Ísafold - 12.08.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.08.1903, Blaðsíða 3
207 £órhallur lektor Bjarnarson fyrir minni Danmerkur. Kvæði var og sungið, er ort hafði Steingrímur Thorsteinsson. Prófessor Prytz talaði fyrir minni íslands. |>að mun sfzt ofmælt, að próf. Prytz hafi getið sér ágætisorðstír í þessari för sinni um ísland, fyrir ljúfmensku sína og lftillæti og frábæran áhuga á skóggræðslunni hér, enda getum vér naumast kosið oss betri gest né þarf- ari. Ættum vér marga slíka, mundi skjótt vaxa áhugi manna og viðleitni á að græða upp landið. Húsfrú Anna Guðmundsson. (Sungið við húskveðjuna). Það s/nist nú heimsins hversdagsböl, að hver okkar annan grefur, en beiskt er það þeim, sem byrgir fjöl það bezta sem lífið gefur; þeir áttu það víst það v'æri kvöl, sem vita hver hórna sefur. Og satt er það og: um öðling þann er óskrifuð mikil saga, sem elskaði’ og tók hvern auman mann í ákvæði sinna laga;— og konuna sína harmar hann, sem horfði á það alla daga. Hún átti svo margt, sem óskum vór að inst væri’ í hjartans leynum, því vinina fáa’ hún valdi sér, en vakti yfir hverjum einum; þann sigur hún vann, að hvíla hér, og hafa’ ekki brugðist neinum. Hún kvaddi’ ykkur ekki í yztu pín. Hvað orkar sú neyð að segja? því bróðirinn kæri og systir sín hún sér að þau gráta og þegja; en sagt hefði’ hún þetta: »Móðir mín, þú mátt ekki sjá mig deyja«. Og víst hefði’ hún kyst þá vinarmund, sem vildi svo fegin stríða, og þakkað þér ást og unaðsstund og alt sem þú máttir líða; og tárið þitt hvert fyrir handan sund, þar heimkynnin ykkar bíða. En mannslega kváddi’ hún von og vor á veginum sínum stranga, og fetaði þessi þyngstu spor, sem þrautum er unt að ganga; og það hefir enginn okkar þor að eiga við ltvöl svo langa. Hún bar eins og hetja þyngslaþraut, það þótti nú forðum sómi, og geta svo mænt á móðurskaut og mætt fyrir hverjum dómi; og sona’ er að fara sigurbraut að seinasta klukknahljómi. p. E. Fjárlögin voru til 3. umræðu í neðri deild 10. þ. m., og eru til 1. umr. í efri deild í dag. Töluverðar breytingar gerði neðri deild á frumvarpinu, og er hætt við að ekki standi alt óhaggað, er efri deild er búin að fjalla um það; erþví Blept að skýra frá því að sinni. Heiöursgjöf. Jóhannes Sigfússon, kennari við Elensborgarskólann í Hafnarfitði, varð 10. þ. mán. fimiugur að aldri, og hafði þá verið kennari við skólann full 20 ár. þann dag varhonumfærð heiður8gjöf frá allmörgum (um 70) eldri og yngri nemendum hans, sem nú eru dreifðir út um alt land. það var bókaskápur mjög vandaður, út- skorinn eftir Stefán Eiríksson. Barn druknaði nýlega á Seyðisfirði, drengur á 8. ári, hafði dottið út af bryggju, en enginn verið nær staddur til að bjarga honum. Um verkfæri og útvegun á þeim. i. Verkfærin eru til þess gerð og ætl- uð að létta vinnuna og flýta henni. Og um leið styður notkun þeirra að því, að auðið sé að leysa hana af hendi svo sem vera ber og þörfin krefur. En ekki á saman nema nafnið hvert verkfærið er, og allir þeir, sem unnið hafa, vita bezt, hver munur er á því að eiga að vinna með góðu eða lélegu áhaldi. En góð verkfæri koma því að eins að notum, að þeir, sem eiga að brúka þau, kunni með að fara, og hafi þekkingu á að nota þau. Hitt er og víst, að það er hægra að fá menn til að vinna með góðum verkfærum en vondum, og auðveldara að kenna vinnuna þeim, sem ekki kunna, þegar verkfænð er liðlegt og gott, sem þeirn er fengið í hendurnar. Fyrir svo sem fjörutíu árum, — þó eigi sé lengra farið aftur í tímann—, voru landsmenn fátækir af áhöldum, einkum þeim, sem notuð eru við jarð- rækt, enda var þá lítið um jarðabæt- ur. Verkfærin voru þá bæði fá og eigi hentug. f>á voru íslenzku Ijáirnir alment notaðir, og flestum mun hafa þótt þau skiftin góð að fá skozku ljáina í stað þeirra. Gamli pállinn var þá á flestum heimilum, og þótti til margra hluta nytsamur. f>á var og trérekan alment notuð við allan mokstur, bæði á snjó og mold, og þótti þá fyrirtaks áhald. Nú eru þessi verkfæri og fleiri