Ísafold - 24.10.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.10.1903, Blaðsíða 2
258 að vita, hve lengi eða hverau mikið mundi fiskaat á báta, ef þeir hlýddu lögutn og létu fÍ8kimið hlutlaus í land- helgi. Nú f haust leit út fyrir að aflast mundi með bezta móti á Arn- arfirði, en þaðan var nú allur fiskur horfinn, sumpart sópaður upp í botn- vörpur, sumpart flæmdur með þeim í burtu. Og svo er þar mikill munur á afla í ár og í fyrra, að þá fengust þar á bát 3,000—10,000 fiskar, en í ár 600—3,000, með öðrum orðum, hæati afli í haust hefir að eins náð lágmark inu í fyrra. Og hér er ekki um neina smáupphæð að ræða, því bátarnir, sem ganga til fiskjar við Arnarfjörð eru eigi færri en 40. En það er er ekki nóg með það, að þessír ránsmenn sópi upp flskinum eða flæmi hann burtu, þangað til ekk- ert er orðið eftir, þeir spilla veiðar- færum landsmanna fyrir margar þús- undir króna. þeir liggja sem sé á því lúalagi að elta bátana, er þeir eru að leggja eða vitja um lóðir sínar, því þar vita þeir fiskjarvon, og svo sópa þeir lóðunum með fiski og öllu saman upp í vörpur sínar. Fer þá stundum svo, að þeir mætast á miðri lóð, landinn og ræninginn, og heldur þá hvor því, sem hann hefir náð, því ekki kemur Englendingnum til hugar að skila því aftur, sem hann hefir hönd á fest, þótt hann vel viti, hvern- ig það er fengið. Á þenna hátt missa sumir meira eða minna af veiðarfær- um sínum, aðrir ef til alla lóðina, sitja svo tómhentir og veiðarfæralaus- ir eftir, og verða þá að kaupa og koma sér upp öðrum í staðinn, en tefjast jafnframt frá róðrum á ineðan á því stendur. f>að er því engin furða þó menn á Vestfjörðum, eins og reyndar víðast hvar annarstaðar á landinu, kvarti sáran undan þessum yfirgangi, sem þeim er sýndur af útlendum botnvörp- ungum, enda horfir til vandræða, ef hér verður ekki bót á ráðin, og það sem fyrst. Mönnum leiðist, sem von- legt er, að verða fyrir aflamissi og stórtjóni á veiðarfærum ár eftir ár, hafandi ekkert í aðra hönd og enga von um að þessum ófögnuði létti af þeim. Varðskipið fer að vísu þarna um einðtöku sinnum og ekki er að efa það, að það gerir gagn, þar sem það er í hvert skifti; en nærri má geta að eitt skip kemst eigi yfir að verja strendur landsins svo, að fullum not- um geti komið. Geta því botnvorp- ungar í næði athafnað sig þess á milli að varðskipið er á ferðinni, enda er svo að sjá, sem þeir hafi eitthvert veður af því, hvað skipinu líður, að minsta kosti hefir það verið svo bæði nú og í fyrra á Arnarfirði, að daginn áður en varðskipið kom, sóp- uðust þaðan allir botnvörpungarnir með tölu. Getur þetta tæpiega verið tilviljun ein bæði árin; hitt miklu lík- legra, að aðvífandi botnvörpungar hafi gert hinum viðvart, að flekla væri að eins ókomin, ef þeir þá eigi beinlfnis hjálpast að tii þess að hafa njósnir af hvar hún er í hvert skifti og láti svo hver annan vita hvað líð- ur. En eftir að Hekla er farin, þurfa þeir engan andvara á sér að hafa; þá er ekkert að óttast. Enda breyta botnvörpungar þá víða svo, eins og þeir ættu sjálfir hverja vík og væru skipaðir konungar yfir strendur lands- ins. Varðskipið er hér að eins hálft árið eða þó tæplega það. Og þó að yfir- menn þess séu hinir ötulustu, eins og þeir