Ísafold - 12.08.1903, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.08.1903, Blaðsíða 4
803 Frá alþingi Lös. 20. Um viðauka við lög 8. nóv. 1895 um hagfræðisskýrslur. 011 vátrygg- ingarfélög (lífsábyrgðarfélög, sjúkrasjóð- ir, brunabótafélög o. 8. frv.) eru skyld- uð til að seada landshöfðingja árlega ágrip af reikningum sínum og skýrslu nm allar ábyrgðir, er þau hafa tekið að sér hér á landi. Erfingjar eða skiftaráðandi í dánarbúum og þrota- búum skulu og senda landshöfðingja skýrslu um lífsábyrgðir og slysaábyrgð- ir, er koma fram við*skiftin. 21. Um breyting á lögum nr. 8 um vegi frá 13. apríl 1894. — Sýslunefnd- um veitist vald til þess, að áskildu samþykki amtsráðs, að hækka fyrir eitt ár í senn sýsluvegagjaldið úr 1 kr. 25 aur. upp í alt að 2 kr. 25 aur. fyrir hvern verkfæran mann. Hrepps- nefndum veitist satna vald, að áskildu samþykki sýslunefndar, að því er snertir hækkun á hreppavegagjaldi. 22. Um kosningar til alþingis (heimullega atkvæöagreiðslu og kjör- stað í hverjum hreppi). 23. Um vörumerkí. 24. Um eftirlit með mannflutninE- um til útlanda. — Ekkert skip, sem flytur farþega frá íslandi til útlanda, má taka við tarþegum á »óæðra« far rúm fyr en lögreglustjóri á þeim stað, sem skipið kemur fyrst á til að taka slíka farþega, hefir gefið skriflegt leyfi til þess, og skal í leyfinu tiltekið, hve marga farþega megi taka á farrúmið. Á síðustu höfn, sem skipið leggur frá til útlanda, skal lögreglustjóri sann- prófa, að ekki fari á óæðra farrúmi fleiri en leyft var á fyrstu höfn að taka mætti á skipið. — Óæðra er far- rúmið, ef það er lakara en 2. farþega- rúm á millilandaskipum þeim, er lands- Stjórnin notar. 25. Um ráðstafanir til útrýmingar fjárkláðanum. 1. gr. Landsstjérninni veit.ist heimild til að gera ráðstafanir til algerðrar útrýming- ar fjárkláða og ráða til þess starfa einn framkvæmdarstjóra fyrir land alt. En hann tekur sér aðstoðarmenn ettir þörfum. 'd. gr. Eftir tillögum framkvæmdarstjór- ans semur landstjórnin reglugjörð nm fram- kvæmd verksins, og má þar ákveða sektir fyrir brot á reglngjörðinni. 3. gr. Baðlyf þau og baðpottar, er með þarf i hvern hrepp, skal flutt þangað frá næstu kauptúnum á kostnað fjáreiganda í hreppnum. Hreppsnefndin annast um flutn- inginn og jafnar flutningskostnaðinum niður á fjáreigendur eftir fjártölu og innheimtir hann. Gjald það má taka lögtaki. Hús- bóndi hver leggur ókeypis til baðker, nægi- lega aðstoð við böðun og skoðun fjár á heimili hans, og flutning baðlyfja og böð- unaráhalda til næsta hæjar. Allui annar kostnaður við ráðstafanir til útrýmingar fjárkláðanum greiðist úr lands- sjóði. 4. gr. Framkvæmd tilskipunar 5. jan. 1866, tilskip. 4. marz 1871 og laga 8. nóv. 1901 skal frestað að því leyti, sem tilskip- anir þær og lög samrýmast ekki lögum þessum. 5. gr. Lög þe?8i öðlast gildi þann dag, er það tölublað af B-deild Stjórnartiðind- anna kemnr út, sem skýrir frá staðfesting þeirra. 26. Um frestun á framkvæmd laga 25. október 1895 um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. — Framkvæmd þeirra frestað fyrst um sinn. • 27. Um löggilding verzlunarstaðar á Ökrum í Hraunbreppi f Mýrasýslu. 28. Um heilbrigðissamþyktir fyrir bæjar- og sveitarfélög. — Fyrir kaup- staðina semur bæjarstjórn með ráði héraðslaeknis frumvarp til samþyktar og sendir það landshöfðingja til stað- festingar, en hann ber það undir landlækni. í Bveitum gerir hrepps- nefnd tillögu um samþyktina, en sýslunefnd semur frumvarpið með ráði héraðslæknis og sendir það amtmanni, er ber það undir landlækni og leggur það 8Íðan fyrir amtsráð til staðfest- ingar- í heilbrigðisnefDd sitja í kaup- stöðum bæjarfógeti (form.), héraðs læknir og einn bæjarfulltrúi, sem bæj- arstjórn kýs til þess, og í hreppum hreppstjóri eða sýslumaður (form.), einn maður kosinn af hreppsnefnd og annar af sýslunefnd. Þingmaiinafrumvörp. 