und- ir lok liðin, og önnur komin í stað- inn, og mörg af þeim handhægri og betri. En mesta furða var það, hve miklu gömlu mennirnir gátu afkastað með þessum gömlu og ófullkomnu áhöldum, enda mun það sönnu næst, að Islend- ingum bafi farið fram í öðru meir en verklægni og dugnaði. f>ó ber því ekki að neita, að miklu meiri vinnu er afkastað nú á sama tíma en áður var, og er það mest og jafnvel eingöngu því að þakka, að á- höldin, sem unnið er með, eru hent- ugri og betri. En þótt vér séum nú betur staddir en áðúr var í þessu efni, þá er síður en svo, að verkfæraþörfinni só full- nægt. Mörg heimili eru fátæk mjög af þeim áhöldum, sem létta vinnuna og spara mannsaflið. f>að eru meira að segja til bændur, sem ekki eiga al- mennilega skóflu til að moka með fjósflórinn, þótt Ieitað sé með logandi ljósi, auk heldur önnur áhöld. — En þessu veldur oft getuleysi, og eigi síð- ur hitt, hvað erfitt er að geta náð í hentug og góð vinnuáhöld. Elest þau verkfæri, er vér notum, eru útlend; en misjöfn reynast þau að gæðum, og verðið á þeim hátt í sam- anburði við endinguna. f>eir, sem flytja verkfærin, eru kaupmennirnir, sem kaupa tíðast þau áhöld, sem fást með beztu verði, en þeir taka minna tillit til hins, hvað þau eru traust eða hentug fyrir okkur. Þetta er og að nokkru leyti eðlilegt og vorkunn um leið. Bændurnir, margir hverjir, þekkja ekki, sem og eðlilegt er, einkenni á góðum áhöldum, og pota því oft blint í sjóinn, þegar þeir eru að panta og kaupa verkfæri. En 'nálfu minna vit hafa kaupmennirnir, flestir þeirra að minsta kosti, á því, hvaða verkfæri eða vinnuáhöld eiga bezt við hér, og því er eigi von að vel fari. f>eir nota sér það, að flestir kunna ekki að meta góð áhöld, þó þau kosti meira. f>eim er mest um það hugað, að koma vöru sinni út, eins þessari sem annari, -og því er það, að þegar þeir gera kaup- in, þá taka þeir helzt þær vörurnar, sem eru ódýrastar, hvað sem öðru Iíður. Bændurnir þurfa að geta fengið öll sín verkfæri og áhöld þar sem trygg- ing er fyrir, að þau séu bezt, og um leið hentugust og þörfum þeirra sam- kvæm. Meðan því er ekki bvo fyrir- komið, þá er árlega varið svo miklu fé, sumpart til þess vð kaupa fyrir ill og léleg verkfæri og sumpart til þess að notast við gömul og ófullnægjandi áhöld. Ög þessu fé, sem þannig er borgað út, beinlínis eða óbeinlínis, er eytt að óþörfu og sama sem fleygt í sjóinn. f>að væri langæskilegast, að sem flest af þeim verkfærum, sem hér eru notuð, væri búin tii í landinu; en því er nú eigi að heilsa. f>að er helzt Torfi Bjarnason í Ólafsdal, sem lagt hefir stund á að smíða ýms jarðyrkju- verkfæri, þar á meðal plóga, herfi (ein- falt), hestarekur, kerrur, aktygi, ristu- spaða o. s. frv. Eistuspaðar eru að VÍ3U búnir til eða smíðaðir af fleirum en honum, og það með dálítið mismun- andi lagi, en Torfa spaðarnir taka þeim öllum fram, sem eg hefi séð. Ólafsdalsplóginn gamla hefir Torfi endurbætt, og þessi endurbætti plógur hans er að áliti þeirra, sem hafa reynt hann og vit hafa á þeim hlutum, einkar hentugur fyrir okkar hesta og okkar jarðveg. Verðið á honum er 40 kr. — Eg efast um, að við getum fengið annan plóg, nú sem stendur, hentugri, og hvað verðið snertir, þá er það svipað og á samskonar tveggja hesta svingplógum í Noregi t. d. á Kvernlands-plógnum, og í Danmörku á Fraugde-plógnum. Einföldu herfin, sem Torfi smíðar, kosta 16 kr., og hestareka með hreyf- anlegum kjálkum 30 kr. Nú er Torfi að smíða og gera til- raun með valsherfi (Rulleharve), og vonandi hepnast honum að útbúa það við okkar hæfi. Auk þessara tveggja herfa eru ýms fleiri, sem naumast verða smíðuð hér, eins' og nú stendur, en sem þó eru einkar hentug og góð við aila jarðrækt. þar á meðal er spaðaherfi (Lappeharve) er kosta 20—28 kr.; ávinsluherfi eða mosaherfi, sem koatar í Noregi 50— 80 kr. eftir stærð. Enn fremur skál- arherfi (Tallerkenharve, kaJlast einnig Knivtromleharve), sem kosta 90—110 kr. f>essi herfi eru ágæt við alla seiga jörð, svo sem mýrarjörð, sem á