Ísafold - 22.08.1903, Side 3

Ísafold - 22.08.1903, Side 3
219 það eitt, að amtnaanni er kunnugt um málið, og að engar sögur hafa af því farið, að sýslumaður hafi sætt ábyrgð fyrir tiltækið. En því trúi eg ekki að óreyndu, að nokkur stjórnarvöld fengj- ust til að gefa embættismanni, sem þannig fer að ráði sínu, vottorð um samvizkusemi í öllum sínum störfum. þetta, sem eg nú hefi drepið á, er á almannavitorði í Dalasýslu, auk margs annars, sem alþýða telur mið- ur 8amboðið góðum og samvizkusöm- um embættismanni. Og nú vil eg spyrja alla óhlutdræga og réttsýna menn: Er það rétt gert, að telja al- menningi trú um, að þeir séu ódreng- ir, sem ekki geta látið sér standa á sama um aðrar eins aðfarir og þetta, en sýslumaðurinn samvizkusamur og góður drengur? Um hitt skal eg ekki spyrja, hvort það sé rétt gert af yfirmönnum sýslu- mannsins, að láta ekki á öðru bera en alt sé í nokkurn veginn viðunanlegri reglu hjá honum. Og því síður skal eg um það dæma að þessu sinni, hver ábrif þ a ð g e t i haft á hugsunarhátt og siðferðismeðvitund þjóðarinnar. Um það má hver ráða sinni skoðun; en einhvern tfma verður það talið alvar- legt umhugsunarefni. Mér væri næst skapi að taka það 8em skop, er J. Ól. segir um óeigin- girni Björns sýslumanns. Hann »á það ekki til í eðli sínu«, að vera eig- ingjarn, segir hann. f>aðervíst alveg spáný uppgötvun í sálarfræðinni, að nokkur maður sé þannig að eðlisfari, að eigingjarnar tilfinningar séu ekki til hjá bonum. Eða máske Björn sýslu- maður sé hafinn yfir alla aðraí þeirri grein. Skyldi svo vera, þá ann eg þeim báðum frægðarinnar, »hagnýtilega alvísindamanninum« fyrir að hafa fund- ið þétta náttúruafbrigði, og »samvizku- sama« valdsmanninum fyrir þessayfir- burði hans yfir alla aðra synduga menn. En þegar til alvörunnar kemur, þá verð eg að segja það, að það var illa gert af J. Ól. gagnvart skjólstæðing- um hans, aö taka svo djúpt í árinni, er hann fór að lofa þá, að enginn get- ur trúað honum. Um Björn sýslu- mann mátti að minsta kosti margt gott segja, án þess að fara með aðra eins fjarstæðu og þetta um óeigingirni hans. En ekki skal eg að þessu sinni gera neina tilraun til að veikja J. Ól. í trú hans á yfirburði Dalavaldsmanns- ins, og gæti eg þó nefnt ýms einkenni- leg dæmi um óeigingirni(l) hans. það sem eg nú hefi sagt, hefi eg ritað vegna þeirra, ef uokkrir eru sem kunna að hafa trúað því, að ekkert væri itt á Björn sýlumaun að setja, og að verið væri að ofsækja hann fyrir engar sakir, af ódrengskap einum. Eg hefi ekki drepið á fleira athugavert í embættisrekstri hans en það, sem eg taldi nauðsynlegt til að réttlæta óánægju almennings gegn honum. En verði mér á ný gefið til- efni til að minnast á manninn, getur það hert á mér með að lýsa betur réttarástandinu í Dalasýslu nú á tím- um, og má þávera, að ýmsum finnist þeir eiga alt annað en ámæli skilið, sem leitast hafa við að fá því breytt, en fengið stundum litla áheyrn hjá æðri stjórnarvöldum. Til fróðleiks og skemtunar skal eg að lokum gefa mönnum kost á að sjá, hve samvizkusamlega er gengið frá sumum embættisbréfum sýalumanns- ins í Dalasýslu, og geta þeir, sem vilja, tekið sér það til fyrirmyndar, því vafa- laust er maðurinn eins »samvizkusam- ur í því sem öllu öðru«, svo sem J. Ól. kveður að orði. það er tilkynn- ing til einnar hreppsnefndarinnar um gjöld þau, er bún átti að jafna niður á hreppsbúa og greiða á manntalsþingi, — eina tilkynningin, sem henni barzt um það efni. Hún hljóðar á þessa leið: Sýslusjóðsgjald Fellsstrandarhrepps 1902 er alls.......................... 216—17 Hundaskattur hreppsins dregst þar frá með.......................... Eptir kr. sem greiðist mjer á manntalsþingi hrepps- ins maim. næstkom. Sýsluvegagjald hreppsins er.. 45—00 Fátækrafluttningsgjald...... 