Ísafold - 26.09.1903, Síða 3
243
Bsejarstjórn Reykjavíknr
samþykti á fundi sínum 17. þ. m.
áætlun um tekjur og gjöld bæjarsjóðs
1904 með litlum breytingum (þar á
meðal hækkun á launum aðstoðarkenn-
ara við barnaskólann ■ úr 700 kr. í 900
kr.).
Skólanefnd var falið í samraði við
formann bæjarstjórnar að ákveða, hvaða
börnum skyldi veitt ókeypis kensla í
barnaskólanum á næsta vetri.
Leikfólagi Reykjavíkur var heitið 300
kr. styrk á sínum tíma fyrir næsta ár,
og eftirgjöf á gjaldi í bæjarsjóð fyrir
leikkvöldin.
Bæjarstjórninni hafði borist tilkynn-
ing frá landshöfðingja um það, að hann
hefði staðfest byggingarsamþyktina 7.
þ. m.
Brunabótavirðingamenn voru kosnir
trésmiðirnir Hjörtur Hjartarson og Sig-
valdi Bjarnason.
Vísað var til veganefndar erindi frá
Halldóri Þórðarsyni bókbindara um að
kaupa af sór lóð undir lenging Ingólfs-
strætis. Til sömu nefndar var og vísað
beiðni nm lenging Vonarstrætis.
Erindi frá sama (H. Þ.) ura flutning
á tröppu og beiðni frá M. Th. Jensen
um flutning á girðingu var vísað til
byggingarnefudar.
Beiðni frá Ingibjörgu Guðbrandsdótt-
ur, um afnot leikfimishúss barnaskólans
til leikfimiskenslu, vísað til skólanefnd-
arinnar.
Til erfðafestunefndar var vísað beiðni
frá M. Th. Jensen og Jóni Valdasyni um
viðbót við erfðafestuiand.
Bæjarstjórnin heimilaði kaupm. W.
Ó. Breiðfjörð að reisa nauðsynlegar bygg-
ingar og setja upp áhöld til lýsingar
með Aoetylengasi, með því skilyrði, að
hann breyti aftur á sinn kostnað því,
sem nauðsynlegt kann að reynast, þá
er reglugerð um þetta efni kemur í
gildi.
Jósef Jónssyni var, eftir beiðni hans,
veitt uppgjöf á hagatolli, 6 kr.
Þessar brunabótavirðingar voru sam-
þyktar: húseign Jóns Stefánssonar og
Vilhj. Jakobssonar við Laugaveg 11,652.
kr.; Benedikts Stefánssonar við Lauga-
veg 9796 kr.; Guðmundar Hannessonar
við Hverfisgntu 8228 kr.; Gísla Helga-
sonar við Stvrimannaskólastíg 7898 . kr.j
Hjörleifs Þrnðarsonar við Hverfisgötu
0804 kr.; Tryggva Arnasonar við Frakka-
stig 6009 kr.; Bjarna Jónssonar í Grett-
isgötu 5154 kr.; Ketils Bjarnasonar við
Grundarstíg' 44)9 kr.; Guðlaugs Þor-
bergssonar við Frakkastig 2807 kr.;
Björns Jenssonar í Félagsgarði 1771 kr.;
Gunnars Gunnarssonar í Hafnarstræti
(útihús) 850 kr.; Björns Stefánssonar
við Nýlendugötu (geymsluhús) 357 kr.
Tilboð kom frá Eiríki Bjarnasyni um
að .selja kaupstaðuum eignarjörð sfna,
Eiði. Bæjarstjórnin fól formanni sínum
að kaupa jörðina fyrir 3800 kr. með
ýmsum nákvæmari skilyrðum, sem tek-
in voru fram.
Skilnaðarsamsæti
hélt stúkan Bifröst nýlega Sigurði Þór-
ólfssyni, sem nú flytur að Búðardal í
Dalasýslu, eftir 8 ára dvöl hér í Reykja-
vík.
Síðdegismessa í dómkirkjunni á morg-
an kl. 5. (J. H.).
