Ísafold


Ísafold - 24.10.1903, Qupperneq 1

Ísafold - 24.10.1903, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viO áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaOsins er Austursirœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 24. október 1903 65. blað. JíuAÁidá Jía'uja/tMi I. 0. 0. F. 852398VS,. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á kverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Fornqripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- sn á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8*/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 8 á hverjum helgum degi. Landakotsspltali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10V2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 41 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafii opið hvern virkan dag &!. 12—2 og einni stundu lengnr (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið á sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisíPóstbússtræti 14b 1. og á. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Kennaramentiinin. Óvænlegar horfur. |>á er um það hefir verið rætt, að koma á fót kennaraskóla hór á landi, er fullnægði að öllu leyti kröfum nú- tímans, hefir oft verið komið með þau andmæli, að reynslan væri enn ekki búm að leiða það í Ijós, að þörf sé á slíkum skóla, og hefir þá verið bent á það, að eftirspurn eftir kennaraefnum írá kennaraskólanum í Flensborg hafi ekki hingað til verið svo mikil, að þurður hafi orðið á þeim, og skólinn þó verið illa sóttur. — Slíkar ræður hafa jafnvel heyrst á alþingi fyrirskömmu. En ekki er þetta viturlega mælt. Fyrir nokkrum árum hófst hér á iandi heilbrigðistímarit, vel og mynd- arlega úr garði gert; en það þreifst skamma stund, vegna þess að eftir- spurnin eftir því var svo lítil. Var það þá fullnægjandi sönnun þess, að engin þörf sé á slíku riti hér á landi? Dómur almennings hljóðaði að vísu á þá leið; en tregir munu læknar og annars allir hinir skynsamari menn að fallast á hann. Dómur almennings um kennarament- unina er og sá, að hennar sé lítil þörf. Fyrir þá sök eru kennaraefni frá kenn- araskólanum ekki tekin fram yfir aðra, óreynda og ófróða um kenslumál, nema síður sé, og er þá ekki kynlegt, þótt skólinn hafi verið þunnskipaður. |>eir eru enn tiltölulega fáir, sem fallist geta á það, að sérstaka þekk- ingu þurfi til þess, að geta verið góð- ur kennari. Og með því að kennara- skólanemar hafa engin forréttindi um- fram aðra, standa þeir ver að vígi með að komast að kenslustarfi heldur en aðrir. Venjulegast er fremur á það litið, hve hátt kaup kennarinn heimt- ar, en hitt, hvort hann bafi gengið á kennaraskóla eða ekki. Eiga þeir þá hægra aðstöðu að lækka kaupið, er litlu hafa kostað sér til náms, en hin- ir, sem lagt hafa tíma og fé í sölurn- ar til að afla sér kennaramentunar. |>ess eru og dæmi, að gengið hefir verið á bug við kennaraefni frá Flensborgar8kóla, en aðrir, óreyndir og alls ófróðir um kenslumál, teknir fram yfir þá, enda þótt kaupið væri jafnhátt, er hvorirtveggja heimta. Er skemst á að minnast,er þrjú kennara- efni frá kennaraskólanum sóttu um kenslu við barnaskóla Reykjavíkur í haust. Tvö af þeim höfðu áður feng- ist við kenslu hér á landi og getið sér góðan crðstír, og síðan aflað sér frek- ari þekkingar erlendis, en hið þriðja, sem ekki hafði áður stundað kenslu, hafði beztu meðmæli allra kennara kennaraskólans. En ekkert þeirra fekk neitt starf við skólann, heldur var í þeirra stað tekið fólk, sem engr- ar kennaramentunar hafði notið og lít- ið eða ekkert við kenslustörf fengist áður. Skólanefndin ein getur um það vit- að, hver ástæðan var til þessarar ráðs- mensku, og skal hér ekkert um það dæmt, hvort hún hefir