Ísafold - 11.07.1903, Qupperneq 2
tfW -
1.0
Kristján Jónsson kvað sig nú furða
á því, að amtmaður þegði við þessu.
En það g e r ð i hann þó trúlega.
Annað hefði auðvitað komið í bága
við fyrirfram gerða flokks-samþykt.
það mátti ekki »spilla leiknum« fyr-
ir þeim Hermanni og hans nótum.
Stjórnarskrár-nefndarálit
neðri deildar.
það er samhuga skoðun nefndar-
innar, að frumvarpið hafi stór-
mikla og nauðsynlega stjórnarbót
að færa, og getur hún að því er
þ a ð atriði snertir, látið sér nægja að
skírskota til nefndarálitanna um stjórn-
arskrármálið í báðum deildum alþing-
Í8 í fyrra. Nýafstaðnar kosningar hafa
sýnt það ótvírætt, að þjóðin öll eða
mjög yfirgnæfandi meiri hluti hennar
aðhyllist frumvarpið, væntir sér góðs
af því og óskar, að það sé samþykt
Óbreytt, og höfum vér ekki getað fund-
ið neinn þann agnúa á frumvarpinu,
sem verið gæti því til fyrirstöðu.
Til þess að koma í veg fyrir allan
misskilning skulum vér taka fram, að
vér teljum ekki að öllum hinum gömlu
stjórnbótarkröfum íslands sé fullnægt
með frumvarpi þessu; en hins vegar
teljum vér stórmikið unnið af því, sem
hefir verið aðalbjarninn í stjórnbótar-
kröfunum, án þess að neinu sé slept
af áðurfengnum réttindum.
Vér finnum ástæðu til að taka það
fram sérstaklega, að ákvæði frumvarps-
ins um, að ráðherrann skuli bera lög
og aðrar mikilvægar stjórnarathafnir
upp fyrír konungi í ríkisráðinu, er
e k k i þess eðlis, að samþykt þess geti
á nokkurn hátt valdið vafa um það,
að vér eftir sem áður höldum óskert-
um sérréttindum þjóðar vorrar og
landsréttindakröfum hennar. Ákvæðið
verður bersýnilega að skiljast í sam-
ræmi við þá meginsetning, sem stend-
ur í 1. grein stjórnarskrárinnar, að
ísland skuli hafa löggjöf sína og stjórn
út af fyrir sig 1 öllum þeim mál-
efnum, sem varða það sérstaklega,
þannig, að löggjafarvaldið sé hjá kon-
ungi og alþingi í sameiningu, fram-
kvæmdarvaldið hjá konungi, og dóms-
valdið hjá dómendum. Konungurget-
ur, eftir beinum ákvæðum frumvarps-
ins, ekki falið neinumöórum en
ráðherra Islands einum að framkvæma
neitt af því æðsta valdi, sem honum
ber í löggjöf og landsstjórn íslands
eftir stjórnarskrá þess. þegar af þess-
um ástæðum er óhugsandi, að í ákvæð-
inu um flutning málanna fyrir konungi
í ríkisráðinu felist nokkuð það, sem
veiti ö ð r u m ráðgjöfum kouungs
nokkurt vald yfir sérmálum Islands,
eða rétt til að láta þau til sín taka.
í ástæðum frumvarpsins er það og
skýrt tekið fram, að það geti »auðvit-
að ekki komið til mála, að nokkur
hinna ráðgjafanna fari að skifta sér
af neinu því, sem er sérstaklegt mál
íslands«. þessi orð sýna, að núver-
andi stjórn vor er á sama máli og
vér um þetta atriði, og þykir mega
telja víst, að yfirlýsing þessi sé sett í
frumvarpsástæðurnar með fullri vitund
hiuna ráðherranna, og þannig viður-
kend af þeim.
Á þessum skilningi var bygt, er
frumvarpið var samþykt í fyrra, og á
þeim skilningí byggir nefndin enn.