hafa verið undanfarin ár, og geri alt sitt til að vernda fiskiveiðar vor- ar fyrir yfirgangi botnvörpunga, þá er það þó, eins og nærri má geta, hvergi nærri fullnægjandi og getur ekki verið það. Ummál landsins er of stórt til þess, en botnvörpungar bæði margir og ófyrirleitnir. Og þó er fjarska mik- il bót að þessari vöru, þann tíma ársins, sem vér njótum hennar; en það er því miður að eins annar árshelmingur- inn; hinn ársheiminginn erum vér al- veg varnarlausir. Ef strandgæzlan hér ætti að koma að nokkrum verulegum notum og botnvörpungar að hafa þann ótta af henni, sem dygði, þyrftu gæzluskipin að vera eigi færri en 2, en það mættu vera litlir fallbyssubátar, er annar gætti Suður- og Vesturlands en hinn Norður- og Austurlands. En *fyr er bati en albati«, 8egir mál- tækið, og góð hjálp væri það, ef hing- að yrði sendur sérstakur failbyssubát- ur til gæzlu á Faxaflóa, eins og þing- ið fór fram á í sumar. Gæti hann þá skotist vestur öðru hvoru og vernd- nð Vestfirði fyrir yfirgangi og ránum botnvörpunga. þetta má ekki lengur við svo búið standa. Menn fara að gerast óþolin- móðir, ef þeir eiga að búa við það til langframa, að bitinn er tekinn frá munninum á þeim og veiðarfærin úr höndunum á þeim. Kirkjugarðsgirðingin nýja. þrátt fyrir höfuðstaðarbraginn, sem að mörgu leyti er kominn á Reykja- vík, hefir þó hingað til ýmislegt orðið til að óprýða bæinn og svo er enn. Eitt af því eru girðingar víða hvar um bæinn, sem hafa verið og eru sum- ar enn til hinnar mestu óprýði. Enn er mörgum í fersku minni koltjörugirðingin svartaj er var fram með grósseralóðinni sunnanverðri, út að Austurstræti, og stóð þar um fjölda mörg ár. Sú girðing er nú horf- in og bankahúsi'ð komið í staðinn. Voru það hin beztu skifti fyrir bæinn, að tá þar prýðilegt hús í staðinn fyrir mjög ljóta og leiðinlega girðingu, og eigi að eins húsið sjálft, heldur og mjög snotra girðingu, út frá því á tvo vegu, og sýnir svi girðing samanborin við girð- ingar vestar í sömu götunni, hvílíkur feikna munur getur á girðingum verið. það er með þær eins og margt annað, að það á ekki saman nema nafnið, hver girðingin rr. Önnur girðingin, sem engin bæjar- prýði er að, er girðingin kringum Aust- urvöll, sem er að smáfúna niður og alt af er verið að klastra við. |>að væri ekki lítil bæjarprýði að snoturri girðingu einmitt á þeim stað. Ein af þeim girðingum, sem um mörg ár var bænum til óprýði, var girðingin kringum kirkjugarð höfuð- staðarins. f>að var hepni fyrir bæinn að kirkjugarðurinn liggur fyrir utan hann, og þeim megin, sem minst er umferðin, því girðingin var satt að segja orðin bænum til minkunar, margklöstruð eins og hún var, og jafn- vel haldið uppi með snærum. En nú er ioksíns bætt úr þessu, sem betur fer; nú er búið að yngja þá girðingu upp og það með rausn og sóma. Eftir margra ára þref um kirkju- garðinn og kirkjugarðsgirðinguna var loksins ákveðið á safnaðarfundi 12. febr. þ. á., að byggja steingirðingu um kirkjugarðinn austanverðan, meðfram Suðurgötu. Var samþykt í því skyni tilboð nokkurra steinsmiða, er Stefán múrari Egilsson var fyrir. Fekk sókn- arnefndin insjeníör Knud Zimsen til að gera uppdrátt af girðingunni og samning um verkið, og hefir hann haft alla umsjón