
reglufastasti, færasti og samvizkusam-
asti valdsmaður á landinu; hann mun
meira að segja hafa haft orð á því
oftar en einu sinni.
Nú hafði þessi staklega vandaði
og reglusami embættismaður gefið
skýrsln um kosningarathöfnina.ersýndi,
að kæra 10-menninganna, sem enginn
að kalla vissi sporð né höfuð á, var
einber hégómi.
Eigi að síður haga meirihlutamenn
á þinginu svo orðum, sem hvert orð
í kærunni sé óyggjandi rétt og áreið-
anlegt, en skýrsla sýslumanns stakasta
markleysa.