Ísafold - 04.11.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.11.1903, Blaðsíða 2
Bg hefi þegar drepið á það, að síra Bjarna mundi hafa verið óhætt að sleppa að minsta kosti einum 17 af lögum þeim, sem sameiginleg eru fyr- ir bók hans og Jónasar-bók, þótt ekki hefði verið til annars, en að geta kom- ið að fleiri »nýji!m« lögum og tíma- bærari í stað hinna. Eg hefi og þeg- ar bent á 8 lög, sem eg hygg, að eng- inn mundi sakna, þótt hyrfu, og hlut- aðeigandi sálmum væri vísað til ann- ara lagboða, sem fyrir eru. Nú vildi eg benda á nokkur »ný« lög, sem eg hefði óskað, að komið hefðu í stað sumra hinna eldri og þá sérstaklega þeirra 9 laga, sem nú skulu nefnd: 1. »Minst þú, ó maður, á minn deyð«; það lag er fyrir löngu hætt að nota, enda fremur lítið í það spunnið. I stað þess hefði eg viljað biðja um hið gullfagra lag Emils Hartmanns við sálminn »Fra Himlen kom en Engel klar«. 2. »Kross á negldur meðal manna«; það lag má gjarna hverfa, því það á ekki við neinn þeirra 5 sálma, sem nú eru undir því í sálma- bókinni (nen.a ef vera skyldi sálmur- inn nr. 379); í stað þess hefði átt að koma annaðhvort Berggreens-lagið við iHimlen aabnes, Mörket svinder«, sem á svo undurvel við báða sálmana nr. 522 og 534, eða hið einkennilega lag gamla Hartmanns iKommer Sjæle dyrekjöbtA. 3. »Gjörvöil kristnin skal gleðjast nú« hefði og mátt þoka burt, og í þess stað koma annaðhvort lag Rungs við »Sin Vogn gjör han af Skyer blaa« eða lag gamla Hartmanns við »Nu fryde sig hver kristen Mand« — eða bæði lögin. 4. »Far, veröld, þinn veg«; sálmar með þeim lagboða heyrast nálega aldrei í kirkjum vor- um; enda er lagið gríðar þunglamalegt og svæfandi. í stað þess hefði fyrir hvern mun átt að kotna hið fagra lag Lindemans »0 Kristelighedi, sem nú mun víðast hvar í Danmörku og Noregi búið að bola burt hinum eldri lögum við þann bragarhátt. 5. »Sólin ljóma sínum skrýdd«, það lag hefði helzt átt að hverfa, og í þess stað að koma lagið eftir gamla Hartmann við • Mindes vi en fuldtro Ven«, dásam- legt sálmalag, þrungið af trúargleði, en svo einfalt, að ekki þarf að heyra það sungið nema einu sinni, til þess að læra það svo, að það gleymist al- dreí aftur. Sálmurinn alþekti »Sonur guðs vor ástvin er« t. a. m., verður eins og annar sálmur, þegar bann er sunginn með því lagi. 6. »Upp skap- að alt í heimi hér« er einn af þeim sálmum, sem nálega aldrei heyrast hér í kirkjum, þótt hann útvegaði frumhöfundi sÍDum (Brorson) biskups- dæmi, svo góður sem hann þótti þá. En það er vafalaust engu öðru en lag- inu að kenna. Danir syngja þann gálm mjög alment undir laginu »Nu ringer alle Klokker mod Sky« eftir Weyse. 7. »Sælir þeir, er sárt til finua«, hefði.og mátt þoka fyrir öðru lagi betra. þar vildi eg mega benda á lagið eftir LindemaD: »Herrens Röst, aom aldrig brister* eða þýzka lagið í litlu söngheftum Jónasar 4. hefti: •Ástafaðir himinhæða* skínandi fagurt lag. Sérstaklega á hið síðarnefnda lag mætavel við sálmana nr. 267 og 339 í sálmabókinni. Eg get trauðla hugsað mér annað betur viðeigandi að syngja á eftir líkræðu en sálmÍDn nr. 339 með þessu inndæla lagi. 8. »Herra guð í himnaríká; ekki hefði eg aaknað þess lags, hefði eg fengið í stað þess anuaðhvort danska lagið •Herren han har besögt sit Folk«, eða lagið f Viðbæti St. Th. og B. Kr. við 8álminn »f>ú guð, sem stýrir stjarna- her«. f>egar