með því frá fyrsta tilsíð- asta fyrir sóknarnefndarinnar hönd. Á verkinu var byrjað í aprílmánuði og var því lokið um miðjan september. Girðingin er alls 256'2/3 alin á lengd, hæð frá jörðu er 2y2 alin, þykt að neðan 12 þuml., að ofan 8 þuml., en efst er 12 þuml. gesims. Áð innan- verðu eru bríkur, með 15 álna milli- bili, girðingunni til styrkingar, en að utanverðu er fram með allri girðing- unni steinlímd renna. þrjú hlið eru á girðingunni. Aðal- hliðið 4 álnir á vídd, en 2 ganghlið, sitt hvoru megin, U/2 al. hvort. I hliðin verða settar járngrindur, en þær eru ókomnar enn. Undirstaða undir girðingunni er úr »púkkgrjóti« og var grafið l1/.-, al. niður fyrir undirstöðunni. Ofan á púkkið er girðingin hlaðin úr klofnu grjóti. Er síðan sléttað yfir að framanverðu með sementshúð, en »köstuð út« að innan og kústað yfir. Gangstígur er meðfram girðingunni innanverðri að sunnanverðu við aðal- hliðið, en að norðanverðu varð því ekki komið við, með því að þar ná leiðin alveg út að girðingunni. Girðingin hefir kostað alls um 4300 kr. jpeim kostnaði jafnar sóknarnefnd- in niður á sóknarmenn, samkv. lögum um kirkjugarða 8. nóv. 1901. Áhelming- ur kostnaðarins að koma jafnt niður á alla gjaldendur, og mun það verða 1 kr. 65 a. á mann, en hinum helm- ingnum ber að jafna niður eftir efnum og ástæðum, og mun síðasta aukaút- svar vera lagt þar til grundvallar og gjaldið hér um bil 5,6%. Á manni, sem greiðir í’ aukaútsvar 50 kr., verð- ur þá gjaldið til kirkjugarðsgirð- ingarinnar 1,65 + 2,80 = 4 kr. 45 a. eða nálægt því. Er vonandi að allir greiði þetta gjald með glöðu geði, því girðingin er bæn- til sóma og prýði og stendur um ald- ur og æfi. Laiidsyfirréttardóinar. þess hefir verið getið hér í blaðinu (21. marz), að yfirdómari .Jón Jensson höfðaði mál gegn ritstj. |>jóðólfs, fyrir aðdróttanir um flokkshlutdrægni í yf- irréttarúrskurði í verðlagsskrármálinu úr Snæfellsnessýslu í grein í þjóðólfi 6. febr. þ. á. með fytirsögninni »Póli- tiskir títuprjónar«. Lauk því tnáli svo fyrir undirrétti, að ritstj. var samkv. 219. gr. hegning- arlaganna dæmdur í 100 kr. sekt til landssjóðs eða til vara 20 daga ein falt fangelsi, hin meiðandi ummæli dæmd dauð og ómerk og í málskostn- að átti ritstj. að greiða 20 kr. þessum dómi áfrýjuðu báðir máls- partar. Til þess að dæma málið í yfirrétti voru skipaðir þeir: amtmaður Júlíus Havsteen, landfógeti Árni Thorstein- son og kandídat Eggert Claessen. f>e8si nýi yfirdómur kvað upp dóm í málinu 9. septbr. síðastl. Félst hann algerlega á dómsástæður undirdómar- ans og segir meðal annars svo í for- sendum yfirdómsins: »Að því er snert- ir hin önnur átöldu ummæli og fyrir- sögn gremarinnar, hlýtur yfirrétturinn einnig að vera á sarua máli og undir- dómarinn, þar sem hann álítur, að fyrirsögnin, í sambandi við hin ýmsu átöldu ummæli, feli í sér þá aðdróttun að gagnáfrýanda, að hann hafi látið pólitiskan andstæðingsskap og óvild hafa áhrif á eða jafnvel ráða dóms- atkvæði sínu í úrskurðarmáli því, sem um er rætt«. Yfirrétturinn dæmdi því rétt að vera, að hinn áfrýjaði bæjarþingsdómur ætti að vera óraskaður, þó þannig, að hin ídæmda hegning skyldi ákveðin 50 kr. sekt til landssjóðs eða 15 daga einfalt fangelsi, ef sektin er eigi