Ekki eru þeir hrifnir Strandasýslubú
ar yfir héraðslækni sínum; kveðast þeir
hafa hans lítil not fyrir vankunnáttu
sakir o. fl. Hafa þeir borið sig upp
undan þessu við landlækni og beðið
hann að losa sig við manninn, en haun
hefir sent lækninum erindið til umsagn-
ar. Verður eigi sóð fyrir, hver endir á
þessu verður, hvort læknirinn kýs held-
mr að víkja úr héraðinu eða fara að
lesa upp.
V eðurathugauir
í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1903 2 r c: o *“*a K et- < <D OX P co f»r Hs 3 <3 3. -t í=2 pr
sept. s S aq p «rt- -t =r æ ox 3 B J5 3 3 P Sb
Ld 19.8 764,1 9,5 0 10 2,8 6,0
2 765,5 12,0 E 1 10
9 767,9 11,7 8E 1 10
Sd.20.8 769,7 11,3 E8E 1 10 6,0
2 770,4 11,5 8 1 9
9 769,1 11,8 0 10
Md21.8 767,2 7,9 0 4 4,0
2 767,4 11,4 N 1 3
9 765,9 8,9 0 3
Þd 22.8 764,1 6,6 0 3 3,0
2 764,1 10,4 0 10
9 762,5 8,1 0 8
Md23.8 760,6 11,2 NE 1 8 5,0
2 759,4 11,8 NE 1 10
9 758,0 11,7 E 1 6
Fd 24.8 753,2 15,1 E 1 9 7,0
2 752,3 14,6 8E 1 8
9 753,1 12,0 ESE 1 10
Fd 25.8 756.4 10,6 88E 1 10 0,3 8,0
2 757,9 13,5 E 1 8
9 757,3 10,6 0 10
10-20°ío afsláttnr
á ýmis konar álnavöru t. d. kjólatauum o. fl. i
í vefnaðarvöruMð
W. Fischers-verzlunar
Þetta kostaboð stendur að eins fram í miðjan næsta
mánuð.
cTbotió íœRifœrié.
V
leyfi mér hér með að tilkynna mínum heiðruðu viðskiftavínum, að eg
hefi selt og afhent syni mfnum, herra Jes Zimsen, verzlun mína í Hafuarstræti
nr. 23 hér í bænum, með húsum, vörubirgðum og útistandandi skuldum, frá
Stjórnarvalda-augl. (ágrip),
Skuldheimtufrestur er 6 mánuðir frá 25.
þ. m. í dánarbúi síra Jósefs Kr. Hjörleifs-
sonar á Breiðahólstað, og 12 mán. frá s. d.
í dánarhúi Jóns hreppstjóra Jónssonar á
Naríeyri á Skógarströnd (Skiftaráðandi'
Snæf.sýslu).
Viðskiftabcekur við Söfnunarsjóð íslands
nr. 42, 96, 95 og 250 (eign styrktarsjóðs
handa alþ.fólKi í Skútustaða- Helgastaða-
Ljósavatns- og Aðaldælahreppum) eru sagðar
giataðar. Handhafar segi til sin með eins
árs fyrirvara frá 25. þ. m.
1. jan. þ. árs, og heldur hann framvegis verzluninni áfram undir sínu nafni.
Sömuleiðis hefir hann tekið að sér að greiða skuldir þær, er hvíla á verzlun-
inni utan lands og iunan.
Um leið nota eg tækifærið til að þakka öllum viðskiftavinum mínum,
nær og fjær, fyrir þá velvild og tiltrú sem þeir hafa auðsýnt mér um liðinn
tíma, og sem eg vona að þeir framvegis láti son minn verða aðnjótandi.
Reykjavík h. 7. september 1903.
Virðingarfylst
C. Zimsen.
Samkvæmt ofanritaðri yfirlýsingu hefi eg nú tekið við verzlun föður
míns, sem heldur óbreytt áfram undir mínu nafni.
Jarðarför ekkjufrúar Elínar Árnadóttur
frá Krísuvik fer fram að öllu forfalla-
lausu næstkomandi miðvikudag 30. þ. m.
kl. Il'/j frá husinu nr. 20 á Laugavegi.
Eins og kunnugt er, hefi eg i nokkur ár veitt þessari verzlun forstöðu, og
vona því að hinir heiðruðu viðskiftavinir verzlunarinnar láti mig sjálfan framvegis
njóta hinnar sömu velvildar og tiltrúar, er eg hefi hlotið sem forstöðumaður hennar.
Reykjavík d. u. 8.
