Ísafold - 03.10.1903, Qupperneq 1
’Kenrar nt ýmist einn sinni eða
tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */j doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
I
XXX. árg.
Reykjavík laugardaginn 3. október 1903
JúiAÁids jftaAya/tiAV
I. 0. 0. F. 85I09873.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjnm mán. kl. 11—1 i spitalannm.
Forngripasafn opið md., mvd. og ld.
11—12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
snnnndagskveldi kl. 8*/2 síðd.
Landakotskirkja. G-uðsþjónnsta kl. 9
•og kl. 8 á hverjum helgum degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj-
•endnr kl. 10'/2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
k]. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. tii útlána.
Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14h
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Kostaboð.
Nýir kaupendur að næsta
árgangi
er borga árganginn nú þeg-
ar, fá ársijórðunginn, sem
eítir er af þessum árgangi,
ökeypis,
og að auki í kaupbæti sög-
una
í heljar greipum
14 arka bók, mjög|skemtilega.
Það kemur aldrei aftur.
Kaupendur
ísafoldar, er haft hafa
bústaðaskifti, eru
vinsamlega beðnir að
láta þess getið á af-
greiðslu blaðsins.
t
Húsfrú
Kristín Einarsdöttir
kona Jóhanns dómkirkju-
prests Þorkelssonar, andaðist
á heimili sínu hér í bænum
síðari hluta dags í gær. Hún
var íædd 4. júlí 1850 á Læk
í Melasveit; misti föðursinn
4 ára gömul og var með
móður sinni eftir það til
fermingaraldurs. Þá fór hún
til hálfbróður síns Björns
járnsmiðs Hjaltesteðs og hjá
þeim hjónum dvaldi hún
þar til er hún giftist 15. júní
1878, og höfðu þau því ver-
ið í hjónabandi rúm 25 ár.
Erlentl tíðindi.
Khöfn 1B. sept. 1903.
fingmannakoBningum í
N o r e g i mun nú vera hér um bil
lokið, með þeim hætti, að aDdstæðing-
ar stjórnarinnar, sem nú er, þeirra
Blehrs og hans fólaga, hafa orðið 66,
sumt hægrimenn, sumt miðlunarmenn
og sumt hinir forsjálli vinstrimenn;
en fylgismenn hennar 51, þar af 4
sósíalistar. Ráðherraskifti eru því al-
veg vís, og eins bitt, að Hagerup verð-
ur formaður hins nýja ráðaneytis.
Hér í Danmðrku er helzt til
tíðinda mikið mannskaðaveður 10. þ.
m. og náði raunar víðar, einkum til
Englands. Varð nokkuð skiptjón og
manna nokkurt m. m. Alexandra
Engladrotning lá veðurtept þá daga á
leið hingað. Hún var 6 daga í þeirri
ferð, í stað 2—3, og fór fólk hennar
hér, ráðherrar og aðrir, þrívegis ónýt-
isför til Helsingjaeyrar að fagna henni.
Hún var á ferðasnekkju þeirra hjóna,
•Viktoria and Albert*.
|>að var bert gert almenningi ídag,
að tvær helztu og mestu bókverzlanir
hér, Gyldendals og Nordisk Forlag,
hafa gert með sér félagsbú, hlutafélag,
er nefnist »Gyldendals Boghandel,
Nordisk Forlag«, og er Jakob Hegel
formaður félagsins, en Gustav Philip-
Ben varaformaður og þeir Ernst Boj-
sen, Peter Nansen og August Bagge
(mágur Hegels) stjórnendur. Bústofn-
inn er sagður vera 4—5 miljónir króna,
og er bókverzlun þessi þar með ein-
hver hin stærsta f allri álfunni, með
því að áður voru margar meiri háttar
bókverzlanir (Reitzels, Philipsens,
BojeBens o. fl.) runnar saman við
Nordisk Forlag. Gyldendals bókverzl-
un elzt og frægust á Norðurlöndum
150 ára.
Engin stórtíðindi orðið frá því síð-
ast á Balkanskaga. Pétur aum-
ingi Serbíukonungur er alveg í greip-
um konungsmorðingjauna, sem munu
ekki horfa í að stytta honum aldur
eins og fyrirrennara hans, ef hann
ber við að reyná að gera annað en
það, sem þeim Hkar.
Svartidauði hefir gert vart við
sig í Marseille á Frakklandi og orðið
þar að bana nokkrum tugum manna,
áður við yrði gert. Hafði fluzt þang-
að með fatatuskum austan úr löndum,
ætluðum til pappírsgerðar. |>ærskyldi
síðan brenna, en þá brann pappírs-
verksmiðjan öll. Ekki stendur mikill
ótti af því, að sóttin færist út.
Búist við uppreistarófriði f
Columbíu í Ameríku, útaf Panama-
skurðinum væntanlega meðfram. f>ing-
ið þar ónýtti í sumar samning við
Bandaríkin um skurðargröftinn og þótti
það heimskulega gert. Sá hluti lands-
ins, þar sem skurðurinn á að liggja og
væntir sér mestra hagsmuna af hon-
um, vill því segjasig úrlögum við ríkið
og komast að samningum aftur við
Bandaríkin.
Nefnd sú, er Danir sendu í vetur
vestur um haf til að rannsaka hag
VeBturheimseynna Dönsku og
gera tillögur um viðreisn þeirra, hefir
látið uppi nýlega álit sitt. f>að er
stór bók með allmiklum fróðleik.
Bankastofnuu er eitt framfarafyrirtæk-
ið, er hún stingur upp á. Annað er
ýmsar Iandyrkjuframkvæmdir.