Fyrirmæli stjórnarskrárinnar um, að
ísland skuli hafa stjórn sérmála sinna
út af fyrir sig, kemst nú fyrst til
fullra framkvæmda að því er löggjöf
og landsstjórn snertir, nú er stjórn-
arathöfnin er verklega aðgreind frá
öllum öðrum stjórnarstörfum í ríkinu,
og ráðherrann ásamt stjórnarráði sínu
verður í landinu sjálfu. Hingað til
hefir, eins og kunnugt er, ráðherra-
störfunum verið gegnt af mönnum,
sem jafnframt hafa haft önnur (dönsk)
ráðgjafaembætti á hendi, og stöðugt
verið við hlið konungs. J>egar nú ráð-
gjafinn fiyzt langar leiðir burtu frá
konungi, er hann þó verður að bera
undir helztu mál landsins, verður nauð-
synlegt að setja einhverja fasta reglu
um það, hvernig sambandinu milli
konungs og ráðherra íslands skuli
hagað. Vér lítum svo á, að ákvæðið
um að ráðherrann skuli »fara svo oft sem
nauðsyn er á til Kaupmannahafnar,
til þess að bera upp fyrir konungi í
ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórn-
arráðstafanir*, sé slík fyrirkomulags-
regla, og það er svo langt frá því, að
þar með sé viðurkent gildi danskra
grundvallarlaga á Islandi, að því er
þvert á móti slegið föstu með ákvæð-
inu, að hér sé um fyrirkomulag að
ræða, sem taki til hins íslenzka
löggjafarvalds að ákveða um, svo sem
önnur sérstök málefni Islands. Með
hinum tilvitnuðu orðum er engin heim-
ild gefin til þess, að sérstakleg mál-
efui Íslands séu r æ d d (»forhandles«)
í ríkisráðinu; þau ákveða að eins, að
ráðherraun hitti konunginn þ a r , og
ben þ a r upp fyrir h o n u m — ekki
öðrum — mál þau, er hann hefir að
flytja. Með því að tiltaka þann stað,
vinst það, að ekki þarf að setja nein
önnur ákvæði viðvíkjandi því, á hvern
hátt ríkisstjórnin skuli fá vítneskju
um, hverju fram vindur í hinni sérstöku
löggjöf vorri og stjórn. En það er
viðurkent, að hún hafi eðlilegan rétt
til þess, er Danmörk ber alla ábyrgð
gagnvart öðrum þjóðum.
Ennfremur vinst það, að ráðherra
íslands verður til staðar til að standa
fyrir máli sínu og Islands, ef einhver
annar ráðgjafi konungs skyldi hreyfa
nokkru, er kæmi of nærri sérmálasviði
íslands. Auk þess hefir þetta fyrir-
komulag þann kost, að það er í fullu
samræmi við stjórnarháttu ríkisins. —
J>ótt vér nú ekki getum séð, að það
sé *3tjórnftrfarsleg nauðsyn«, að velja
þetta fyrirkomulag, þar sem væntan-
lega mætti finna aðra vegi, sem ekki
kæmi í bága við stöðu þá í ríkinu,
sem íslandi er mörkuð í gildandi lög-
um, þá sjáum vér ekki annað fyrir-
komulag hagfeldara og umsvifaminna
ea það, sem frumvarpið fer fram á,
og viljum vér óhikað aðhyllast það,
eins og það liggur fyrir, með þeim for-
mála, er að framan greinir.
Staða ráðherra íslands verður í
verulegum atriðum frábrugðin stöðu
hinna annarra ráðherra konungs. Hann
verður skipaður eftir stjórnarskrá ís-
lands, ekki eftir grundvallarlögunum.
Hann er íslenzkur embættismaður,
búsettur á íslandi, launaður af lands-
sjóðí íslands, ekki af ríkissjóði. Hann
hefir að eins á hendi sérmál íslands,
og má ekki gegna neinu öðru ráð-
gjafaembætti. Valdsvið hans liggur
fyrir utan valdsvið grundvailarlagauna
og dómsvald ríkisréttarins. Hann
ber ábyrgð fyrir alþingi einu, er ljós-
lega sést á því, að orðin »fyrir sitt
leyti« í 3. gr. stjórnarskrárinnar eru
feld úr í frumvarpinu. Hann svarar
til sakar fyrir hæstarétti, og á ekki
sæti í ríkisþinginu né atkvæði um
málefni konungsríkisins, eins og á
hinn bóginn hinir ráðgjafarnir geta
ekki með undirskrift sinni gefið gildi
neinum ákvörðuDum viðvikjandi þeim
málum, er liggja undir verksvið hans.