að mylja og slétta. f>á er enn eitt herfi, sem oft er hentugt við jarðrækt og nefnist fjaðraherfi. f>að rífur upp og mylur moldina, enda ristir það svo djúpt eða grunt, sem maður vill; það kostar 35—50 kr. eftir stærð, eða því, hvað fjaðrirnar eru margar. Kerrur eru nauðsynlegar, jafnvel ó- missandi búshlutur á hverju heimili. f>ær spara bæði hesta og menn. f>að má flytja í þeim áburðinn á túnin, og er það miklu verklegra en að vera með mannsöfnuð og marga hesta og flytja hann í kláfum, sem er bæði seinlegt og koBtnaðarsamt. Kerruna má og nota til margs annars, flytja í henni grjót, mold, mó o. s. frv. Torfi í Ólafsdal smíðar kerrur og selur þær á 100 kr. f>ær eruaðmínu úliti nokkuð þungar og erfiðar hestin- um, en sterkar eru þær og endingar- góðar. Seinustu kerrurnar, sem hann hefir smíðað, tel eg vera betri; þær eru létt- ari, og eigi eins erfiðar fyrir hestinn eins og hinar. Alls hefir Torfi smíð- að rúmar 50 kerrur, og eru þær flest- ar um Vesturland. Auk þeirra, sem hafa keypt kerrur í Ólafsdal, eru nokkrir bændur norð- anlands og sunnan, sem hafa útveg- að sér þær annarstaðar frá. Sumir hafa fengið þær frá Noregi, en aðrir hafa látið sér nægja að kaupa brúk- aðar vegabótakerrur. þessar vegabótakerrur, sem eg hefi séð og þekki, eru að mfnu álitióhent- ugar til heimanotkunar. f>ær eru klunnalegar og þungar í drætti, og naumast fyrir aðra en eflda hesta að draga þær, þegar í þær er komið. Annars er vert að geta þess, að það er erfitt fyrir þann sem smíðar, að sameina þá kosti, sem kerrur eiga að hafa, eftir því til hvers á að nota þær. Kerrur, aem á að nota til vöru- flutninga eftir vegum og í misjafnri færð, þurfa að vera bæði sterkari og nokkuð á annan veg en kerrur til heimilisnotkunar. f>etta verða menn að hafa hugfast, þegar þeir panta sér eða kaupa þessi áhöld. Kerra til heimilisnotkunar þarf að vera Iétt, hjólin ekki há og gjörðin á því 2J/2—3 þuml. á breidd. f>etta er nauðsynlegt, til þess að unt sé að fara með kerruna í halla og eftir ójöfnum, og svo til þess, að umferðin eða akst- urinn skemmi túnið sem minst. Æskilegt væri, að sem flestir bænd- ur ættu kerru til heimilisnota. Hver bóndi þarf að minsta kosti eina kerru, og hinir betri og efnameiri tvær eða fleiri. f>essar kerrur þurfa að vera léttar og liðugar, svipaðar kerrum þeim, sem búnar eru til á Stend i Noregi eða Hillevaag. Verðið á þeim er 60—65 kr. En svo ættu bændur að sameina sig og eiga stærri kerrur eða fjórhjól- aða vagna í félagi, og nota svo þessi tæki til vöruflutninga o. s. frv. — Sterkar vöruflutningakerrur kosta 85 —100 kr. Kristján Kristjánsson, járnsmiður í Reykjavík, hefir smíðað bæði kerrur í heilu lagi og svo hjól og öxla í kerr- ur. f>essar kerrur hans líka vel og þykja léttar eftir stærð. — Kristján er nú að hugsa um að byrja alvar- lega á því að smíða kerrur, bæði stærri og minni, og gefa sig allan við því. Auk þeirra stærri áhalda, sem hér hafa nefnd verið, notum við mibið af handverkfærum, skóflum, kvíslum, járn- köllum, mölbrjótum, hjólbörum o. s. frv. Flest þe8si verkfæri þurfum við að kaupa frá öðrum löndum. f>au ern með öðrum orðum flutt hingað af kaupmönnum, og svo selja þeir þau aftur með álagi. Bændur eru svo tíð- ast neyddir til að taka þessi áhöld, hvernig svo sem þau eru, því í önnur hús er ekki að venda. En margoft kaupa þeir þar köttinn f seknum, eins og áður er getið, án þess þó að hér sé um pretti' eða svik að ræða frá hálfu seljendanna. En nauðsynlegt væri að ráða bót á þessu, sem hér hefir verið minzt á, og um leið ýmsum öðrum annmörkum, sem útvegun verkfæra er undirorpin, En á þessu verður því að eins ráðin bót, að Búnaðarfólag ís- 1 a n d s taki málið að sér, og helzt af öllu, að það sjái um allar verkfæra og áhalda pantanir, sem snerta land- búnaðinn. f>ar til heyrir útvegun á jarðyrkjuverkfærum, stærri og minni, kerrum og vögnum, svo og öllum á- höldum til rjómabúanna hverju nafni sem nefnast. Sigurður Sigurðsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.