Virðingarfylst
Rokkar,
góðir og ódýrir, fást í
W. Fischers verzlun.
Góö og þrifin stúlka getur fengið
vist strax. Ritstj. vísar á.
Ung stúlka, vel reiknandi og skrifandi,
getur fengið atvinnu frá 1. október uæst-
kom. i afgreiðslustofu Isafoldar.
Lysthafendur gefi sig fram sem fyrst.
Til leigu á ágætum stað i bænum stór
stofa, með forstofu inngangi og stofugögn-
um, frá 1. okt. Lysthaíendur snúi sér til
ritstj. þessa blaðs eða Signrðar Jónssonar
kennara, sem semur um leiguskilmála.
Uugur, lipur og reglusamur maður,
sem er vel að sér i reikningi og skrift,
óskar eftir atvinnu við húðar- eða pakk-
hússtörf frá 1. okt. u. k.
Uiiiai’ í Miðdal selur 3 kýr, ein mjög
góð ber viku fyrir vetur, 7 vetra gömul.
Pæði frá 1 októh. næstk. geta 4—6 piltar
fengið keypt, mjög ódýrt; semjið sem
fyrst við Jón Jónasson Ingólfsstræti 6
TllkynniiiK — Bréf og hlöð sendist
til Sig. Þórólfssonar að Búðardal pr.
Hjartarholt, en ekki til Reykjavíkur.
Til leigu frá 1 októb. 1. herbergi fyrir
litla fjölskyldu eða einhleypa. Eldhús get-
ur fylgt. Ritstjóri visar á
Vinnukona óskast. Upplýsingar á af-
greiðslu Isaf.
Húsið Nr. 6 í Bröttugötu
fæst keypt, semja má við W. O. Breiðfjörð.
Bitt herbergi er til leigu nú þegar í
Kirkjustræti 8. hjá
M. Finsen.
Undirrituð tekur að sér að kenna
hörnum og fullorðnum allar barnaskólanáms-
greinar, auk dönsku og ensku.
Skólastræti 5.
Jarþrúður Bjarnadóttir
Vinnukona, dugleg, getur fengið vist
frá 1. októb. í
Vesturgötu 37.
Jes Zimsen.
Vín og vindlar
bezt og ódýrust í Thomsens magasíni
Sióéur
harður steiubítur
fæst nú í verzlun
c7Cr. cJirisíjánssonar
Laugaveg 17.
Kvennasköliim i Reykjavík.
Vefnaðardeild skólans tekur
til starfa fyrst í næsta mánuði. Kensl-
an ókeypis og stendur yfir 4 tíma á
dag, frá kl, 10—2. Nánari upplýsing-
ar gefur forstöðukona kvennaskólans.
Rvík 22. sept. 1903.
Thora Melsted.
ýmsar tegundir nýkomnar, alt af
nægar birgðir fyrirliggjandi.
H. Andersen & Sön.
Regnkápur
handa karlmönnum, kvenmönnum og
drengjum eru nýkomnar til undirrit-
aðra.
Verð frá 11,00
c7C. Jlnéorson & Sön.
Hálslín
fæst hjá
H. Andersen & Sön.
Lesið petta.
Til sölu smærri og stærri hús á góð-
um stöðum í bænum, og til leigu her-
bergi eitt og fleiri, einkar hentug fyr-
ir sjómenn. Semja má við
Bjarna Jónsson
trésmið við Klapparstíg.
Dráttlist.
þeir, sem hafa hugsað sér að njóta
tikagnar í dráttlist í heimaskóla mín-
um í vetur eru viusamlega beðuir að
gera svo vel að hitta mig að máli 27.
og 28. þ. m. kl. 4—6 e. m. heimahjá
mér. Inntökugjald greiðist þá og er
Bem áður 8 kr. fyrir allan veturinn.
Grjótagötu nr. 4.
Síofán CiriRsson.
Stórt iHiloi
verður haldið 28. og 29. þ. m. í
fordyri alþingisliiissins
yfir tvítök (dúplíköt) frá Landsbóka-
aafninu.
Skrá yfir bækurnar verður til sýnia
næstu daga á undan á lestrarsal Lands-
bókasafnsins.
Bæjarfógetinn í Rvík 25. sept. 1903.
Halldór Daníelsson.