valið vel eða illa. En ekki er þetta uppörvun fyr- ir menn til að eyða tíma og fé til að afla sér kennaramentunar. Skólanefndin í Reykjavík hefir, engu síður en hreppsnefndir í sveitunum, ó- skoraða heimild til að hafa horn í síðu kennaraskólans og nemenda hans, og ekki dettur mér í hug að áfellast hana fyrir þessa sök, frekar en aðra, sem eins fara að ráði sínu. En eg get þessa dæmis til sönnunar því, hver fjarstæða er að ætla sér að bíða með að hlynna frekar að kennara- mentuuinni, þangað til eftirspurnin eftir kennurum frá Flensborgarskóla er orðin meiri en árleg viðkoma það- au getur fullnægt. f>ess mun verða langt að bíða, að almenningur læri að meta kennara mentunina sem vert er, — líklega lengra en margan grunar. Hver skyldi hafa trúað því, að barnaskólastjórnin í höfuðstaðnum synjaði kennaraefnum frá kennaraskólanum um atvinnu öðrum fremur, svo sem nú er komið í ljós? A þinginu í sumar voru það talin góð meðmæli með því, að láta kenn- araskólann standa í Reykjavík, að hann ætti þar kost á að komast f samband við fullkomnasta barnaskóla landsins. Mun nú öllum finnast anda hlýju þaðan gagnvart kennaraskólan- um? Eða gefur þetta atferli skóla- nefndarinnar góðar vonir um happa- sæla samvinnu milli þessara tveggja meutastofnana? Mér virðast kenslu- fróðir menn vera sömu hornrekurnar hjá skólanefndinni í Beykjavík sem öðrúm. En sleppum því. Eg játa, að skóla- nefndin er í þessu efni ekki verri en Bumar hreppsnefndirnar, — ekkert v e r r i. En það vildi eg hafa leyfi til að segja, að þetta nýjasta — ekki versta — dæmi þess, að fólk með kennaramentun situr á hakanum fyrir öðrum, með að fá atviunu við kenslu- störf, sýnir og sannar það áþreifanlega, hve langt er frá því, að það njóti fremur trausts og hylli en einhverj- ir aðrir, oghve mikið vantar á, aðvér megum fyrst um sinn vænta verulegr- ar breytingar til batnaðar á mentun- arástandi þjóðarinnar, nema því öflug ar sé tekið í taumana af löggjafar- valdinu. Eins og nú standa sakir, er vafasamt, hvort rétt er að hvetja menn til að afla sér kennaramentunar. Að vísu hafa þeir alt af töluverð not þeirrar mentunar, hvernig sem fer; en það væri líka fjarstæða að eggja nokkurn á að ganga á kennaraskóla í þeirri von að komast fyrir það að góðri stöðu. Fyrst og fremst er öllum kunn- ugt, hvílík sultarlaun íslenzkum kenn- urum eru boðin, og í öðru lagi hefir reynzlan margsannað, að mentaðir kennarar hljóta kennaraembættin oft og einatt síður en aðrir, svo fýsileg sem þau eru. Hve langt mun þess verða að bíða, að sú þjóð verði sannmentuð, erþann- ig greiðir götu menningarinnar? Og hvar þekkja menn dæmi slíks meðal menningarþjóða heimsins? Jón Jónasson. Ásgrímur málari Jónsson. Árnessingurinn, sem styrkinn fekk hjá alþingi í sumar, til þess að full- komna sig í málaralist erlendis, og mun fara utan í kveld með »Lauru«, hefir undanfarna daga haldið sýningu á íslenzkum myndum, sem hann hefir málað hér í sumar. Myndirnar eru um 50 að töiu, og er það dálagleg sumarvinna, enda hefir málarinn að siign notað vel tímann þessa fjóra máuuði, sem hann hetir dvalið hér. En það, sem hér er mest um vert, er ekki tala myndaDna, heldur hitt, hvemig myndirnar eru gjörðar, af hve mikilli list. það er ekki óhugs- anlegt, að einhver alþingismaðurinn, sem í sumar studdi að því með at- kvæði sínu, að Ásgrimi þessum var veittur hinn umbeðni styrkur, sitji nú heima í sveit sinni hálf mórauður á samvizkunni yfir því, að hafa »verið með« j því að fleygja landsfé í listamenn og skáld, ekki arðvænlegra en Blíkt er talið af öllum þorra manna hér á landi; slíkum manni vildi eg óska þess, að hann hefði mátt líta inn í Melsteðshús þessa daga og sjá það, sem þar hefir hangið á veggjun- um, eftir Ásgrím þenna. Eg er