59. Um lífsábyrgð fyrir sjómenn, er stunda fiskiveiðar á þilBkipum. Bigurður Jensson flytur frumvarp um það, að eftirleiðis skuli allir sjómeDn á þilskipum skyldir að greiða í vá- tryggingarsjóð, er stendur undir yfir- umsjón landsstjórnarinnar, 15 aura á viku um vetrarvertíð og 10 au. á viku um vorvertíð og sumarvertíð, raeðan þeir eru á skipinu; auk þess greiðir útgerðarmaður frá sjálfum sér helming móts við gjald skipverjanna allra. Deyi Bjómaður af slysförum á því tímabili, er hann er vátrygður fyrir, greiðir vátryggingarsjóður eftirlátnum vandamönnum haDS 100 kr. á ári um næstu 4 ár. 60. Um viðauka við lög um stofn un landsbanka 18. sept. 1885 — um að stofna sérstaka deild við lands- bankann í Eeykjavlk, ef eigi verður af stofnun hlutafélagsbankans fyrir- hugaða, og má deildin gefa út alt að einni miljón kr. í seðlum, er greiðist handhafa með gullmynt, ef krafist er. En hafa verður deiidin í vörzlum sín- um málmforða, er eigi nemi minna verði en helmingi af seðlaupphæð þeirri, sem í útlánum er, og auk þess vissa og auðselda eign til tryggingar þeim hluta seðlafúlgunnar, sem ekki er trygður með málmforðanum. Flm. Tryggvi Gunnarsson, Lárus H. Bjarna- son, Hannes Hafstein, Hannes þor- steinsson. 61. Um löggilding verzlunarstaðar við Heiði á Langanesi í Norður-þing- eyjarsýslu. Flm. Árni Jónsson. 62. Um heimild til að kaupa lönd til skógarfriðunar og skógargræðslu — um að veita stjórnÍDDÍ heimild til að kaupa í þessu augnamiði jörðina Hall- ormsstað í Suður-Múlasýslu með hjá- leigum, svo og ítak hins fyrverandi þingmúlaprestakalls í Hallormsstaðar- skógi, jörðina Vagli í Fnjóskadal og Hálsskóg. (Fjárlaganefndin). 63. Um viðauka við lög nr. 6, 12. jan. 1900 um fjölgun og viðhald þjóð- vega. Vegamálanefndin í efri deild flytur frumv. um það, að landsstjóm- in megi krefjast þess, að sýslusjóðir kosti að hálfu viðhald flutningabrauta, sem verða lagðir hér eítir, ef brautin er aðallega lögð í þarfir sýslufélagsins, og það er álitið hafa efni og ástæður til að bera kostnaðinn. 64. Um breyting á 1. gr. í lögum nr, 24, frá 2. okt. 1891. Árslaun bókarans við landsbankann ákveðin 3500 kr. frá 1. jan. 1904 (Banka- nefndin). 65. Um landBdóm, Flm. Hannes Hafstein, Lárus H. Bjarnason, Her- mann Jónasson. 66. Um dánarkýrslur. — Líkskoð- unarnefndin í neðri deild breytti lík- skoðunarfrumvarpinu, er efri deild samþykti, í frumvarp til laga um dán- arskýrslur, er mælir svo fyrir, að prestur skuli, auk venjulegra atriða, innfæra í kirkjubækurnar dauðamein þeirra, er hann jarðsetur, eftir þeim upplýsingum, er hann getur beztar fengið, og senda síðan sýslumanni og héraðslækni sitt eintakið hvorum af dánarskýrslunum. í kaupstöðum og verzlunarstöðum, sem læknir býr í, má ekkert lík jarðsetja fyr en læknir hefir gefið dánarvottorð. 67. Um heimild til lántöku fyrir landssjóð, — að landsstjórnin megi taka alt að 500 þús. kr. bráðabirgða- lán handa landssjóði, gegn tryggingu í eignum eða tekjum hans. (Fjárlaga- nefndin). Fallln frumvörp. 11. Um líkskoðun (Dd.). 12. Um breyting á 6. gr. laga um vegi 13. apríl 1894 (ed.). 13. Um að undirbúa nýtt jarða- mat (nd.). Falliu þing-sályktunartiUaga. 3. Um lestrarbók handa alþýðu- skólum (ed.). i>ingsályktunartillögur. 