greidd í tæk- an tíma. Ennfremur var ritstjórinn dæmdur til að greiða málskostnað fyr- ir yfirdómí, eins og málið hefði ekki verið rekið með gjafsókn, þar með taldar 15 kr. til hins skipaða tals- manns gagnáfrýjanda, Odds yfirréttar- málafærslumanns Gíslasonar. Annað mál (einkamál) gegn ritstj. jpjóðólfs út af sömu greininni höfðaði yfirdómari Kristján Jónsson, er hafði orðið fyrir sömu ummælum og aðdrótt- unum og hinn yfirdómarinn, um hlut- drægni, stafandi af pólitiskum and- stæðingsskap og óvild. Með það mál fór nákvæmlega A sama hátt og hitt málið fyrir báðum réttum. Yfirréttardómurinn var upp kveðinn síðastl. mánudag 19. þ. m., af hinum sömu settu dómurum, og ritstj. dæmd- ur í 50 kr. sekt eða 15 daga einfalt fangelsi og 20 kr. málskostnað fyrir yfirrétti. Hrossahaldiö i Landcyjimuiii °e hr. oddviti Einar Árnason- í seinasta tbl. ísafoldar er hr. odd- viti Einar Árnason í Miðey að gera, athugasemdir við það, sem blaðið (£ 60. tbl.) hefir eftir mér um hrossa- haldið í Landeyjum, og þykir þar vera hallað á Landeyinga, bæði að því er hrossafjölda og meðferð hrossa snertir. Eg vildi óska að svo væri, því eg er sannfærður um, að búskapur Landey- inga væri ekki í annari eins niðurlæg ingu og hann er nú, ef hrossin v»ru nokkrum sinnum færri en þau eru, og meðférð þeirra að því skapi betri. E» því miður verð eg að álíta, að ekkert hafi verið ofhermt af því, sem stóð í áður nefndu blaði um hrossahaldið í Laudeyjum. |>annig voru á einum bæ í Landeyjum, er eg kom á, að sögn nákunnugra manna, minst 70 hross. Eg taldi þar milli 60 og 70 hross. Að> vÍ8u áttu uokkur þeirra heima á næsta bæ, en bóndi sagði raér líka, að mörg: af sínum hrossum vantaði. Auðséð- var, að fjöldinn af þessum hrossuna hafði aldrei komið í hús, því þau voru svo vilt, að mann8öfnuð — og miður mannúðlega aðferð — varð að nota til að handsama þau, enda gat eg ekki séð hesthús nema fyrir lítinn hluta þeirra. Á nokkrum fleiri stöð- um í Landeyjum sá eg mjög mörg hro8s, og gagnkunnugir og áreiðanleg- ir menn tilnefndu ýmsa bæi í Land- eyjum, þar sem þeir sögðu að væru yfir 50 hross. Að því er snertir meðferð hrossa i Landeyjum, þá er það sjálfsagt rétt hjá hr. Einari, að hún sé betri nú eu fyrir 20—30 árum, og þessvegna er það einmitt, að liann og aðrir Landeyingar geta gjört sig ánægða meðhana, en ekki af því, að meðferðin sé yfir- leitt viðunandi, hvað þá góð. 1 þessu sambandi vil eg geta þess, að síðast- liðið vor drapst fjöldi af folöldum í Landeyjum — þar á meðal mörg hjá Einari sjálfum —, af því veturinn hatði verið harður. Reyndar veit eg, að Einari og mörgum Landeyingum kemur ekki til hugar að eigna þenna folaldafaraldur vondri meðferð á hryss- unum, heldur ófyrirgirðanlegri óhepni! Hið sama er auðvitað tilfellið, þótt hross hrökkvi upp af þegar hart er í ári. |>að er kent ýmsum »vorkvillum« eða þá »óhepni«, en ekki meðferðinnú. Að endingu vil eg geta þess, að eg þarf ekki oddvitann í Miðey til þess að fræða mig á, að honum og mörg- um öðrum kemur betur, að þeir séu skjallaðir, heldur en hitt, að bent sé á það, sem miður fer. Hins vegar á- lít eg það siðferðislega skyldu mína,. semstarfsmanns Búnaðarfélags Islands,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.