þess fullviss, að samvizkan hefði þegar í stað hætt öllum sínum ásökunum. þessar myndir Ásgríms bera þess augsýnilegan vott, að vér erum hér að eignast þann listamann, sem ís- lenzku fjöllin og fossarnir, gilin og grundirnar, hálsarnir og hlíðarnar hafa svo lengi beðið eftir árangurslaust, listamann, sem til fulls skilur íslenzku náttúruna og getur því túlkað hana svo, að hvert barnið sér, að þar er í 8 1 e n z k náttúra. þetta sé ekki sagt til þe88 að rýra neina þá, er pentlist stunda hér heima um þessar mundir. |>eir kunnu fleiri að yrkja en Eyvindur, þótt hann einn hlyti nafnið »skáldaspillir«. Ásgrímur er auðsælega gæddur ó- venjumiklum listamannshæfileikum. Hann hefir að sönnu numið málara- i ð n erlendis og þótti bera af öðrum í þeirri iðn, en í málara 1 i s t hefir hann enn enga tilsögn hlotið, nema i teikningu; en því augljósari vottur verða líka myndiruar um hæfileika mannsins. Enn er ekki auðið að segja hvert hann stefnir sem málari. Hann er r e a 1 i s t i í aðra röndina. Gljá- myndir málar hann ekki; hann brúkar •breiða pensilinn*, leggur meiri áherzlu á heildina en hið einstaka. Hann elskar hrikadyrð náttúrunnar, kletta- klungur, gjár og gjótur, enda kemur litbreytingin cft hvergi betur fram en þar; fossarnir eru uppáhald hans, sér- staklega þar sem þeir brjótast fram í klettaklungrum. En þó vantar hann ekki auga fyrir hinu »idylliska« í ís- lenzku náttúrunni. Sumarkveldið ís- lenzka, sérstaklega kveldhimininn, teksb Ásgrími ágætlega. |>að sýna bezt sum- ar af myndunum úr þjórsárdal, en þar hefir Ásgrímur dvalið mest í sum- ar; er það víst í fyrsta skifti að þangað kemur málari, að minsta kosti hefi eg aldrei séð myndir þaðan fyrri. Að Ásgrími sténdur hérumbil á sama hvort hann málar sjó eða land, má ráða af myndunum frá Vestmannaeyjum. Honum læturhvort- tveggja jafnvel. Sjávaröldurnar við Heimaklett eru að sínu Ieyti fult eins »náttúrlegar« og sætið á HvaDneyrar- túninu. Af andlit8myndum hefir Ásgrímur ekki málað nema þrjár á þessu sumri. Ein þeirra er af síra Valdimar Briem, góð mynd og trú. Undanfarin tvö ár hefir Ásgrímur notið nokkurrar tilsagnar í teikningu á listaháskólanum danska, en vegna efnaleysis hefir hann jafnframt orðið að vinna fyrir sér sem handiðnar- maður, og því ekki getað notfært sér tilsögnina eins rækilega og reglulega, og hann hefði óskað og þurft. Til þess nú að geta gefið sig allan og óskiftan við námi sínu, sótti hann í sumar um styrkinn til alþingis, sem hann og fekk, og ætlar hann x vetur að ganga á málaraskóla danska málarans P. S. Kröyers, sem nú er talinn fremstur allra danskra pent- listamanna. J. H. Ylirgangur botnvörpunga. Ófagrar eru fréttirnar, er bárust að vestan í gær með Lauru af yfirgangi og ofríki botnvörpunga á Vestfjörðum. þeir rekja firðina og sópa upp fisk- inum, bæði djúpt og grunt, svo lengi sem nokkuð er eftir, og þegar þeir á þenna hátt hafa gjörtæmt einn fjörð- inn af fiski, flytja þeir sigyfiránæsta fjörð, til þess að beita þar sömu að- ferðinni. Voru þeir nú á þenna hátt búnir að ljúka sér af á Patreks- firði, Tálknafirði og Arnarfirði og komn- ir vestur á Dýrafjörð. Auðvitað eru þeir alt af í landhelgi inni á fjörðunum, þeir eru ekki breið- ari en svo, enda er svo fjarri því að þeir blífist við því, að þeir elta bát- ana og bátfiskimiðin alveg upp í land- steina, eða svo grunt sem fiskur geng- ur. f>eir vita sem er, að þeim er ó- hætt, varðskipið er farið frá landinu, eftirlit af valdsmanna hálfu er ekkert og getur ekkert verið gagnvart þess- um ræningjum, sem ekki hafa beyg af neinu öðru en fallbyssum. Eigi verður með tölum talið tjón það, er hlýzt af ránskap þessara út- lendu yfirgangsseggja. f>að er ekki

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.