eg svo að síðustu nefni í þesau sambandi: 9. »Ó guð, þér hrós og heiður ber«, þá er það ekki svo mjög af því, að eg felli mig ekki dá- vel við það lag, heldur af því að mér hefði verið enn ljúfara að fá innleitt hér aanska sálmalagið »Her kommer, Jesu, dine smaa«, sem áður er nefnt, og á mæta vel við flesta þá aálma, er standa undir nefndum lagboða. Framan við sálmalögin í bók sinni hefir síra Bjarni sett fjórraddað lag við orðin: »Sælir eru þeir, sem heyra guðs orð og varðveita það«, og er til þess ætlast, að það megi syngja á eftir fyrri blessun, sem svar safnaðar- ins upp á hina fluttu prédikun. Er- lendis er slíkt alsiða, og hefir stundum verið gjört hér í dómkirkjunni við síð- degisguðsþjónustur þetta síðasta ár og þótt vel fara á því. Hér hafa ver- ið sungin sömu orðin, sem síra Bjarni hefir lageett hér, en með lagi eftir gamla Hartmann, sama laginu, sem venjulega er notað í Frúarkirkju í Khöfn. Aftan við sálmalögin eru prentaðir tveir lofsöngvar: »Hátíð öllum hærri stund er sú« og »Guð hæat í hæð«. Bæði eru lögin fögur og viðhafnarmik- il, en fæstra meðfæri að syngja svo að vel fari. Fyrra lagið er í Jónas- ar-bók, en sálmurinn komst ekki |í Sálmabókina frá 1886, ef til vill með- fram vegna hins erfiða lags. Lofsöng- ur Sigfúsar Einarssonar, sem sunginn var hér í dómkirkjunni í sumar, og öllum fanst svo mikið til um, sem heyrðu, ætti einnig að komast inn í íslenzkar kirkjusöngsbækur með tím- anum. Loks koma stuttar athugasemdir um uppruna laganna, og er mjög fróð- legt að eiga þær þarna allar á einum stað. Eg hefi nú tekið fram hið helzta af því, sem eg vildi sagt hafa um þessa nýju sálmasöngsbók sira Bjarna. Um hina tónfræðilegu meðferð síra Bjarna á þeim lögum, sem hann hefir radd- sett að nýju, eða lagfært raddsetningu á, eða aett í aðra tóntegund o. 8. frv. brestur mig þekkiugu til að dæma; það verða tónfræðingarnir að gjöra. Eg gæti trúað því, að góðvini mínum Bi'ra Bjarna, þætti eg vera í meira lagi heimtufrekur og — nýjungagjarn. Eg skal játa, að eg er þetta hvort- tveggja, þegar um sálmasöng og sálmalög er að ræða. Eg má þó til að bæta því við, að þessar athuga- semdir rnínar eru lítilræði eitt í sam- anburði við alt það, sem eg mundi hafa komið fram með af breytingar- tillögurn, ef eg hefði ekki sumpart ver- ið hræddur um að þreyta bæði síra Bjarna, sem trúlega er orðinn leiður á hótfyndni minni, og þá aðra, er þetta kunna að leea, og sumpart kviðið því, að of miklar kröfur gætu orðið til þess, að ekkert fengist af öllu því nýja, sem eyra mitt girnist að fá að heyra. Eg el sem sé þá von í brjósti, — og sú vou nálgast vissu, — að maður, sem óskar eins innilega og síra Bjarni, að kirkjusóngurinn íslenzki verði landi og þjóð til sóma og kirkju guðs til uppbyggingar, muni ekki ófús á að skrifa bak við eyrað eitthvað af þess- um lögum, já, helzt þau öll, — sem hugur minn girnist og hér hafa nefnd verið, og gefa oss þau sem fyr3t í »Við- bætí« við sálmasöngsbók sína. Slíkur viðbætir, — eg trúi ekki öðru,—mundi til mikilla muna auka gildi bókarinn- ar og gjöra hana söngelskandi mönn- um enn dýrmætari, og það því fremur, sem bér er ekki verið að biðja um neinn gutlara-samsetning, heldur um lög eftir meistara í heimi hinnar kirkjulegu tónlistar, menn eins og þá Hartmann-feðga, Weyse, Gade, Linde- man, Bsrggreen og Rung. En þrátt fyrir allar m í n a