Ísafold - 12.08.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.08.1903, Blaðsíða 2
! 206 móta« vel þess verður að hann sé keyptur og Iesinn. X. Skógrækt á íslandi. (Útdráttur úr fyrirlestri próf.s. Prytz.) (Frh.). |>egar maður hefir að lífs- starfi, eins og eg hefi, að fást við jarð- yrkjufræðina, þá kemur manni ósjálf- rátt í huga boðorðið, sem gefið er öll- um mönnum á öllum tímum, eitthvert elzta boðorðið: »Uppfyllið jörðina og gerið ykkur hana undirgefna.« í öðrum löndum leitast menn við að lifa eftir þessu boðorði með því að vinna að jörðinni, bera á hana, sá í hana og planta; með því að sá og planta ákveðum vér hvað vaxa eigi á jörðunni; með áburði og ávinslu ákveðum vér, að svo miklu leyti sem mannlegri hyggju er auðið, hvernig plönturnar skuli vaxa. Á íslandi hafa menn ekki, ef egfæ rétt séð, hagað sér neitt sérlega ræki- lega eftir gamla boðorðinu; menn láta sér miklu meir en skyldi nægja það, sem náttúran vill veita sjálfkrafa, menn láta sér nægja þær plöntuteg- undir, sem sjálfvaxnar eru hér á landi, enda þótt þær í raun réttri megi að sumu leyti nefnast illgresi. Langi jörð- ina til að hlaupa í þýfi, og til þess langar hana mjög oft, þá lofa menn henni það. Eg veit að vísu, að hér er mikil breyting í þá stefnu, að slétta túnin, en eg hefi ekki getað sannfærst um, að menn þar með hnekki þúfna- mynduninni; hana ætti einhvern tíma að gera að náttúrufræðislegu rannsókn- arefni. En ef menn ynnu að jörðinni með plóg og herfi og sáðu í hana, þá myndi þúfnamyndun naumast verða nefnd á nafn. |>ar sem jörð vill blása upp og fjúka burt, þá leyfa menn henni það, — og það gerir hún mjög víða og á stórum svæðum, hvervetna á landinu. Og það er eigi að eins lausamoldin, sem fýk- ur; sandur og leir gera það líka og eigi sízt jarðbrunna askan. Jarðfok er hér mjög alment eg hefir eyðilagt feiknafiæmi af íslandi. Svo sem dæmi þess, hvað jörðin fiyzt hratt, skal eg nefna eitt, sem eg tók eftir í einum af hinum frjósömu dölum íslands, milli Norðtungu og Húsa- fells. |>ar máá fjöldamörgum stöðum sjá, að jörðin hefir fokið á birkiskóg- ínn og hlaðist á stofna og greinar runnanna í nokkurra feta hæð; nú fýkur jörðin aftur burt, og stofnarnir og greinarnar, sem áður voru í kafi, koma aftur í ljóa í brekkunum, sem af blæs. Aðferð manna með að nota jörðina hér á landi virðist mér of mjög líkj- ast því, hvernig menn nota hafið eða kola- og málmnámur; menn halda á- fram að taka án þess að gefa. í öðr- um löndum þykir mönnum tilvinnandi að gefa jörðinni fulla uppbót fyrir það sem hún lætur í té. Mín skoðun er nú sú, að skógurinn geti gagnað íslandi. Qann á aðveita túnunum skjól, svo að bóndinn geti unnið að jörðinni, hættulaust fyrir því, að vatn og vindur fari burt með jörð hans. Hann á að veita eldivið, þann- ig, að áburðurinn verði ekki eldsneyti, heldur gefinn jörðinni aftur. Eg trúi ekki öðru en að aðvinsla jarðarinnar og fræðilega stunduð ræktun hennar muni verða til þess að auka kúahald- ið langt fram yfir það sem nú er. Af auknu kúahaldi mun eflaust Ieiða hið sama og hjá oss, sem sé að mannleg- ur vinnukraftur verði arðmeiri. þegar til lengdar lætur munu nýjar skógstöðvar einnig koma sauðfjárrækt- inDÍ að notum. jpegar skógi verður komið upp