Ísafold - 22.08.1903, Side 1

Ísafold - 22.08.1903, Side 1
Xemur út ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. íxiinnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Ansturstrœti 8. XXX. árg. MudÁu/á jHaApaAMi L 0. 0. F. 858219. Gjalddagi blaðsins var 15. júlí. Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. á •hverjum máu. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripascifn opið md., mvd. og !d. 41—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- dn á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Aimennir fundir á hverju fÖBtudags- og ísnnnudagskveldi kl. 8'/a siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 0 o^ kl. ■' á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- -endur kl. 10‘/2—12 og 4—0. Landsbankinn opinn hvern virkan dag tri 11-2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag Ai. 12—2 og einni stuudu lengur (til kl. 3) and., mvd. og ld. ti! útlána. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Mentaíysn æskulýðsins Og landbúnaðurínn. II. •Bókvitið verður ekki látið í askanan, aagði gamla fólkið. Nú heyrist ekki lengur svo að orði kveðið, og fáir vilja kannaat við, að þeir séu samþykkir þeirri kenningu; svo þröngsýnir séu þeir ekki, að þeir viðurkenni ekki nytsemi góðra bóka. En mikið vantar nú samt á, að hugs- un sú, er Jiggur bak við þessi forn- kveðnu orð, só útdauð. Eða munu skki nokkuð margir vera þeirrar trúar, að mentunin sé yfirleitt til hnekkis fyrir efnahag þjóðarinnar, einkum landbúnaðinn ? Og af hver]u hafa mentamál vor verið vanrækt, jafn- mikið og þau eru, öðru en því, að menn trúa því ekki, að mentuniu borgi sig fyrir alþýðuna? það er ekki fátítt að heyra þá full- yrðíng, að aldrei hafi íslenzkur sveita- búskapur verið eins nauðulega stadd- ur og síðan alþýðuskólarnir komust á fót; þeir eigi drjúgan þátt í því, að »gera þjóðina vilta«. f>eir, sem þaðan koma, séu ýmist upp úr því vaxnir, að gefa sig við sveitavinnu, eða ófærir til að stunda búskap; þeim búnist svo illa. það hefir lengi verið þjóðtrú hér á landi, að mentunin hæfi ekki bænda- Stéttinni, og það vantar mikið á, að sú trú sé horfin. Ef menn á annað borð vilja afla sér mentunar, er það alment talið sjálfsagt, að læra til ein- hverrar ákveðinnar stöðu, helzt em- bættU, en láta sér annars nægja þá mentun (eða mentunarleysi), sem al- þýðufólk hefir hingað til orðið við að una. f>að er kölluð h á 1 f m e n t u n , sem ekki veitir aðgang að neinni vissri Btöðu, og öll hálfmentun á að vera ill og ó- hafandi. Með öðrum orðum: mentun, sem ekki veitir strax beinan hagnað i aðra hönd (eða verður ekki látin í askana), er ekki við hæfi íslenzku bændastéttarinnar, — borgar sig ekki. Reykjavík langardaginn 22. ágúst 1903 f>ess vegna eiga þeir ekki að leggja neitt í sölurnar til að afla sér ment- unar, sem ekki hafa efni eða ástæður til að ganga embættisveginn e'a kom- ast að einhverri veglegri stöðu en bændastöðunni. þessar skoðanir á mentuninni og gildi hennar læra börnin f æsku. Og hvað er þá eðlilegra en að þau hegði sér samkvæmt því, þegar þau eru komin á þroska-aldurinn og orðin nokk- urn veginn sjálffær. Ekki svo að skilja, að þau sætti sig öll við þann lærdóm, að fyrst þau geti nú ekki orðið embættismenn, þá verði þau að una við sömu kjör og annað alþýðufólk, sem engan kost helfir átt á, að njóta mentunar. f>au finna að það er ranglæti; þeirra mentaþrá er jafn-réttmæt og hinna, sem efnaðri eru og æðri mentaleiðin liggur opin fyrir. Og þau neyta því til þeBS allrar orku, að svala mentaþorstanum á einhvern hátt, ef nokkur dugur er í þeim. En það kostar það, að leiðir