9—64 Samtals sem greiðist mjer á þingiuu. Vilji hreppsnefndin að jeg heimti inn fyr- ir hana sýslusjóðsgjaldið að upphæð verður hún að hafa sent mjer niðurjöfnun þess fyrir 15. maí næstkom. Skrifstofu Dalasýslu 27. april 1902 Björn Bjarnarson. Til hreppsnefndar Fellsstrandarhrepps. * * • • * Að eptirrit þetta sje oro fyrir orð samhljóða mjer sýndu frumriti, vottast notarialiter ept- ir'nákvæman samanburð. Notarius publicus í Reykjavik tí. nóv. 1902. Halldór Danielsson Gjald 12— tólf-aur. borg. H. D. þess má geta til skýringar, að mann- talsþing Pellsstrandarhrepps vorið 1902 var haldið í júní, en e k k i í maímán- uði. Kveð eg þá svo að þessu sinni, Dalamanninn og bjargvætt hans, og Ó8ka þeim góðra þrifa og ánægju. Má nú Dalavaldsmaðurinn þakka herra rit- stjóranum (J. Ól.), sem vert er, drengi- lega liðveizlu. Honum á hann það að þakka, aðegtók pennann í þetta sinn, til að halda á lofti afreksverkum hans! Jón Jónasson. Lög um ábyrgð ráðherra íslands. 1. gr. Ráðherrann ber ábyrgð á stjórnarafchöfnínni, og má því krefja hann ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefir orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefir annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bágavið stjórnarskipunarlög landsins eða önn ur lög þess, eða að öðru leyti fyrir- sjáanlega stofnað heill almennings eða einstaklings í hættu. 2. gr. f>að varðar ráðherrann á- byrgð eftir lögum þessum: a. ef hann útvegar konungsundir- skrift undir bráðabirgðarlög, til- skipanir eða aðrar ályktanir, er fara í bága við stjórnarskipunar- lög landsins, sérstaklega ef hann útvegar konungsundirskrift undir bráðabirgðarfjárlög, áa þess að þinginu hafi verið gefinn kostur á að leiða fjárlögin til lykta. Hið sama er og ef hann lætur farast fyrir að bera upp fyrir konungi lög, tilskipanir eða aðrar ályktan- ir, er konungsundirskrift útheimt- ist til, eftir stjórnarskipuuarlögun- um. b. ef hann framkvæmir sjálfur, fyr- irskipar framkvæmd á eða lætur viðgangast, af ásettu ráði eða fyr- ir stórkostlegt hiröuleysi, að fram- kvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við stjórnarskipunarlög lands- ins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, sem þar er fyrirskipað eða veldur því, að framkvæmd þess farist fyrir. c. ef hann verður þess valdandi að nokkuð það só ráðið eða fram- kvæmt, er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins. 3. gr. Og enn varðar það ráð- herrann ábyrgð eftir lögum þessum, ef hann veldur því, að brotið sé gegn öðrum lögum landsins en stjórnarskip- unarlögum þess: a. með því að leggja fyrir konung til undirskriftar ályktan, tilskipun eða erindi, er fer í bága við lög- in, eða með því að láta farast fyr- ir að útvega konungsundirskift undir ályktan, tilskipun eða er indi, þar sem konungsundirskift er lögmælt. b. með því að framkvæma eða valda því, að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við fyrirmæli lag- anna, eða með því að láta nokk- uð ógjört, sem heimtað er í lög- um, eða verða þess valdur, að slík framkvæmd farist fyrir. 4. gr. Loks verður ráðherrann sekur eftir lögum þessum, ef hann framkvæmir nokkuð eða véldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er fyrirsjáan- lega getur orðið almenningi eða ein- ^taklingi að tjóni, þótt eigi sé fram- kvæmd þess bönnuð í lögum. Hið sama er og, ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er fyrir- sjáanlega gat forðað almenningi eða ein8taklingi við tjóni, eða veldur því að slík framkvæmd ferst fyrir. 5. gr. Brot gegn 2. gr. varða em- bættismissi eða sektum frá 500—5000 kr., ef málsbætur eru. Brot gegn 3. gr. varða alt að 5000 kr. sektum eða embættismissi, ef miklar sakir eru. Brot gegn 4. gr. varða alt að 5000 kr. sektum. Hafi ráðherrann jafnframt brotið gegn hinum almennu hegningarlögum, bætist hegning sú, er hann hefir unn- ið til eftir þeim, við hegningu þá, er honum er gerð í lögum þessum. 