í hlíðunum, þá verða þær víða grasi vaxnar, af því að skógur- inn skýlir og jörðin fær að liggja kyr. f>á getur og skógurinn varðveitt veg- ina, en vegi og vagna þarf ísland að fá sem fyrst, til þess að bændur geti komið búsafurðum sínum í peninga, en gert aðdrættina auðveldari og ódýrari. Skógar hlífa vegum og hamla því, að vatn ræsi sig f gegnum þá og ryðji á þá grjóti. Má glögt sjá það, þegar ferðast er um Island, eíns og eg hefi nú gert, að vegir eru sýnu betri inni í skógum en utan þeirra, að öðru jöfnu. f>að mundi á mörgum stöðum vera hyggilegt að efna til skógbeltis fyrir ofan hina nýju vegi, sem nú á að gera eða eru þegar gerðir. f>egar til þess kemur að framleiða skóginn, þá virðist mér tiltækilegast, eftir þeirri reynslu, sem menn hafa fengið í öðrum löndum, og eftir því sem eg hefi séð hér á landi, að plant- að só í kringum bæina, á túngörðun- um og fyrir innan þá. f>ar má gera ráð fyrir að plönturnar geti verið í friði og þar er hægast aðstöðu fyrir fólkið, sem að gróðursetningunni vinn- ur. Lengra frá bæjunum, uppi í hlíð- unum, verður svo, ef unt er, að láta skóggræðsluna verða svo umfangsmikla, að verulega kveði að henni. í hrís- skógana gömlu verður að sá, til þeBS að geta fengið fræsprotnar plöntur í staðinn fyrir hina lélegu, lágvöxnu og skammlífu rótaranga. f>egai gera skal tilraun með nýjar trjátegundir í einhverju landi, þá er það fyrir öllu að fá hringrásina hjá hinni einstöku plöntu til að falla hag- kvæmlega inn í hringrás þeirrar nátt- úru, sem kringum hana er. f>að er þetta, sem vér höfum verið að brjót- ast í þessi 4 ár, sem vér höfum verið að fást við þetta skógmál íslands. — jþað hefir verið sagt, að tilraunirnar ætti að gera með norskum plöntum af því loftslagið hér og i Noregi væri svo líkt. Eg hygg að þá mætti eins vel gera tilraunir með amerískar plöntur. En það er lítil áherzla leggjandi á það atriði, því þegar til alls kemur, þá eiga engar útlendar plöntur við ís- land; eigi að framleiða skógá íslandi, þá segir það sig sjálft, að það verður að vera með íslenzkum plöntum. Eeynsla vor hingað til hefir sýnt 088 og sannað, að hér á íslandi megi planta með ótvíllegum árangri. En plöntun er hér ekki einhlít; hún tek- ur of langan tíma og er of kostnaðar- söm, þegar um stór laDdsvæði er að ræða, þar sem með þarf plöntur í hundruðum þúsunda. Hér þarf sán- ing að koma til, og er enginn vafi á því, að hún getur hepnast, um það bera ljósastan vottinn hinar ungu birkiplöntur, sem spretta upp f skóg- unum hér á landi. það er svo sem auðvitað, að skóg- málið muni útheimta afarmikið fé, bæði að koma því á gang og vinna að framkvæmdum þess. f>að fé verða sumpart einstakir menn að leggja fram, þeir er skóg vilja upp koma, sumpart þjóðfélagsstjórnin, til styrkt- ar hinum mörgu einstöku. Hversu miklu hver einstakur vill verja í þágu málsins,"því ræður hann auðvitað; en skógmálið er framtíðarmál, og það mun sýna sig hér eins og annarstaðar, að það ber beinlínis arð, meðal annars á þann hátt, að eignir þær, sem skógur fylgir, hækka í verði; auk þess hafa flestir menn mikla unun af skóginum, hvar sem er. Að endingu verð eg að segja þetta. Hvort heldur skoðað er frá náttúru- sögulegu eða hagfræðislegu sjónarmiði, þá á ísland