r óskir og athugasemdir finn eg það og skal ekki látið þess ógetið, að síra Bjarni hefir með bók þessari gefið kirkju sinni góða gjöf, og á því skilinn heið ur og þökk allra góðra manna fyrir. fietta rýrist ekki vitund við það, þótt síra Bjarna hafi ekki tekist að full- nægja öllum óskum og kröfum, sem gjörðar kynnu að verða til slíkrar bókar — því hver er þess megnugur ? — en hafi látið það ráða í valinu, sem smekkur sjálfs hans og tilfinning sagði honum að réttast væri, og eins þótt eitthvað megi að einhverju finna t. a. m. í hinni tónfræðilegu meðferð laganna. Hann hefir mikið fyrir haft og ' miklum tíma varið til verksins, því að hann hefir viljað vanda það sem bezt. Fái bók þessi orðið til þess að bæta sálmasönginn í kirkjum vorum og beimahúsum, og gjöra hann veglegan og samboðinn hinu heilaga máli trúarinnar, veit eg að síraBjarni muni álíta sér að fullu launað það, sem hann hór hefir unnið í þarfir kirkjunnar og hinnar göfugu frúar söng- listarinnar. Og þeirra launa vildi eg óska síra Bjarna ! Jón Helgason. Þilskipaútgerðiii. í 63. tölubl. ísafoldar, 10. f. m., var gefið stutt yfirlit yfir þilskipaaflann hérna í höfuðstaðnum og á Seltjarn- aroesi á yfirstandandi ári. Var þar gerð svo sennileg áætlun, sem kring- umstæður leyfðu, um það, að hve miklu leyti þilskipaútgerðin þetta árið hefði svarað kostnaði, og vildi niður- staðan þvi miður verða sú, að ekki hefði helroingur skipanna borgað út- gerðina og því síður meira, en að sumir útgerðarmennirnir befðu beðið stórtjón á vitgerðinni þetta árið. Skipin hafa fiskað upp og niður, eins og gerist, sum prýðisvel, sum mjög illa, til jafnaðar ef til vill í lak- ara meðallagi, en aftur á móti hefir verð á fiski verið fremur hátt, en þrátt fyrir það hefir útgerðin ekki borgað sig betur en svo, að ekki hefir helm- ingur skipanna gert betur en svara kostnaði. |>etta er ekki efnilegt. Manni verður ósjálfrátt að bera upp fyrir sér þá spurningu, hvernig hefði farið, ef verðið hefði verið lægra á fiskinum, og hvernig fer, ef það oin- hvern tíma iækkar, fyr eða síðar? Hér er mjög alvarlegt mal fyrir hendi og vér höfum verið að bíða eft- ir því, að einhver rraður, sem bæri gott skyn á þettamál, einhver reynd- ur og greindur útgerðarmaður, tæki til máls, skýrði það fyrir mönnum, í hverju þilskipaútgerðinni væri ábóta- vant og h-verjar ráðstafanir þyrfti að gera til þess að kíppa öllu í gott lag og tryggja útgerðina svo, að hún gæti eigi orðið fyrir neinu því skakkafalli, sem veruleg hætta stafaði af. En það hefir enginn hreyft sig. Vér höf- um ekki orðið varir við neina hreyf- ingu í þessu efni, nema nokkrar aug- Iýsingar um þilskip til sölu, er ein- mitt virðast benda á, að mönnum finnist þessi eign ekki sérlega arðber- andi, með því fyrirkomulagi, sem nú er á þilskipaútgerðinni og þeim kostn- aði, sem hún hefir í för með sér. |>að er eins og eitthvert los sé að koma á þilskipaeignina, og það getur orðið hættulegt og hnekt útgerðinni meira eða minna, ef ekki er tekið í taum- ana í tíma og útgerðinni komið á ein- hverjar fastar, tryggar skorður. Ef til vill geta margar leiðir legið að því takmarki, að tryggja svo þil- skipaútgerðina, að öllu sé óhætt. Hér verður að eins bent á eina, án þess því sé haldið fram, að hún sé hin bezta eða hin eina rétta. Geri þeir bragarbót, sem betur vita. |>að er enginn efi á því, að útgerð- in