þeirra og eldra fólksins skilja oft og tíðum. Mentafýsnin knýr þau til að leita brott úr deyfðinni og fásinninu, sem þeim finst vera heima, og það því fremur, sem þau trúa því, að þau hafi ekkert með meiri mentun að gera, ef þau ætli sér ekki að koinast að veglegri stöðu. Sú skoðun æsir enn meir löngun þeirra til að komast út í veröldina, til að kynna sér siðu ann- ara, ujóta meira víðsýnis yfir mann- heiminn og leita gæfunnar á ókunn- um stöðum. Ónot og amasemi annara gagnvart brottfýsi þeirra eykur og mjög á óyndi þeirra, og snýr htjj>a þeirra meir og meir frá þeim, sem ekki skilja hugarstríð þeirra og enga hluttekning tjá þeim, heldur skeyta skapi sínu oft og tíðum miskunnar- laust á viðkvæmustu tilfinningum þeirra. Að vísu ber því eigi að neita, að til séu margir þeir, sem líta með sann- girni á málið, nógu margir til þess, að minsta kosti, að æskulýðurinn finnur það, að mentafýsn hans er fyllilega réttmæt. En jafnvel þeir, sem hlyntir eru því, að unglingarnir afli sér mentunar, lifa í þeirri trú, að þeir hafi lítið með hana að gera upp til sveita. Leiðindin í sveitunum hafa verið gerð að umræðuefni í blöðunum. — f>að mun rétt mælt, að þau eigi tölu- verðan þátt í því, að fólkið flytur þaðan brott. En af hverju stafa þau? í fám orðum sagt af því, að sveita- lifið fullnægir ekki kröfum unga fólks- ins, ekki einu sinni sanngjörnum kröf- um þess. Mentafýsn sinni á það ilt með að svala þar. Að vísu getur það oft aflað sér bóka til að lesa, en þó af skorn- um skamti. En bækur eru ekki ein- hlítar, sízt fyrir þá, sem enga leið- beiningu fá til að velja þær. Almennar skemtanir eru því miður alt of fátíðar í sveitunum, og þá muu ekki síður vera nokkuð dauft yfir heim- ilunum víða. Unga fólkið hefir því fá tækifæri til að svala skemtifýsn sinni, og veldur það því leiðinda. Yfir höfuð eru úrræðin alt of fáfyr- ir æskulýðinn í sveitunum til að full- nægja þeirri tilhneigingu, sem ávalt er mjög sterk og á að vera sterk hjá heilbrigðum æskulýð,— tilhneigingin til að gera sér ljósar gátur lífsins, njóta gæða þess og glaðværðar, og ryðja sér braut til vegs og frama. þess vegna leitar unga fólkið til kaupstaðanna í þeirri von, að þar verði vegurinn greið- ari til að afla sér mentunar og njóta lífsins. f>að er ávinningur fyrir þjóðfélagið að þessi tilhneiging sé sem bezt vak- andi hjá æskulýðnum. |>að er hún, sem gerir æskumanninn að dugandi manni, sé rétt á haldið. Só hún bæld niður eða henni beint í öfuga átt, er kipt úr vexti og þrifum þjóðfélagsins og því unnið hið mesta ógagn. Og það ætti ekki síður að vera á- vinningur fyrir bændastéttina en aðra, að þessi tilhneiging væri glædd og vak- in. Lífsgleði, mentafýsn og framsókD- arhugur æskulýðsins ætti sannarlega að hafa sín bætandi áhrif á lífið í sveitunum eins og hvar annarsstaðar, ef alt er með feldu. En ógæfan er sú, að íslenzka bænda- stéttin hefir ekki kunnað að færa sér það í nyt. Sú villukenning, að mentun sé lít- ilsvirði fyrir alþýðuna, og bórgi sig að eins fyrir þá, sem komast fyrir það að einhverri veglegri stöðu, hefir vald- ið því, að alt of margir af þeim, sem hafa leitað sér mentunar, hafa horfið frá sveitalífinu og leitast við að kom- ast að öðrum störfum. Eftir því sem fleiri efnilegir unglingar hafa á þenna hátt horfið úr sveitunum, hefir hinum fundist ófýsilegri vistin þar, sem eftir sátu. það dofnar yfir sveitalífinu eftir því sem fólkinu fækkar, sem eðlilegt er, og brottflutningurinn fer því frem- ur vaxandi en þverrandi. Og hvað gera þá bændurnir til að ráða bót á þessu? Bjóða fólkinu hærra kaup, mun verða svarað. En það er ekki einhlítt. þeir gera líka