sitt skógmál. j?að má gera mikið gagn með því að fá hér upp skóga og það er kleift að koma þeim upp með þeim efnum, sem landið á ráð á. Sem málsvari hinnar dönsku skógyrkju get eg sagt, að vér höfum næga sérþekkingu til að leysa verk- efni þetta, og að vér erum fúsir að láta hana í té. En það verð eg að fela yður á vald, þér heiðruðu konur og menn, og almenningálitinu á ís- landi, og sjálfri þjóðfélagsstjórninni, að skera úr því, hvort tími sé kominn til að færast skógmálið í fang, hvort þjóðin er nógu þroskuð til þess, hvort skógmálið — eg vil ekki segja liggi þjóðinni á hjarta, því hún þekkir það ekki — heldur hitt, hvort búast megi við að skógmálið verði þjóðinni hjart- anlegt áhugamál, þegar það á réttan hátt verður lagt fram fyrir hana, því með þeim hætti einum getur málinu orðið framgengt. Grott smjör er vel borgað á Bretlandi, þeir hór á Bretlandi, sem hafa efni á að kaupa smjör, eru fúsir á að gefa töluvert meira fyrir smjör, sem þeim líkar vel, en fyrir smjör, sem þeim geðjast ekki eða líkar illa. I dag (10. júlí) má fá hér í Liver- pool 100 pund (dönsk) af smjöri fyrir: Lakasta írskt kr. 64,34. Bezta írskt kr. 84,00. Bezta danskt kr. 92,94. Bezta franskt kr. 100.09. þessi mikli verðmunur kemur af því, að lakasta tegundin Iíkar ekki, en beztu tegundirnar líka vel. þeir, sem búa til og láta búa til þessa lökustu tegund af smjöri, eru fáfróðir í smjör- gjörð, en þeir aftur á móti, sem búa til beztu tegund af dönsku og frönsku smjöri, þekkjakröfur kaupanda, og um frarn alt: þeir hafa næga þekkingu á smjörgjörð og eru svo hagsýnir, að geðjast kaupendum. Smjörverð er ekki nein tilviljun. Á sama tíma fer mismunur verðsins eftir gæðamismun smjörsins eða eftir því, hvort það líkar vel eða illa. Til þess að smjör líki hér, þarf það að hafa sérstök einkenni. Hin helztu þeirra eru: I. Fyrsta og helzta atriðið er, að smjörið sé bragðgott, ljúffengt og ilmsætt, eins og því er eigin- legt, þegar það er nýtt og vel tilbúið úr góðum og ilmandi rjóma. II. það þarf að vera þétt í sér — ekki lint eða mjög hart — holu- laust og óslétt mjög í sárið, þegar það er brotið í sundur. III. Smjörið á að vera sérlega hreint. IV. |>að á að vera alt jafn ilmandi og ljúffengt, alt jafn-litt og ekki of mikið litað og ekki hvítt, helzt gulleitt sem gróðrarsmjör. Ef saltað, þarf það að vera jafn- saitað, ekki of saltað. V. Smjörið þarf að þola vel geymsl- una eða þangað til það er selt. Ilmur og bragðgæði smjörsins eru lang mest verð. Smjör, sem er ekki ljúffengt og ilmsætt, er aldrei í góðu verði. Smjör með þráabragði og þráa- lykt eða með beisku bragði er ætíð í mjög lágu verði og oft næstum óseljandi. Olíu-bragð og súrbragð fellir einnig verðið mjög. Umbúðir og merking. Smjör er töluvert útgengilegra, ef það er í hreinum, laglegum og snyrti- lega merktum umbúðum, en í óhrein- um, ólaglegum og illa merktum um- búðum. Ekki mega bændur samt halda að snjóhvítt ílát með gyltu merki komist í hátt verð, ef smjörið í ílátinu líkar ekki. Þyngd. Smjörið ætti helzt að vega fyrir utan umbúðir cwt., það er 112 pund ensk, eða J/2 cwt., það er 56 pund ensk. 112 pund ensk er sama og 101.6 pund dönsk, svo smjörið ætti að vera annaðhvort 102 pund dönsk eða 5L pund danskt fyrir utan