Hann situr ekki í ríkisráðinu að stað-
aldri, heldur kemur hann þar að eins
endrum og sinnum í ákveðnum erind-
um. Hann á ekki sæti á ráðgjafa-
samkundum (Ministerraad), og málum
þeim, sem hann flytur, getur ekki
orðið ráðið til lykta á þann hátt, sem
um ræðir í 16. gr. hinna dönsku
grundvallarlaga, heldur verður hann
jafnan að leita úrskurðar konungs
eins í ríkisráðinu. Hann verðurlaus
við flokkaskiftingar og stjórnarskifti í
Danmörku, en stendur og fellur með
fylgi því, sem hann hefir á alþingi og
á íslandi, enda göngum vér að því
vísu, að hann verði skipaður af kon-
unginum með undirskrift ráðgjafans
fyrir ísland
Staða íslandsráðherrans í rlkisráð-
inu er þannig alt annars eðlis en rík-
isráðseta ráðgjafans fyrir Island hefir
verið í framkvæmdinni til þessa.
Sérstaða hans í rfkisráðinu er nú
orðin sjálfsögð og ómótmælanleg, og
þess vegna er ekki lengur ástæða til
að hafa móti því, að hanu beri þar
upp sérmál vor fyrir konung.
J>ar sem vér þannig erum fullkom-
lega sannfærðir um, að það ákvæði
frumvarpsins, sem um hefir verið
rætt hér að framan, geti ekki á neiun
hátt skert réttindi eða sjálfstæði ís-
lands, né dregið neitt af því valdi,
sem landsstjórninni ber eftir 1. gr.
stjórnarskrárinnar, úr höndum hennar,
en vér hins vegar álítum stórmikið
uppfylt af sjálfstjórnarkröfum þjóðar-
innar með þessu frumvarpi, er það
verður að stjórnskipunarlögum, þá
hikum vér eigi við að ráða hinni hátt-
virtu þingdeild til þess að samþykkja
frumvarpið óbreytt í öllum greinum.
Kennarafélagið.
Aðalfundur þess (»hins íslenzka kenn-
arafélags«) var haldinn 2. þ. m. í Iðn-
aðarmannahúsinu.
Forseti (Jón þórarinsson skólastj.)
lagði fram endurskoðaðan reikning fé-
lagsins fyrir árið 1902, og var hann
samþyktur athugasemdalaust.
Mag. Guðmundur Finnbogason hóf
umræður um lýðfræðslu hér á landi,
einkum um stofnun kennaraskóia og
umsjón kenslumála, og skýrði frá til-
lögum sínum um þau atriði.
Töluverðar umræður spunnust út af
ræðu baDS, og voru þeir, sem töluðu,
honum sammáia í öllum aðalatriðúm.
Að lokum var borin upp og samþykt
svolátandi tillaga:
•Fundurinn ályktar að fela, stjórn
Kennarafélagsins að fara þess á leit
við alþingi,
a ð það þegar í sumar stofni kenn-
araskóla með þriggja ára námstíma,
a ð það skipi kenslumálastjóm, og
að barnaskólakennurum, sem geDg-
ið hafa í kennaraskólann og tekið
próf, verði trygð svo lífvænleg laun,
sem þingið sér færU.
Úr stjórn félagsins áttu að ganga
að þessu sinni þeir kennararnir Björn
Jensson, Jóhannes Sigfússon og Mort-
en Hansen. |>eir voru allir endur-
kosnir.
Varafulltrúar voru og endurkosnir
síra Eiríkur Briem og adjunkt Pálmi
Pálsson, og endurskoðunarmenn Björn
Jónsson ritstjóri og síra Eir. Briem.
Sigurður kennari Sigurðsson í Mýr-
arhúsum beiddist lausnar frá gjald-
kerastörfum, sökum heilsubrests, og
var honum veitt hún og samþykt að
greiða honum úr félagssjóði 75 kr. til
viðurkenningar fyrir starf hans í þarfir
félagsins. I stað hans var kosinn f
stjórnina Jón Jónasson, kenaari í
Reykjavík.
Prestvígsla. Biskup vígir á morgun
kand. Jón Þorvaldsson prest að Stað á
Reykjanesi.
Engin síðdegisinessa á morgun í
dómkirkjunni.
Lárusar-niá!in.
Margt hefir að vísu ekki enn frézt
af prófum í verðlagsskýrslumálinu nafn-
kenda úr Snæfellsuessýslu, þeim er loks
fengust framkvæmd nýlega eftir úrskurði
landsyfirréttarins frá í vetur og Sig-
urður sýslumaður þórðarson annaðist.