Ferð með fiskirannsóknaskipinu
„Thor“.
Eftir Bjarna Sœmundsson.
II.
Hér um bil 15 mílur suður af Vest-
manneyjum er dýpið orðið 1000 fðm.
Út á þetta mikla dýpi héldum vér í
blíðu veðri sunnudaginn 12. júlí og
námum staðar nærri 20 mílur suður
af Bjarnarey og var þá komið svo
langt, að Eyjafjallajökull var horfinn
»undir háa bylgju bláa«, en þó ekki
nema að eins. Var fyrst mælt dýpið
og reyndist það 1140 fðm. f>ví næst
var sett út botnskafa og voru gefnir
út nærri 1300 fðm. af vírstreng. Kom
hÚD aftur upp með dálítið af kross-
fiskum og kröbbum, mikið af svömp-
um og hörðum móhellukendum leir.
Svo var botnvarpan sett út og var
það ekki auðvelt verk að draga hana
á svo miklu dýpi, víst hinu mesta er
botnvarpa héfir verið dregin á. Tvisv-
ar kom hún upp í hálfgerðu ólagi, en
í þriðja skiftið gekk alt vel og sýndi
Jörgensen skipstjóri þar dugnað sinn
i því, að fara með það veiðarfæri.
Varpan var dregin í botni í tæpa kl.-
stund, en 4 stundir liðu frá því að
hún var sett út og þangað til hún kom
upp aftur. í hana fekst nokkuð af
kröbbum, krossfiskum, ígulkerjum og
svömpum, allstór blágrýtisklettur og 3
fiskar fáséðir; einn þeirra, álkynjaður
fiskur, var lifandi, þrátt fyrir það þó
Uppsögn (skrifleg) btmdin viÖ
úramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
62. blað.
af honum væri létt 270 loftþyngda
vatnsþrýstingu. Annars voru flestir
djúpfiskar dauðir þegar upp kom, með
augun langt út úr höfðinu og öll inn-
íflin út úr munninum, sökum þrýstings-
léttisins að utan. — í sandsílavörp-
una fengust hér ýsu- og karfaseiði við
yfirborð.
Á þessum stað og víðar var eðlisá-
stand hafsins kannað. Til þess var
haft verkfæri, fundið upp af Svíanum,
próf. Petterson. þ>að er hylki, þannig
útbúið, að það innilokar í sér nokkuð
af sjó, á hvaða dýpi sem vill og svo
vel varið fyrir áhrifum hita og kulda
utan að, að sjórinn, sem inn í því er,
heldur sínum hita, þangað til upp er
komið. Er þar lesið á hitamæli, er
stendur niðri í því og svo er tappað
út nokkuð af sjónum til rannsókna á
lofti því, sem í honum er og efnasam-
setningu hans (seltu). Hitinn á þess-
um stað var 2,7° í botni og svo smá-
stígandi upp á við, þar til hann náði
10,5° í yfirborði.
Utan af djúpinu var haldið inn und-
ir Landeyjasand, og þaðan austurmeð
Söndum, austur í Meðallandssjó, —
1 mílu undan landi, á 30—40 faðma
dýpi. Var leitað þar fyrir fisk með
botnvörpu og sandsílavörpu og fekst
þar mest smákoli ýmis konar og annar
smáfiskur, auk ýmissa óæðri botndýra.
Á þeBSU svæði fengust þorskseiði frá í
vor, er farin voru að leita botnsins,
í Meðallandssjónum kom stór melróta-
flyksa í vörpuna á40fðm. Jörgensen
skipstjóri sagði mér, að þess konar
kæmi þar oft 1 botnvörpur.
Vér vorum heilan dag inni undir
Meðallandsfjörum og Skeiðarársandi
og hafði eg því gott tækifæri til að
sjá þessa háskalegu strönd, er svo
mörg frakknesk fiskiskútan, og á síð-
ustu árum svo margir botnvörpungar
hafa borið beinin á. Hún er ekki til-
komumikil að sjá: eins langt og aug-
að eygir til beggja handa lítur húnút
eins og örmjótt dökt strik, hálf sund-
urslitið þar sem ósar vatnanna eru.
Hæðin yfir sjávarmál er sára lítil,
svo ekki er unt að sjá hana fyr en
komið er mjög nærri, og ef brim er
og þoka eða myrkur, þá er ekkert til
leiðbeiningar annað en dýpið og brim-
hljóðið, sem þó er ilt að heyra, ef
hvass vindur er af hafi. Leiðarljós
þyrftu að vera á fleirum en einum stað
og góður viti á Ingólfshöfða.
|>að þyrfti líka að vera góður viti á
Dyrhólaey og bráðnauðsynlegt að fá
góðan vita einhverstaðar á Veatmann-
eyjum og svo hæfilega sterkan vita
einhverstaðar á svæðinu milli |>or-
lákshafnar og Selvogs, |>að er ekki
altaf sólskin og birta á útmán-
uðunum á svæðinu milli Vestmanneyja
og Beykjaness. |>að vita þeirbezt, er
eiga að standa þar vörð nótt eftir nótt,
og þeir eru ekki fáir. Já, það vantar
enn marga vita á vor mörgu lands-
horn, en vitamálið er þýðingarmikið
velferðarmál fyrir fiskiveiðar vorar og
siglingar og því verður bráðlega að
gefa meiri gaum «n hingað til.
Frá Ingólfshöfða var haldið 10 míl-
ur í suðaustur til að skygnast eftir
fiska-ungviði. þaðan var eftir stutta
dvöl haldið upp undir Eystrahoru og