var orðin óhæfilega dýr fyrir nokkr- um árum, er allur þorri háseta var ráðinn upp á kaup og premíu. Lík- indi eru til þess, að þetta hafi að nokkru leyti verið því að kenna, að þilskipum fjölgaði hér of ört um eitt leyti, örara en svo, að vanir sjómenn væru til á þau. Nú vilja allir útgerð- armenn, eins og eðlilegt er, ná í vana, duglega háseta, góða fiskimenn; en þegar of lítið er til af þeim, fer með þá eins og hverja verzlunarvöru, sem hörgull er á, þeir hækka í verði. Kaup og premía fór því smá hækkandi og það ekki að eins til góðu, vönu sjó- mannanna heldur og til annara, þótt aldrei heföu á sjó komið. |>að var eftirsókn eftir sjómönnum yfirleitt og þeir voru dýrir á sér, er þeir vissu að ekki var nema um tvent að gera fyr- ir útgerðarmaDninn, annaðhvort að láta skipið standa uppi eða borga það kaup, sem upp á var sett. Og menn létu leið&at til að taka síðari kostinn, í þeirri von, að aflinn mundi borga. Áttu sjómenn því hægra að- stöðu með þetta, sem margir voru um boðið, og þeir gátu því jafnan skákað í því hróksvaldi, að ef Pétur ekki vildi greiða áskilið kaup, þá færu þeir til Páls; hann byði það, og jafnvel meira. Á þenna hátt varð útgerðin dýrari en góðu hófi gengdi, og það svo, að hún borgaði sig að eins hjá þeim„ sem mestan og beztan fengu aflan. En jafnvel þeim var ekki farið að lít- ast á blikuna, og það því síður, sem ekki var annað sýnilegt, en að kaup mundi fara hækkandi, svo hátt sem það var orðið. Sáu útgerðarmenn, að- hér var í óefui komið, og gerðu þvf samtök sín á milli um hálfdrættisút- gerð eingöngu, og ekkert annað. MaDni verður þá ósjálfrátt að spyrja, hefir þá betra tekið við ? Að sumu leyti ef til vill, en að sumu leyti ekki. það hefir að vísu heitið svo, að ráðningin a þilskipin hafi þetta síðast liðna ár verið úpp á hálfdrætti og svo mun það hafa verið yfirleitt, en heyrst hafa ýmsar raddir um það, að ýmsar aukagetur hafi fylgt með og ýmsar ívílnanir átt sér stað af útgerðar- manna háifu, enda er það alkuonugt, að illur kurr lcorn í háseta, er þessi ráðningarsamtök voru á döfinni og lenti alt samkomulag milli þeirra og útgerðarmanna í mesta stappi, unz hinir síðari að lokum slökuðu nokkuð á klónni, svo að samkomulag náðist. —- En með bitiÍDgum, ívilnunum og eftirgjöfum mun þó þessi útgerð hafa orðið, að öllu samanlögðu, lítið ódýrari en hin fyrri, og það sem lakast er af löllu að þessa dýruútgerð, hvort heldur er upp á kaup eða hálfdrætti, stand- ast að eins kraftmennirnir, sem geta boöið góðum fiskimönnum bezt kjörin, og því borið mest úr býtum til þess að vega á móti kostnaðinum. Meðan þessu fer fram, verða alt af einhverjir út undan, fleiri eða færri, sem ekki vilja eða ekki þora að gera há tilboð; þeir hreppa úrganginn af hásetunum, hina óvönu eða lakari fiskimennina, og því fer, sem fer, að skip þeirra afla ekki, þeir bíða ef til vill stór- tjón, neyðast til að selja skipin með afföllum og ganga ver en slyppir frá öllu saman. Á þenna hátt mun það að miklu eða mestu leyti til komið, að árlega eru fleiri eða færri skip, sem ekki svara kostnaði, og það er mjög hætt við að þessu haldi áfram, meðan ráðn- ing fer fram á sama hátt og hingað til, eða hvorir standa gagnvart öðrum, eins og nú á sér stað, útgerðarmenn og hásetar. Á þetta þarf lögum að koma og það; sem fyrst.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.