15. Um kensluí lærða skólanum í Reykjavík. — Mentamálanefndin í efri deild leggur til, að alþingi skori á stjórnina að láta semja sem fyrst og löggilda nýja reglugjörð fyrir skólann, er fari í þá átt, að afnumiu verði grÍ8kukensla og latneskur stíll við próf, kenslustundum fækkað að mun í latínu en aukin kensla í móðurmálinu, nýju málunum og eðlisfræði. I>inguefndir. Bankamúl: Björn Kristjánss., Guðl. Guðm., Hannes þorst., Lárus H. Bjarnas., Tryggvi Gunnarsson. Fjárlaganefnd í efri deild: Eirfkur Briem, Guðjón Guðl., Jón Jak., Kristj- án Jónsson, Valtýr Guðmundsson. Ljósmæðraefni Y fi r 1 ý s i n g. Oftar en einu sinui (sbr. Fjallk. í maf 1894 ogÞjóðólf 2. apr. 1900) hefi eg minst á, aö vanda þyrfti val ljósmæðraefna bet- ur en oft á sór stað. Þessu virðist mér enn jafn-ábótavant, og aS nokkrar, er hing- aS koma til náms, séu altannaðen efni- legar til þess starfa. Eins og að undanförnu ermérljúftað vera til aöstoðar um námstímann efnileg- um, siðprúðum og heilbrigðum ljósmæðra- efnum, eu sem skilyrði fyrir því, aðþær geti notið verklegra œfinga með mér, tek eg það fram, að þær verða að geta sýnt heilbrigðisvottorö frá hóraðslækni, og vott- orð um gott maunorð og siðprýði frá sóknarpresti. Reykjavík 29. júlf 1903. pórunn Á. Bji/rnsdóttir. (ljósmóðir). Póstgufuskipid Ceres lagði á stað 9. þ. m. f hringferð sína kring um land- Með því fór til Eskifjarðar sýslumaður Axel Tulinius með konu sinni, Jón kaupm. Norðmann frá Akureyri, Magnúg Sæbjörns- son læknir með konu sinni, eand. Halldór Gunnlaugsson, myndasýningamennirnir Hall- seth og Fernander áleiðis til útlanda, og ýmsir fleiri. Nýdáin er hér i bænum S i g r í ð- ur Ásmundsdóttir, ekkja Torfa heitins prentara þorgrímssonar, mesta dugnaðar og sómakoua. Erlendur gullBmiður M a g n ú s- Bon og Halldóra Henriks- d ó 11 i r (Hansen) héldu silfurbrúð- kaup sitt 8. þ. m. Biðjið aetið um Parkers gullpenna (sjálfblek- unga) því þeir eru mjög góðir. 8ig. Gnðmundsson. Zeoliublekið góða •r nú aftur komið i afgreiðslu Isafoldar. mmmmammmmmmmmmtmm Öllum þeim, sem lieiðruðu útför kon- unnar minnar sálugu með návist sinni, eða á annan hátt sýndu hluttekning í sorg okkar, votta eg hér með innilegt þakklæti, bæði fyrir hönd min sjálfs og annarra eftirlifandi ættingja og ástvina hinnar látnu. Valtýr Guðmundsson. MH—■■ Kenslukona óskast. Kenslukona við barnaskóla á Vest- urlandi frá 15. október þ. á. til 14. maí næsta ár óskast. Kaup 250—300 krónur, Ieigulaus bústaður og ljós og hiti kauplaust. Kvenmaðnrinn þarf, auk kenslu í skrift, reikningi, bóklestri og kristindómi, að geta kent söng með orgelspili. Kvenmaðurinn þarf að hafa með- mæli frá einhverjum valinkunnum þektum manni. Lysthafendur snúi sér til barna- kennara Friðriks Guðjónssonar í Tröð í Álftafirði í ísafjarðarsýslu fyrir 15. sept. þ. á. Hin viðurkenda góða, Roch-Light steinolía fæst fyrir 26 kr. pr. 40 gallon og í stærri kaupum ó- dýrari. Komið og semjið um það sem fyrst við verzlunina Godthaab. ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS £ Son Edinborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn. Bezta tegund af fæst hjá Th. Thorsteinsson. og aðra kristin- dómsvini pantar undirritaður út- lendar kristilegar bækur og borgar undir þær burðargjald með strandferðaBkipum. Öllum fyrirspurnum um þess háttar bækur svarað ókeypis. Bókaskrár og nokkrar bækur til sýnis. S. Á. Gríslason. cand. theol. þingholtsstræti 3. Reykjavlk. Útgefandi Björn Jónsson. Ábm. Olafur Bósenkranz. iBafoldarprentsmiÖja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.