En það tvent er að nákuDnugra
sögn óhætt að hafa eftir,
a ð Lárus sýslumaður er valdur
að því, að vaðmál hvarf úr
v e r ð 1 a g 8 s k r á n n i hau3tið 1899,
og þar með að því mikla fjártjóni, er
landssjóður, fátækir, kirkja o. fl. hafa
beðið fyrir þar af leiðandi stórkostlega
lækkun á verðlagsskránni; og í annan
stað,
a ð uppgötvast hefir n ý f ö 1 s u n
á Miklaholtshreppsskránni, — talan
10 rituð ofan í töluna 30 (selskinns
fjórðungurinn 30 kr. upphaflega, breytt
í 10 kr. f>að ár var selskirm — kóp-
skinn — í mjög háu verði, skinnið á 3
kr. 25 aur.—3,50, en meðalkópskinn
er meir en pund að þyngd, fjórðung-
urinn þá 32 kr. 30 au.—35 kr.). Sór
Stefán hreppstj. og sárt við lagði, að
ekki hefði hann snert hendi við selskinns-
verðinu, og þá má nærri geta, að síra.
Árni hefir ekki gert það.
Hverjum er þá til að dreifa?
Enda virtist pennanum hafa stýrt lip-
ur skrifstofuhönd, en ekki lúin bónda-
hönd.
Að öðru leyti munu eftirfaraudi
bréf frá Lárusi sýslumanni til Jóns
hreppstjóra á Narfeyri þykja hafa að
geyma fróðlega skýringu á hátterni
Lárusar í þessu máli, og koma sér-
staklega aðdáanlega(l) heim við handa-
þvott mannsins í þjóðólfi í vor:
Stykkishólmi 22. nóv. 1899.
Kæri vin!
Eg var of bráðlátur þegar að eg var
að þakka yður fyrir kýrútvegunina. Hún
er foráttu-átvagl, étur daglega 3 stóra kýr-
meisa, troðna af túntöðu, en smánarritja að
mjólkurhæð og kostum. Komst snöggvast
með mjiilgjöf í tí'/2 — sex og hálfa — mörk
í nokkur morgunmál, en hrapaði strax of-
au i b merkur. Eg iæt úttalað um þetta
mál að sinni, en ekki hefi eg gleymt því,
fyrir það.
Eg hafði skrifað yður 10. þ. m. rniklti
itariegar um þetta mál, eD fann bréfið
niðri i húðnm i dag og sendi yður nú ann-
að i staðinn, af því að eg þarf að ræða
við yður um annað. Meðan eg man, bið
eg yður að borga sra Jósef iO kr. úr búi
Einars Sigurðssonar og 10 kr. úr búi Þórð-
ar Magnússonar, en þó því að eins, að bú-
in hrökkvi að minsta kosti fyrir forgangs-
skuldum. Það var eitt af því, sem stóð í
fyrra bréfinu, en fyr gat eg ekki skrif-
að yður um það vegna augnveiki og þótti
leitt, þvi að sra Jósef mun hafa legið á.
Þér takið kvittun hans og sendið mér. En
nú kem eg að aðalmálinu.
Eg mnn á Drangaþingi, eins og annars-
staðar. hafa skýrt þingheimi frá, hvernig
ætti með réttu að varast að verð landaura
yrði svo gegndarlaust, sem það var í ár.
En eg sé, að það hefir engan árangur bor-
ið i sóknum sra Helga og í Skógarstrand-
arhreppi. Það er eins og nefodin liafi ekki
litið i nýju lögin frá tí. nóv. 1897, sjá
A-deild Stjórnartíðindanna ’ 897, bls. 102,.
en hafi hins vegar talið sér skylt að út-
fylla aila liði. Það er hörmulega skaðvæn
villa, og skellur eingöngu á bændum.
Tóvavan spillir öllu eða réttara sagt vað-'
málin í henni. Eftir nýju lögunum er nóg
að hver vörutegund sé talin í 4 hreppum-
Sra Helgi hefir fengið því áorkað, að tó-
vara er talin í öllum úthreppunum 3 og
afarhátt sett. Ferði tóvara talin á Skóg-
arströnd, verður hún tekin upp i aðal-
skrána og þá verður meðalalin rúmlega 70
aurar. Eg reiknaði í dag út fyrir Sig-
mund í Akureyjum, hvað hann mundi skað-
ast mikið á slíkri hækkun frá 1 hitt eð fyrra
á afgjöldunum af jörðinni til umboðsmanns.
IlaDn geldur 11 vættir alls eða 220 álnir.
1897 var alinin 50 aur. og þá galt hann.