6. gr. Sektir eftir lögum þessum renna í landssjóð. Verði sektin ekki öll greidd í ákveðinn tíma, skaleinfalt fangelsi koma í hennar stað, og skal ákveða í dóminum, eftir öllum mála- vöxtum, hve langt það skuli vera. 7. gr. Hafi ráðherrann bakað al- menningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem hegn- ingarverð er eftir lögum þessum, skal og, þegar þess er krafizt, jafnframt hegningunni, dæma hann til að greiða skaðabætur, en um skaðabótaskyldu hans fer eftir almennum reglum. 8. gr. Málshöfðun eftir lögum þess- um getur eigi átt sér stað, ef 5 ár líða frá því er brot var framið, án þess að alþingi hafi tekið ályktun um málshöfðun. 9. gr. Akvarðanir laga þessara ná einnig til landritarans, þegar hann gegnir ráðherrastörfum á eigin ábyrgð, enda dæmi hæstiréttur, þangað til öðru vísi verður ákveðið með lögum, í mál- um á móti honum, eftir sömu reglum og í málum á móti ráðherranum. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi þann dag, er skipaður er sérstakur ráðherra fyrir ísland. Á undan yfirdómi. Aður en yfirdómurinn hefir látið uppi nokkurt álit um rannsóknir Sigurðar sýslumanns Þórðarsonar í verðlagsskráa- málinu í Snæfellsnessýslu kveður Þjóðólf- ur í gær upp þann úrskurð, að ekkert hafi sannast um sýslumann Snæfellinga (L. H. B.) við þær rannsóknir; hann sé þar af hreinn og óflekkaður. Er Þjóðólfur með þessu að gera til- raun til að hafa áhrif á yfirdóminn, eða hvað liggur blaðinu á að láta uppi s i 11 álit og taka fram fyrir hendur á yfirdómi? Frá alþingi. L8g. 38. Um breyting á lögum nr. 4,19. febr. 1886, um utanþjóðkirkjumenn. 39. Um friðun fugla. 40. Um stofnun seðladeildar í landsbankanum í Beykjavík. 41. Um ábyrgð ráðherra íslands. 42. Löggilding verzlunarstaðar við Heiði á Langanesi í Norður-þingeyj- arsýslu. 43. Um varnir gegn berklaveiki. i>ingsályktunarlillögur. þessar tillögur hafa nýlega verið bornar upp í neðri deild: 16. Um biskupsembættið og forstöðu- mannsembættið við prestaskólann. Flm.; Lárus H. Bjarnason, Stefán Stefánsson, flannes þorsteinsson, ÓI- afur Thorlacius, Einar þórðarson. 17. Um flutningabrautina á Fagra- dal. Flm.: Einar þórðarson, Ólafur Thorlacius, JóhanneB Jóhannesson, Hermann Jónasson. 18. Um verzlunarmál og siglingar. Flm.: Jóh. Jóhannesson, Stefán Stefáns- son, Pétur Jónsson, Björa Kristjáns- son, ÓlafurBriem, Árni Jónsson. 19. Um innbyrðis brunabótafélög. Flm.: Ólafur Briem, Stefán Stefáns- son, þórh. Bjarnarson. 20. Um ófriðun á sel. Frá nefnd- inni í þvf máli. Fallin frumvörp. Um dánarskýrslur (ed.). Um uppgjöf eftirstöðva af láni til brúargerðar á Ólfusá (ed.). Við hádeglsguðsþjónustu i dóm- kirkjunni á morgun embættar síra Jón Helgason að öllu leyti (altarisganga). Við síðdegisguðsþjónustu (kl. 5) pré- dikar sira Fr. Friðriksson. Póstgufuskipið Ceres kom í gær- kveldi vestan nm land og norðan með margt farþega; þar á meðal voru héraðs- læknarnir Guðm. Björnsson i RvikogGuð- mundur Guðmundsson úr Stykkisbólmi með konu og tvær dætur, Sigurður próf. Gunn- arsson í Stykkishólmi, sira Magnús Magn- ússon frá Nörre Omrne, síra Þorleifur Jóns- son frá Skinnastað, Magnús kaupm. Þór- arinsson í Stykkishólmi, Gunnlaugur J. Jónsson kennari frá Narfeyri, Jón Jónssen kaupstjóri (frá Múla), síra Bjarni Þorsteins- son frá Siglufirði, Halldór stúdent Jónasson frá Eiðum, frú Guðlaug Jensdóttir, frú Sig- riður Jóhannesdóttir frá Hvammi, Jón kanpm. Þórðarson o. fl. V eðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1903 ágúst Loftvog millim. Hiti (C.) Þ- rr ct- <t> c* cr 8- c* Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 15.8 752,2 10,4 NE i 6 7,1 2 752,6 11,9 N i 8 9 750,8 9,5 NW i 7 Sd.16.8 750,0 9,1 N i 6 6,3 2 750,7 11,7 NE i 4 9 749,8 8,0 N i 2 Mdl7.8 750,7 6,5 0 2 4,1 2 752,1 10,6 N 2 3 9 752,2 6,8 N 2 4 Þd 18.8 752,3 5,1 N 2 3 3,4 2 752,3 7,5 N 1 3 9 749,7 5,8 0 6 Mdl9.8 749,9 7,8 E 1 10 3,8 2 751,8 10,6 W 1 6 9 752,9 9,6 NNW 1 4 Fd 20.8 750,5 9,1 0 4 4,4 2 756,3 5,6 N 1 3 9 749,1 9,1 N 1 8 Fd 2] .8 752,2 8,8 N 2 9 7,9 2 752,8 9,0 N 3 4 9 753,1 8,2 NNW 1 7 Skálliolt kom í gær að norðan með allmargt farþega, þar á meðal Björn kaupm.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.