meira. f>eir ónotast yfir mentafýsninni margir hverjir, og ætla með því að fæla fólkið frá þeirri villu, sem þeir nefna svo. En það verður aldrei til annars en gera ilt verra. Um það munu ailir vera sammála, að eina ráðið til þess að halda því verkafólki kyrru í sveitunum, sem leitar þaðau eftir hærra kaupi, sé að bjóða því jafnhátt kaup og það getur fengið annarsstaðar. En hvernig á að fara með hitt, sem mentafýsnin og sjálfræðislöngunin dreg- ur brott? Ráðið er nokkuð áþekt. f>að þarf að fullnægja öllum sanngjörnum kröf- um.'fólksins eins í þessu efni sem öðru. En fyrst af öllu þarf að leiðrétta misskilning alþýðunnar á mentuninni. Mönnum þarf að skiljast það, að ment- unin er öllum nauðsynleg og borgar sig fyrir alla, sé rétt á haldið. f>eir eru teljandi, sem hafa gert sér rétta grein fyrir því, hvað sönn mentun er. Og það er líka eðlilegt, því hingað til hefir lítil stund verið lögð á að gera mönnum það ljóst. En væntanlega fer þetta að lagast. f>egar farið verður af alvöru að ræða mentamálin, má vafalaust vænta þess, 55. blað.; að þeim bændum, sem annars hugsa nokkuð um landsmál, skiljist það, að úr því mentunin er í öllum öðrum menningarlöndum heimsins talin fyrsta skilyrðið fyrir framförum og velmegun alþýðunnar, þá hljóti svo að vera einn- ig hér. f>essi þjóð ein getur ekki ver- ið undantekning frá þeirri reglu. f>ví fyr og því rækilegar sem ment- unin er tekin í þjónustu íslenzka land- búnaðarins, því fyr rís hann úr rúst- um og þess glæsilegri framtíð á hann í vændum. f>að er svo óskynsamlegt sem mest má verða, að ætla sér að uppræta mentafýsnina hjá unglingunum. Fyrst og fremst af því, að það tekst aldrei til fulls að uppræta hana bjá þeim öllum. Bún er mönnunum meðfædd, — gefin þeim í heimanmund, ef svo mætti segja. f>að kostar misþyrmingu á sálarlífi mannsins að kæfa hana nið- ur. Og það er áreiðanlega ekkert ráð betra til að gera unghngana að hugs- unarlausum og aðgerðalitlum rolum, en drepa niður hjá þeim alla framfara- löngun og mentaþrá. En jafnvíst er og hitt, að á því græðir enginn og allra sízt íslenzkur sveitabúskapur. Eg sagði að bændunum væri vork- unn, þótt þeim yrði gramt í geði yfir ástandinu, eins og það er víða. En þess má þá líka vænta, að þeir verði fúsir til að leggja liðsinni sitt til að lagfæra það. f>ess vegna hefi eg þá von, að ekki líði langt um, áður en alþýðumentunarmálið er orðið þeim verulegt áhugamál. f>ví eg er vonlaus um að þeim takist að finna annað ráð vænlegra til að lækna það mein, sem hér er um að ræða, en það: aðglæða mentafýsnæsku- lýðsins, beina henni í rétta átt og gefa honum kost á að fullnægja henni sem bezt. f>egar svo er komið, hættir þjóðin »að vera vilt«. J, J. Afiabrögd. Á Seyðisfirði fiskitregt og ó- þurkasamt; töður manna óhirtar um miðjan mánuðinn og farnar að hrekj- ast til muna. ÁVopnafirði mjög góður afli, að minsta kosti um tíma, að kalla mátti landburður, eftir því sem sagt er. Á E y j a f i r ð i fór að aflast um miðjan júlímánuð og varð hlaðafli eft- ir nokkra daga með utanverðum firð- inum alt inn fyrir Hjalteyri. Sildar- afli hefir og verið þar mjög mikill, einkum vikuna frá 24. júlí—4. ágúst; fyltust þá netin jafnharðan og úr þeim var tekið. Taldist svo til að manns- hlutur væri um það bil frá 60—250 kr. eftir vikuna. í Reykjavík hafa þilskipinaflað fremur vel í fyrri »sumartúrnum«; flest 20—40 þús., en fiskur ekki vænni eu í meðallagi. Állvel hefir og aflast á opna báta héðan og við sunnanverðan Faxaflóa í vor og til þessa, en sárfáir eru þeir nú orðnir, sem stunda sjó á þann hátt hér við flóann.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.