umbúðir, þvf að smjörið léttist ætíð dálítið. Smjörið þarf að komast óskemt á markaðinn. |>að er óraissandi, ef bændur vilja fá hæsta verð fyrir smjör sitt, að það sé tilbúið samkvæmt kröfum kaupenda hér. En ekki má gleyma, að smjörið skemmist við geymsluna, og þess vegna er áríðandi, að koma því eius fljótt og unt er á markaðinn í Leith. Eeynslan hefir sýnt, að smjör skemmist minst á köldum og dimmum stað, og þegar loft kemst ekki að því. j?ess vegna er nauðsynlegt, að hafa sérstaka kuldaklefa til þess að hafa smjörið í, frá því það er búið til og þangað til það er selt; eins er áríðandi, að smjörpappírinn sé loftheldur og skæni líkur, og að ílátið sé lofthelt sem mögulegt er, svo að sem allra minst loft komist að smjörinu. Smjör er keypt á liverri einustu viku, til að selja í búðunum. Minst er um smjör hér á vetrum, og þá er það í hæstu verði. En smá- salarnir hér þurfa að kaupa, og kaupa smjör ekki einungis á sumrum eða einu sinni á mánuði, heldur á hverri einustu viku. |>að kemur af því, að smjörið mundi skemmast mjög og verða lítt seljandi, ef það væri geymt lengur en viku í búðunum. Smásal- arnir kaupa því smjör að eins til viku í senn, og þeir verða að kaupa helzt smjör af sömu tegund árið um kring, og þeir kjósa helzt að verzla við sama kaupmann. |>að er þess vegna, að oft fæst meira fyrir smjör, sem kemur á markaðinn á hverri viku, og sem er af sömu tegund og vissir kaupendur eru að, heldur en fyrir smjör, sem er ólíkt að gæðum, og kemur að eins með höppum og glöppum. Eg hefi nú sýnt, að það borgar sig að gera kaupendum til geðs; eg benti á, hvað Bretum þykir gott smjör; eg drap á, að nauðsynlegt væri, að koma smjörinu óskemdu á markaðinn. Að endingu, ef bændur vilja fá bezta verð fyrir smjör sitt hér á. Bretlandi, þá verða þeir að láta búa til smjör, sem líkar betur en annað smjör, og þeir verða að koma þvf hingað eins góðu og nýtt væri. það bið eg athugað, að í grein þeirri eftir mig, er birtist í 37. tölubl. ísafoldar, hafði misprentast í næst- síðustu málsgrein: »eini vegurinn« £ staðinn fyrir: einn veguriun. Liverpool. INDBIÐI BENIDIKTS80N. Prófessor C. V. Prytz skógfræðingurinn danski, tók sér far tií útlanda með gufuskipinu »ísafold« 4. þ. m., að loknu ferðalagi sínu hér um land. Hann fór héðan með Ceres 3. f. m. norður um land til Seyðisfjarðar^ þaðan landveg, fyrst til Akureyrar og síðan suður sveitir hingað til Beykja- víkur. Hann skoðaði Hallormsstaðar- skóg, Vagla- og Hálsskóg, og skógrækt- arreitina á Grund f Eyjafirði og |>ing- völlum. Heiðurssarasæti var þeim haldið hór 4. þ. m., honum og kandídat Flénsborg, saniadaginn og hann steig á skipsfjöl, og varþað jafnframt haldið til heiðurs kapt. Eyder, þótt ekki væri hann vfóstadd- ur, með því aðhann varsá, sem upptökin átti að skógræktarmálinu hér. Samsætið héldu nokkrir embættismenn bæjarins og alþingismenn, rúmir 30 alls, og hefðu orðið fleiri, ef ekki hefði borið svo bráðan að með brottförina, að samsætið varð að standa að morgnin- um, kl. 10—12. Yfirkennari Stein- grímur Thorsteinsson mælti fyrir minni prófessors Prytz, J.Havsteenamtm.fyrir minni cand. Flensborgs, Björn rektor Ólsen fyrir minni kapt. Eyders og,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.